Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Föstudagur 24. janúar 1975. 3 Engir samning- ar við Norð- menn - — fleiri hafa áhuga Vlsir skýröi frú þvl I gær, aö norsk stórfyrirtæki séu áhugasöm um aö hefja stóriöju á íslandi. Ýinis fleiri erlend fyrirtæki hafa fengiö aukinn áhuga á landinu, eftir aö oliuverö hefur fimmfald- azt, þannig aö orka, sem viö gæt- um unniö, stendur mikiu betur aö vlgi i samkeppninni. Rétt er að undirstrika, að ekki hefur verið gengið frá neinum samningum við Norðmenn. Norska blaðið lýsir fyrst og fremst áhuga Norðmanna, en eins og segir I VIsi hefur ekki ver- ið ákveöið neitt um framkvæmd- ir. Garðar Ingvarsson, ritari nefndar um orkufrekan iðnað, óskar, að fram sé tekið, að hann hafi ekki átt viðtal við norska blaðiö Adresseavisen. Hann telji sig ekki hafa umboð til að eiga viðtal við blöð um störf nefndar- innar. — HH. gRSSiSgBl KLUBBUR 32 adgönguniidi Að^an^scyrtr 183 Skaiiur II? 300 MIÐINN SÝNIR HVAÐ FÓLKIÐ BORGAR FYRIR Þeir, sem kaupa sér aö- göngumiöa dýrum dómum inn á ýmiss konar skemmtanir, hugsa oft meö sér: „Hvilikt verö. Þeir hljóta aldeilis aö græöa á þessu”, og hafa þá skemmtanahaldara I huga. Þeir, sem standa fyrir opin- berum skemmtunum, hafa aðra skoðun. Þeir segja, að allt að helmingur miðaverðs- ins fari I skatta. Auðvitað trúir þeim enginn. Til þess að sýna fólki, hvað það er að borga fyrir, hefur Klúbbur 32 tekið upp ný- breytni. Klúbbur þessi er klúbbur ungs fólks á aldrinum 18 til 32 ára, og stendur mánaðarlega fyrir skemmt- unum. A aögöngumiðum að þess- um skemmtunum klúbbsins er tilgreint, fyrir hvað fólkið borgar. Aðgöngumiði, sem kostar 300 krónur, sýnir, að Klúbbur 32 fær sjálfur 183 krónur. Afgangurinn, 117 kr. fer I skatta. Það eru skemmtana- skattur, menningarsjóðsgjald, STEF-gjald og söluskattur. Já, menn gjalda keisaranum ekki bara gegnum gjaldheimt- una. — ÓH Léttust um 18,5 kíló! Þeir léttust um samtals 18/5 kíló á þremur vikum kapparnir Jón B. Gunn- laugsson, Kristinn Halls- son og Albert Guðmunds- son. Jón léttist um 5/1 kg/ Kristinn um 6/2 kg og Al- bert átti metið. Hann létt- ist um 7/2 kg, hvorki meira né minna. Ef menn eru ekki alveg með á nótunum, þá er bezt að skýra frá þvi, að þessir þrlr fóru I megrun samkvæmt nýrri að- ferð, sem Vikan birtir I siöasta tölublaði. Vikan fékk þá þrjá til að taka þátt I megruninni og undanfarið hefur verið fylgzt með þeim I kúrnum. Og árangur hefur svo sannarlega náðst. Svo góður, að allir þrir segjast hér með ekki breyta aftur um mataræði, nú er það þessi megrunarfæða, sem gildir. I henni felst ýmislegt, sem menn hefðu ekki trúað að gæti haft nokkur grennandi áhrif, en svo reynist nú samt. Reyndar flytur Vikan fleira fróðlegt efni I siðasta tölublaöi sinu, svo sem hvernig eigi að reikna það út, hvað skatturinn verður hár. —EA — og segjast ekki breyta um matarœði SKAL fyrir góöum árangri, segja þeir félagar, Kristinn, Jón og Albert og lyfta glösum meö aldinsafa, liklega sykurlausum. (Ljósmynd Sigurgeir Sigurjónsson, ÍMYND.) Pelican fer í sex vikna för til Banda- ríkjanna GULLAFSTEYPA AF „UPPTEKNIR" AFHENT í GÆR Tæp átta þúsund eintök hafa selzt af plötunni „Uppteknir” meö Peiican. i tilefni þess, aö aldrei hefur stór Islenzk piata selzt I sliku upplagi