Vísir - 06.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 06.01.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Mánudagur 6. janúar 1975. TÍSDtSm: Hefur þú séð jólamynd- irnar i kvikmyndahús- unum? Karl Garftarsson, sendill: — Já, eina. Það var Trafic. Hún er alveg ágæt, ætli ég gefi henni ekki þrjár stjörnur. Kannski fer ég svo að sjá Sting. J.E. Haraldsson Latnbi. borgari: — Ég hef enga séð ennþá. Og ég fer sennilega ekki að sjá neina. Ég er bara blankur, það er allt og sumt. Inga Stefánsdóttir, nemi: — Já, ég sá Fiðlarann á þakinu. Mér fannst hún góð. Hún fær þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Trafic sá ég lika og hún var ágæt. Stefania Sörheller, nemi: — Fiölarann hef ég séð. Sennilega hef ég ekki tækifæri til að sjá þær fleiri, þviég er áförumtil Noregs. Arni Geirsson, nemi: — Ég hef enga séð ennþá. Mig langar að sjá Disney myndina i Gamla bió og svo Trafic. Mér er sagt að hún sé mjög góð. Vilhjáimur Vilhjálmsson, nemi: — Ekki búinn að sjá nema eina. Það er Hættustörf lögreglunnar i Stjörnubió. Ég gef henni fjórar stjörnur. Svosá ég jú lika Gatsby. Mér finnst hún frekar léleg. Ég hafði gert mér meiri vonir um hana. Svo fer ég sennilega að sjá Sting við tækifæri. „85% VINNUSLYSA ERU AF VÖLDUM ÓNÓGRA ÖRYGGIS- RÁÐSTAFANA OG OF LÍTILLAR FRÆÐSLU UM ÖRYGGISMÁL" segir ungur húsasmíðameistari og byggingafrœðingur, sem vill gangast fyrir frœðslufundum fyrir þá er vinna að byggingariðnaði Steingrlmur er sonur Sigurjóns Sveinssonar fyrrverandi byggingarfulltrúa borgarinnar. — Eins og máltækið segir: „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.” —Ljósm.: Bragi. „Það er óhætt að fullyrða, að 85prósent vinnuslysa hljótast af vankunnáttu I öryggismálum. Þessu má hæglega kippa i lag, og það á ódýran hátt og án mikils mannafla,” segir Stein- grimur Sigurjónsson, húsa- smiðameistari og bygginga- fræðingur, sem hcfur að undan- förnu lagt mikið kapp á að kynna sér þessi mál. „Ég varð sjálfur fyrir óþægí- legu vinnuslysi fyrir nokkrum árum og hef siðan oft leitt hug- ann að öryggisráðstöfunum á vinnustöðum,” sagði Stein- grimur i stuttu viðtali við VIsi. í gær ráðgerði hann að fljúga til Danmerkur þar sem hann ætlar að sitja vikulangt námskeið, þar sem einvörðungu er fjallað um ráðstafanir til að fyrirbyggja vinnuslys. „Að þvi búnu hef ég hug á að gangast fyrir slikum fundum hér heima. Þetta gætu orðið fjögur kvöld: Hið fyrsta með iðnnemum og skólafólki, sem vinnur við byggingarvinnu i , sumarleyfum slnum, næsta með .iðnaðarmönnum I byggingar- ið'naði, þriðja — og þýðingar- mesta — með húsbyggjendum og verktökum og loks það siðasta með hönnuðum ýmis- konar mannvirkja,” sagði Steingrímur. ,,í Danmörku, þar sem ég er við nám i arkitektúr, gengu i gildi fyrir þrem mánuðum ný lög um öryggi og eftirlit á vinnustöðum,” hélt Steingrimur áfram máli sinu. „Af þvi tilefni var um leið efnt til yfirgrips- mikilla funda með tækni- menntuðum mönnum þar sem lögin voru kynnt og rædd. Þennan fund sat ég sjálfum mér til mikils fróðleiks.” „Sviar lengst komnir.............” „Hér heima er mikil þörf fyrir ný og haldbetri lög um öryggi og eftirlit á vinnustöðum. Það vantar lika fræðslufundi með þeim aðilum, sem ég nefndi áðan, og þá er ekki síður mikil- vægt, að eftirlit með öryggi á vinnustöðum verði hert,” sagði Steingrlmur. „Við getum tekið lög Dana okkur til fyrirmyndar — en þau eru aftur á móti sniðin eftir lögum Svia, sem eru lengst komnir i þessum efnum. Ég vann lengi i Sviþjóð og