Vísir - 17.01.1975, Side 6
6
Vísir. Föstudagur 17. janúar 1975.
VISIR
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri
Fréttastjóri
RitsjtjÖrnarfulltrúi
Auglýsingastjóri
Auglýsingar
Afgreiösla
Ritstjórn
Áskriftargjald 600
t lausasölu 35 kr.
: Reykjaprent hf.
: Sveinn R. Eyjólfsson
: Jónas Kristjánsson
: Jón Birgir Pétursson
: Haukur Helgason
Skúii G. Jóhannesson
: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Hverfisgötu 44. Simi 86611
: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
kr. á mánuöi innanlands.
eintakiö. Blaöaprent hf.
Logn að baki stormi
Bæði hér á landi og annars staðar rikir svart-
sýni i efnahagsmálum um þessar mundir. Menn
sjá fram á, að baráttan við kreppuna verði harð-
sótt og valdi margvislegum brestum i þjóðfélag-
inu. Hvarvetna er ljóst, að ástandið á eftir að
versna, áður en það byrjar að batna aftur.
Engin ástæða er samt til að örvænta, þvi að
flest bendir til, að kreppan geti orðið skammvinn
og að ný velmegunaralda geti hafizt eftir tvö eða
þrjú ár. Timaritið Economist færir að þvi rök, að
siðasti aldarfjórðungur tuttugustu aldarinnar
muni að öllu samanlögðu verða álika mikið fram-
faraskeið i efnahagsmálum og aldarfjórðungur-
inn frá 1950 til 1975 var.
Nýliðinn aldarfjórðungur rúmlega þrefaldaði
heimsframleiðsluna, jók ævilikur i Indlandi úr 30
árum i 50, lækkaði ungbarnadauða um tvo þriðju
og margfaldaði menntun mannkynsins, svo að
dæmi séu nefnd.
Þessi frammistaða lofar góðu um, að áfram sé
unnt að gera vel, þótt á móti blási um sinn. Econ-
omist telur, að þróun tölva, simasamgangna og
sjálfvirkni hljóti að gera mannkyninu kleift að
þrefalda enn heimsframleiðsluna á einum aldar-
fjórðungi.
Jafnframt telur blaðið framhald hins frjálsa
markaðskerfis vera forsendu þess, að mannkynið
komist á næstu árum út úr kreppunni og inn i nýja
gullöld, enda hafa margar þjóðir slæma reynslu
af tollmúrastefnu kreppunnar, sem kom siðari
heimsstyrjöldinni af stað.
Blaðið viðurkennir, að fimmföldun oliuverðs úr
hálfu prósenti heimsframleiðslunnar i tvö og
hálft prósent valdi miklum truflunum á næstunni
sem hingað til, en spáir þvi jafnframt, að heimur-
inn verði fljótur að laga sig að breyttum aðstæð-
um. Fljótastar að jafna sig verði þær þjóðir, sem
mest eru fyrir nýjungar i viðskiptakerfinu.
Economist minnir þó á, að fyrir siðari heims-
styrjöldina hafi fyrst verðbólga og siðan kreppa
leitt til þess, að i Þýzkalandi fóru venjulegir
menn að syngja augljóslega brjáluðum fjölda-
morðingja lofsöngva. Varar blaðið við, að menn
láti nú verðbólgu og kreppu rugla sig i riminu
eins og þá.
Blaðið kvartar til dæmis um, að margir hugs-
andi menn telji nú framfarasinnað að mæla með
núllvexti i hagkerfinu vegna rýrnunar ýmissa
auðlinda heimsins. Bendir það á dæmi um, að
þessi stefna mundi valda þriðja heiminum mikl-
um hörmungum. Og þar á ofan hefur á siðustu
misserum margsinnis verið bent á, að heims-
endaspár Rómarklúbbsins og annarra slikra
byggjast á óvönduðum útreikningum og eru
fjarri raunveruleikanum.
Economist segir, að hin slæma verðbólga sé að
liða hjá, hin slæma kreppa muni liða hjá og siðan
taki við möguleikar á hraðari hagvexti en nokkru
sinni fyrr, þvi að núverandi vandamál séu i raun-
inni auðleysanleg.
Flestar þjóðir Vesturlanda fóru i fyrra af verð-
bólguþrepinu yfir á kreppuþrepið, en Islendingar
standa nú fyrst andspænis hugsanlegri kreppu.
