Vísir - 16.01.1975, Síða 7
Vlsir. Fimmtudagur 16. janúar 1975
Islcmdsgreifi
Þráinn Bertelsson — Paradisar-
vlti. I hluti: Lúsifer og Ahriman.
230 bls. Helgafell.
í fyrri bókum fjallaði
Þráinn Bertelsson um
einstaka atburði eða
þráhyggju, morðingja
eða pólitíska samsæris-
menn á islandi, og gerði
tilraun til að grandskoða
þá frá sálfræðilegu og
þjóðfélagslegu sjónar-
miði. í „Paradisarviti”
eru atburðirnir hins-
vegar svo margir og
vara svo stutt að lesand-
inn verður að righalda
sér i söguhetjuna, Jón
Disland, og vona að
hann leiði þá á áfanga-
stað.
Jón er fæddur „Norðurirassi”,
fer að heiman 1930, ritstýrir trú-
boðssneplinum „Endurlausnin” i
Kjöben ásamtFæreyingnum Sófus
Paturssyni, eftir að hafa lifað á
þvi um stund að láta henda i sig
kúlum I TIvoli. Þeir félagar fara
siðan til Marseille til að frelsa
sigauna, og finna þá að sjálfsögðu
ekki. Þar kynnist Jón hórunni
Helenu og alfons hennar Dieu-
donné („Guðgefur”) sem gera
hann að karlmanni og greifa, í
þeirri röð. Tilgangurinn er að
gera Jón að „respektabel” sendi-
manni frönsku Mafiunnar. í þvi
hlutverki ferðast svo Jón með eða
án Helenu um Italiu þar sem
Mússólíni heldur ræðu, hittir Zóg
Albaniukonung, sem gerir honum
tilboð sem Jón ekki getur neitað,
þ.e. að semja viö Don Vito Geno-
vese, Mafiuforingja, sem ekki
tekst.
Þetta er skemmtilegasti hluti
sögunnar, og þeir Jón og Þráinn
taka sig ekki of alvarlega, en lifa
lifinu án þess að gera sér nokkrar
grillur um meiningu þess. Siðari
hluti sögunnar er svo útúrdúr um
jaröarför bróður Jóns, og pistlar
um auðvald og skrilmennsku sem
þeim Jóni og Þráni finnst að
verði að fljóta með, án þess að
vita hversvegna. í lokin kemur
svo fram, að Hitler ólöstuðum,
sjálfur gyðingurinn gangandi,
og hverfur þá hin áhyggjulausa
afstaöa Jóns til tilverunnar fyrir
myrkum symbólisma um
gyðingaþjóð og krossfestinguna.
Slöast dútlar svo Jón viö að
njósna fyrir breta, og stendur
hann með hið helga spjót
Longinusar i höndunum um það
bil sem strið er að skella á.
Týpa eða
persónuleiki
Þráinn Bertelsscfi hefur valið
sér hið rammislenska form,
sjálfsævisöguna og finnst að hann
þurfi að vera trúr þvi formi til
enda. Jón Disland veit ekki
hversvegna hann ferðast og kenn-
irum eirðarleysi og þvi að honum
finnst „skemmtilegra að fara en
koma”. Hann leggur svo lönd
undir fót, meðan aðrir hugsa um
bú og sjá ekki nema veður-
★ HAFNARBÍÓ: „RAUÐ SÓL"
ÞAR URÐU HROI OG
EGILL AF GÓÐU GAMNI
Hafnarbió: Rauð sól, „Red
Sun”.
Leikstjóri: Terence Young.
Leikendur: Charles Bronson,
Toshiro Mifuni, Alain Delon og
Ursula Andress
„Afar spennandi”..... það er
ósennilegt að poppið hafi staðiö I
nokkrum, „viðburðahröð”.... ef
átt er við hinar snöggu klipping-
ar, sem stafa af slitinni filmu,
má kannski taka svona til orða,
„vel gerð”.... ekki sé ég i fljótu
bragði við hvað er átt, ,,ný”.
myndin var gerð 1971, nú er árið
1975, dæmið sjálf, „frönsk-
bandarisk litmynd”.... ég tek
undir það „vestri i algjörum
sérflokki”...ef flokkarnir eru
jafn margir og vestrarnir, þá
kemst þessi sér I flokk.
Uti geisar frostaveturinn
mikli, inni skin sól Arizona glatt
á biógesti. Arið er 1871 og
nýskipaði japanski sendiherr-
ann er á leið i lest austur til
Washington.
Lestarræningjar koma i
heimsókn og efna til samskota
meðal farþeganna. Þeir eru
harðsviraðir menn, sem beita
sömu brögðum og kollegar
þeirra i fjölda svipaðra mynda.
Að auki leggja þeir hald á
samuraisverð úr gulli, sem er
gjöf til forseta Bandarikjanna
og drepa annan japönsku
samurairiddaranna, sem gæta
áttu þess og sendiherrans.
Að gömlum og góðum biósið,
reynir ræninginn Alain Delon að
drepa ræningjann Charles
Bronson og stinga af með sam-
skotabaukinn.
