Vísir - 27.12.1974, Page 1
64. árg. —Föstudagur 27. desember 1974, —261. tbl.
HVAÐ SEGIR VÖLVAN
UM ÁRIÐ 1975?
- Sá hún náttúruhamfarirnar í Neskaupstað fyrir? — bls. 3
Jólin í Nes-
kaupstað —
rœtt við hótelstýruna
í Egilsbúð, Kristrúnu
Jóhannes Eðvaldsson:
Lízt bezt á til-
boðið frá Sviss
Axel Axelsson:
Liðurinn eins og í
sjötugum manni
Enska knattspyrnan:
Efsta liðið tap-
aði fyrir því
neðsta
Sjá íþróftir í opnu
Helgadóttur
Hótelstýrunni Kristrúnu Helga
dóttur kom ekki dúr á auga
fyrstu dagana eftir flóðið. í
Egilsbúð, sem hún stýrir var
straumur aðkomumanna daga
og nætur, sem bjóða þurfti upp á
mat og kaffi.
Ljósm. Bragi.
Hann sá borg-
ina sína vaxa
— og hverfa
,,Ég hef verið f Darwin i 40
ár. Ég hef horft á bæinn
vaxa, og nú hef ég horft á
hann hverfa”. Þetta höfðu
fréttamenn erlendra frétta-
stofa eftir ástralska bæjar-
stjóranum Harold Brennan.
Orð hans slitnuðu sundur i
ekkasogum og tárin
streymdu niður kinnar hans,
sögðu fréttaménnirnir. Nán-
ar um fellibylinn Tracy og
afleiðingar af honum.
SJA ERLENDAR
FRÉTTIR ABLS. 5
• •
- t|é Msiðv
••
YFIR 500 METRA BREITT
SNJÓFLÓÐ TÓK RAFLÍNUNA
fjarskipti $11 óvirk á Austfjörðum
yfir jóladagana
,,t Tungudal, sem er þröngur
dalur inn af Eyvindarárdal við
veginn til Reyðarfjarðar, féllu
sex snjóflóð á aðfangadags-
morgun,” sagði Erling Garðar
Jónasson, rafveitustjóri á Egils-
stöðum. ,,Það innsta var stærst,
okkur virtist það vera 500-560
metra breitt, að dæma eftir
breidd milli stæðna i linunni, sem
það tók með sér. Við álitum, að
bungan á flóðinu væri um 30
metra há.
Straumurinn tilfjarskiptastöðv-
arinnar á Gagnheiði rofnaði
þennan dag. Þar er varavél, sem
á að fara I gang, ef straumurinn
rofnar, en hún fór ekki i gang
núna. Oftastvinnur hún þó vel, en
svona lagað getur vist alltaf kom-
ið fyrir. Við ætluðum að reyna að
fara á stúfana og rjúfa linuna
sunnan við aðveitustöðina á
Gagnheiði, sem er um 10-11 km
vegalengd, en veðrið var svo
óskaplegt, að það var tæplega
stætt. Við gerðum þó margar til-
raunir með snjóbilum, en þeir
fóru ýmist út af beltunum eða út i
pytti, svo við urðum að hætta við
þetta, höfðum enda nóg að gera
við að halda inni stöðunum.
A Eskifirði og Reyðarfirði var
ástandið nokkuð gott, við höfðum
nýlega flutt þangað túrbinuna frá
Seyöisfirði. Nokkur býli innst i
Reyðarfirði voru þó rafmagns-
laus allan timann. I Neskaupstað
var rafmagnið I ágætu lagi. Við
höfðum rafmagn á þrjú innstu
húsin frá báti, er lá I höfninni, en
hann slitnaði raunar frá á tima-
bili, þar var algert neyðarástand i
höfninni um tfma.
Verst var ástandið sunnan
Stuðlaheiðar. A Stöðvarfirði var
rafmagnslaust frá klukkan 5 á að-
fangadag fram á jóladags-
morgun. I Breiðdal var raf-
magnslaust frá klukkan 5 á að-
fangadag til klukkan eitt á jóla-
nótt. A Fáskrúðsfirði var
skammtað stift allan timann.
Það háði okkur mjög, að ekki
var hægt að hafa fjarskiptasam-
band viö þessa staði eða milli
þeirra, þvi rafmagnsleysið á
Gagnheiðarstöðinni gerði það að
verkum, að hér var hvorki simi,
sjónvarp né útvarp. Þannig var
ógerlegt að samræma skömmtun
og nýta til fulls þá orku, sem þó
var til. Gagnheiðarstöðin er i 1000
metra hæð, og ef þar fer svo mik-
ið sem öryggi, verður að fara
þangað upp. Það er ekki hægt
annað en undrast, að þeir menn,
sem þar eiga að þjóna, skuli ekki
búa við betri aðbúnað en raun ber
vitni — þeir hafa ekki einu sinni
snjóbil. Þeir fengu raunar ein-
hvern tima vélsleða, en hann er
orðinn harla úr sér genginn. Það
setur að okkur ugg hér, þegar við
sjáum svona greinilega, hvilikt
öryggisleysi við búum við i fjar-
skiptamálum.
