Vísir - 06.01.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 6. janúar 1975.
EFTIR ÓLAF JÓNSSON
visu ekki neinni slikri né þvilikri
ráðningu efnisins þótt leikurinn
bjóði upp á hana. Jökull Jakobs-
son hefur alla tið notið mikillar
leikni að fara i skopi og hálfkær-
ingi með ýmis hin hversdags-
legustu umtalsefni, og persónu-
lýsingar hans lifa jafnan og
dafna á þvi trúverðuga mælta
máli sem þeim er lagt i munn. í
þennan efnivið hins banala og
hversdagslega yrkir Jökull hin
öfgafengnu ævintýr sinna siðustu
leikja, svo samstæðir innbyrðis
og þó sjálfstæðir sem þeir eru
Návigi og nákvæmni
Það er ekki of mikið sagt að
leikkonur eins og Sigriður Þor-
valdsdóttir sem er Dóra, ekkja
Péturs, og Guðbjörg Þorbjarnar-
dóttir, Lovisa.móðir hans, fari á
kostum einmitt á þessu mælta
máli allra hinna venjulegustu
kvennafrasa. Leikurinn er sýndur
á nýju sviði i Leikhúskjallaranum
og leikið á miðju gólfi en áhorf-
endum skipað allt um kring, og
fannst mér leikurinn njóta vel
þessa návigis við áhorfendur sina
i sviðsetningu Kristbjargar
Kjeld , sem var vel unnið og yfir-
vegað verk að sjá, enda þarf hann
á að halda mikilli nákvæmni i
meðförunum, svo að fram komi
samspil hins banala og dularfulla
sem þrátt fyrir allt er liftaug
hans.
Aðrar konur I kringum Pétur
eru Lovisa dóttir hans, Guðrún
Alfreðsdóttir, Stella ástkona
Péturs, Brynja Benediktsdóttir
og Anna systir hans, Briet
Héðinsdóttir sem dró upp alveg
bráðkostulega svipmynd hinnar
„kúguðu konu”, ambáttar
heimilisverkanna. Gisli Alfreðs-
son var eini karlmaður i leiknum,
siðasti gestur að sunnan, Albert,
æskuvinur Péturs, arkitekt og
skipulagsfræðingur. Það er
kannski ekki vert að ljóstra þvi
upp fyrir tilvonandi áhorfendum
leiksins hvernig fer fyrir Albert.
En ég man ekki eftir öðru
skemmtilegra hlutverki Gisla um
langt skeið, hetjulegri baráttu Al-
berts við hin ýmsu hefðbundnu
„hlutverk karlmanns” sem
honum eru ætluð i samfélagi
kvenna i Herbergi 213.
Danir gátu ekki unnt
íslendingum að sigra!
— Skipuðu danskan dómstól til að geta dœmt sigur af
íslandi í Kaupmannahafnarmóti í körfubolta
Til mikilla átaka kom milii Is-
lendinga og Dana i KB-höllinni i
Kaupmannahöfn i gær. Þau urðu
ekki á fjölum þessarar frægu
iþróttahallar, heidur fyrir utan
hana, og áður en leikur Islands og
Danmerkur i Kaupmannahafnar-
keppninni i körfuknattleik hófst.
tslendingar komu til leiksins á
móti Dönum sem sigurvegarar i
mótinu — höfðu lagt að velli stór-
veldið Vestur-Þýzkaland og siðan
Luxemborg. En Danir — vel
studdir af Luxemborgarmönnum
— gátu ekki unnt íslendingunum
þess, og skipuðu danskan dóm-
stól, sem dæmdi sigurinn af Is-
lendingum i leiknum við Luxem-
borg.
Fundu þeir i lögum FIBA, Al-
þjóða körfuknattleikssambands-
ins — klásúlu, sem segir að ekki
megi nota nema 10 menn i keppni
sem þessari. Um það vissu for-
ráðamenn islenzka liðsins áður en
þeir fóru utan, og höfðu löngu fyr-
ir áramót sent Dönum nöfn 12
leikmanna, sem þeir sögðust ætla
að nota I þessari keppni, — þó lög-
legan f jölda i hverjum leik eins og
gert var. Liðið á einnig að leika
tvo leiki i Noregi og þótti þvi of
litið að fara utan með aðeins 10
menn.
