Vísir - 16.01.1975, Qupperneq 16
VISIR
Fimmtudagur 16. janúar 1975
Ganga ofan
á bílunum
Maður einn kom gangandi eftir
götu á Akureyri i fyrradag. A
göngu sinni heyrði hann allt f einu
hoihljóð fyrir neðan sig, eins og
byldi i járni. Maðurinn krafsaði i
snjóinn með fætinum þangað tii
gljáandi málmplata kom i Ijós.
„Nú”, tautaði maðurinn meö
sjálfum sér, „bara Fiat”.
Sagan er gott dæmi um ástand
það, sem nú rikir á Akureyri.
Viða eru bilar á kafi I snjó. Veg-
farendur ganga yfir skaflana,
sem þeir eru undir.
Snjóruðningstæki hafa átt i erf-
iðleikum með að moka snjó af
götum, vegna þess að erfitt er að
gera sér grein fyrir, hvort bill
leynist undir skafli eða ekki. Þvi
hafa bíleigendur á Akureyri verið
beðnir að merkja bila sina, þar
sem þeir standa eða moka ofan aí
þeim. — ÓH
Snjóflóð skemmdi síldarbrœðslu Hafsíldar ó Seyðisfirði:
„ÞETTA HEFUR VERIÐ
LÍTIL SKVETTA"
— sagði verksmiðjustjórinn í viðtali við Vísi
„Þaö hagar svo til hér,
að það er talið mjög
hættulegt að vera undir
Bjólfinum, þegar hríðar-
veðureru mikil og snjóar,
og ekki sér i fjallið,"
sagði Kristinn Sigurjóns-
son, verksmiðjustjóri hjá
sildarbræðslu Hafsíldar
h.f. á Seyðisfirði í viðtali
við Vísi í morgun.
„Við erum þess vegna ekki að
offra neinu með þvi að hafa fólk
i bræðslunni, þegar svo hagar
til. Þar hafði ekkert verið unnið
siðan á laugardag, enda var hér
vitlaust veður.
Ég hélt hins vegar katlinum
heitum, af þvi að ég hafði
áhyggjur af honum, og ég fór
þarna út eftir i gær, þegar rofaði
til. Ég ætlaði lika að athuga
möguleika á að koma loðnumót-
tökunni i gang. Þá kom i ljós, að
snjóflóð hafði fallið á bræðsl-
una.
Þetta virðist ekki vera alveg
nýskeð, þvi það sér litla slóð eft-
ir flóðið. Sem betur fer held ég
lika, að þetta hafi verið litil
skvetta.
Flóðið virðist hafa komið
fyrst á fimm hráefnisgeyma,
sem standa fyrir ofan, og þaðan
i boga á stafnvegginn og inn á
þakið. Gaflinn hallast inn, tvær
sperrur hafa brotnað og liggja á
tækjunum, meðal annars á
þurrkaraofni. Þriðja sperran er
skemmd. Það er ekki hægt að
segja til um skemmdir, fyrr en
hreinsað hefur verið til — þakið
liggur yfir báðum þurrkurun-
um, annar ofninn er skemmdur
eins og ég sagði, og kannski eitt-
hvað fleira.
Það, sem er framundan, er að
skipuleggja hreinsunina og
reyna að lagfæra þetta i logandi
hvelli, svo hægt verði að taka á
móti loðnunni. En það er ýmis-
legt, sem háir okkur. Það er
ekkert hægt að fara um nema á
jarðýtu — ég var á annan tima
hvora leið, þegar ég fór fótgang-
andi þarna út eftir i gær. Svo eru
flutningar á efni frá Reykjavik
ekkert allt of góðir.
En við reynum eins og við get-
um. Nú er komið frost og fint
veður og ekki að sjá, að hætta sé
af meiri snjóflóðum að sinni”.
—SH
Fyrstu vísitölutryggðu spariskírteinin innleyst
10 þúsund krónurnar
rúmlega!3 földuðust
Spariskirteini, sem voru keypt
fyrir 10 þúsund krónur áriö 1964,
fá menn nú seld i Seðlabanka
fyrir rúmlega 13,2 sinnum upp-
baflega verðið. Eigendur þeirra
hafa sannarlega ávaxtað sitt
pund.
