Vísir - 27.12.1974, Síða 6

Vísir - 27.12.1974, Síða 6
6 Vísir. Föstudagur 27. desember 1974. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Slmi 86611. 7 Hnur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Varanlegur viðlagasjóður Mannskaðinn mikli á Norðfirði er enn efst i ( huga þjóðarinnar, þótt heil vika jólaundirbúnings / og jólahalds sé liðin. Harmleikur sem þessi kallar ) fram samhug þjóðarinnar allrar og varpar ) skugga á mestu hátið ársins. Við hugsum til hins (t mikla barnafjölda, sem misst hefur annað for- // eldri sitt. Og við höfum enn einu sinni verið minnt )) á, að þrátt fyrir tækni nútimans geisa hér á landi \\ hin óbliðu og óheftu náttúruöfl elds og isa. /f En ekki dugir að örvænta. Lifið heldur áfram. /f Þess vegna skiptir nú mestu að átta sig á, hvað /) tekur við á Norðfirði, þegar meira en þrir fjórðu / hlutar atvinnulifsins hafa verið lagðir i rúst. Það ) er þörfin fyrir uppbygginguna sem kallar á allar \ fúsar hendur. Og sú uppbygging má ekki dragast, ( þvi að hver dagurinn er dýrmætur. / Rikisstjórnin brást fljótt og vel við. Geir / Hallgrimsson forsætisráðherra fór strax austur ) til að skoða vegsummerki og ræða við heima- \ menn. Tjáði hann þeim, að rikisstjórn, alþingi og ( þjóðin öll stæði með Norðfirðingum i / uppbyggingarstarfi þeirra. Mundi þeim verða ) veitt öll sú aðstoð, sem þörf væri á. ) Gizkað hefur verið á, að eignatjónið á Norðfirði ) nemi einum til tveimur milljörðum króna. Mest ( er tjónið á loðnubræðslunni, sem er að mestu / ónýt, en mikið tjón hefur einnig orðið á bilaverk- \ stæði, steypustöð, nokkrum húsum og á vélasal ( frystihússins. Alvarlegastur er missir / bræðslunnar vegna loðnuvertiðarinnar, sem er ) að fara i hönd. Norðfjörður hefur á undanförnum / árum verið aðallöndunarstaðurinn i upphafi ver- ( tiðar, en er úr leik i þetta sinn. / Islendingar eru vafalitið sammála um, að / þjóðin eigi að bregðast við þessu á svipaðan hátt ) og eldgosinu á Heimaey. Annaðhvort þarf að fela \ Viðlagasjóði fjármögnun uppbyggingarinnar á ( Norðfirði eða koma á fót nýrri hliðstæðri stofnun. / Ef til vill er komið tækifæri til að setja á stofn / fastan viðlagasjóð, er hafi það verkefni að bæta ) tjón, sem náttúruöflin valda. Slikur sjóður yrði \ eins konar ,,force majeur”-tryggingafélag (( þjóðarinnar. Við gerðum tilraun með þetta i sam- // bandi við Vestmannaeyjagosið og nú er komið )) tækifæri til að koma þvi i fast form. ) Náttúruhamfarasjóðurinn á ekki eingöngu að ) bæta stórtjón heilla byggðarlaga, heldur einnig ( einstök tjón, svo sem þegar stök hús eyðileggjast / i snjóflóðum. Allir eiga að vera jafnir fyrir slik- \ um sjóði, er taki við, þar sem hefðbundnar ( tryggingar enda.Við höfum lært af reynslunni að ( við verðum á hverju ári að leggja til hliðar ) örlitinn hluta af sameiginlegu fé okkar til að \ byggja upp slikan viðlagasjóð. ( Norðfirðingar bera harm sinn af æðruleysi. ( Þeirra biða nú gifurleg verkefni, sem þeir geta / ráðizt i af alefli, þvi að þeir vita, að fjármagn ) þjóðarinnar er til reiðu. Þeir munu dreifa hugan- ) um frá harmi sinum og einbeita sér að skjótri ( uppbyggingu atvinnutækjanna. / Þvi miður vitum við öll, að hið mikla eignatjón / er minnstur hluti harmleiksins á Norðfirði. Mikill ) mannskaði i fámennu byggðarlagi verður ekki ) bættur, þótt lifið haldi áfram sina braut. Við get- ( um aðeins hryggzt með Norðfirðingum. / -JK. íiiíiiiiiífi m im UMSJÓN: G. P. Þannig Iltur marljúanajurt út. Þessl var tekin lögtaki I Banda- rlkjunum I fyrra og hafði hún veriö dulbúin sem jólatré. Rœkta maríjúana eins og aðrir rœkta matjurtir Hópur ungra Ástrala, sem starfar opinber- lega utan við lög og rétt hefur komið upp sér marijunagarði i út- hverfi Adelaide, rétt eins og Reykvikingar hafa kartöflugarða uppi i Smálöndum. Þessi marijúana- garður sýnist vera arðbært fyrirtæki, þvi að til þessa hefur hann fært eigendunum 50 þúsund dollara i tekjur á ári. Þessi samtök, sem kalla sig Samtök fikniefnaneytenda (eða Dope Smokers Union skammstafað DSU) hafa með auglýsingum komið upp alþjóðlegum bréfahring þar sem skipzt er á pöntunum og póstsendingum. Þeir veita ókeypis lögfræðilega aðstoð og hafa nú stofnað stjórnmálaflokk til þess að bjóða fram í næstu kosningum i Astraliu. Stofnandi þessara einstæðu samtaka heitir Peter Carey, 24 ára piltur, sem féll á prófum og