Það sem næst liggur fyrir er að
gera við snjóflóðalinurnar á
Oddsskarði og i Tungudal og
koma þannig á sambandi við
Suðurkerfið á ný. Það veröur
erfitt að komast til viðgerða i
Tungudal, ekki sizt vegna skorts
á ruðningsvélum um þessar
mundir, það var svo mikið af
þeim sent til Neskaupstaðar. Ef
ég fæ ýtu, reynum við að komast i
Tungudalinn I dag, en þar tók
skriöan 8 staura með linu og öllu
saman.
Ég fór þangað i gær við annan
mann til að kanna skemmdirnar.
Ekki var sú för alveg til einskis,
þvi við fundum á með lambi. Þær
voru illa komnar, 5-6 tommu
klakabrynja á þeim og þær gátu
ekki hreyft sig, en höfðu getað
krafsað ofan i svörð þar sem þær
lágu. Við tókum þær með okkur
hingað og erúm nú með fé á fóör-
um á verkstæðinu hjá okkur.”
- SH
Hurðabrjótar á ferð
Fjölmargar hurðir voru möl-
brotnar og hvolft úr skúffum i
húsi Iþróttasambands tslands
um jólin.
t gær uppgötvaðist að rúða
hafði verið brotin á bakhlið
hússins og farið þar inn. Sá eða
þeir, sem það gerðu, hafa sfðan
vaðið um allar þrjár hæðir húss-
ins og brotið og bramlað allt,
sem þeir gátu.
Litlu var stolið. Þó er saknað
ávisanaheftis með tólf undir-
skrifuðum eyðublöðum. Gunn-
laugur Briem gjaldkeri tþrótta-
sambandsins undirritaði
ávisanirnar, og einnig var
stimplað á þær með stimpli ISt.
Avisanaheftið er frá Verzlunar-
bankanum.
Einnig var stolið Sony segul-
bandstæki. _
FORVITNIR VEGFARENDUR ÓKU Á
?"» SLÖKKVIBÍL OG LÖGREGLUÞJÓN
Fólksbíll brann til
kaldra kola,er kviknaði i
honum við árekstur í
Kúagerði í nótt.
Bíllinn er af Ford
Escort gerð/ sams konar
bíll og maður fórst í fyrir
nokkrum vikum/ þegar
kviknaði i honum við
árekstur á Reykjanes-
brautinni.
Plastslanga frá bensintank
liggur rétt hjá hægra afturljósi
bilsins I farangursgeymslunni.
Við árekstur eins og þann i nótt
brotnaði ljósið, og er talið lik-
legt, að neisti hafi hrokkið úr þvi
I bensin, sem flóði út, vegna
þess að plastslangan fór i sund-
ur.
Fjórir voru i bilnum, og slös-
uðust allir. Farþegi i aftursæti
brenndist, þvi eldurinn læsti sig
leiftursnöggt um bilinn. Bil-
stjórinn skarst i andliti.
Fólksbillinn lenti i árekstri
við vörubil, en ekki er að fullu
rannsakað hvernig þaö átti sér
stað.
Slökkviliðsbill og lögregla frá
Keflavik komu á slysstaðinn.
Meðan unnið var að þvi aö
slökkvaeldinn og gera mælingar
vegna óhappsins, ollu forvitnir
vegfarendur erfiðleikum. Mikil
hálka var á veginum. Nokkru
eftir að slökkvistarfi var lokið,
ók aðvifandi bill á lögregluþjón.
Hann slasaðist nokkuð og var
fluttur á sjúkrahús.
I þann mund, sem skýrslu-
gerð vegna þessa óhapps lauk
og lögregla og slökkvilið voru
að búa sig undir að fara, kom
enn einn bill og ók á slökkvibil-
inn.
Báðir þessir bilstjórar voru að
koma frá Keflavik og sáu strax i
tveggja km fjarlægö, hvað var á
seyði. Enda voru blikkandi ljós
á lögreglubilnum og slökkvi-
bilnum og kveikt á ljósköstur-
um.
Mjóu munaði, að þriðji billinn
ylli óhappi. Sá kom að á nokk-
urri ferð, en gat ekki stöðvað
vegna hálku. Hann rann þvers-
um milli lögreglubils og
slökkvibils, án þess þó að snerta
Þá — ÓH.
I