Tíminn - 14.06.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1966, Blaðsíða 3
/ ÞRIÐJUDAGUR 14. júlrf 1966 TÍMINN FEGURÐ FRA YMSUM LONDUM Samband ísl. fegrunarsérfræð- imga gjdkfkst fyrir sýningum á snyrtitæikjum, sl. helgi í Tiarnar- búð. Allar fáanlegar vörur frá fyrirtækiuim Max Factor Yardley, Lancaster, Innoxa, Tokalon, Or- lane, Monsieur Robert og Lady Rose voru sýndar, og vei'ttu lærðar snyrtidömur konum leiðbeiningar um rétta notkun þeirra. f snyrU vörufraimleiðslunni, svo sem ann ars kionar framleiðslu eru sífellt nýjungar að koma á markaðinn o-g það er vitaskuld mjög vel þegið af kvenþjóðinni, að gengizt fyrir kynningu á þeim, því að ekki er gaman að kaupa köttinn í sekkn um. Þetta var þó ekki einungis sýn ing á fegrunarbrögðum nýtímakon unnar heldur gafst gestum einnig kostur á að kynnast því, hvernig kynsystur þeirra, frá ýmsum tím um við misjafnar aðstæður gerðu sitt bezta til að lappa upp á þá fegurð, sem þeim hlotnaðist í vöggugjöf, en sú fegurð hefur frá upphafi wga reynzt konunni öldungis ófullnægjandi, því er nú verr og miður. Meðan sýningar gestir drukku kaffi, gengu þær um salinn, hver af annarri. Eva, | fonmóðir okkar allra, sem huldi KramhaJd a hls ií> wm / \ uí jS i k ■’=vm Á VÍÐAVANGI Inn og út um glugg- ann . . . Samtíningurinn í Alþýðu- bandalaginu hefur haft mikið að gcra síðustu daga. Klíkurn ar 20 hafa verið á stjái um bæinn við að rægja hver aðra og skýra út, hvað þær eiga við með , sósíalisma”, og hver stefna Alþýðubandalagsins eigi að vera. Magnaðastur er á- greiningurinn uip það, livort „sósíalistar" eigi að vera í Sós- íalistafélaginu og bara í því og þá ekki í Alþ.bandalaginu, lield ur aðeins Sósíalistafélagið. Því eins og þeir segja í Þjóðviljan um, þá er ekki hægt að ætl- ast til þess, að þeir, sem stefna að hreinum sósíalisina séu bein ir félagar í flokki, ,,þar sem sundurleit stjórnmálaöfl eigast við” svo að notað sé orðalag Æskulýðssíðu Þjóðviljans. Jafnframt þessum dcilum er Iýst hinni megnustu fyrirlitn- ingu á stjórnmálum og þjóðfé- lagsháttum á Norðurlöndum og áhrifum Jafnaðarmanna þar. Félagslegt réttlæti mun hvergi meira en á Norðurlönd um og er það almennt viður- kennt og leita þjóðir, sem skemmra eru á veg komnar, mjög fyrirmynda þar. Meira að segja Nikita Krustjoff varð á einu sinni að fara viðurkenn- ingarorðuin um stjórnarfarið á Norðurlöndum, en hann er nú fallinn cngill og víst óhætt að afneita honum núna. Fyrirlitning á stjórn- arfari á Norðurlönd- um Fyrirlitning Þjóðviljans á stjórnarfarinu á Norðurlöndum og starfsemi jafnaðarmanna er lýst með þessum orðum: „Þetta ályktum við í trausti þeirra lærdóma, sem við drög um af áratuga gömhi basli sós íaldemókrata við endurbóta- starfsemi innan ramma auð- valdssamfélagsins, sem hefur leitt til þess. að þeir eru orðn ir svo þétt riðnir í net borgara legs samfélags, að þeir mega sig þaðan hvergi hræra og lcika það hlutverk stærst að vera dragbítur á uppgangi bylt ingarsinnaðra flokka”. Það má segja, að háleitar eru hugsjónir þessara manna og ekki má setja markið lágt. Það cr ckkcrt minna en bylting, sem kemur til greina og sæld og réttlæti hins kommúniska þjóðfélags ,sem koma skal ís- lenzkri þjóð til hjálpræðis! Halda menn virkilega, að það sé leiðin til að koma íhaldinu á íslandi á kné að eiga „sam- fylkingu” með mönnum, sem Iifa í heimi kreddudraumóra austan og ofan við allan raun- veruleika stjórnmála á fslandi? Það cr erfitt að komast til botns í þankagangi þessara manna og þótt menn reyni að skoða þetta með góðvild og skiiningi hljóta menn að kom ast að þcirri niðurstöðu , að hugsanagangur þessara furðu- fugla stappi geðveiki nærri. Og það er sorgleg staðreynd en furðuleg. að mönnum með slík ar hugsanir slculi hafa tekizt að margkljúfa vinstri menn í landinu og því rniður virðist sem enn ætli þeim að takast að fá menn til fylgilags við sig. Það eru ill örlög að láta leiða sig í svona félagsskap.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.