Vísir - 06.01.1975, Page 5
Vlsir. Mánudagur 6. janilar 1975.
5
ORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN Umsjón Guðmundur Petursson
t morgun voru bflarnir or&nir tveir, sem römbuðu á bránnl I Hobart i
Tasmaniu. Þessi mynd sýnir greinilega, hve hætt fólkiö var komiö. Fjörir bil-
ar fóru þó fram af, þegar bilstjórarnir náöu ekki aö stööva þá I tæka tiö.
Indíánarnir
króaðir
Þessi mynd hér fyrir neöan var
tekin úr lofti i morgun yfir
Tasman-brúnni. 80 metra kafli
brúarinnar hrundi niöur yfir
skipiö, sem rekizt haföi utan i
tvo stólpa og brotiö þá niöur.
Féll allt niöur yfir skipiö, sem
sökk undan farginu á auga-
bragöl. jhL
Bíllinn vó salt
á heljarbrúninni
1,5 km brú hrundi, þegor skip rakst
á stöplana og braut þá niður
Skipið sökk undan farginu
Það er talið, að um 20
manns hafi látið lifið,
þegar flutningaskip
rakst á og braut niður
1,5 km langa brú i Ho-
bart i Tasmaniu.
Froskmenn hófu leit i
morgunsárinu i straum-
þungu og isköldu fljót-
inu, Deerwent, en strax i
gærkvöldi höfðu fundizt
lik fimm háseta á „Lake
Illawarra” 7200 lesta
skipinu, sem rakst á
brúarstólpana.
Tveggja manna er saknaö af
skipinu til viðbótar og eins far-
þega fjögurra bifreiða, sem sáust
fara fram af brúarbrotunum og i
fljótið.
Skipiðhafði rekizt á tvo brúar-
stólpa, molaö þá niður og um leiö
hrundu þrjú lofthöf brúarinnar.
Féll allt niður yfir skipið, sem
sökk eins og steinn.
Yfir brúna liggur fjögurra ak-
reina bilbraut, og fjórir bilstjórar
náöu ekki aö stöðva bila sina i
tæka tiö, þegar þeir komu að
tómu loftinu. Ekki var vitað ná-
kvæmlega um fjölda þeirra, sem i
bilunum voru, en 6 voru i einum
að minnsta kosti, og er óttazt, að
tylft manna hafi farizt með þeim.
Ahöfn skipsins, sem fleygði sér
i fljótið og synti I land (nema sjö
menn), sá bilana steypast i fljót-
ið. Gátu þeir ekki með neinu móti
komið fólkinu til bjargar.
Froskmenn fengu ekki séð bil-
ana i vatninu I gærkvöldi fyrir
iöuköstunum og náttmyrkrinu.
Einum bilstjóranna, sem leið
átti um brúna, áður en lögreglan
kom og stöðvaöi umferðina, tókst
að stöðva bil sinn á elleftu stundu.
Vó hann þá salt á brotbrúninni.
„Ljósin slökknuðu allt i einu á
brúnni, þegar ég var á leið yfir.
Ég hélt bara, að rafmagnið hefði
farið og ók áfram eins og ekkert
hefði f skorizt,” sagði ekillinn,
Frank Manley, eftir á.
„Þegar við komum upp á há-
bunguna á brúnni, sá ég, hvar bill
hafði stanzað — að likindum
vegna bilunar — svo að ég dró úr
ferðiimi.
Skýndilega veinaði konan min:
Brúin er farin! — Þá steig ég
hemlana i botn, en of seint. Bill-
inn fór nær hálfur fram af.”
En það dugöi þó, og þau komust
út.
WALDHEIM
UGGANDI
UM S.Þ.
Kurt Waldheim, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, segist kvíða því,
að eiginhagsmunahyggja
og þjóðernisrembingur
verði allsráðandi i fram-
tiðinni.
Þykir augljóst, að Waldheim
hefur áhyggjur af þeirri álitsrýrö,
sem orðið hefur á Sameinuöu
þjóðunum siðasta misserið, og
uggir, að hún leiöi til þess aö þessi
alþjóðastofnun missi þau litlu
áhrif, sem hún hafði.
1 viötali, sem birtist i júgóslav-
nesku blaði, er fjallar um al-
þjóöamál, segir Waldheim: „Það
kann að fara svo, aö okkur verði á
þau mistök að dæma þessa miklu
tilraun (nefnilega Sameinuöu
þjóöirnar) misheppnaða og ron-
svik ein, og hverfa aftur til okkar
fyrri eiginhagsmunahyggju og
þröngsýni þjóöernisrembings-
ins”.
„Þetta val er þó ekki aöeins á
valdi rikisstjórna einna, heldur
allra borgara. Persónulega er ég
sjálfur þeirrar skoðunar, — ef við
litum raunsæjum augum á málið
— að þarna sé þó ekki um neina
valkosti aö ræöa. Nema að velja
milli þess að komast af eöa tor-
timast ella.”
inni í
klaustrinu
Tveggja daga skærum
lögreglu og Indíána, sem
lagt höfðu undir sig yfir-
gefið klaustur í Gresham
í Wisconsin, linnti loks í
morgun.
Var þá gert hlé á skot-
hríðinni og sett grið með
aðilum, svo að yfirvöld
gætu hafið samningavið-
ræður við hina um-
kringdu rauðskinna.
Um 50 Indiánar af ættkvisl
Menominee lögðu undir sig
klaustrið snemma á nýársdag.
Lögreglan fjölmennti á staðinn,
þegar þetta fréttist, og hefur
einangrað klaustriö. — Skipzt
var á skotum, en enginn hefur
hlotið sár i þessum skærum.
Á laugardag var Indiána-
stúlku hleypt út úr klaustrinu,
en hún þurfti læknis með.
Reyndist hún magaveik.
Indiánarnir halda þvi fram,
að klausturjörðin eða að
minnsta kosti hluti hennar heyri
þeim til. Heimta þeir, að hún
verði nytjuö fyrir sjúkrahús eða
einhversslags heilsuverndar-
stöð.