Bronson lifirþó ósköpin af, og
heldur i humátt á eftir Alain
Delon ásamt þeim samuraiin-
um, sem lifandi er og leikinn af
Toshiro Mifuni.
Myndin er sögð snúast um
sanna atburði og þvi er enn
meira afrek en ella að gera
hana eins óraunsæa og raun ber
vitni. Þegar ræningjaforingj-
arnir tveir, franski spilagosinn
Alain Delon og kúrekinn Charl-
es Bronson, eru staddir úti á
miðjum reyrakri, ásamt brjóst-
unum á hinni frönsku ÍJrsúlu
Andress og kuflklædda samúr-
aiinum Mifuni, umkringdir Indi
ánum, sem reyna aö kveikja i
þeim, verður hin alvarlega sena
allt að þvi spaugileg. Ef Hrói
höttur heföi verið mættur
ásamt Agli Skallagrimssyni,
hefði það þó fyrst verið fuli-
komnað.
Það var vitað mál, að ef tak-
ast ætti að selja slika fram-
leiðslu yrðu stórstjörnur að
koma til. Charles Bronson er
eins og höggvinn úr blágrýti,
Júrsúla getur aðeins leikið frá
herðum niður að nafla og Alain
Delon er upp á punt. Toshiro
Mifuni ber þvi höfuð og jafnvel
herðar yfir hinar sólirnar, sem
imynd hinnar japönsku hetju.
Hvort hann á erindi út á auðnir
Arizona er svo annað mál. Það
tækifæri, sem gefst til að lýsa
hinum óliku manngerðum Bron-
son og Mifuni er þvi miður ekki
KVIKMYNDIR
Umsjón:
Jón Björgvinsson
nýtt nema þegar þeir takast
likamlega á.
Hörkutólin höfðu staðið stutt
viö i kvikmyndunum, er þau
fóru að slá um sig með gálga-
húmor. „The Sting” er til merk-
is um að þetta timabil, sem
Smart spæjari hefur gert hvað
eftirminnilegast, sé nú á enda.
Þar er það myndin sjálf, sem er
spaugileg, en ekki brandara-
bókin, sem lesið er upp úr.
Blágrýtis-Bronson er i takt
við gömlu timana og slær um sig
með gálgahúmor. „Jæja,
ég gef þér tækifæri til jafntefl-
is”, segir hann er Mifuni er nær
búinn að berja úr honum liftór-
una. Þegar hann hefur náð i
byssu og stendur andspænis
Mifuni, sem einungis er vopnað-
ur samuraisveröi segir Bron-
son: „Jæja kallinn, nú erum við
jafnir, og ég kannski aðeins
jafnari en þú”.
— JB
Úti á reyrakrinum er barizt með sverðum samuraianna, örvum
Indiánanna, og byssuhólkum kúrekanna. Alain Delon tii vinstri og
Toshiro Mifuni til hægri
breytingar i "skýjunum. En is-
lendingur á ferð utaniands fyrir
striö er hinn eilifi sakleysingi sem
skotið hefur upp kollinum I
evrópskum bókmenntum allt frá
timum Rousseus og fram á okk-
ar daga. Með samblandi af is-
lenskri bændarósemi, meðfædd-
um klókindum og barnslegri
undrun virðir hann fyrir sér
brambolt hins stóra heims og læð-
ir út úr sér heimaspunnum
islenskum málsháttum, sem með
■ einfeldni sinni og oft napurri
kimni fletta ofan af skrípaleik
hinna „kúltiveruðu” evrópubúa. 1
annarra höndum mundi Jón vera
hið saklausa vitni um tiðaranda
og þjóðfélög, en i Þráins höndum
verður Jón fyrst og fremst is-
lendingur sem sér tiðarandann i
gervi ýmissa skrýtinna persónu-
leika og pólitik er i hans augum
aðeins sviðsettur farsi, þar sem
menn halda ræður eða leika sér
aö þvi að njósna. t fámennu landi
eru fá ofurmenni eða skurðgoð,
og Jón heilsar öllum jafnt I út-
landinu, hvort sem þeir eru
glæpamenn eöa kóngar.
Hér erum við sennilega komin
að kjarna málsins: Jón Disland
er „týpa”. fremur en persónu-
leiki. Bráðskemmtileg „týpa” að
Þráinn Bertelsson.
vfsu, hnyttin, athugul og jafnvel
skáldleg:
„Og ég fæ að finna fyrir þvi,
hverjum augum fólk, einkum
sveitafólk, litur þann sem yfirgef-
ur umhverfi sitt og lifir það aö
koma heim aftur, sem gestur án
eftirsjár. Án eftirsjár eftir kumri
kúnna um mjaltatimann, jarmi
kinda I réttum, hljóðskrafi fólks á
sumarkvöldum i sláttarbyrjun
þegar hey er flatt og von á nætur-
regni, án eftirsjár eftir snæhvitri
þögn vetrarins, þegar sveitafólk
tjáir lff sitt meö þvi að slétta lif-
volgri mýkju á frosna grundina:
reykmerki til Andans mikla, tákn
þess að hér sé eitthvert lif að
finna. Auövitað veit ég, að ég er
að rómantísera.”
