Vísir - 06.01.1975, Side 6

Vísir - 06.01.1975, Side 6
6 Vhir. Mánudagur 6. janúar 1975. vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessöii Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Minni ríkisgeiri Áður en alþingi gekk endanlega frá fjárlögum hins nýbyrjaða árs komu fram nýjar spátölur frá Þjóðhagstofnuninni um þróun efnahagsmála á árinu. í þeim tölum kemur fram, að veltan i þjóðarbúinu verði töluvert meiri i krónum talin en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þetta jafngildir þvi, að skatttekjur rikisins yrðu töluvert meiri en reiknað var með i upphaflega fjárlagafrum- varpinu. Rikisstjórn og alþingi brugðu á það ráð að hækka skattvisitöluna og miða við 51% tekju- aukningu manna i stað 45%. Þessi aðgerð gerir skattbyrði manna minni en ella hefði verið, og örlitlu minni en hún var i fyrra. Þá var skatt- byrðin 16,6% af tekjum manna, en nú á hún að verða 16,5%, ef sveitarfélög innheimta útsvör með fullu álagi, en annars lægri. Samt er gert ráð fyrir, að rikið fái meiri tekjur en upphaflega frumvarpið gerði ráð fyrir. Þvi miður féllu þingmenn fyrir þeirri freistingu að verja þessu fé til margvislegra þarfa, sem ekki var sáluhjálparatriði að uppfylla endilega á þessu ári. Æskilegra hefði verið að auka fremur greiðsluafgang rikisins, enda fer vel á sliku, þegar mikil spenna er i efnahagslifinu. Hjá sumum viðbótarútgjöldum frá upphaflega frumvarpinu varð þó ekki komizt. Sú breyting, að rikissjóður fjármagni endurgreiðslu spariskir- teina að fullu úr eigin vasa og ekki með útgáfu nýrra skirteina, var bráðnauðsynleg til að firra þvi, að rikissjóður lenti þegar i upphafi i,vita- hring i skuldabréfaútgáfu sinni. Einkum þó hafa rikisstjórn og þingmenn orðið að taka tillit til þess, að viðskilnaður Magnúsar Kjartanssonar við orkumálin er miklu verri en menn töldu áður. Þetta hefur greinilega komið i ljós i sifelldu rafmagnsleysi og rafmagns- skömmtunum i stórum landshlutum og vaxandi keyrslu rándýrra oliurafstöðva. Hönnun og virkjun innlendra orkuvera dróst úr hömlu á valdatima Magnúsar og peningum aftur á móti sóað i tilgangslitla raflinu á Norðurlandi. Komið hefur i ljós, að ástandið i orkumálunum er orðið svo slæmt, að hin nýja rikisstjórn á ekki annars úrkosti en halda áfram með Norður- landslinuna suður, þótt það sé dýrasta lausnin á orkuskortinum. Það er einfaldlega ekki timi til að biða eftir þeim virkjunum, sem verið er að undir- búa. Þetta ástand hefur leitt til þess, að alþingi hefur orðið að taka stóraukið tillit til orkuþró- unarinnar i meðferð fjárlagafrumvarpsins. Hefur svigrúmið á þessu sviði verið aukið um nálega einn milljarð frá upphaflega frum- varpinu. Endurspeglar þetta vel þann forgang, sem orkumálunum er veittur og verður að veita. Mikilvægasta vörnin fyrir hækkun fjárlaganna i meðförum alþingis er þó sú, að sú hækkun hindrar ekki, að rikisgeirinn minnki i þjóðar- búskapnum. í nokkur ár hefur það verið áhyggju- efni, hvernig rikisgeirinn hefur magnazt á kostnað annarra geira þjóðarbúskaparins. Nú hefur þessu tafli verið snúið við, þrátt fyrir mikla hækkun fjárlaga i krónutölum. í fyrra var hlutur rikisins af þjóðarbúinu 29,1%, en fer samkvæmt fjárlögunum niður i 28% á þessu ári. Þetta er spor i rétta átt og er væntanlega for- máli að enn stærra skrefi að ári liðnu. —JK HARKALEG FRAM- GANGA LÖGREGLU Síðustu ár munu varpa nokkrum skugga á sögu lögreglunnar í Vestur- Þýzkalandi. — Þeir í Þýzkalandi segja það að vísu um laganna verði þar, að oftast hafi þeir hendur í hári þeirra, sem þeir eltast við, en hvort sá sé þá hinn rétti seki, það er svo önnur saga. Það er að verða nokkuð langur listi atvika, sem komið hafa þvi orði á vestur-þýzku lögregluna, að hún sé nokkuð gróf i starfi. Sumir taka svo til orða, að hún sé „gikkóð” og allt of fljót til byss- unnar. „Eldri „slys” lögreglumanna i starfi undirbjuggu jarðveginn. Vandræðin byrjuðu i rauninni i júni 1972, þegar lögreglan i Stutt- gart skaut i misgripum skozkan kaupsýslumann, Iain MacLeod, til bana með vélbyssu, þar sem hann var staddur i ibúð sinni þar i borg. Þetta var um það leyti, þegar Baader-Meinhof-bófaflokkurinn gekk laus, og höfðu nokkrir lögregluþjónar látið lifið eða hlotið örkuml i viðureign við bankaræningjana, sem einskis svifust. Voru þvi lögreglumenn i Þýzkalandi eins og hengdir upp á þráð, þegar þeir gengu að starfi sinu. Þetta þótti skiljanlegt að vissu marki, og þegar lögreglan hreinsaði sjálf MacLeod af öllum grun um glæpsamlegt atferli og harmaði mistökin, var henni ekki legið