Vitanlega hrýs okkur hugur við vandamálunum,
sem framundan eru, og okkur gremst, að lifs-
kjörin skuli stöðugt rýrna. En við stöndum betur
af okkur fárviðrið, ef við hugsum til lognsins, sem
kemur á eftir og Economist telur, að endast muni
i aldarfjórðung.
—JK
Albert Schweitzer viö skriftir. Undir ljósmyndinni sést sýnishorn
rithandar mannvinarins.
100 ÁRA
AFMÆLI
MANNVINAR
Nú i vikunni var þess
minnzt, að 100 ár eru
liðin frá fæðingu Al-
berts Schweitzers,
mannvinarins, sem
sneri baki að glæstum
visindaferli og visum
frama til þess að berj-
ast við sjúkdóma og
vesöld suður i svörtu
Afriku.
Þessa var minnzt
með opnun nýs 150
rúma sjúkrahúss, sem
reist hefur verið á
bökkum Ogowe-fljóts,
þar sem Schweitzer hóf
liknarstörf sin fyrir
rúmum 60 árum.
Eftir erfiða endurnýjunar-
uppbyggingu, sem kom i kjölfar
gagnrýni, vegna þess aö Albert
Schweitzer-sjúkrahúsiö i Lam-
barene þótti oröiö úrelt og á eft-
ir timanum, státar það nú af ný-
tizku tækjum og fjölþættri að-
stöðu. Þar er nú aðstaða fyrir
barnadeild, lyfjadeild, tann-
læknisaðstaða og röntgendeild.
Albert Schweitzer var fyrir
löngu orðinn eins konar þjóð-
saga, áður en hann kvaddi
þennan heim. Aðdáendur hans
litu á hann sem eins konar dýr-
ling. Vinir hans i Afriku báru
takmarkalausa virðingu fyrir
manninum. En á gamalsaldri
mátti hann þola brodda gagn-
rýnenda, sem unnu honum ekki
þess álits, er hann naut. I hálfa
öld helgaði hann sig málefnum
bágstaddra i þessu Vestur-
Afrikulandi. Hann dó fyrir tiu
árum og var borinn til hinztu
hvilu þar syðra.
Myndin af hvithærða mannin-
um með yfirskeggið striða hefur
orðið imynd mannvinarins, sem
helgar sig háum hugsjónum og
liknarstörfum.
Schweitzer var prestssonur
frá Alsace Larraine. Foreldrar
hans voru strangtrúaðir mót-
mælendur.
Hann var mörgum gáfum og
hæfileikum gæddur, kennimað-
ur, visindamaður, læknir,
organisti og ritfær i bezta lagi.
— En um hann sagði rithöfund-
urinn Graham Greene:
„Schweitzer varð fórnarlamb
sinnar eigin þjóðsagnar.”
Ýmsir þeirra, sem heimsóttu
Lambareneá árunum eftir 1960,
báru á Schweitzer, að hann
hefði imigust á tækninni,
sjúkrahús hans væri óþrifalegt
og óhollt, að hann væri sjúkur i
blaðaumtal og umgengist fjöl-
skyldu sina og samstarfsmenn
af eigingirni og færi með inn-
fædda eins og væru þeir honum
óæðri.
Þessir gagnrýnendur fundu
sjúkrahúsi hans margt til for-
áttu. Sögðu þeir það loftlaust,
rakt og skepnur færu óáreittar
allra sinna ferða á milli sjúkra-
rúmanna. Brezki blaðamaður-
inn, James Cameron, skrifaði
t.d.: „Þarna var ekkert vatn að
hafa, annað en það sem kom úr
lofti.ekkert gas til heimilisnota,
engar skolpleiðslur, ekkert raf-
magn.”
Þessi gagnrýnisstormur gekk
þó yfir. Þeir, sem i dag gagn-
rýna Schweitzer, eru vægari I
dómum sinum. Sjálfur bar
Schweitzer aldrei hönd fyrir
höfuð sér eða reyndi á neinn
máta að andmæla þessum skrif-
um. Einhver heyrði hann þó ein-
hvern tima hafa orð á þvi, að
þessum gagnrýnendum hefði al-
gerlega yfirsézt kjarni málsins.
Hugmynd hans hefði verið sú,
að sjúkrahúsið væri að yfirlögðu
ráði látið skapa innfæddum
svipuð skilyrði og umhverfi og
mmiimi
UMSJÓN:
G. P.
heima hjá þeim i skógarþorp-
inu, jafnvel svo, að þeir fengju
að hafa húsdýr sin hjá sér.