kynnti mér þá lög þeirra og reglu- gerðir, sem snúast um öryggi á vinnustöðum.” „Fundirnir, sem ég vil halda hér heima, mundu skiptast I þrjá aðalþætti,” segir Steingrimur. „1 fyrsta lagi mundi ég taka fyrir skipulagn- ingu öryggismála, i öðru lagi það, hvernig haga megi öryggisráðstöfunum á þann veg, að þær verði ekki of kostnaðarsamar en nægilegar. Og loks I þriðja lagi mundi ég rekja helztu öryggisráð- stafanir.” Til að gefa hugmynd um siðastnefnda dagskrárliðinn út- skýrði Steingrimur: „Þar yrði fjallaðum rétta skipulagningu á vinnustöðum, réttan frágang handriða og hættulegra opa, eins og t.d. lyftuopa, réttan frágang vinnupalla og stiga svo eitthvað sé nefnt.” ,,Öryggisleysið er dýrara.........” „Viðmegum ekki gleyma þvi, að þó að það kosti nokkrar krón- urnar að hafa öryggi- og eftirlit á vinnustöðum I lagi, er „öryggisleysið” dýrara. Vinnu slys eru dýr, og ekki aðeins fyrir þá sem fyrir þeim verða, heldur einnig þá sem, sem greiða þurfa slysabætur. Og hver er það, sem ekki borgar I þann sjóð?” Og Steingrimur segir að lokum: „Ég kom hingað aðeins i stutt jólafri. Ég á eftir að vera við nám i Danmörku i að minnsta kosti tvö ár i viðbót. Siðan er jafnvel hugsanlegt að ég haldi áfram enn um sinn og fari i akademiuna. En ég er til- búinn til að koma hingað heim til að halda fundi, sem ég hef talað um. t viðtölum minum við borgarstjórann, byggingarfull- trúa borgarinnar og formann Meistarasambands byggingar- manna, hef ég boðið fram alla þá aðstoð, sem ég get veitt I sambandi viö fundahöld. Og það má kannski lika geta þess, að ég hef lagt fyrir heilbrigðis- og tryggingarnefnd alþingis dönsku lögin um öryggi og eftirlit á vinnustöðum, auk ýmissa annarra gagna, sem skipta máli og ég hef safnað að mér.” —ÞJM LESENDUR HAFA ORÐIÐ Óánœgður með íbúðaúthlutun Ævar Sigurdórsson hringdi: „Ég vil lýsa yfir furðu minni á öllum gangi úthlutana ibúða hjá Framkvæmdanefndinni. Fyrst og fremst hefur verið alveg ómögulegt aö afla sér nokkurra upplýsinga um hvern- ig úthlutun gengi. Það var alveg vonlaust að hringja I Framkvæmdanefnd- ina. Ég reyndi þá oft og mörgum sinnum hjá Dagsbrún, en þar voru yfirmennirnir aldrei við. Mér var visað á starfsfólk sem ekki vissi neitt i sinn haus um málið. Nú mun vist búið að úthluta öllum ibúðum, en enn þann dag i dag hef ég ekki fengið tilkynn- ingu frá nefndinni um.hvort ég hafi fengið ibúð eða ekki. Tel ég fullvist, að ég hafi ekki fengið ibúð. Enda er óánægja min orðin svo mögnuð, að ég vil ekki standa i svona þrasi. Þess vegna mun ég aldrei framar sækja um ibúð hjá þessari stofnun og dreg umsókn mina til baka. Maður hefur svo sem heyrt út undan sér hverjir hafi hlotið Ibúðir, og sýnist mér margir þar standa miklu betur að vigi en ég T.d. veit ég um a.m.k. þrjú barnlaus pör, sem fengu Ibúð hjá nefndinni. Sjálfur er ég giftur og á tvö börn, en virðist ekki koma til greina.” Heppnir landar S.S. hringdi: „Okkur fslendingum finnst við oft afskiptir hvað snertir komu góðra erlendra skemmti- krafta hingað. Þeir vilja ekki koma eða þykjast ekki fá nóga peninga fyrir. Þetta held ég að ein stórkost- leg söngkona hafi bætt okkur mikið upp. Það er Wilma Read- ing, sem kom hingað i fjórða skiptið nú um áramótin. Þessi stórkostlegi skemmtikraftur virðist hafa tekið einhverju ást- fóstri við landið. Ég hlustaði á hana I Glæsibæ á nýársdag og get ekki annað sagt en að aðrir blikni i samanburði við hana. Við erum heppnir, Islending- ar”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.