afhenti Ámundi Ámundason, sem gefur hljómplötuna út, hljómsveitinni Pelican gullafsteypu af plötunni I gærkvöldi. Hljómsveitin kom fram I Klúbbnum I gær og veitti gull- plötunni viðtöku við það tæki- færi. A eftir skáluðu meðlimir hennar I kampavini við útgef- andann Amunda og léku lög af nýrri stórri plötu, sem vænta má á markaðinn i mai. Hljómsveitin heldur utan til Bandarikjanna til upptöku á plötunni nú á sunnudaginn og dvelst þar ytra I sex vikur. Fyrstu þrjár vikurnar verður dvaliö I Massachusetts riki og nýja platan tekin upp. Ætti þeim félögum I Pelican að veitast góður timi til frágangs á plötu sinni, þar eð þetta er helmingi lengri timi en varið var til upp- töku á hljómplötunni „Upptekn- ir”. Fjóröu vikuna verður lifinu tekiö fremur rólega, en siðustu tvær vikumar verður leikið á stöðum þarna á austurströnd- inni á nær hverju kvöldi. Er dagskrá hljómsveitarinnar þá dagana mjög þéttskipuö. Fyrsta kvöldið verður leikið I klúbbn- um „Bottom Line” I New York og eins sfðasta kvöldið fyrir brottförina. Hljómsveitin hefur, til aö plægja jarðveginn vestan við haf, þegar sent nokkurt magn af plötu sinni „Uppteknir”, til kynningar á tónlist sinni. Við heimkomuna tekur hljóm- Gullplatan ætti að hressa dálitið upp á Pétur Kristjánsson i hljómsveitinni Pelican. Hann á um sárt að binda, eftir að hann slasaðist I bílslysi um siðustu helgi, skarst á höfði og meiddist á fæti. _ Lljósm. Bj. Bj. sveitin væntanlega meö sér upplag af litilli plötu, sem fyrir- hugað er að gera með tveim lög- um af þeirri stóru. — JB. SENDA BRIDGESVEIT UNGLINGA OG KARLA Viða um land sitja spilamenn núna einmitt þessa vikuna við að spila nákvæmlega sömu spilin og keppinautar þeirra I bridge i öðrum landshlutum. Eftir samanburð við aðra bridgemenn landsins hlýtur sigurvegarinn titilinn „Bikar- meistari tslands”. hvorum flokki skuli mynda lands- liöskjarna fyrir æfingarnar, sem framundan eru til undirbúnings erlendu mótunum. — GP. Kvennabridge Á fundi með fréttamönnum i gær skýrði stjórn Bridgesam- bands Islands frá tilhögun keppninnr, sem þegar er hafin. Er hún haldin i fjáröflunarskyni fyrir landslið Islands i unglinga- flokki. Framundan er Norðurlanda- mótið, sem fram fer I júni i Noregi en þangaö er ætlunin að senda bæði unglingalið og sveit i opna flokkinn. Fyrir dyrum stendur einnig _ Evrópumótið i Brighton I Eng- landi I júli. Þessa helgina hefst einmitt að- dragandi landsliðsvals þegar keppt verður um, hvaða 8 pör i á kvennaóri tslendingar hafa ekki sent kvennasveit tii þátttöku á alþjóðlegum bridgemótum um nokkurra ára bil, eða ekki siðan Norðuriandamótið var haldið hér I Reykjavik 1966. — En á alþjóðlega kvennaárinu á að gera á þessu bragarbót. t bigerö er nú að hefja undir- búning þjálfunar bridgekvenna með tilliti til þátttöku i kvenna- flokki á Norðurlandamótinu 1977, en þá er röðin komin að tslandi að halda -Norðurlandamót aftur. GP. RAPIDMAN 801 - Kr. 6.000.- Vasatölvan frá Kanada + MARGFÖLDUN + DEILING + SAMLAGNING + FRADRATTUR + KONSTANT + FLJÓTAN'DI KOMMA + PRÓSEN'TA + 9 V RAFHLAÐA + STRAUMBREYTIR TENGJANLEGUR + 8 STAFA ÚTKOMA + 1 ARS ABYRGÐ 0LIVETTI SKRIFSTOFUTÆKNI H.F. Hafnarstrœti 17 Tryggvagötumegin Sími: 28511

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.