Tíminn - 14.06.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.06.1966, Blaðsíða 9
MUÐJUDAGUR 14. jn»M96« TfMINN 9 Rúna Guðmundsdóttir (í miöju) ásamt afgreiSslustúlkum í Harísartízkunni, þeim Margréti Sigurjónsdóttur (til vinstri) og Aldísi Þóraðardóttur. Ljósmynd Tíminn — Bjarnleifur. r Islenzkar konur tileinka sér fljótt nýjustu tízku Meðal vinsælli bvenfataverzl- ana borgarinnar er Parísartízkan í Hafnarstræti. Eigendur eru þær Rúna Guðmundsdóttir og Gyða Árnadóttir. Þær höfðu báðar góða reynslu, þegar þær réðust f að stofnsetja Parísartízkuna, þvi að þær höfðu unnið saman hjá Ragn- ari Þórðarsyni í Markaðinum í all- mörg ár. Ég leit inn í verzlunina og rabb- aði við frú Rúnu um tízkuna í kjólafatnaði og helztu breytingar á tízkulitum. Tveir nýir litir komnir fram. — Eru einhverjar stórbreyting- ar í tízkunni um þessar mundir? — Við sáum nýlega framleið- endasýningu í London. Hjá flest- um framleiðendum, sem þar sýndu voru áberandi tveir nýir litir, sem ekki hafa verið. Þeir eru ljósfjólu- biár og ólívugrænn. Þessir litir koma til okkar næsta haust, því að við kaupum alltaf inn sex mán uði fyrirfram. — Hvernig er sumarfatnaður- inn? — Sumarkjólar úr siffoni eru afar vmsælir. Þeir eru gjarnan í bleikum og blágrænum litum. Miklfjr pliseringar setja mikinn svip 4 þessa kjóla. Svona siffon- kjólsr eru nú helzt ætlaðir ungum stúlkum, og sömu sögu má segja tom tízkuna almennt, mér finnst ítundum hugsað of lítið um hent- uga og fallega kjóla fyrir eldri aldurshópa. er núna, er svokölluð kasmír- blúnda og er hún af ýmsum gerð- um. Hvað innkaupum viðvíkur, reynum við að kaupa aðeins einn af hverri tegund og sömuleiðis saumum við aldrei tvo kjóla eins. Hérlendis er markaðurinn það þröngur, að mér finnst fráleitt að bjóða upp á fjöldaframleiðslu á sama kjólnum. Ég get svo vel skilið, að konum gremjist, er þær hafa keypt sér fallegan kjól og sjá svo annan alveg eins. En þegar um ódýra unglingakjóla er að ræða, höfum við stundum fleiri en einn af sömu gerð, en reynum þá að hafa litina mismunandi. — Hvað er verðið á kjólunum hjá ykkur? — Það er að sjálfsögðu afar mismunandi og fer eftir þvi um hvernig kjól er að ræða. Við höf- um kjóla frá 1495 krónum og upp í 4—5 þúsund. Þær selja töskur, undirföt, skart- gripi o.fl. — Þið hafið fleira á boðstólum en kjóla. — Við erum með Kaiser undir- eyrnalokkum, sem aftur eru að koma í tízku. Nælur af ýmsum tegundum eru líka vinsælar. Við höfum ekki lagt okkur eftir því að vera með allra ódýrustu gerð- ir af skartgripum. Það er leiðin- legt, þegar skín út úr hvað það er ódýrt og ómerkilegt, og þess vegna höfum við reynt að vanda valið á þeim, enda hefur það komið í Ijós, að konur vilja fallega skart- gripi, þótt þeir séu heldur dýrari. Svo er annað, að ég hef ánægju af þvi að selja fallega hluti og góða og sem ég veit að detta ekki strax í sundur. Nóg að gera á saumastofunni. — Og hvað er einkum saumað hjá ykkur? — Við saumum aðallega virki- lega fína kjóla úr góðum efnum. Slíkir kjólar yrðu of dýrir í inn- flutningi. Það er