Vísir


Vísir - 13.01.1975, Qupperneq 1

Vísir - 13.01.1975, Qupperneq 1
VISIR 65. árg. —Mánudaeur LÉK SINN BEZTA LEIK MEÐ STANDARD Ásgeiri haldin veizla í Liege á laugardagskvöldið íþróttir í opnu Þrjú ung- menni týnd Þriggja ungmenna úr Reykjavik er saknað. Þau fóru úr bænum á Land-Rover jeppa um klukkan 17 i gærdag. Siðan hefur ekkert til þeirra spurzt. Piltur ók bilnum, en með honum fóru tvær stúlkur. Þær voru illa klæddar til útiveru I vetrarveðri, en pilturinn var vel klæddur. Aðstandendur ungmennanna hafa ekki minnstu hugmynd um, hvert þau ætluðu. Faðir piltsins, tveir lög- reglubilar og menn frá vega- gerðinni svipuðust um eftir ungmennunum i nótt og i morgun. Ef þau kæmu ekki fram á hádegi, átti að kalla út leitarsveitir. — ÓH Reykvíkingar á nýlendu- stigi? ,,Sá grunur læðist að manni, að ibúar þéttbýlisins við Faxaflóa, sem mynda meirihl. landsmanna, séu komnir á nýlendustigið á ný. Húsbændur þeirra, sem áður voru danskir, eru nú islenzk- ir talsmenn dreifbýlisins og svipa þeirra heitir „Byggða- stefna”, „Jafnvægi i byggð landsins” og fleira i þeim dúr”, segir lesandi einn reykviskur og er óánægður með, hvernig hann og sam- borgarar hans eru leiknir i ýmsum málum. — Sjá bls. 2. — LESENDUR HAFA ORÐ- IÐ. Blindbylur í Banda- ríkjunum — baðstrandalíf á Kanaríeyjum Blindbylur hefur verið i nokkrum niiðvesturrikjum Bandarikjanna og eitthvert versta veður, sem þar hefur komið um tiu ára bil. Þúsundir ferðamanna tepptust, þegar bilar þeirra sátu fastir i mannhæðar há- um sköflum. Vitað er um 25, sem orðið hafa úti i þessu veðri. Þessar hnátur á myndinni gætu ailt eins verið isienzk- ar. UPI-fréttastofan lét taka þessa mynd i Las Paimas á Kanarieyjum fyrir helgina. Baðstrandalifið þar er I full- um gangi, meðan Evrópubú- ar og Bandarikjamenn strunsa gegnum hriðarkófið. — SJA BLS. 5. ,DÝRÐARDAGUR' HJÁ SKÓLAFOLKI — skólum víðast aflýst í versta veðri víða um land Vonzkuveður gekk yfir allt hvassviðri, skafrenningi og viða dýrðardagar hjá skóiafólki á iandið um helgina með miklu talsverðri snjókomu. „Þetta eru Norðuriandi,” sagði einn við Við sjáum þaö bezt á þvf, hversu þéttar linurnar eru á veðurkortinu, að mjög hvasst er á landinu og þá helzt á Austfjörðum. Páil Bergþórsson var i óðaönn að reikna út spána, þegar Bragi smeilti þessari mynd af honum. VEÐURGUÐIRNIR BLÍÐKAST LÍTIÐ Vindur hefur verið mjög mikill viða á iandinu, til dæmis voru 10 vindstig á mörgum stöð- um á iandinu i morgun. Mestur mæidist vindurinn 12 stig, og var það I Æðey. 11 vindstig mæidust I Sandbúðum. Vindur mældist 10 vindstig til dæmis i Skoruvik og Hornbjargsvita. Ekki getum við glatt lesendur með þvi, að veðurguðirnir gerist snögglega bliðari. Páll Berg- þórsson veðurfræðingur sagði okkur i morgun, að veður færi ákaflega hægt batnandi. Þó er gert ráð fyrir þvi, að veður lægi smám saman, þegar liður á daginn um vestanvert landið. Annars staðar verður veður það sama. — veður það sama en lœgir um vestanvert landið A Suðurlandi er veður þó öllu skárra og þar er úrkomulaust. Reykvikingar sleppa vel. Snemma i morgun voru þó 6 vindstig. 