Vísir


Vísir - 06.01.1975, Qupperneq 20

Vísir - 06.01.1975, Qupperneq 20
Strokufangarnir gripnir á leið úr kirkju — með þeim var piltur, er strokið hafði af sjúkrahúsi Strokufangarnir tveir, sem hlupust á brott af Litla-Hrauni voru gripnir viö Æfingaskóla Kennaraskólans um klukkan 3 i gærdag. Þeir voru þar á göngu og höföu stuttu áður litið inn i Kirkju Óháöa safnaðarins þarna rétt hjá. Piltarnir tveir höfðu viö komuna i bæinn tekið bilaleigu- bil á leigu á eigin nafni. Leigu- salinn hefur áður átt viðskipti við félagana og hafa þeir ætið staðið i góðum skilum. Hann vissi hins vegar ekki hvernig á ferðum þeirra stóð I þetta sinn. Einhver, sem þekkti til þeirra félaga tilkynnti um ferðir þeirra á bilaleigubilnum og fann lög- reglan bilinn skömmu siðar á Háteigsveginum ofan við Há- teigskirkju. Litlu siðar várð vart við ferðir félaganna við Æfinga- deildina og handtók lögreglan þá þar. I för með strokuföngun- um af Litla-Hrauni var félagi þeirra, er nokkru áður hafði strokið af Borgarsjúkrahúsinu. Hann hafði verið fluttur þangað úr fangageymslu vegna veikinda. -JB. JÓLIN DÖNSUÐ ÚT I KOPAVOGI vísm Mánudagur 6. janúar 1975. Rólegasta laugardags- kvöldið í óraraðir en föstudagurinn verri en gamlúrskvöld í háa herrans tlð hefur lögregl- an I Reykjavík ekki upplifaö eins rólegt laugardagskvöld og nú um helgina. Á miðnætti sátu aðeins tveir inni I fangageymslum, en til viðmiðunar var fjöldi fanga á föstudagskvöldið nær 40. Miðbæjarlögreglan sendi 14 menn til geymslu i fanga- geymslunni við Hverfisgötu á föstudagskvöldið. A gamlárs- kvöldið sjálft var fjöldi þeirra.er miðbæjarlögreglan var að setja inn, hins vegar aðeins sjö eöa átta. -JB. Drykkjan fór fram á röngum tíma sól- arhrings Þeir lyftu glösum fyrir ræst- ingakonunni mennirnir tveir, sem sátu á barnum á loftinu i Naustinu. Hún horföi á þá forviöa, gekk siðan út, stöðvaði veg- faranda og bað hann að sækja lögregluna. Það sem olli þvi, að konan bað um lögreglu, var hvenær sólarhringsins mennirnir tveir sátu á barnum. Það var nefni- lega eldsnemma i morgun. Eini starfsmaðurinn, sem var mættur, var ræstingakonan. Þegar lögreglan kom á stað- inn sátu félagarnir enn á barn- um. Þeir luku úr glösum sin- um og gengu út. Laganna verðir þekktu þarna ,,góð- kunn.ngja” sina. Mennirnir höfðu brotizt inn i Naustið með þvi að fara upp á skúrbyggingu Tryggvagötu- megin og brjóta þar glugga i. veitingahúsinu. Þar skriðu þeir inn. í skrifstofu i kjallara húss- ins rótuðu tvimenningarnir mikið og ollu nokkrum spjöll- um. Uppi á barnum fundu þeir áfengi og höfðu lokið úr heilli flösku, þegar drykkjan var stöðvuð. Þessir þorstlátu kunningjar fengu að láta renna af sér I húsakynnum lögreglunnar i morgun, áður en þeir voru teknir til yfirheyrslu. —ÓH Friðrik Ólafsson, alþjóðlegur stórmeistari I tafli, verður meðal keppenda á Reykja- vikurmótinu I skák. Friðrik hefur óskað eftir þátt- töku i árlegu móti i Hollandi, sem hann hefur oft áður tekið Það var ómögulegt að kasta tölu á mannfjöldann, sem safnaðist saman til þess að syngja og dansa jólin út I Kópa- voginum. Þetta er i fyrsta skipti sem jólin eru kvödd með til- heyrandi pompi og pragt þar, en í áttundu umferð skákmótsins í Hastings tefldi Guðmundur Sigur- jónsson við Ulf Anderson frá Sviþjóð/ sem valdi á móti honum Sikileyjar- vörn. Var það sögð hörð skák og tvísýn staða, þegar hún fór í bið. Skák Hartstons og Guð- mundar, sem fór i bið i sjöundu umferð, er enn ólokið, þvi að hún fór aftur i bið. Virðist Guðmundur hafa getað hangið eitthvað á stöðunni, sem hafði verið sögð töpuð honum, þegar hún fór bið I fyrra skiþtið. — Hann hefur engri skák tapað ennþá. 