Vísir - 06.01.1975, Síða 7
Vlsir. Mánudagur 6. janúar 1975.
7
Eins og ég vœri furðudýr"
— heilbrigðir kynna sér hlutskipti fatlaðra
Myndirnar hér á slðunni eru frá heimsókn Guðrúnar og Guð-
mundar I húsgagnaverzlun sem er á þrem hæðum. — Ljósmynd-
ir Bj.Bj.
að okkur, og vék það sér ekki til
hliðar, þannig að við urðum að
fara niður aftur og hleypa þvl
framhjá. Stiginn er I boga,
teppalagður, brattur ca. 2m á
breidd. Fólkið bauð ekki aðstoð
slna, en brosti vandræðalega til
okkar, auðsjáanlega af með-
aumkun.
Kona og litill drengur stóðu
uppi við stigann og gláptu heil
ósköp. Við þökkuðum af-
greiðslustúlkunni fyrir upplýs-
ingarnar og héldum á veitinga-
stað við hliðina.
Er við báðum um kaffi sagði
afgreiðslustúlkan, að hér væri
sjálfsafgreiðsla. Við settumst
við eitt borðið, er við vorum bú-
in að ná I það, sem okkur vant-
aöi, og var ekkert erfitt að ferð-
ast þar um. Borðið var venju-
legt eldhúsborð og frekar hátt
fyrirmanníhjólastól og helltist
talsvert niður er Guðrún ætlaði
að fá sér kaffisopa.
A leiðinni út horfði fólk á okk-
ur rétt eins og við værum i jóla-
sveinabúningum, en um leið og
Guðrún horfði á móti, sneri
það sér fljótt undan.
Þar sem klukkan var að verða
6 og fimmtudagur, var mjög
fátt fólk bæði í húsgagna-
verzluninni og á kaffistofunni og
var þvl erfitt að kanna viðbrögð
fólks, og má búast við að þessi
tilraun hafi farið á annan veg ef
meira hefði verið að gera I þess-
um verzlunum.
Við teljum þessa ferð okkar
hafa verið okkur til mikillar
reynslu, og skiljum við betur
erfiðleika fatlaðra sem eru að
reyna að lifa sem eðlilegt (heil-
brigt) fólk.”
A HÆKJUM
í STRÆTÓ
Sverrir Friðþjófsson segir svo
frá slnum ferðum:
„Ég staulaðist út I hálkuna
með spelkur á hægri fæti og
tvær hækjur. Ég var óvanur að
Sá var troðfullur, gagnstætt við
hinn fyrri.
Eldri kona með fangið fullt af
pökkum stóð strax upp fyrir
mér, þegar ég kom inn I vagn-
inn. Ég þáði boðið og bjó mig
undir að setjast. Komst ég þá að
þvl, að spelkaði fóturinn sneri
að glugganum svo það var
ógjörningur að snúa fram I sæt-
inu. Varð ég þá að taka það til
bragðs að snúa bakinu I
gluggann en við það stóð spelk-
aði fóturinn út I gangveginn, þar
sem fólkið stóð.
Enginn hjálpaði mér við þetta
brambolt mitt og þvl siður var
mér boðið sæti hinumegin við
ganginn.”
Og Sverrir heldur áfram máli
stnu:
„Mér fannst afskiptaleysi
fólks gagnvart mér vera al-
gjört. Það forðaðist að láta sem
það sæi mann. Það leit undan,
þegar ég kom inn I fyrri strætis-
vagninn, og mér fannst, að það
vildi ekki að ég settist hjá þvi.
Þetta gerði mig óöruggan og
hálf skömmustulegan.
I tveim búðum I miðbænum
leitaði ég að sæti, á meðan ég
beið eftir afgreiðslu, en það var
hvergi að sjá. Þá settist ég I
stigann með svolitlu brambolti,
en enginn kom með stól til min.