Þetta verð er miðað við 10.
janúar, fyrsta daginn á þessu ári,
sem skirteinin voru keypt.
Fyrir ári höfðu skirteinin frá
1964 7,6 faldazt i verði.
Jón Friðsteinsson, Seðlabank-
anum, sagði i viðtali við Visi, að
veröskirteinanna hefði tvöfaldazt
vegna vaxtanna einna, en miklu
meira vegur visitölubindingin,
sem bætir hvorki meira né minna
en 112 þúsundum ofan á verðið. 10
þúsund króna skirteini er þvi
samtals orðið 132.272 krónu virði.
Þessi skirteini voru 10. janúar
1974 orðin um 76 þúsund króna
virði, miðað við 10 þús. króna
skirteini, þannig að 56 þúsund
hafa lagzt við á einu ári.
Spariskirteini rikissjóðs verða
rikinu þungur útgjaldaliður i ár,
svo mjög að i skýrslu Efnahags-
og framfarastofnunarinnar
OECD um Island er hann talinn
meðal helztu þátta, sem skapi
rikissjóði vanda. 1 skýrslunni
segir að stjórnvöld verði að taka
tillit til þess, að snemma á árinu
1975 þurfi að innleysa fyrstu visi-
tölutryggðu spariskirteinin og er
áætlað, að það kosti rikið 700
milljónir og þá miðað við 12 föld-
un verðsins. Verðið hefur hækkað
öllu meira en skýrsla OECD gerir
ráð fyrir, eins og að framan
greinir.
—HH
Þegar söluskatturinn
gleymist
Það vill oft gleymast, þegar
rætt er um símagjöld nú til dags
að ofan á það verð, sem síminn
gefur upp, leggst söluskattur,
Segja má, að siminn fái ekki
nema þá tölu, sem tilgreind er I
verðskrám lians, en notandinn
verður að borga summuna til
fulls.
Þá verður útkoman sú, að hvert
skref I umframsimtali kostar kr
6.30, en fastagjaldið er 2428 krón-
ur. Fastagjaldið i Reykjavik með
400 skrefum inniföldum var þann-
ig 1785 krónur, en að meðtöldum
þcim 100 skrefum, sem felld voru
niður nú, er sambærilegt gjald
3058 krónur. — SH
Komu í veg
fyrir stór-
bruna
með snar-
rœði sínu
Með snarræði var húsinu við
Laugaveg 33 bjargað frá stór-
tjóni af eldi I gærkvöldi.
Þrir piltar komu saman i bil
niður Laugaveginn. Þeir sáu
þá, hvar eldur logaði i glugga i
raftækjaverzlun Gunnars As-
geirssonar.
Piltarnir þrir flýttu sér að
verzluninni.
Um leið og þeir komu þar
að, kom maður hlaupandi út
úr næsta húsi með slökkvi-
tæki. Maðurinn og piltarnir
brutust inn i verzlunina og
réðust að eldinum. Greiðlega
gekk að slökkva hann með
handslökkvitækinu.
Mennirnir tveir skoða staöinn, þar sem eldurinn kom upp I raf-
tækjaverzlun Gunnars Ásgeirssonar. Ef mennirnir fjórir, sem urðu
eldsins varir I gærkvöldi, hefðu ekþi slökkt hann, er ekki að vita,
nema stórtjón hefði orðið. Ljósm. Visir: Bj. Bj.
Húsið við Laugaveg 33 er
timburhús, og eins og svo
mörg hús við Laugaveginn,
sambyggt næsta húsi við hiið-
ina. Má telja, að með snarræði
sinu hafi mönnunum fjórum
tekizt að bjarga húsum þarna
frá stórbruna.
ókunnugt er um eldsupptök.
— ÓH
mm •• w w | w
Tvo ny f jarhus
eyðilögðust
12 kindur fórust í öðru, en ekki er
enn vitað um skaða í hinu
Fjárhús skemmdust á að
minnsta kosti tveimur stöð-
um austan iands i stórviðr-
inu. Ekki er vitað tii fulls um
fjárskaða af þessum völdum.
