Vísir - 27.12.1974, Side 3

Vísir - 27.12.1974, Side 3
Vísir. Föstudagur 27. desember 1974. 3 Völvan varð sannspá um árið 1974 Meiri hlýindi 1975 — segir „völva Vikunnar" og spáir samdrœtti og verkföllum — „Húsavík mikið í fréttum" ' „Ég spái meiri hlýindum en við höfum átt við að búa undan- farin ár. Veturinn verður fremur snjó- þungur en sumarið nokkuð jafngott á öllu landinu.” Árið |1975 verður ,,gott og ekki gott” ár, segir „völva Vikunnar”, sem hefur vakið athygli með þvi að reynast furðulega sannspá siðustu tvö ár- in. Völvan segir, að erfiðleikarn- ir, sem Islendingar glimi við 1975 verði að visu smávægilegir miðað við ýmsar aðrar þjóðir. En eflaust muni ýmsum þykja nóg um, við séum svo góðu vön. Menn muni ekki finna svo mjög fyrir samdrættinum, og liklega leysist verstu vandræðin með óvæntri iántöku erlendis. Um atvinnuleysi verði ekki að ræða. Verkföll verði sennilega. Völvan spáir metafla á loðnu- vertið, ef ekki verði verkföll. Iðnaðurinn verði i vanda.og jafnvel kunni einhver stór fyrir- tæki að fara á höfuðið. Enn dragi úr ferðamannastraumi hingaö, en Islendingar haldi sinu striki i Spánarferðum. Að minnsta kosti eitt meiriháttar Karl GdsUf „mengunarhneyksli” komi upp á árinu. Völvan hefur ekki reynzt eins áberandi sannspá fyrir árið 1974 og hún var árið áður i fyrstu spá sinni fyrir komandi ár. Margt hefur þó komið fram af þvi, sem hún spáði fyrir árið, sem er að liða. Hún spáði átökum á miðunum, einkum út af Vest- fjörðum og góðri kartöfluupp- skeru, sem kom á daginn. Hún spáði náttúruhamförum, þó ekki eins stórkostlegum og 1973, og. verður flestum nú hugsað til snjóflóöanna i Neskaupstað. Niðurstaöa átti að fást i her- stöðvarmálinu, fremur i anda Framsóknar en Alþýðubanda- lags, og má það til sanns vegar færa. Hins vegar spáði hún þjóðaratkvæði um herstöðvar- málið, sem ekki hafa orðið, nema þá að hún hafi séð fyrir þingkosningarnar, sem fóru fram á árinu en ekki var vitað um um áramótin i fyrra. Þjóð- hátiðahöldin tókust vel eins og hún hafði sagt. Christina prinsessa i Sviþjóð giftist, enda hafði völvan spáð konunglegu brúðkaupi þar i landi. Hún spáði skuggalegu ári i Danmörku, eins og fram kom. En hún taldi, að Nixon mundi sitja út árið, sem ekki varð. „Þrjár konur ! topp- stöður” A komandi ári, 1975, segir völvan, að landhelgismörkin verði færð út i 200 milur. Kana- 8mija H HaraU. sjónvarpið verði ekki leyft en sjáist „samt óátalið”. Konur láti mikið til sin taka, og þrjár konur skjóti upp kollinum i toppstöðum. Stafsetningin verði ekki færft aftur i gamla horfið. „Ekki á ég von á neinum stórkostlegum náttúruhamförum,” segir völvan i siðasta tölublaði Vik- unnar, „en við megum reyndar alltaf búast við einhverju af þvi tagi.” Erlend fyrirmenni koma til landsins, liklega Sviakonungur. Ein alþjóöleg ráðstefna, haldin hér, mun vekja sérstaka athygli erlendis. Þekktir evrópskir stjórnmálamenn koma. Einn af okkar ágætustu mönnum hlýtur viðurkenningu erlendis, að þvi er virðist á sviði lista. „Húsavik og nágrenni verður mikið I fréttunum”, segir hún, en fólk þarf engu að kviða. Miklar barneignir hjá kóngafólki Eilifar skærur verða i löndun- um fyrir botni Miðjarðarhafs og aðstaða Israela fer versnandi. Atvinnuleysi verður i Danmörku og stjórnmála- kreppa i Finnlandi. Júgóslavia verðurmikiði fréttum. Frakkar skipta sennilega um þjóðarleið- toga. Þetta verður ár mikilla barn- eigna hjá kóngafólki á Norðurlöndum, segir völvan okkar. Danadrottning eignast dóttur næsta sumar og Sonja og Náttúruhamfarirnar I Neskaupstaft — sá völvan þær fyrir? Haraldur i Noregi bæta við hjá sér. Sviakonungur kvænist og kemur rækilega á óvart I vali á konu. Christina systir hans eignast barn og liklega Anna Bretaprinsessa og Mark. Fisch- er sigrar i heimsmeistara- keppni I skák. —HH Christina og „Tosse” Magnússon. Anna og Mark. BOBBY FISCHER — aftur heimsmelstari? Reyna að troða slóð til mjólkurflutninga „Það var svolitið einkennilegt að sjá hreindýr úti á miðju Lagarfljótinu i gær,” sagði Svav- ar