mikið að gera á saumastofunni og eru það ekki síður eldri dömur, sem kjósa að Iáta sauma á sig en kaupa til- búna flík. Við fáum 'líka margar pantanir á drögtum og síðum kjól- áfram, að mér finnst þessi nýja geometriska tízka hræðileg. Við sáum stúlkur úti í London, búnar eftir þeim línum, og það lá við okkur fyndist við komnar á ein- hverja plánetu úti í geimnum. — En hvað viðkemur síddinni. Halda kjólarnir áfram að styttast? — Þótt kjólar séu sýndir mjög stuttir á tízkusýningum þá eru þeir hafðir um hné, þegar út í framleiðsluna kemur. En víst hafa kjólarnir stytzt talsvert. Við feng- um t.d. sendingu af ódýrum ung- lingakjólum núna fyrir jólin og þurftum að síkka flesta. í febrúar fengum við aðra sendingu og þá brá svo við, að stúlkunum þótti síddin alveg hæfileg. íslenzkar konur tileinka sér fljót- lega ný tízkufyrirbrigði. — Taka íslenzkar konur fljótt við ýmsum fyrirbrigðum í tízk- unni? — Já, það virðist mér. Þær eru ekki hræddar við að taka upp ýmsar nýjungar, sem fram koma. Ég man, þegar pokakjólarnir svo- kölluðu voru fluttir hingað fyrst. um. Spjallað við Rúnu Guðmundsdóttur verzlunarstjóra Parísartízkunnar Kaupa kjóla frá Englandi, en efni og blúndur frá Frakklandi. — Hvaðan kaupið þið tilbúna kjóla? — Við kaupum þá langmest frá Englandi. Þótt við vildum kaupa meira frá Frakklandi er verðlagið of hátt og tollar miklir, svo að þeir vrðu alltof dýrir. Aftur á móti kaupum við franskar blúndur og alsilkiefni og úr því er saumað ajá okkur á saumastofunni, en um hana sér Gyða Árnadótlir ísami fjóruro aðstoðarstúlkum. Það blúnduefni, sem eftirsóttast föt og þau hafa verið mjög vinsæl. Sömuleiðis höfum við franskar og ítalskar leðurtöskur, hálsklúta, ilm vötn og varaliti. Þessi varalitur er frá frönsku fyrirtæki, Rouge Baiser, sem selur þriðja hvern varalit, sem seldur er í Frakklandi. Þeir eru ódýrir og sala í þeim gengur mjög vel hérna og við höfum gert dálítið af því að selja þá út á land. — Bera konur mikið skartgripi? -— Já, það fer í vöxt. Við erum með ýmsar gerðir af hálsfestum, — Síðir kjólar eru að komast aftur í tízku. — Já, það var nokkurt hlé á því, en nú hefur það hraðvaxið aftur. Og svo er um flest sem að tízkunni lýtur. Það hverfur í nokk- ur ár eða jafnvel áratugi, en kem- ur svo aftur með smábreytingum. Meðal annars hvað viðvíkur sídd á kjólum. Ef við skoðum myndir frá 1920—30 eru kjólarnir jafn- vel enn styttri en núna. — En ég get ekki stillt mig um að segja, heldur frú Rúna Þá vann ég í Markaðinum og ég held að megi segja, að þeir hafi runnið út. — Hvaða breytingar hafa helzt- ar orðið á vali kvenna á fatnaði síðan þið opnuðuð Parisartízkuna? — Mér þykir eftirtektarvert, hvað ungaar stúlkur kaupa miklu meira af drögtum. Fjölbreytnin var heldur ekki mikil áður, það voru þessar svörtu og gráu dragt- ir og ungar stúlkur voru yfirleitt ekki spenntar fyrir þeim. Nú leggj um við kapp á að hafa sem mest íýrval af drögtum og stólkur, bæði yngri og eldri kunna að meta það og nota dragtir mikið, enda er það heppilegur klæðnaður við mörg