Vísir - 06.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 06.01.1975, Blaðsíða 1
65. árg. —Mánudagur 6. janúar 1975 — 4. tbl. Þýzkir afþökkuðu verðlaun íslands! — íþróttir bls. 9 Þessir stöövuöu á siöustu stundu rambandi á heljar- brúninni. Brúin féll yfír skipið og sökkti því þegar 80 m kafli brúar hrundi yfir 7200 lesta flutningaskip, sem rekizt haföi á brúar- stólpana og brotiö þá i Hobart i Tasmaniu i gær- kvöidi. — Sökk skipiö sam- stundis, þegar steinsteypu- helian féll niöur á þaö. Fjögurra akreina umferö lá yfir brúna og óku fjórir bílar fram af henni, þegar ökumennirnir áttuöu sig ekki i tæka tiö tii aö stööva. Tveir bílar vógu salt á blá- brúninni, þegar bflstjórarnir stöövuöu á allra siöustu stundu. Sjá bls. 5. Guðmundur hékk í topaðri biðstöðunni — baksíða Sótu að sumbli í Naustinu, - í morgun — baksíða Strokufangar teknir á leið úr kirkju — baksíða ÓTTAST ÞRETTÁNDA- ÓLÆTI Í FIRÐINUM Vegna ótta um aö ólátaskrfll mundi safnast aö bæjarbrennunni I Hafnarfiröi, ef kveikt væri f henni á þrettánda, var kveikt óvænt Ibrennunni I gærdag og séö kirfilega um aö hún brynni tii grunna, meö þvl aö dæla olíu á hana. Ljósm.: Magnús Hjörleifsson. Fyrii' einhver mistök var ekki kveikt i bæjar- brennunni i Hafnarfirði á gamlárskvöld, þar sem hún stóð á Hval- eyrarholtinu. Hafnfirðingar stóðu þvi flestir i þeirri trú að brennan fengi að fuðra upp i kvöld, á þrettánd- anum. Mörgum brá þvi i brún i gær- dag, þegar bæjarbrennan stóð allt i einu i ljósum logum, og oliu var dælt á hana af miklum krafti. Þessi skyndibruni var'fram- kvæmdur i samræmi við þá ákvörðun bæjaryfirvalda að eng- ar útiskemmtanir né samkomur skyldu haldnar á þrettándakvöld. Bæjaryfirvöld, lögregla, skóla- . stjórar og forráðamenn félaga- samtaka i Garðahreppi og Hafnarfirði létu bera út i öll hús i byggöarlögunum dreifibréf, sem fjallaði um þrettándakvöld. Þar lýstu þessir aðilar áhyggj- um sinum vegna óspekta og skemmdarverka, sem fram- kvæmd hafa verið undanfarin ár, aðallega i Hafnarfirði, á þrettándakvöld. í dreifibréfinu stendur, að þessi ólæti séu byggðarlögunum til vansæmdar. Skorað var á börn og unglinga að taka ekki þátt i sliku á þrettándakvöld, og skirskotað til foreldra að koma i veg fyrir þátttöku barna sinna i ólátum og óspektum. Lagt var til, að fólk stefndiaðþvi að hafa þetta kvöld sameiginlegt og friðsælt kvöld allrar fjölskyldunnar. Hafnfirðingar munu margir óhressir yfir þessari ákvörðun, og segja það óþarfa ótta að hræöast ólætinú. Hafnfirðingur, sem haföi samband við Visi i morgun, sagði að siðustu tvö ár hefðu sáralitil ólæti verið i bænum á þrettánda- kvöld. En þetta á semsagt eftir að sannreyna i kvöld. —ÓH Lífið um soðninguna — bls. 3 Kröfugerðin undirbúin hjá mið- stjórn Alþýðusambandsins Fjallað verður um allsherjarsamninga verkalýðsfélaganna á fundi miðstjórnar ASÍ, sem hefst i dag kl. 4. Alþýðusamband tslands hefur fengið umboð margra verka- lýðsfélaga til samninga við vinnuveitendur. A fundinum i dag verður um það fjallað, hvaða leiðir eigi að fara og hve- nær eigi að hefjast handa. Má búast við, að kröfur verði lagðar fram fljótlega. Eins og komið hefur fram af hálfu Alþýðusambandsins, munu fyrirhugaðar kröfur bein- ast að þvi að ná aftur launa- mætti sambærilegum við það, sem hann var fyrst eftir alls- herjarsamningana fyrir tæpu ári. A fundi Alþýðusambandsins, sem haldinn var i nóvember á siöasta ári, voru mótaðar þær kröfur, sem gera skal, og liklegt má telja, að á fundinum i dag veröi ákveðið, hvenær þær veröa lagðar fram. — SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.