Vísir


Vísir - 13.01.1975, Qupperneq 7

Vísir - 13.01.1975, Qupperneq 7
Vlsir. Mánudagur 13. janúar 1975. cTWenningarmál 1 ritgerðasafni Hall- dórs Laxness frá i haust, Þjóðhátiðar- rollu, er grein tileinkuð Ragnari i Smára á sjö- tugsafmæli hans. Þar segir Halldór dálitinn þátt úr lifsreynslu sinni af bókaútgefendum fyrr á tið. Ekki þarf að undrast þótt greinin heiti Forleggjarafæla. Af frásögninni verður sem sé ekki ráðið að neinn þeirra forleggj- ara sem Halldór skipti við fyrstu tuttugu árin á höfundarferli sinum hafi séð neina skimu i þvi af viðskiptalegum eða bókmenntalegum ástæðum að gefa út bók eftir þennan höfund. Og skipan komst ekki á út- gáfumál Halldórs fyrr en bandalag tókst með þeim Ragnari i Smára. Þessi frásögn kann að vera ögn færð i stilinn. Hún verður ekki verri fyrir það, nema siður sé, og eftir sem áður er hún lær- dómsrik um kjör rithöfunda og bókmenntanna i landinu sem ekki er vist að breyst hafi til stórra muna siðan. En vist er það skrýtin tilhugsun að svo mjóu hafi munað sem Halldór vill vera láta að bækur eins og Vefarinn mikli, Salka Valka, Sjálfstætt fólk kæmust út á prent. Skyldi vera maður á gangi einhverstaðar I bænum um þessar mundir með einhver þvilik handrit I tösku sinni sem enginn vill lita við? Rikið og Ragnar I ööru ritgerðasafni i haust, Fisk I sjó, fugli úr beini eftir Thor Vilhjálmsson, er vikið að skyldum efnum. í ræðustúf af rithöfundaþingi 1969 lýsir Thor þeirri kröfa á hendur sam- félagsins að það tryggi rit- höfundum lifvænleg laun fyrir vinnu sina: „Þess er krafist, segir hann, að dugandi rit- höfundur I fullu starfi við að skapa bókmenntir hafi ein- hverja möguleika til að fram- fleyta sér með vinnu sinni ef hann skilar frambærilegum verkum i vissri listrænni hæð, að ágæti verksins veiti honum aðstöðu til að halda áfram starfi sinu, hann þurfi ekki að verða bónbjargamaður né svikari við sina list...” Halldór Laxness lýsir eftir sinni reynslu tortryggni á rikis- forsjá i bókmenntum og listum. En dæmi Ragnars i Smára verður til marks um hvað unnt er að vinna á þessum vettvangi: ,,Hér reis sannkallað blóma- skeið að minnsta kosti I saman- burði við 19du öldina i mörgum listgreinum, sumum sem aídrei höfðu verið stundaðar hér af al- hug, og þess er ekki að dyljast að grundvöllur þess og styrkur fólst I þeirri háttsemi sem Ragnar kom hér á, að umbuna listamönnum fyrir framlag þeirra eins og siður er til við aðra heiöarlega verkamenn þjóðarinnar,” segir Halldór. Hér var nú ekki ætlunin að ræða nánar um þessar ritgerðir, né þá heldur bækur Halldórs Laxness eöa Thors Vilhjálms- sonar að sinni. En það er ljóst að þeir vikja báðir að einu og sama efni, þeirri einföldu staðreynd sem sé að fjárhagsgrundvöll þarf til að bókmenntir og listir verði stundaðar I landinu, ef ekki á starfhæfum markaði þá fyrir stuöning af öðru fé. Er úti um skáldskap? í seinni tlð hafa rithöfundar haft uppi vaxandi kröfur til hins opinbera og fengið þeim að nokkru framgengt með tilkomu starfstyrkja, stofnun rit- höfundasjóðs, siðast með ,,við- bótar-ritlaunum” sem látiö er heita að svari til eftirgefins söluskatts af bókum. En sam- tímis gera útgefendur kröfu um niöurfellingu söluskatts til stuðnings bókaútgáfunni I land- inu og láta eins og endranær lit- ið yfir sinum hag, tala um staðnaða eða minnkandi útgáfu að bókatölu til og siminnkandi bóksölu. I haust hefur þannig þráfaldlega verið höfðað til þess af hálfu útgefenda að 1400 eintök væri „meðalupplag” bóka á markaðnum, og ætti að vera augljóst mál að á svo mjóu haldreipi geti bókaútgáfa varla bjargast til lengdar. Hitt ætti reyndar að vera aug- ljóst mál lika að i raun er ekkert til sem heitir „meðalbók” og þar af leiðandi ekkert „meðal- upplag” heldur. 