Rödd og likami
En Jón viröist vera eins og
búklaus rödd, þrátt fyrir áhuga
hans á velferð likamans. Ástriður
hans eru aldrei sterkar né hatur
hans kröftugt. Það má eiginlega
segja, að hann hatist ekki við
neitt nema hugtök eins og
„stjórnmálamenn” og „auð-
vald”, og það aðeins stuttlega i
lok bókarinnar.
Aðrir stjórna ferðalögum hans
og hann þarfnast annarra, helst
skrýtinna manna til að láta ljós
sitt skina. Þannig vantar Jón
persónukjarna og hugmyndaflug
til þess að geta sannfært okkur
um raunveruleika þess tima sem
hann hrærist I.
Þessi skortur á imyndunarafli
Jóns (eða Þráins) kemur best
fram i kynnum hans af frægu og
furðulegu fólki, og jafnvel I sam-
skiptum hans við ástkonu hans,
Helenu. Hún mundi teljast til
þeirra sögupersóna sem E.M.
BOKMENNTIR
Bókmenntir
eftir Aðalstein
Ingólfsson
Forster kaiiar „flatar”, þ.e. hún
kemur okkur ekki á óvart eftir
fyrstu viðkynningu. Hún er góð-
gjarna hóran, einskonar Irma la
Douce með ögn af einfaldri lifs-
speki samanvið (og vitnar jafnvel
i Voltaire), og ekki er kropp henn-
ar einu sinni lýst. Þá er ekki orðið
mikið eftir af henni. Alfons henn-
ar, Dieudonné er sömuleiðis
alfonstýpa „kinnfiskasoginn með
þunnar varir og andlitið alsett
bólum” sfðast séður á flótta und-
an Jean Gabin i einhverri
franskri glæpamynd.
Dúsi, Zóg
og Adólf
Af Mussolini, Dúsa, höfum við
ekki nema röddina og örlitla
múgsefjun, og af Zóg Albaniukon-
ungi varla nema það að hann var
„stóreygur og fagureygur með
þaulæfðan vingjarnleikasvip” og
hryssingslega kimnigáfu. Dor
Vito Genovese er Guðfaðirinn
(þeir heita reyndar báöir Don
Vito) sem býr i munaði — og búið.
Siðasta furðupersónan er svo
gyðingurinn gangandi, Juan
Espera, sem spáir fyrir hefðar-
fólki I Þýskalandi Hitlers. Hann
er sömuleiðis ekki nema svipur,
og er liklega ætlað að vera
„allegoriskur” persónuleiki, þvi
áður I bókinni er útúrdúr um
Helgan Pétur og Quo Vadis, og
siðan segir Juan Espera Hitler
söguna af krossfestingunni, sem
sá siöarnefndi hlustar á með
mesta jafnaðargeði. Hvað Þráinn
er að segja hér er ekki ljóst, (og
hér ber meir á Þráni en Jóni),
nema að Juan Espera eigi að vera
fremur augljós forboði gyðinga-
ofsókna. Hitler er orðinn einhver
vinsælasta sögupersóna I
evrópskum og ameriskum bók-
menntum siðari ára, og þarf Jón
að ræða við hann. Segir Hitler lit-
ið, og er Jón yfirgefur Berlin er
verið að brenna slaghörpu ein-
hvers gyðings. Juan Espera gefur
Jóni síðan skammbyssu og spjót
Longinusaraðskilnaöi, og við er-
um engu nær.
Gallinn við sögu Jóns Dislands
er ekki sá aö Þráinn skuli taka
sér fjölda af skrýtnum nöfnum
fyrirstriösáranna til að moða úr á
sjálfsævisögulegan hátt, heldur
sá að hann skuli ekki nota hug-
myndaflugið fyllilega og moða úr
þeirri „absúrditet” sem þessar
persónur beinlinis grátbæna um.
Annars verða þær aldrei nema
nöfn, hugdettur, sem gefa sögu
yfirborðslega fjölbreyttan blæ.
Vonandi nær Þráinn að kafa
dýpra i siöari hluta sjálfsævisög-
unnar, þótt það þýddi það að
deyða Jón Disland og gefa út
„sjálfsævisögu” hans með skýr-
ingum, þvi sennilega er það hug-
arflug Jóns fremur en Þráins sem
háir þessari bók.
Um bókakiúbb AB
t grein i biaðinu á iaugardag,
Bækur i haust, var vikið nokkr
um orðum að starfi Alfnenna
bókafélagsins og m.a. komist
svo að orði aö félagið væri nú að
„koma upp nýjunt lokuðum
áskriftakiúbbi fyrir félagsút-
gáfu sina”. Baldvin Tryggvason
forst jóri AB mælist til að athygli
sé vakin á þvi aö hinn nýi bóka-
klúbbur AB, sem gaf út fyrstu
bækur sinar i haust, sé auðvitað
ekki „lokaður”. öllum er að
sjálfsögðu heimil aðild að
klúbbnum. En bækur þær sem
út koma á vegum kiúbbsins
verða ekki til sölu á almennum
markaði og ekki falar öðrum en
félagsmönnum i bókaklúbbn-
um. —óJ