tækifæri. Karlmenn hafa ákveðnar skoðanir á kjólunum. — Koma eiginmenn með kon- um sínum, þegar þær velja sér kjóla? — Já, oft gera þeir það. Og þeir hafa mjög ákveðinn smekk. Annað hvort líkar þeim kjóll eða ekki. Það er ágætt að mennirnir komi með, því að það er leiðin- legt ef kona hefur keypt sér kjól án þess maðurinn sjái hann, fyrr en hún fer með kjólinn heim og þá er eiginmaðurinn kannski alls ekkert hrifinn. Oft koma heilu fjölskyldurnar til að horfa á mömmu máta nýjan kjól og mér finnst það reglulega skemmti- legt og ákjósanlegt. — Er ekki þreytandi að standa við afgreiðslustörf allan daginn? — Ég er oft spurð að þessu. En ég verð að segja, að mér finnst starfið mjög skemmtilegt og til- breytingarríkt. Það er gaman að hjálpa konum að velja sér fatnað, sem þeim fer vel og sjá hvað það hefur góð og upplífgandi áhrif á konu að fá nýjan, fallegan kjól. Auk þess höfum við verið sérlega heppnar með starfsfólk og þá ekki síður viðskiptavini, þeir eru in- dælir og gott að vinna með þeim. Við kynnumst mörgu fólki, því að eins og ég sagði er markaður- inn þröngur og því kemur hér sama fólkið hvað eftir annað til að verzla og við erum farnar að þekkja það og munum oft, hvaða kjóla það keypti síðast. Fatnaður hefur tiltölulega lítið hækkað í verði síðustu árin. — Hvaða liti velja eldri konur? — Margar eldri dömur kjósa dökkblátt, brúnt eða svart. Sterkir litir gera þó meira fyrir andlitið, gefa því frísklegt yfirbragð, held- ur en dökku eða litlausu efnin. — Hafa kjólar hækkað mikið í verði? — Fatnaður hefur ekki hækkað eins mikið og margar aðrar vörur. Þegar ég vann í Markaðinum sem verzlunarstjóri fyrir 6—8 árum seldum við þar kjóla, sem kostuðu upp í 3—4 þúsund. Þá hafði ég í laun 4.500 krónur. Síðan hefur kaup verzlunarfólks hækkað um helming, ef ekki meira, en það þætti líklega nokkuð dýrt ef kjól- ar væru almennt á um tólf þús- und krónur. Fara reglulega utan til fatakaupa fyrir verzlunina. — Farið þið reglulega út til að verzla? — Yfirleitt þrisvar á ári. Haust og vor til að kaupa inn og gera pantanir. í ágúst förum við til Parísar á stóru tízkusýningarnar þar. Ég hef verið svo heppin að fá aðgang að þeim, og það er hreinasta ævintýri. Og þó að við getum ekki notað neitt af því, sem þar kemur fram, sér maður þó litina og fáum ýmsar hugmyndr ir. Og eins og ég sagði þá eni sýningarnar sjálfar eins og ævin- týri. X fyrra fórum við á sýningu hjá Cardin. Þá var 40 stiga hiti í París og svitinn bogaði af manni. Svo komu sýningastúlkurnar, glæsi legar og smart og frísklegar eins og þær fyndu ekkert fyrir hitan- um. En fyrir sýninguna voru þær látnar halda til í Ioftkældum her- bergi, þvi að auðvitað mátti ekki sjást á þeim nein merki þess, að þær þyldu ekki við. Eftir sýn- inguna drógumst við inn á næstu veitingastofu til að fá okkur kók og von bráðar fóru tízkusýningar- stúlkurnar að tínast þangað lika og voru þá alveg aðframkomnar. Stúlkur leggja aukna áherzlu á að eiga fallegan undirfatnað. Framhald á bls. 15 \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.