1400 eintök gætu til að mynda verið prýöis- upplag litillar ljóðabókar, þótt það mundi skammt hrökkva til að framfleyta stórri skáldsögu. Til að mark sé að slikum meðal- lagsreikningi verður auðvitað að miða hann við nánar tiltekn- ar tegundir bóka og greinar bókmennta. Það er litill búmaður sem ekki kann að berja sér. En það er ekki þar fyrir: nokkuð er sjálf- sagt til i kvörtunum bókaútgef- enda þótt rök og reikningsað- ferðir þeirra komi stundum skrýtilega fyrir. Af þeim fá- breytta talnafróðleik sem að- gengilegur er, einkum skýrslum um bókaútgáfu sem birtast i Hagtiðindum, siðast fyrir árin 1970-72, má ráða stöðnun I út- gáfu og meira að segja beina minnkun útgáfunnar þessi ár, hvort sem sú þróun hefur við- haldist siðan. Arið 1970 var útgáfutalan alls, bæöi bækur og bæklingar 674 út gefnir titlar, en 1972 var sama tala 617 titlar. Það sýnir sig að þessi hnignun útgáfunnar og meira til stafar öll af flokknum „fagrar bókmenntir” þar sem út komu 239 titlar alls árið 1970, en aðeins 160 titlar 1972. Er þá öldungis úti um skáldskapinn i næstu framtið? Nei, það verður nú ekki ráðið af þessum tölum. Ef að er gáð má sjá að lækkandi útgáfutala þessi ár er komin til af þvi að þýðingum hefur stór- lega fækkað: 142 titlar þýddra bóka komu út i flokknum „fagr- ar bókmenntir” 1970, en 75 titlar 1972, samkvæmt skýrslu Hag- tiöinda. Sem sagt: útgáfutalan lækkar um 57 titla 1970-72, það fækkar um 79 titla I flokknum „fagrar bókmenntir”, þýðinga- tala I þeim flokk lækkar um 67, þótt þýöingum fjölgi i heild. Hitt gefa skýrslur Hagtiðinda ekki til kynna að útgáfa frum- saminna Islenskra skáldmennta hafi minnkað til neinna muna: 1970 komu 74 titlar frumsam- inna'Islenskra bóka, i fyrstu út- gáfu aðeins, I flokknum „fagrar bókmenntir”, en 69 titlar árið 1972, og mun útgáfan hafa leikið um þetta bil mörg undanfarin ár. Aö sönnu veltur allt á þvi að rétt sé talið I flokkana — en þvi má væntanlega treysta þegar Landsbókasafn og Hagstofan eru annarsvegar? En er þá ekki eftirsjá I þvi að þýðingum „fagurra bók- mennta” fækki svo stórkostlega sem þessar tölur gefa til kynna? Þvi getur hver svarað fyrir sig sem skyggnist um á jólamark- aði, nú I haust eða endranær. Tilkostnaður og tekjuvon Um bókaútgáfuna i fyrra er ekkert vitað með vissu ennþá, þótt liklegt sé aö hún hafi minnkað eitthvað frá fyrra ári, allténd vegna prentaraverk- fallsins I fyrravor. Um upplag og sölu bóka undanfarin ár er engin skipuleg vitneskja nein- staðar aðgengileg, hvað þá um bóksölu I haust, nema lausleg sögugögn bóksala aö hún hafi verið „svipuð” og áður og svo fyrrgreind staðhæfing útgef- enda um 1400 eintaka „meðal- upplag”. Hitt er ljóst að bóka- verð hefur hækkað ekki minna en 40-50% i haust. Til glöggvunar um kaup og kjör á þessum markaði skulu nú að lokum rakin tvö dæmi um út- gáfukostnað og kaupverð bóka sem út komu I haust. 1 báðum tilfellum er um að ræða gagn- gerar „jólabækur”, útgefnar i söluskyni án sjáanlegs bók- menntalegs metnaðar. í sann- leikans nafni er þá lika rétt að geta hins að hér er alls ekki heldur um ruslbækur eða æsingalega reyfara að tefla, að- eins ofur-venjulega gjafavöru á bókamarkað. Tölur þær sem hér fara á eftir eru litillega einfald- aðar I meðförum til að dæmið verði læsilegra, en eiga með þeim fyrirvara annars að vera réttar. Og það hef ég fyrir satt að báðar þessar bækur hafi þeg- ar selst fyrir útlögðum kostnaði og liklega meira til að jólakaup- tið lokinni. Annars vegar er þá frumsam- in islensk bók, svo sem 20 arkir að stærð, prentuð I 2000 eintök- um, verðlögð á svo sem 2500 krónur að söluskatti meðtöld- um. Kostnaðarverð þessarar bókar er hvorki meira né minna en um það bil 1.900.000 krónur að meðtöldum auglýsingakostn- aði I haust. Það skiptist svo að beinn framleiðslukostnaður bókarinnar, setning, prentun, pappir og bókband, nemur um það bil 65% kostnaðarverðs, en allur annar útgáfukostnaður 35%, ritlaun nema i þessu tilfelli tæplega 15% kostnaðarverðs bókarinnar, en auglýsinga- kostnaður er litlu minni, 13%. Nú þarf ekki mikla reiknings- gáfu til að sjá að til að endur- heimta útlagðan kostnað sinn áf bókinni aðeins þarf útgefandinn að verðleggja hana á 950 krón- ur, en ætti helmingur upplags að bera kostnaðinn mundi bókin kosta frá forlagi 1900 krónur. Við það verð bætast að sjálf- sögðu sölulaun bóksala og sölu- skattur til rikisins. 