Enn i dag er þessu fylgt að
nokkru i Albert Schweitzer-
sjúkrahúsinu. Nánustu aðstand-
endur fá að fylgja sjúklingnum
inn á sjúkrahúsið, búa hjá hon-
um, annast hann og elda ofan i
hann.
Avinningur þessarar aðferðar
er bæði fjárhagslegur og sál-
rænn. Hún sparar starfsmanna-
hald og gerir sitt til þess að hinir
innfæddu yfirstigi óttann við að
leggjast inn á sjúkrahús hvítra,
þar sem þeir eiga fyrir höndum
dularfulla meðferð og lyfja-
gjafir, ef ekki beinlinis ramma-
galdur.
Það er viðurkennt i dag, að
Schweitzer hafi að vissu marki
litið á innfædda sem eftirbáta
hvitra, eins og birtist til dæmis i
þvi, að aldrei var ráðinn til
sjúkrahússins læknir, sem var
blökkumaður. En honum verður
naumast, ef einhverrar sann-
girni er gætt, legið á hálsi fyrir
það. Hann var barn sins tima i
þessu tilliti og afstaða hans ná-
kvæmlega eins og annarra
hvitra manna, sem höfðust við i
svörtu Afríku og kynntust inn-
fæddum, sem þá voru — og eru
reyndar margir enn — á frurn-
stæðu stigi. A það ber að líta, að
þetta var fyrir 50 árum.
Það getur ekki skoðazt sem
annað en hégómi i viðmiðun við
það, hversu einbeittur hann
barðist fyrir þvi að lina þjáning-
ar sjúkra og skapa þeim, sem i
kringum hann voru, hamingju.
Albert Schweitzer fæddist að
Kaysersbergi 14. janúar 1875.
Hann var orðinn prófessor i
guðfræði við háskólann i Strass-
burg þritugur að aldri, þegar
trúboðar sögðu honum frá neyð
fólks I Afriku. Hann varpaði öllu
frá sér, heimsfrægð og frama
sem kennimaður og tónlistar-
maður og sat 'á skólabekk i átta
ár til að nema læknisfræði og
búa sig undir köllun sina.
Þrjátiu og átta ára var hann
orðinn, þegar hann kom til
frönsku nýlendunnar Gabon i
fyrsta sinn 1913. Frakkar kyrr-
settu hann á árum fyrri heims-
styrjaldarinnar og höfðu hann
fyrir túlk. En hann sneri aftur
til Lambarene 1924.
Þráfaldur fjárskortur neyddi
hann til ferðalaga um heiminn,
hljómleikahalds og fyrirlestra i
fjáröflunarskyni. Meðan á
seinni heimsstyrjöldinni stóð
tók fyrir öll fjárframlög frá
Evrópu. Lyf voru af skornum
skammti. Liknarstofnanir i
Bandarikjunum styrktu þá
hjálparstarf Schweitzers, svo að
hann gat haldið þvi áfram.
Hann tók sig upp og fór i ferða-
lag til og frá um Bandarikin 1949
til þess að þakka drengilega
hjálp og var hvarvetna fagnað
sem hetju. — 1952 voru honum
veitt friðarverðlaun Nóbels.
Goðsögnin um Schweitzer
hafði, þegar hér var komiö
sögu, skotið rótum. Heimsat-
hyglin beindist að honum. Nú
orðið viðurkenna gagnrýnendur
hans, að óréttmætt hafi verið að
saka hann um að sækjast eftir
blaðaumtali. Það var ekki hann
sem sótti eftir greinarhöfund-
um, heldur. þeir, sem leituðu
hann uppi, þegar nafn hans var
orðið sveipaö frægðarljóma.
A meðan hafði þessi lúterski
guðfræðingur sett hugsanir sin-
ar og lifsskoðanir á prent.
Schweitzer sagði: „Sjúkrahúsið
mitt er aðeins Imynd hugsana
minna.”
1 annan stað skrifaði hann
fræðirit um Bach og veitti tón-
listarmönnum nýjan skilning á
þvi, sem eftir tónskáldið lá, rétt
eins og gert hafði túlkun hans á
orgeltónlist skáldsins.
Hann var allt til dauðadags
gifurlegur vinnuhestur, óþreyt-
andi og fllhraustur sjálfur.