Tíminn - 14.06.1966, Page 5

Tíminn - 14.06.1966, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 14. júní 1966 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Kitstjórar: Þórarinn ÞórarinssoS (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímui Gislason Ritstl.skrlfstofui i Eddu- húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af- greJðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur. sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á man. innanlands - í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.t TÍMINN_______________$ r~...——■■■■ ■ ■■ ... ' Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku: Neyðarástand í strandferðunum Erfiðleikar SÍS • Á aðalfundi SÍS lýstu forráSamenn samvinnuhreyf- ingarinnar því, hvernig óðaverðbólgan og rekstrarlána- skorturinn grafa undan rekstri samvinnufélaganna í landinu. Hér bætist enn ein rödd í þann volduga kór, sem for- dæmir upplausnina í efnahags- og atvinnumálum landsins og krefst nýrra aðgerða og nýrra viðhorfa. Ekki er hald- iim svo fundur í fyrirtæki eða samtökum atvinnuveg- anna, að aðalumræðuefnið sé ekki óðaverðbólgan og af- leiðingar hennar og hin furðulega þvermóðska stjórn- valda í garð íslenzkra fyrirtækja. Yfirleitt hefur Mbl. reynt að tala hógværlega eftir slíka fundi og játað það, að ástandið sé ekki gott, en jafnframt undirstrikað. að ekki sé við ríkisstjórnina að sakast, heldur sé um að kenna kröfufrekju verkalýðsfélaganna. Þau vilji ekki semja um 2% kauphækkun á ári, eins og gert sé í Sví- þjóð! Mbl. harmar þó yfirleitt, hve illa er komið fyrir atvinnufyrirtækjunum, ef það á annað borð fæst til að viðurkenna, að um erfiðleika- sé að ræða, en lengi vel var slíkt borið til baka og kallað „barlómur Framsóknar- manna”. En nú bregður svo undarlega við, að Morgunblaðið hlakkar yfir því, að verðbólgan leggst þungt á rekstur samvinnufélaganna. Ástæða væri til þess fyrir þá, sem annast starfrækslu og atvinnurekstur í landinu ekki síð- ur en aðra landsmenn að veita þessum skrifum Morgun- blaðsins athygli og athuga, hversu hollt muni vera að þau öfl, sem þannig hugsa, hafi úrslitaákvarðanir í efna- hags- og atvinnumálum í sínum höndum. Hitt er ekki síður athyglisvert, að í forystugrein í Mbl. koma fram augljós vonbrigði, undrun og beizkja yfir því, að óðaverðbólgan og aðrir þættir „viðreisnar- innar“ skuli ekki hafa orðið til þess að neyða nein kaup- félög til að hætta starfrækslu sinni. Þessi skrif bera vott um hugsunarhátt, sem fæstir munu telja heppileg- an í þeim húsakynnum, þar sem ákvarðað er um það, hvernig búa skuli að viðskipta- og atvinnurekstri í land- inu. Þetta minnir of mikið á úrræði öfundsjúka manns- ins í dæmisögunni: hann taldi ekki eftir að láta annað auga sitt, ef það yrði til þess, að sá, sem hann öfundaði, missti bæði. — En þessi skrif MorgunblaðSins bera jafn- framt vott um misskilning á eðli og uppbyggingu kaup- félaganna. í flestum byggðarlögum hér á landi eru kaupfélögin lífæð atvinnu- og viðskiptalífsins. Þetta veit fólkið og því stendur það fast um kaupfélög- in. Það veit, hvers virði þau eru. Þegar á móti blæs þjappa menn sér fastar saman um kaupfélögin, því mönnum er ljóst,að þær stofnanir mega menn ekki missa, hvað sem á gengur. Óðaverðbólgan og rekstrarfjáTkreppan þjarma fast að kaupfélögunum eins og öðrum atvinnurekstri. en fólkið fylkir sér því fastar saman um þessar stofnanir og styð- ur þær með ráðum og dáð. Jsínframt tekur samvinnufólkið öflugan þátt i því að vara við verðbólgunni og knýja fram stefnubreytingu og sem víðtækasta samstöðu um lausn vandans. Storkun Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, iætur Morg- unblaðið hafa viðtal við sig í tilefni af þeirri óánægju, sem nú ríkir meðal bænda vegna hinnar stórfelldu kjara- skerðingar, sem þeir eiga nú að taka á sig bótalaust til Á þessu vori, sem kom seint, en hefur verið áfallalaust eft- ir að brá til hins betra, er ann- ríki óskaplegt á Austurlandi. Á mörgum stöðum standa yfir stórframkvæmdir í síldariðnað inum, aðrar byggingarfram- kvæmdir eru mjög miklar. síld veiðar á austurmiðum og þar með síldarvinnsla á Austfjörð- um byrjar fyrr en nokkru sinni bændur eru síðbúnir með vor- verk og mega sízt við töfum, fóðurbætisþörf með mesta móti vorhlaup hefur komið á sum Austfjarðamiðin og á síðasta smástraum var mokfiski hjá smábátum í Neskaupstað. Á þessu vori opnast vcgir ó- venju scint og eru enn alófær- ir til þungaflutninga austur á land. Þegar svo hagar til, cr það beint tilræði við atvinnulífið og stórháskalegt efnahagslegri afkomu fólksins að draga úr strandferðaþjónustunni. En þetta hefur nú