mjög lengi á hálsi fyrir óhappið. En á eftir hefur fylgt fjöldi „óhappa”, sem varpað hafa rýrð á álit þýzkra lögreglumanna. Það væri rannsóknarefni fyrir sálfræðinga að ganga úr skugga um, hvaða áhrif það hafði á hugarfar þýzku lögreglunnar, blóðbaðið við ólympiuleikana i Múnchen i september 1972. — Skæruliðar „Svarta september,” samtaka meðal Palestinuaraba, áttu þar hlut að máli, eins og menn rekur eflaust minni til. Féllu ellefu israelskir iþrótta- menn, fimm skæruliðar Araba og einn lögreglumaður i skot- bardaganum á flugvelli FUrsten- feldbruck. Einstaka maður sakaði vestur- þýzku lögregluna um afglöp i starfi, þegar hún hóf skothrið á hryðjuverkamennina, en að lok- inni fljótlegri rannsókn lýsti dómsmálaráðherra þvi yfir, að lögreglan hefði tekið „eðlilega og yfirvegaða áhættu”. Þessum sömu gagnrýnisrödd- um þykir það þvi ekki vera nein tilviljun, að i kjölfarið hefur fylgt fjöldi viðburða, þar sem lög- reglan hefur gengið fram með — að þeirra mati — hrottaskap. í mai i fyrra varð sérstök lögreglu- deild, sem sett var gagngert á laggirnar til höfuðs hryðjuverka mönnum eftir Múnchenblóðbaðið, 24 ára leigubilstjóra að bana með vélbyssuskothrið. Maðurinn hafði ekkert saknæmt á samvizkunni, eftir þvi sem bezt er vitað. Þessi deild er skipuð 115 sjálf- boðaliðum, sem eru til taks, hvenær sólarhrings sem vera vill, til þess að þjóta á staðinn, ef hryðjuverkamenn kynnu að láta til skarar skriða. Hún var stofnuð eftir að Arabarikin og Israel gagnrýndu vestur-þýzk yfirvöld fyrir að hafa ekki hindrað blóðbaðið á ólympluleikunum. Þáverandi ráðherra, Hans- Dietrich Genscher, sagði fréttamönnum, að þessi lögreglusveit mundi varast að láta MacLeod-atvikið endurtaka sig. „Sveitin hefur verið sérstak- lega skóluð til þess að átta sig á þvi, hversu alvarlegt hvert tilvik er, og mennirnir valdir þannig, að við treystum hverjum og einum til þess að guggna ekki undir álaginu,” sagði hann. 1 ágúst siðastl. særði lögreglu þjónn i Múnchen 44 ára gamlan bifvélavirkja, Blasius nokkurn Hoffmann, þegar hann skaut Hoffman sex skotum. Hoffmann átti að hafa ógnað nágrönnum sinum með skammbyssu, en það reyndist eftir á eitthvað málum blandað. I september kvaddi kaupsýslu- maður einn i Múnchen lögregluna til, þegar þjófabjalla tók að glymja i ibúðinni hans. Hafði hann haglabyssu sina um hönd til varnar gegn hugsanlegum inn- brotsþjófum, þegar hann opnaði fyrir lögreglunni. Lögreglu- mennirnir misskildu þennan vopnaburð og skutu hann sjálfan i misgripum. Heppni réð þvi, að hann slapp særður. Samkvæmt vestur-þýzkum lögum þá eru lögregluþjónar ekki einir embættismanna um að hafa rétt til þess að bera byssur við störf. Það hefur oft verið islenzkum farmönnum undrunar- efni, þegar hafnsögumenn stiga um borð i skip þeirra, að sjá þá gyrta skammbyssum. Lögreglan á járnbrautarstöðvunum, hafnar- lögreglan, fljótalögreglan, flug- Þýzkir lögreglumenn á skotæfingum. Lögreglumaöur flytur sig I betri skotstöðu með hriðskotariffil- inn. Einhver vill ekki hleypa iög- reglunni inn. Hreinsaö til i götuöeiröum. Illlllllllll UMSJÓN: G. P. vallarlögreglan, landamæra- verðir og réttarþjónar hafa allir rétt til vopnaburðar. Fangaverðir sömuleiðis. Til skotvopna mega þeir þó ekki gripa nema i siðustu lög, og eiga þá ekki að stofna lifi saklausra sjónarvotta eða veg- farenda i háska. En framkvæmd löggæzlunnar er i höndum sveitar og bæjar- stjórna á hverjum stað. Lög sam- bandslýðveldisins eru æði viða túlkuð á misjafna vegu. Sum riki sambandslýðveldisins hafa laga- ákvæði, sem heimila lögreglunni að hætta lifi gisla, ef þeir telja að ástæður krefjist þess. Orsakir þessarar „skjóta fyrst — spyrja á eftir” — afstöðu lögreglunnar er sennilegast að rekja eins og sagði i upphafi til taugaveiklunarinnar, sem Baader-Meinhof-glæpaflokkurinn leiddi af sér. Hann hóf hryðju- verkaferil sinn og glæpaverk fyrir þvi sem næst fjórum árum. Var honum eignaður fjöldí morða, sprengjutilræða og bankarána, sem framin voru á við og dreif um Vestur-Þýzka- land, unz flokkurinn leystist upp, þegar harðasti kjarninn náðist 1972. Þótt nokkur samúð hafi verið með óhöppum lögreglunnar, meðan svo stóð á, er þolinmæðin á þrotum hjá þeim gagnrýnustu. Helmut Botschen, lögreglustjóri i Bonn, sá sig neyddan til að svara þessari gagnrýni i nóvember. Lét hann frá sér fara yfirlýsingu um málið. Lauk hann henni þeim orðum, að hann teldi ekki áhyggjuefni, hve ört fjölgaði þeim atburðum, þar sem lögreglan þætti beita of mikilli hörku.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.