Gerðu Danir enga athugasemd
við það og skráðu meira að segja
öll nöfnin i leikskrá, sem gefin
var út á mótinu. Af þessum tveim
aukamönnum veitti islenzka lið-
inu ekki, þvi einn þeirra — Jón
Sigurðsson — varð að fara heim
áður en mótinu lauk og Þórir
Magnússon meiddist fyrir siðasta
leikinn.
Þegar Islendingunum var til-
kynntur úrskurður dómstólsins
Ungu risarnir hefndu
fyrir ósigur karlanna
— Sigruðu Dani ó Norðurlandamóti unglinga í
körfuknattleik ó sama tima og karlarnir
voru að tapa fyrir Dönum í Kaupmannahöfn
Strákarnir i islenzka unglinga-
landsiiðinu i körfuknattleik
hefndu fyrir ósigur karla-
landsiiðsins i leiknum gegn Dan-
mörku I gær. A sama tima og
karlaliðið var að tapa i KB-
höllinni i Kaupmannahöfn, voru
strákarnir að leika við Dani i
Noröurlandamótinu i Sviþjóð, og
sigruðu þeir þá með 13 stiga mun
— 96:83.
Þetta var eini sigur islenzka
liðsins i keppninni, og var hann
sætur — ekki aðeins vegna þess,
að Danir voru annars vegar —
heldur og vegna þess, að þetta er
I fyrsta sinn, sem islenzkt
unglingalið tekur þátt i Norður-
landamótii köruknattleik, og þetta
er fyrsta islenzka unglingaliðið i
þessari iþrótt, sem keppt hefur i
fjölda mörg ár.
Fyrirfram var búizt við, að Is-
land yrði neðst i þessu móti — það
var með yngsta og óreyndasta
liðið, en samt skellti það Dönum.
Aöeins einn piltanna hafði áður
tekið þátt i úrvalsleikjum, Simon
1. delld kvenna:
KR kom sér
of botninum
Tveir leikir voru ieiknir I 1.
deild kvenna í islandsmótinu i
handknattleik á laugardaginn.
Þeir áttu raunverulega að vera
þrir, en Þór frá Akureyri komst
ekki suður i leikinn við Val, og var
honum þvi frestað.
Leikirnir, sem fóru fram, voru
á milli Armanns og FH og KR og
Vikings. Ármannsstúlkurnar
sigruðu auðveldlega i fyrri leikn-
um — skoruðu 19 mörk, þar af
gerði Guðrún Sigurþórsdóttir 10,
en FH-stúlkurnar skoruðu 11
mörk.
i liinum ieiknum, sem var einn
af baráttuleikjunum á botninum,
sigraði KR Viking með 17 mörk-
um gegn 11, og er þá Vikingur
eina liðið i deiidinni, sem ekki
hefur hlotið stig til þessa.
Næsti ieikur i 1. deild verður á
miðvikudagskvöidið i Hafnar-
firði. Þá leika FH og Fram, en á
laugardaginn leika I höliinni
Vlkingur -Þór og KR - Armann.
-klp-
ólafsson, Ármanni, en hinir voru
allir ókunnugir á þvi sviði.
Það kom strax i ljós i fyrsta
leiknum —- sem var gegn Noregi.
Þar var taugaveiklunin alveg i
hámarki og Norðmennirnir, sem
komu mjög á óvart i mótinu urðu i
3ja sæti — sigruðu i leiknum með
93 stigum gegn 67. Simon Ólafs-
son var stigahæstur islenzku
piltanna i þessum leik, skoraði 17
stig, en næstur honum kom Jón
Ketiláson með 12 stig.
Daginn eftir lék Island tvo leiki
og það við sterkustu þjóðirnar i
keppninni, Finnland og Sviþjóð. 1
leiknum við Sviþjóð komust gest-
gjafarnir i 40 stiga mun fyrir leik-
hlé — 62:22 — og sigruðu i leikn-
um með 128 stigum gegn 59.