Það er erfitt og þreytandi
fyrir bæklaðan mann að
standa I búðarrápi, svo að stóll I
einni og einni búð er vel þeginn.
Afgreiðslufólk er vingjarn-
legt, þegar leitað er til þess, en
það er eins og það forðist að
snúa sér að manni að fyrra
bragði. Það virtist allt hafa svo
mikið að gera, þegar ég kom
inn, að enginn mátti vera að þvi
að sinna mér.
Eins er það með unglingana,
sem ég sagði frá f upphafi: Þeir
voru fúsir til að aðstoða, eftir að
ég hafði brotið fsinn með þvi að
ávarpa þá.
Að lokum vil ég segja þetta:
Þvi miður er allt of mikið um
að fólk forðist hreinlega að eiga
samskipti við fatlað fólk. Astæð-
an er sennilega sú, að fólk veit
ekki, hvað það á að segja. Það
óttast að segja eitthvað, sem ef
til vill særi þann fatlaða. En þaö
særir örugglega enn meir að
finna það, að fólk forðast mann.
Það er hlutverk okkar að
hjálpa til við að koma á sem
eðlilegustum samskiptum milli
fatlaðra og annars almennings.
Til þess þarf samhug, samvinnu
og skilning allra, sem nálægt
þessum málum koma,” segir
Sverrir að lokum.
í GLÆSIBÆ
Það var á föstudagskvöldi
klukkan að ganga sjö, sem
Július settist I hjólastólinn og
Lovisa ók með hann af stað um
verzlanirnar i Glæsibæ. Voru
þau þar I ferðum á milli hinna
einstöku verzlana i nærri þrjá
klukkutima.
Þau fengu aðstoð hjálpsamra
við að komast niður i verzlan-
imar i kjallaranum og upp aft-
ur. Þegar þau svo fóru i kaffi-
teriuna á þriðju hæðinni, tókst
þeim að finna lyftu, sem þau
fengu afnot af. Sú lyfta átti ekki
að vera til afnota fyrir
viðskiptavini Glæsibæjar og er
jafnan læst, þó að þau Július og
Lovisa hefðu fengið að nota
hana I þetta skipti.
Hvers vegna eru lyftur annars
ekki viðar á stöðum sem þess-
um? — Og önnur spurning, sem
vaknar, er sú, hvers vegna
tröppur eru svo miklu viðar en
þeirra er i rauninni þörf?
— ÞJM.
*
Hve oft leiðum við, sem höfum heila limi og
hraustan iikama, hugann að þvi, hvernig það
sé að þurfa að fara allra sinna ferða I hjólastól
eða staulast áfram á hækjum? Já, eða hvenær
hefur okkur jafnvel komið til hugar að kynna
okkur það hlutskipti af eigin raun? Fimm ung-
menni reyndu þaö eigi alls fyrir löngu og fer
lýsing þeirra hér á eftir.
Þessi fimm ungmenni eru úr
hópi þeirra Iþróttakennara og
hjúkrunarkvenna, sem sóttu
námskeið það á vegum ISÍ, sem
Vlsir sagði frá hér á siðunni á
laugardaginn. Námskeið, sem
ætlað var þeim, er siðar munu
leiðbeina og þjálfa fatlaða i
íþróttum.
Að afloknu námskeiðinu voru
útvegaðar spelkur og hækjur
fyrir einn Iþróttakennarann og
tveir hjólastólar fyrir aðra
ásamt aðstoðarmönnum úr
hópnum. I öðrum stól sat ung
stúlka, Guðrún H. Eiriksdóttir,
og var Guðmundur S. Stefáns-
son henni til aðstoðar. t hinum
stólnum sat aftur á móti karl-
maður, Július Arnarson, og var
ung stúlka, Lovisa Einarsdóttir,
honum til aðstoðar. Sá með
hækjurnar hét Sverrir Frið-
þjófsson og var hann einn á
ferðalagi sinu.