1 þessu til- felli er bókin verðlögð svo að 1200 eintök, 60% upplags beri allan útgáfukostnað og bókin seld frá forlagi á 1575 krónur. Við það bætast svo sölulaun, 25% af útsöluverði og söluskatt- ur 19% áður en endanlegu kaupverði er náð. Að svo búnu má sundurliða það verð sem kaupandi greiöir fyrir bókina, 2500 krónur, svo að um það bil 41% sé framleiðslu- kostnaður um það bil22% annar útgáfukostnaður, 21% sölulaun, 16% söluskattur. Af þvi verði sem kaupandi greiðir falla 9% til ritlauna. Ut af þessu dæmi mætti vitan- lega leggja i löngu máli, þótt hér verði látið hjá liða, aðeins bent á það sem augljóst er, að beinn framleiðslukostnaður bókarinn- ar er hlutfallslega mjög mikill, um það bil helmingi hærra hlut- fall en annarstaðar tiðkast, að útilokað er að höfundur hreppi lifvænlegar tekjur af bókinni, en söluskattur nemur mun meira fé en ritlaun, 400 krónum af seldu eintaki i þessu dæmi með an ritlaunin eru 225 krónur af eintaki, og að lokum að útgef- andinn á verulegar tekjuvonir af bókinni eftir að útgáfu- kostnaður hans er endurheimt- ur. Þá hefur hann þegar greitt allan framieiðslukostnað af bókinni: hvert selt eintak færir honum þann hluta verðsins óskiptan i aðra hönd þótt hann greiði ritlaun prósentvis af söl- unni, kosti áfram til auglýsinga, geymslu, dreifingar o.s.frv. Lýst eftir staðreyndum Nú er þetta dæmi auðvitað einfaldað, aðeins miðað viö til kostnað og verð einnar bókar, en ekkert tillit tekið til reksturs- kostnaðar forlagsins, né heldur óhjákvæmilegra affalla af upp- laginu. Þar á móti kemur að gengið er út frá taxtaverði prentsmiðju, en jafnan er veitt- ur afsláttur frá þvi, svo að nokkru minna upplag en hér er reiknaö með nægir til að endur- heimta útlagðan kostnað, en ætla má að tekjuvon af 40% upp- lags veiti nóg svigrúm fyrir eðlilegt hlutfall reksturs- kostnaðar i i rétt og vel reknu forlagi. Svo mikið er vist að ekki gefur þetta dæmi til kynna að bókaútgáfa sé eða þurfi að vera neitt bónbjarga-fyrirtæki. En hitt má vera að torvelt sé að fá dæmið til að ganga upp ef miðað væri við 1400 eintaka upplag. Taka má til samanburðar annað dæmi, þýdda skáldsögu á jólamarkað, svo sem helmingi minni bók sem einnig er gefin út I 2000 eintökum, verðlögð á um það bil 1900 krónur út úr búð með söluskatti. Hér nægja 950 eintök til að greiða kostnaðar- verð bókarinnar, um það bil 1200krónur. Annars erhlutfalls- leg skipting útgáfukostnaðar og kaupverðs á svipaða lund og áð- ur — þótt eftirtektarverður munursé á einstökum liðum. Af hinum háa framleiðslukostnaði er t.a.m. bókband kostnaðar- frekast, var i fyrra tilfellinu 13%, en verður i þessu hvorki meira né minna en 17%, af verði hvers eintaks, helmingi dýrara en setning bókarinnar. Ritlaun verða hér enn óverulegri kostnaðarliður en áður, um það bil 9% af útgáfukostnaðinum, 6% af verði bókarinnar, en aug- lýsingakostnaður nemur 14% af kaupverði. Og arðsvon er ekki litil þegar innan við helming upplags ber mestan tilkostnað við bókina. Það er auövitað ljóst að hagir bókaútgáfunnar verða ekki metnir réttilega af tilfallandi dæmum eins og þessum. Hitt er lika ljóst að kjörum og högum hennar verður ekki lýst nema með réttum og raunhæfum dæmum og reikningshætti, stað- reyndum um upplag og sölu, til- kostnað og tekjuvonir bóka eins og þær ganga og gerast á mark- aði. Og innan þess fjárhagslega ramma útgáfunnar sem hér var reynt að lýsa þarf að ætla bók- menntastarfinu sjálfu, skáld- skap og fræðum, eðlilegt kostnaðarhlutfall, arðsvon á við aðra aðilja útgáfunnar — ef bókmenntirnar eiga ekki að þrauka bónbjarga I von um rikisframfærslu og pólitiska nefndaforsjá.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.