verið gert, og allar horfur á. að því verði hald ið áfram i vaxandi mæli. Ófremdarástand hefur þegar skapazt, og stór vandræði hlot- izt af á ýmsum stöðum. í Neskaupstað er orðin margs konar vöntun á vörum til neyzlu. framkvæmda og at- vinnurekstrar: Bændur fá ekki fóðurbæti og sáðvöru, útgerðar Vilhjálmur Hjálmarsson maðurinn liefur beðið þess að fá flutta kraftblökk all-Ianga liríð. sumar matvörur eru á þrotum, enda stórvaxandi þörf vegna síldarflotans, sem nú kemur fyrr en venjulega. ekki linnir hringingum til afgrciðsl unnar frá ýmsum aðilum > bænum, sem bíða eftir flutn- ingi á ýmiss konar varningi. Og þetta þarf engan að undra þegar aðgætt er hvernig ferð um skipanna hefur verið hátt- að i vor. Siðasta skip að sunnan var Herðubreið 30.5.. en hún flyt- ur yfirleitt ekki vörur til Nes- kaupstaðar. Esja kom 25.5. og er það síðasta ferðin, sem máli skipti fyrir ' flutninga í Nes- kaupstað. Hinn 1.6. átti skipi® að fara úr Reykjavík. Það var sent með söngfólk vestur á firði, og ferðin austur Iátin nið ur falla. Þarf varla að lýsa því, hversu bagalegt þetta var. Er þá gripið til þess ráðs að senda „Jarlinn” til Austur- landsins með vörur. Er hans vænzt til Neskaupstaðar 13. júní og yrðu þá liðnir 19 dag- ar frá því Esja kom síðast að sunnan’ Frá Akureyri eru fluttar austur margháttaðar iðnaðar- vörur. þar með matvæli ýmiss konar, smjör. ostur, kjötvörur o.s.frv. — Hekla kom að norð an 20. 5. Esja er .væntanleg 15.6.! Þess má svo geta, að þegar Herðubreið verður farin aust- ur þann 11. þ.m. bíða enn flutn ings ýmiss konar vörur t.d. á- burður og grasfræ til Höma- fjarðar! Það má því segja, að neyðar- ástand ríki um vöruflutninga til Austfjarða á þessu vori. Hvernig verður það svo, þeg- ar ríkisstjórninni hefur tekizt að selja Skjaldbreið og Esju cn að því er nú unnið fullum fetum, án þess að vitað sé. að nokkuð sé gert til þess að afla nýrra og heppilegra skipa í skörðin? ÞRIÐJUDAGSGREININ viðbótar verðbólguflóðinu. Fyrirsögnin, sem lýsir vel tón- inum í viðtalinu. var þessi: „Hlutur bænda hefur loks verið leiðréttur til samræmis við aðrar stéttir' Þetta viðtal er svo endurprentað 1 forystugrein Morgunblaðs- ins á sunnudag undir fyrirsögninni „Hagur bænda góð- ur". Aldrei hefur landbúnaðarráðherra storkað bændum landsins svo ferlega sem 1 þessu viðtali. Landbúnaðarráð- herrann ber ábyrgð á því, hvernig nú er komið. Áður en núverandi stjórn kom til valda, var meginstefnan í land- búnaðarmálum að halda rekstrarkostnaði sem mest niðri. Ingólfur söðlaði um, stórhækkaði vexti og lagði á lána- skatt, jafnframt því, sem dregið var úr beinum stuðn- ingi við landbúnaðinn Þegar bændur gagnrýndu þessa stefnu, sagði Ingólfur: Hafið ekki áhyggjur af þessu, þetta skilar sér aftur í verðlaginu. útflutningsuppbæturn- ar sjá um það. Sé litið á vaxtaliðinn einn í rekstrarkostn- aði búanna. kemur í ljós, að hann hefur hækkað um 200%, ef lánas’katturinn er tekinn með i dæmið Ósann- girni er að skella skuldinni af því, hvernig nú er komið á Framleiðsluráð Það reyndi mánuðum saman að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um einhverja skaplega leið út úr vandanum. m.a. þá. sem þeir er gagnrýna á- kvörður Framleiðsluráðs benda helzt á, en ríkisstjórnin svnjaði Ákvörðun Framleiðsluráðsins var einvörðungu í því fólgin að jafna niður þeim halla. sem ríkisstiórnin ákvað með synjunum sínum og þversköllun. að bændastéttin skvldi taka á sig — en þessi hallj er ekkert annað en bein afleiðing af verðbólgunni, sem öllum er Ijóst. að ríkisstjórnin hefur ekkert gert til að hemja. Ástandið er alvarlegt. en menn skulu taka eftir því. að landbún- aðarráðherrann er sérlega ánægður núna, og vill láta sem mest bera á gleði sinni. DREGIÐ HJA HAPPDRÆTTI HÁSKÓLANS Föstudaginn 10. júní var dregið í 6. flokki Happdrættis Háskóla íslands. Dregnir voru 2,200 vinn- ingar að fjárhæð 6.200.000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000 krónur, kom á hálfmiða númer 1398. Voru allir hálfmiðarnir seld ir í umboði Þóreyjar Bjamadótt- ur í Kjörgarði. 100.000 krónur komu á hálfmiða númer 23.514. Voru tveir hálfmið- ar seldir í umboði Jóns St. Am- órssonar. Bankastræti li, einn hálí miðinn var seldur á Akranesi og sá fjórði á Reyðarfirði. 10,000 krónur: 1397 — 1399 — 1660 — 6126 — 7050 — 8606 — 10663 — 11381 — 12057 — 12097 — 12918 — 13913 — 19499 — 20252 — 22815 — 22837 — 28419 — 28970 — 30026 — 30326 — 30426 — 30895 — 30969 — 31599 — 31690 — 31893 — 32535 —- 32681 — 35446 — 37122 — 38001 — 38790 — 41414 — 43835 — 45051 — 45827 — 48365 — 57622 — 58882. (Birt án ábyrgðar).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.