SKOÐUÐU HÚSGÖGN
Á ÞREM HÆÐUM
Fer hér fyrst lýsing þeirra
Guðrúnar og Guðmundar, en
þau lögðu leið sina i húsgagna-
verzlun eina, sem er á þrem
hæöum:
„Þegar Guðmundur opnaði
dyrnar á bilnum sinum til að
taka stólinn úr, kom það óhapp
fyrir, að hurðin rakst I bil við
hliðina. ökumaður bilsins leit
fremur óhýru auga á Guðmund,
en um leið og hann sá hjólastól-
inn varð hann mjög vandræða-
legur og samúðin skein úr aug-
um hans.
Er við komum að dyrum hús-
gagnaverzlunarinnar, var
fyrsta hindrunin tvær tröppur,
sem ekki var hægt að komast
upp nema með aðstoð. Þegar
við fórum að skoða húsgögnin,
var þeim raðað það þétt, að það
þurfti að færa allt úr stað til að
koma hjólastólnum á milli.
Afgreiðslustúlkan kom til okkar
og sneri sér að Guðmundi og
bauð fram aðstoð. Við lituðumst
um og spurðum um verð, og
brátt breyttist viðmót hennar og
hún talaði jafnt við okkur bæði.
Þegar við hugðumst fara upp
á loft að skoða, benti hún okkur
á að fara frekar niður, þvi þar
væri meira úrval. Við fórum þvi
niður og hún fylgdi eftir. Þar
rýmdi hún til fyrir okkur eftir
þörfum og var hin hjálplegasta.
Guðrún reyndi nokkra stóla meö
aöstoð Guðmundar en af-
greiðslustúlkan horfði á með
vandræðasvip, þegar Guð-
mundur ætlaði að setja fæturna
á Guðrúnu upp á skemil sem var
þar við einn stólinn.var hún treg
til að fara með skóna upp á
áklæðið, en afgreiðslustúlkan
kvað það vera i lagi. Ekki vitum
við hvort fólk fær almennt að
æða á óhreinum skónum upp á
stólana.
Þegar við vorum að fara upp
stigann aftur, var fólk á leið nið-
ur. Við vorum komin upp ca. 3-4
tröppur, þegar fólkið var komið
terðast á þennan hátt og fór afar
hægt i fyrstu.
Ætlupin var að fara meö
strætisvagni niður i bæ. Fara i
nokkrar búöir og kanna við-
þrogð fólks gagnvart bækluðum
,manni.
Þegar ég hafði gengið nokk-
urn spöl, mætti ég hópi unglinga
á leið úr skóla. Þeir voru mas-
andi og hlógu mikið — þar til
þeir komu að mér. Þá var eins
og þeir vissu ekki, hvernig þeir
ættu aö haga sér. Þeir þögnuðu
og urðu hálf kjánalegir.
Mér fannst eins og ég væri
eitthvert furðudýr, sem hefði
sprottið upp úr jörðinni. Óþægi-
leg tilfinning.
•Litlu seinna mætti ég öðrum
hópi unglinga.
Sama sagan endurtók sig, en
nú ávarpaði ég krakkana. Ég
spurði þau, hvar næsta strætis-
vagnastöð væri. Þá losnaði um
málbeinið á þeim á ný. Þau
kepptust við að segja mér, hvert
ég ætti að fara og voru hin vin-
gjarnlegustu.
Þegar ég komst i strætis-
vagninn, gat ég ekki greitt far-
gjaldið vegna þess, að ég hafði
enga smápeninga á mér. Vagn-
stjórinn kvað það vera I stak-
asta lagi. Hann gaf mér farið og
skiptimiða i kaupbæti. Og hartn
ók ekki af stað fyrr en ég var
setztur.
Á Hlemmi skipti ég um vagn.
„Þegar við vorum að fara upp stigann aftur, var fólk á leið niöur.
Við urðum að fara niður aftur og hleypa þvl framhjá..”