1 dag spáir hvassri norðaustan átt i Reykjavik og nágrenni og 2ja til 3ja stiga frosti. — EA AKUREYRI OG NÆRSVEITIR í MYRKRI „Þetta gengur i einu orði sagt bölvanlega”, sagði Knútur Ott- erstedt, rafveitustjóri á Akur- eyri, I viðtali viö VIsi I morgun. „Það er stöðugur samsláttur á Laxárlinunni til Akureyrar i Ljósavatnsskarði og slær út hvað eftir annað. Þetta er lika bandvitlaust veður. Slæmt er það hér á Akureyri, en kvað vera hörkuveður þarna i Ljósa- vatnsskarðinu, svo að litið er hægt að gera”. Allur Akureyrarbær og sveit- irnar i kring, sem fá rafmagn um linuna frá Laxárvirkjun, hafa ekki rafmagn nema stutta stund i einu, og raunar verður allt svæöið fyrir barðinu á þess- ari truflun. Þar að auki er slæmt ástandið við inntaksvirkin i Laxárvirkj- un, og I morgun var framleiðsla virkjunarinnar komin I 14 megawött úr 19 megawöttum, sem hún var um helgina. A Akureyri var hvasst, ofan- hrið og skafrenningur og illfært um bæinn. Menn mættu nokkuð stopult i vinnu, enda tilgangslit- ið að fara til vinnu i rafmagns- leysinu. —SH mælenda okkar i morgun. „Flest- ir skólar hafa aflýst kennslu i dag — nú sfðast Menntaskólinn á Akureyri.” A Vestfjörðum var viða mikil ofankoma, en misslæmt veður að öðru leyti, heldur skýlla sums staðar á vestanverðum kjálkan- um, en veðurhæðin meiri austan megin. A Blönduósi var versta blind- hrið, en aðallega skafbylur. Ekki var mikill snjór á götunum, en sá varla milli húsa i kófinu. Menn mættu stopult til vinnu. Rafmagn hafði haldizt þar að mestu. A Sauðárkróki var fólksbilafæri um flestar aðalgötur, en skafkóf og rokhvasst. „Við höfum oft séð hann svartari,” sagði starfsmað- ur vegagerðarinnar, sem Visir hafði tal af i morgun. „En það er ekkert ferðaveður, og við höfum engar hjálparbeiðnir fengið.” A Siglufirði var stórhrið, bæði skafbylur og ofankoma, en veðrið þó vetra en það var i fyrrinótt og gærmorgun. Þá stóð vindurinn beint inn fjörðinn og var aftaka- veður. Þá rifnaði þakgluggi af kirkjunni og komst rokið undir þakið og skemmdi það verulega. Margar járnplötur fuku af þvi, og eins skemmdist steindur gluggi i kirkjunni. Þetta var hlémegin á henni, en þar myndaöist sog i veðurofsanum. Ekki var vitað til, að járnplöturnar af henni hefðu valdið tjóni. Tveir menn, sem skruppu i fyrrinótt fram að Bjarnargili i Fljótum — venjulega 15—20 minútna ferð, fengu veðriö á sig, er þeir voru á leið til baka og komnir á móts við Hraun siðasta bæ i Fljótum. Bill þeirra fauk út af, og gáfust þeir upp við að komast heim að Hraunum, þar sem veður var óstætt. Þeir gátu brotizt i sumarbústað i Hrauna- dal, unz björgunarleiðangur fann þá þar og brauzt með þá til Siglu- fjarðar. Þangað var komið um kvöldmatarleytið i gær. Lögreglan á Húsavik sagði þar kolbrjálað veður, ofankomu og skafbyi, og væru skaflarnir orðnir á þriðja metra á dýpt. Þar var auglýst, að þeir, sem ættu bila á götunum, væru beðnir að hafa samband við lögregluna, þvi til stóð að ryðja göturnar og þá er betra að vita, hvar bilarnir eru. „Lögreglubillinn er hérna ein- hvers staðar á aðalgötunni og sér ekki móta fyrir honum”, sagði lögreglan. „Annars er allt i lagi að hafa vetur á veturna, ef svo kemur vor á vorin.” A Egilsstöðum var aftakaveður og mikill snjór. Einn viðmælenda Visis var um klukkutima að brjótast um kilómetra veg til vinnu i morgun. „Hér er engum fært nema manninum gangandi”, sagði Erling Garðar Jónasson, rafveitustjóri. Raflina fór milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð- ar i fyrrinótt, og i gærmorgun bil- aði 1700 kw. disilstöö á Seyðis- firði. Hún komst i bráðabirgðalag i gærkvöldi, og nú er rafmagn á öllu svæðinu nokkurn veginn i lagi. Frá veðri á Suðurlandi er sagt annars staðar i blaðinu, en óvenjumikill snjór var lika i Vest- mannaeyjum — allt að þvi klof- djúpir skaflar, meðan verst var. Þar var farið að blotna i morgun, og snjórinn að siga. —SH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.