Vísir - 16.01.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 16.01.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 16. janúar 1975 —13. tbi. Leikurinn við dauðann - sjó nú bis. 4 Þar urðu Egill og Hrói af góðu gamni - sjá bls. 7 Víkingar áfram í toppbaráttunni - íþróttir í opnu Loðnan stendur ekki lengur undir öðrum Stórt gat á „olmjóðnum Loðnan hættir vafalaust að styrkja aðrar greinar sjávarútvegsins eins og hún hefur gert með því að greiða í „olíusjóð"/ sem fer til að jafna mismun a verði á olíu til bátanna. Af loðnu hef ur verið tekið hátt útflutningsgjald# 8% af mjöli og lýsi og 6% af frystri loðnu. „Loðnu- gjaldið" svokallaða, sem fer í oliusjóðinn, er svo 5% útf lutningsgjald. Nú hefur tafliö snúizt, og óvæn- lega horfir um sölu á loðnuafurð- um erlendis. „Oliusjóðurinn” er langt frá þvi að geta fullnægt þeim kvöðum, sem hann ber. 1 hann vantar mikið fé, og þessu hefur verið „bjargað” með lán- um. Af loðnugjaldi höfðu komið i sjóðinn tæpar 85 milljónir um áramótin, að sögn Siguröar Jó- hannessonar I Seðlabankanum. Sigurður sagði, að fimm prósenta útflutningsgjaldið væri greitt við gjaldeyrisskil. Þegar skjöl fara i toll, er eitt prósent borgað i peningum, en hin fjögur prósentin með ávisun, sem er send i banka og geymd, þar til gjaldeyrisskil fara fram. Þau eru þvi lánuð um tima. Eftir gengis- fellinguna i september var afráð- ið, að gengishagnaður af útflutn- ingi i sjávarafurðum almennt skyldi renna til að fylla gatið i oliusjóðnum. Lagt var á útflutn- ing sjávarafurða 17 prósent gjald, sem greiða skal við gjaldeyris- skil. Þetta er lagt á svonefndan verðhækkanareikning, og hann á að standa undir oliusjóðnum að hluta. Þetta nægir ekki, og var leitað leiða til að skapa oliusjóönum tekjur, sem duga. Verður greitt af útflutningi sjávarafurða, öðr- um en loðnu, f jögur prósent gjald, að sögn sjávarútvegsráðuneytis- ins. Ráðuneytið gerði ráð fyrir, að loðnugjaldið svonefnda yrði nú lagt niður. —HH Vannst þú í happ- drœttinu? — Vinningaskrá Háskólahappdrœtt- isins er í blaðinu í dag á bls. 3 n r r Höfum vitaðj í áratugi að skýlið mundi fuðra upp" — sjá bls. 3 Einmitt það sem sárvantaði: Enn einn nýr komma- flokkur — baksiða URÐU UNDIR SNJÓ BÍLUM OG BEYGL UÐUST A Egilsstöðum er nú bezta veöur, en allt á kafi i snjó, skafl- arnir 5—6 metra háir og einu farartækin, sem hreyfa sig, eru snjóbilarnir þrfr. Lfklega verð- ur ekki reynt að moka göturnar, heldur verða þær troðnar. Tveir bilar hafa verið mokað- ir upp úr fönninni. Þeir voru báðir skemmdir á toppnum af snjóþyngslum og af þvi að snjó- bílarnir hafa ekið yfir þá, en jeir munu ekki hafa verið nógu rækilega merktir. Annars standa hvarvetna um kauptúnið veifur og prik, sem gefa til kynna, að bila sé þar að finna I fönninni. —llA/Sll LOÐNUSKIPIN I AUSTURVEG Tvo stóra vörubíla þurfti til að flytja nótina niður á bryggju í Eyjum, enda er hún um 14 tonn, að sögn bílstjóranna. Strákarnir á Sigurði RE4 voru hinir hressustu, þeg- ar þeir voru að koma nót- inni um borð. Sigurður hélt austur á loðnumiðin í fyrrinótt. Ljósm. Guðm. Sigfússon. „Þetta hefur verið lítil skvetta" — segir verksmiðju- stjórinn i Hafsild — baksiða Lá 6 tíma úti í nístandi kuldanum í um sex tima lá miðaldra maður meðvitundarlaus við hús eitt I Höfnum án þess aö lians yrði vart. Atburðurinn átti sér staö á þriðjudaginn og hafðl maðurinn, sem er bú- settur i Kefiavik, haldið I Hafnirnar til að heimsækja ættingja sina. Maðurinn dvaldi þar i húsi fram eftir deginum, en um fjögur leytið hugsaði hann sér til hreifings. Ræddi hann þá um aö fara i heimsókn i annað hús þar nálægt. íbúarnir i siðara húsinu vissu aftur á móti ekki um ferðir mannsins og grunaði þvi ekkert þó maöurinn væri ekki kominn um tiu leytið um kvöldið. Um klukkan hálfellefu um kvöldið fór ibúi i húsinu, sem maðurinn ætlaði aö koma við i, út til a'ö athuga oliukynding- una, sem eitthvað hafði gengið úr skorðum. Kemur hann þá að gestinum liggjandi meðvit- undarlausum við húsið. Maðurinn var með snúinn ökla og svo virðist sem hann hafi misst fótanna i rokinu og hálkunni, skollið með höföið i jörðina og rotazt. Maðurinn var illa haldinn eftir 6 tima legu úti i nistandi kuldanum. Var hann kalinn á fingrum og var fluttur á sjúkrahús i Keflavik. —JB— 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.