Stefánsson, mjólkurbússtjóri á Egilsstöðum, I viðtali við Visi i morgun. „Annars teljum við það ekki tiðindi lengur, þótt hreindýr komi niður á Hérað, þegar harönar á. Það er eins og þau leiti alltaf á móti vindáttinni. En þarna stóðu þau úti á miðju fljótinu utan við brúna og var eins og þau væru rög við að ferðast i snjónum. Snjór er hér mjög jafn yfir allt en gifurlega mikill. Ég á heima i tveggja hæða húsi, og fönnin nær upp á miðja glugga á efri hæðinni. Hér hefur aðeins ein leið verið opnuð, héðan frá mjólkusamlag- inu niður I Egilsstaði og út á flug- völl, en hann hefur nú verið rudd- ur. Mjólkurflutningar hér verða erfiðir og litlir fyrsta kastið. Ég veit, að búið er að lesta sex vöru- bila á Reyðarfirði með þungum vélarhlutum, sem eiga að fara I Beðið fœris að leita á Snœfellsjökli Litil von er um, að danski flug- maðurinn, sem flaug litilli sænskri flugvél, sem leitað er að, finnist á lifi. „Við biðum þó færis að leita á hluta af Snæfeilsjökli, en veður gefst ekki til þess enn,” var okkur tjáð hjá flugstjórn i morgun. Þangað verður send þyrla, þegar betur viðrar. Leitinni var haldið áfram i gær. Landhelgisgæzluvélin og margar aðrar flugu yfir Vesturland i þvi skyni. Flugvélin týndist á sunnudags- kvöld. Atti hún að lenda hér um miðnætti. Siðast heyrðist til henn- ar um ellefuleytið. Radiómerki, sem heyrðust þá um nóttina, munu ekki hafa verið frá sænsku flugvélinni, að þvi er virðist. HH Lagarfossvirkjun, og trúlega verður reynt að moka fyrir þá. Mjólkurflutningar geta þá farið I þá slóð, svo langt sem það nær, en að öðru leyti hefur verið talað um að flytja mjólkina á dráttarvélum og sleðum, og reyna þá að troða slóð til þess. Annars er lausa- mjöllin svo mikil ofan á gamla harðfenninu, að fremur erfitt færi er fyrir vélsleða, mér sýnist þeir sökkva um fet i mjöllina. Það er sérstaklega ein sveit, sem verður illa útundan, þegar rutt er fyrir mjólkurflutninga, en það er Jökulsárhliðin. Þar er um fjallveg að fara, um Heiðarend- ann, og hann er mjög erfiður. Önnur leið léttari er til, út Hróarstunguna hjá Hallveigar- — Hreindýrin eru komin ofan í byggð stöðum og yfir hjá Lagarfoss- virkjun, en siðan upp Hjalta- staðaþinghána. Sú leið er þó sjaldan rudd, vegna þess að hún er lengri en um Heiðarendann, og mjólkurframleiðslan er ekki svo ýkja mikil. Hins vegar væri þá hægt að nota veginn um Hjalta- staðaþinghána, sem er ruddur hvort sem er. Þeir, sem ekki koma mjólkinni frá sér i tæka tið, reyna einna helzt að strokka og bjarga þvi sem bjargað verður þannig, en þaö er ekki gert fyrr en i fulla hnefana.” —SH ENGIR ISLENDINGAR í DARWIN Ekki er vitað til að neinir Is- lendingar hafi dvalizt i Darwin i Astraiiu er náttúruhamfarir lögðu borgina i rúst á jóladag. Ekki höfðu neinar tilkynningar borizt til utanrikisráðuneytisins i morgun um, að tslendingar hefðu orðiö fyrir ósköpunum. Flestir Islendinganna, sem i Astraliu búa, eru búsettir i Perth, Melbourne og Bri.sbane I suður hluta Astraliu. Darwin er aftur á móti i Norður-Astraliu, þar sem geysilegur hiti rikir. Vegna hitans er litið búið á norðurströndinni og jafnframtererfittum samgöngur þangað vegna aurbleytu og regns. — JB. Margir sœkja um hjá útvarpi Fjórir leikarar Þjóðleikhússins sækja um stöðu leiklistarstjóra rikisútvarpsins. Nú fyrir jólin rann út umsóknarfrestur um þá stöðu og stööu tónlistarstjóra. Hér fer á eftir listi yfir þá, sem sóttu um störf hjá ríkisútvarpinu. Umsækjendur um starf leik- listarstjóra: Erlingur GIsli Gislason, Laufás- vegi 22 Geirlaug Þorvaldsdóttir, Háuhliö 12 Halldór Þorsteinsson, Miðstræti 7 Hrafn Gunnlaugsson, Fálkagötu 17 Jónas Jónasson, Eskihlið 10 Klemenz Jónsson, Bræðra- borgarstig 26 Magnús Jónsson, Neshaga 9 Stefán Egill Baldursson, Hrafn- hólum 2 Ævar R. Kvaran, Æsufelli 6 Umsækjendur um starf tón- listarstjóra: Atli Heimir Sveinsson, Efsta- sundi 69 Guðmundur Gilsson, Freyjugötu 24 Guðmundur Jónsson, Kapla- skjólsvegi 41 Þorsteinn H. Hannesson, Hóf- gerði 26

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.