A Ormsstöðum i Eiöaþing-
há lögðust ný fjárhús saman
i rokinu og fórust þar 12
kindur. Þetta var nýbyggt
hús fyrir 300 fjár, og eyði-
lagðist að minnsta kosti
þriðjungur hússins, en af-
gangurinn skemmdist.
Á Árbakka i Hróarstungu
sligaðist nýtt 300 kinda fjár-
hús undan snjóþunga, en
ekki er enn vitað, hve margt
fé fórst þar. Bóndinn á
Árbakka var veðurtepptur á
öðrum bæ, meðan stórviðrið
stóð, og skaði hans er ekki
fullkannaður ennþá. — SH
Loðnuverðið í dag eða ó morgun?
Kunnugir voru I morgun von-
góðir um, að nú færi hið lang-
þráða loðnuverð að sjá dagsins
ljós.
Töldu þeir sig hafa heimildir
fyrir þvi, að yfirnefndin, sem tek-
ur ákvörðun um verðið á vertíð-
inni, mundi skera á hnútinn T
verðlagningarmálunum, jafnvel i
dag eða á morgun. —HH
Enn einn kommúnistaflokkur stofnaður
Forystumenn verkalýðsfélaga
„erindrekar atvinnurekenda"
Enn einn kommúnistaflokk-
urinn hefur verið stofnaður.
Stofnfundur „einingarsamtaka”
kommúnista, marx-leninista,
var haldinn fyrir skömmu, segir
i fréttatilkynningu þessa hóps
Lýst er vanþóknun á þeim
kommúnistaflokkum, sem fyrir
eru, KSML og Fylkingunni, og
sérstaklega Alþýðubandalag-
inu.
,,t forystustólum i kjarabar-
áttunni sitja erindrekar at-
vinnurekenda, og hljóta slikir
menn að sundra stéttinni,” seg-
ir i tilkynningunni. Um Alþýðu-
bandalagið er sagt, að það sé
„ósjálfstæður aftaniossi ASl-
forystunnar.” „Frá dögum
Kommúnisaflokks tslands hefur
baráttuaðstaða islenzkrar al-
þýðu samfellt versnað,” er sagt,
„fyrst og fremst vegna þess að
hin sósialiska forysta sveik það
hlutverk sitt að efla einingu og
eigin baráttu alþýðunnar, —
fyrir baráttuna á þingi, sem
sýnir bezt á sér andlitið i svikn-
um fyrirheitum vinstri
stjórnarinnar.”
Verkefni hins nýja
kommúnistaflokks eiga ekki að
vera „að stilla upp nýjum val-
kosti fyrir fólk að kjósa,” segir i
tilkynningunni. „Stéttarbarátt-
an verður ekki háð af „stjórn-
málamönnum” með árangri
fyrir alþýðuna. Það verður að-
eins gert af eigin samtökum al-
þýðunnar, svo sem stéttarfé-
lögum...” Annað höfuðverkefni
flokksins á að vera að „byggja
upp forystusveit, sem bæði þró-
ar þessa hreyfingu fjöldans og
undirbýr alþýðuna undir hina
sósialisku valdbyltingu og
stofnun verkalýðsrikis..”
„Önnur samtök, svo sem
KSML og Fylkingin, hafa sett
sér sósialiska byltingu að
stefnumiði. Þeim er sammerkt
að vanrækja og það starf, sem
snýr að eflingu samtakabaráttu
fjöldans i dægurbaráttunni, en
leggja ofuráherzlu á sósialiskan
og fræðilegan áróður.. Meðan
KSML sýna nokkra viðleitni til
uppgjörs við sina einangrunar-
stefnu, verður Fylkingin her-
tekin af frægri einangrunar-
stefnu og alþýðuplágu —
trotskismanum.”
Þessi „einingarsamtök” eiga
að vera „undirbúningssamtök
kommúnistaflokks”. Fræðileg-
ur grundvöllur er „marx-
leninisminn-kenningar Mao
Tsetungs,” segir i fréttatilkynn-
ingu þessara samtaka eða
flokks.
—HH