1 6. umferð hafði Guðmundur unnið Basman, sem haföi brugðið fyrir sig drottningar- þátt i. Að þessu sinni var mótið fullskipað, þegar Friörik til- kynnti þátttöku sina. Hann var þá „settur á biðlista” og var tilbúinn til að fara til Hollands, ef einhver þátttakenda félli úr. Núna fyrir helgina fékk hann svo tilkynningu um,að enginn þvi verður væntanlega haldið áfram. Þó að þrettándinn sé reyndar I dag, þá fannst mönnum ágætt að kveðja jólin á sunnudegi, svo að sem flestir gætu verið við- vængtafli. Áttunda umferðin reyndist annars heimamönnum þung i skauti. Þæfingurinn i biðskákinni við Guðmund sýnist hafa þreytt Hartston eitthvað þvi að hann þótti tefla veikt á móti tékkneska stórmeistaran- um Hort og tapaði peði i einfaldri stöðu, sem dugði svo stórmeistaranum Unglingaheimsmeistarinn, Tony Miles, sem hafði ekki tapað skák i mótinu, lét af hendi peö og annað i veikri von um sóknarmöguleika á móti Planinc, en tapaði. Eftir áttundu umferð er Hort með 5 vinninga, Andersson með 5 (og biðskák) Miles er með 5 vinninga. Guðmundur er með 4 1/2 vinning (tvær biðskákir). Beljavsky og Planinc með 4 1/2 vinning. Vaganian með 4 hefði gengið úr skaftinu. ,,Ég hef fjögur mót erlendis framundan á árinu,” sagði Friðrik i viðtali við Visi i morgun. „Þar að auki er svo svæðamótið, sem enginn veit ennþá hvenær verður eða hvar.” -SH. staddir. Og það vantaði ekki að menn mættu til leiks, og ásamt álfadrottningu og álfakóngi og alls kyns öðrum vættum var kveikt I bálkesti og fiugeldum skotiö á loft. (Ljósm. BP) vinninga (og biðskák), Vaganian hefur náð sér nokkuð á strik eftir slaka byrjun i mótinu. 1 7. umferð lék hann Botterill grátt i byrjuninni, svo að Botterill gaf eftir 17 leiki.— Beljavsky fór nánast eins með Garcia, þótt skák þeirra tefldist nokkra fleiri leiki. Guðmundur Sigurjónsson 4MILLJ. KRÓNA TJÓN í GRÓÐUR- HÚSA- BRUNA „Tjónið er kringum fjórar milijónir. Það brann mikið af verðmætum blómlaukum, vél- um og verkfærum auk gróður- húsanna sjálfra”. Þetta sagði Erlingur Ólafs- son, garðyrkjubóndi i Reykja- dal i Mosfellssveit, i morgun. A laugardagskvöld kviknaði i gróðurhúsum hans, og brann talsverður hluti þeirra. „Gróðurhúsin eru fjögur að tölu og standa samsiða, um 50- 60 metra löng. Þau brunnu öll á öðrum endanum, svona 15 til 20 metra inneftir. Einnig brann eitt minna gróðurhús alveg”, sagði Erlingur. Talið er að eldur hafi kviknað út frá kælivél, af völdum raf- magns. „Hitunarkerfið skemmdist hinsvegar ekkert. Við höfum nú byrgt fyrir endann á húsunum og vonumst til þess að gróðurinn fyrir innan hafi ekki skemmzt”, sagði Erlingur að lokum. —ÓH ÓFÆRT TIL EYJA í 10 DAGA Stóra jólatréð fauk í ofsaroki um helgina Ekki hefur verið unnt að fljúga áætlunarflug til og frá Vest- mannaeyjum frá þvi 28. desem- ber vegna misvinda á flugvellin- um 1 Eyjum. Flugfélagið Vængir hefur þó getað sent eina eða tvær leigu- vélar. Herjólfur hefur komið að góðum notum að undanförnu og i gær fóru um 150 manns með skipinu til Þorlákshafnar. Ofsa- rok var i Vestmannaeyjum aðfaranótt sunnudagsins og fauk þá niður stóra jólatréð niðri i bænum. Ekki er vitað um aðrar meiri háttar skemmdir eða slys af völdum roksins. 1 morgun var fyrst hægt að fljúga til Vestmannaeyja. Eins var ráðgert að fljúga til Isa- fjarðar um klukkan hálf ellefu, eftir að einnig hafði verið ófært þangaðilOdaga. -JB. Fríðrik teflir á Reykjavíkurmótinu — EA Guðmundur hékk á tapaðri biðstöðunni

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.