gafst upp við námið i háskóla Adelaide. Hann segir, að mark- mið samtakanna sé að flytja meðlimi sina af hippaskeiðinu yfir i „markað miðaldra og virðulegra borgara”. Okkur er kunnugt um fjölda miðaldra fólks, sem reykir gras. Við viljum reyna að ná til þeirra og virkja þau til að þrýsta á rikisstjórnina að lög- leiða ræktun á fikniefnum,” segir Carey þessi. Þarflaust er að taka það fram, að Carey og samtök hans hafa vakið mikla atygli, og birtust nýlega i blöðum I Astraliu og sjónvarpi viðtöl við hann. Þar sagði hann, að sam- tökin, þrátt fyrir ólöglega iðju þeirra, hefðu aldrei komizt i kast við lögin. Varpaði hann þvi þar fram, að DSU vissi nægilega mikið um misferli innan lög- reglunnar i meðferð fikniefna, til þess að ekki yrði hróflað við þeim. ,,Og hvað sem þvi líður, þá hafa grasreykingar með timan- um orðið svo algengar meðal (annars) löghlýðinna borgara, eins og I hippahópum, að lög- reglan hefur gefizt upp fyrir þvl,” segir Carey. DSU fæst einungis við marijúana, hashish og „Búdda- piiir.a”, sem eru efstu sprotar marijúanajurtarinnar. Árlega senda þau I pósti um 80 kiló- grömm af marijúana til meðlima og viðskiptavina. Hver 30 gramma skammtur kostar um 30 dollara og er ágóðanum varið til að standa straum af ókeypis lögfræðiaðstoð til handa fólki, sem liggur undir ákærum fyrir fikniefnaneyzlu. Auk svo auövitað fjárfestinga til að færa út viðskiptin, stofnunar stjó"n- málaflokks, sem kallaður er , ,Af lausnarf lokkurinn’ ’. Carey boðar, að flokki rinn muni bjóða fram á tólf stöðum i suöurhluta Ástraliu i næstu kosningum. Stefna flokksins er i meginat riðum sú að leyfa ræktun marijúana, leyfa vændi og hvetja fólk til að hverfa út i náttúruna og hefja búskap, að tryggja fólki möguleika til þess að vinna og ekki lifa á þvl oþinbera, ókeypis skólavistir, greiðari aðgang að sjúkrahús- um og aukin réttindi geðveikra og meiri fjölbreytni i blaðaút- gáfu. Auk svo þess að gera borgina Darwin að frihöfn. Carey leggur sérstaka áherzlu á það, að DSU vill ekki láta leyfa með lögum sölu á maríjúana. „Ef svo færi, mundu stóru tóbaksframleiðendurnir gleypa allt og hrista af sér smá- mennin ,” segir hann. DSU vill aðeins að fólk verði frjálst að þvi að rækta marijúna I bakgöröum sinum, ef þvi sýnist svo. Og þá aðeins til eigin nota. Eins og stendur, segir Carey, að um 30 marijúnanasalar séu i Astraliu með nokkur þúsund smásölumenn á sinum snærum. „Það er að mestu I höndum glæpamanna, sem einnig hafa hönd i bagga með vændi og spilavitum,” heldur hann fram. Glæpamennirnir dreifa einnig þvi sem almennt er kallað eiturlyf, eins og ópium og heróin. Segir Carey að rannsóknir DSU hafi leitt i ljós að ópíum hefur verið blandað saman við sumar þær sendingar, sem DSU hefur fengið. „Með þvi að leyfa með lögum ræktun marijúana og alla vega að hafa það með höndum, þá verður tekið fyrir þenna gróða- veg glæpamanna,” heldur þessi 24 ára hasspostuli. 34 starfa á skrifstofum DSU, flestir undir þritugu. Njóta þeir aðstoðar niu lögfræðinga i Adelaide. í blöðunum getur að lita auglýsingar sem bjóða upp á sérstök kynningarkjör. Nýjum reykingamönnum stendur til boða ókeypis sýnishorn hverj- um, sem reyna vill. Samkvæmt upplýsingum Carey, þá hefur aðeins einn af hverju þúsundi sem fengið hefur sent gras, verið kærður. „Viðskiptavinurinn er hólpinn, svo lengi sem hann neitar að þekkja nokkuð til efnisins,” segir Carey. „Það er ekkert við þig að sakast, ef ein- hver tekur upp hjá sér að senda þér gras upp úr þurru. Sá sem var ákærður, álpaðist til þess að játa, að hann hefði pantað það.” Næsti áfangi i starfi DSU er að setja á laggirnar ferðaskrif- stofu, sem greiði götu fólks, sem er á flótta undan fikniefna- ákærum. Carey segir, að DSU hafi þegar aðstoðar fimm við að flýja land. Þar sem allur hagnaðurinn af marijúanasölunni rennur aftur I viöskiptin, verða DSU að reka hreingerningarþjónustu til að vinna fyrir kaupi starfsfólksins. Þetta fólk litur á starf sitt sem þjónustu við almenning. „Þegar svo er komið, að einn af hverjum sex i þessu landi hefur reykt marijúana, eða að minnsta kosti reynt það einu sinni, er fyrir löngu kominn timi til þess að einhver hvetji þá til þess að láta frá sér heyra,” segir Carey. Marljúanafarmur sem tollverðirtóku, þegar þeir komu yfir smyglbát við Flórlda. höndum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.