Sviarnir voru i algjörum sérflokki
i þessu móti, enda allir um og yfir
tveir metrar á hæð, og sigruðu
þeir i öllum sinum leikjum með
yfirburðum.
Sigurbergur Bjarnason var
stigahæstur Islendinganna i þess-
um leik, 20 stig,og átti mjög góðan
leik. Pétur Guðmundsson kom
næstur honum með 10 stig. I
leiknum við Finnland var Simon
ólafsson aftur á móti stigahæstur
með 23 stig, en þeim leik lauk með
sigri Finnlands 110:68.
Sfðasti leikurinn var gegn Dön-
um, og var það hörkuleikur. Is-
lenzku strákarnir voru þá farnir
að átta sig á hlutunum og gáfu
■þeim dönsku ekkert eftir. Þeir
náðu forustunni — komust i 50:42
fyrir hálfleik- og sigruðu siðan i
leiknum 96:83. Simon var stiga-
hæstur með 20 stig, en næstir
komu Arngrimur Thorlacius og
Pétur Guðmundsson með 17 stig
hvor.
Pétur vakti alveg sérstaka
athygli á þessu móti. Hann var
langyngstur — aðeins 16 ára
gamall — en samt langstærstur —
eða 2,12 metrar á hæð, Kom hann
mjög vel út úr leikjum sinum
skoraði mikið og tók fjöldann
allan af fráköstum.
Strax eftir mótið héldu islenzku
piltarnir ásamt þeim norsku til
Noregs, en þar munu þeir leika
tvo leiki við Norðmenn og jafn-
framt mun karlaliðið leika þar
tvo leiki við karlalið Norðmanna. -
klp
við komuna til KB-hallarinnar
upphófst mikið rifrildi, og munaði
engu að islenzku leikmennirnir
löbbuðu út úr húsinu. Þeir hættu
þó við það og léku leikinn við
Dani með hangandi hendi og
mjög sárir yfir lúalegri fram-
komu þeirra.
Leiknum lauk með sigri Dana
97:62. Strax að leiknum loknum
gengu Islendingarnir út úr húsinu
i mótmælaskyni og horfðu ekki á
leik Luxemborgar og Vestur-
Þýzkalands, sem þá var orðinn að
úrslitaleik mótsins. Honum lauk
með sigri Þjóðverjanna, en þeir
neituðu að taka við 1. verðlaunun-
um vegna þessa máls.
Leikur Islands gegn Vestur-
Þýzkalandi var stórleikur af Is-
lands hálfu. Honum lauk með
sigri Islands 83:70. Komu þau úr-
slit mjög á óvart, enda er Vestur-
Þýzkaland eitt af stórveldunum i
körfuknattleik i Evrópu.
Leikurinn við Luxemborg var
geysilega jafn og skemmtilegur
Island hafði yfir 37:31 i hálfleik. A
siðustu sekúndu leiksins jafnaði
Jón Sigurðsson úr vitakasti og
var þá framlengt i fimm minútur.
Luxemborg hafði yfir 76:75 er 15
sekúndur voru eftir af framleng-
ingunni, en þá fékk Þórir
Magnússon boltann og brauzt upp
að körfunni með hálft Luxem-
borgariiðið á herðunum og skor-
aði sigurkörfuna — 78:77.
Þetta tap sat i Luxemborgar-
mönnum, sem höfðu sigrað Dani
69:64 og þeir fengu þá i liö meö
sér til að kæra Islendingana.
Danir voru til i það, enda blasti
þá neðsta sætið við þeim eftir
85:68 tap fyrir Vestur-Þýzka-
landi.
Islendingarnir fengu ekki að
verja sitt mál og ekkert að vita,
fyrr en leikurinn við Dani var að
hefjast. Kom úrskurðurinn eins
og köld vatnsgusa á þá alla — eins
og Danir ætluðust til — og voru
þeir þeim þvi auðveldir viðfangs i
þessum mikilvæga leik, eins og
hann átti i upphafi að verða.
— klp —
Nýir
smokinsrar
í litum
TERRA
(Vrif
HERRA
/TiZ^K/
LAUGAVEG 27 - SÍMI 12303