Vísir - 25.01.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 25.01.1975, Blaðsíða 20
Laugardagur 25. janúar 1975. Þing Norður- landaráðs ,endursýnt' í Þjóð- leikhúsinu — að minnsta kosti 500 manns vœntanlegir „Þetta á allt aö vera til, siöan þing Norðurlandaráös var haldiö hér á landi siðast, 1970”, sagöi Friðjón Sigurðsson, skrifstofu- stjóri Alþingis, I viötali viö blaöiö. „Það væri helzt, aö þyrfti að setja ný áklæöi á stóla”. Norðurlandaráð þingar I Reykjavik 15.-20. febrúar. „Þetta verður að miklu leyti endurtekn- ing á þvi, sem var 1970. Þingið verður i Þjóðleikhúsinu, og ein- hverjir nefndafundir kunna að verða hér i Alþingishúsinu og i húsakynnum Arnarhvols og Hæstaréttar”. Vitað er, að nálægt 500 manns munu koma til landsins vegna þingsins, og eru þá aðeins taldir fulltrúar og blaðamenn, en ekki vitað, hve margar eiginkvenna þeirra munu koma. „Það er nokkuð siðan farið var aö huga aö undirbúningnum”, sagði Friðjón. „Húsameistari fór yfir þetta. Hann hefur annazt geymslu á húsgögnum frá siðasta fundi. Póstur og simi munu einnig hafa til taks sima og telexklefa og aðstöðu með svipuðum hætti og siðast var”. Þingfulltrúar hafa borð fyrir framan sig i sal Þjóð- leikhússins, en sætum verður fækkað að sama skapi. Þjóðleikhúsið mun sýna verk úti á landi á meðan. — HH Ein af meginraf- línunum slitnaði í Eyjum — grípa varð til strangrar skömmtunar Ein af þrem sverum rafmagns- linum, sem liggja ofan frá Heimakletti niöur i Skansinn i Vestmannaeyjum, slitnaöi siöari hlutann i gær. Þessar þrjár linur flytja raf- magnið frá sæstrengnum, þaðan sem hann kemur i land i Klakks- vik til byggðar. Þar eð ein þessara miklu lina slitnaði varð að gripa til strangr- ar rafmagnsskömmtunar i Eyj- um. 75 hnúta stormur og snjó- koma var i Eyjum i gærkvöldi og þvi mjög erfitt um vik aö lagfæra bilunina. Ekki var þvi hægt að segja þá, hvenær rafmagn yrði komið á að fullu á ný. — JB Verður Londhelgisgœzlan beðin að stöðva Nökkva? — Ekki útilokað að til þess komi, segir Baldur Möller róðuneytisstjóri ,,Nú er málið ekki lengur i okkar hönd- um,” sagði Þórður Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri i sjávarútvegs- ráðuneytinu, um mál rækjubátsins Nökkva frá Blönduósi, en eins og fram hefur komið hefur hann haldið áfram rækjuveiðum á Húnaflóa, þótt ráðu- neytið hafi svipt hann veiðileyfinu. „Við höfum nú kært Nökkva til dómsmálaráðuneytisins fyrir að veiða rækju leyfislaust og fórum jafnframt fram á, að bát- urinn yrði stöðvaður, ef hann heldur áfram að veiða”, sagði Þórður. „Málið hefur verið framsent saksóknara rikisins”, sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu. „Sjávarútvegsráðuneytið hefur út af fyrir sig sjálft getað kært beint til hans eða sýslumannsins á Blönduósi, en það hefur sjálf- sagt ekki kært sig um að senda langt skeyti”. Baldur var að þvi spurður, hvort leitað yrði til Landhelgis- gæzlunnar og hún beðin um að stöðva veiðar Nökkva. ,,Að sumu leyti er þetta mál landhelgisgæzla f landi”, sagði Baldur. Það er ekki útilokað, að til þess komi, aö Landhelgis- gæzlan verði beðin um að sker- ast i leikinn, en engu vil ég spá um það á þessu stigi málsins. Hingað til hefur ekki þurft að gæta rækjuveiðisvæðanna með varðskipum. Venjulega er það svo, að mál- in koma frá Landhelgisgæzlunni til dómaranna, en nú væri dóm- arinn frumkvöðull, ef leitað yrði til gæzlunnar”. Kæran á hendur Nökkva er fyrir framhaldandi veiði, eftir að báturinn var sviptur rækju- veiðileyfi, og mun afgreiðsla málsins nú beinast að þvi atriði, fremur en þvi, hvort ráðuneytið hafi haft heimild til leyfissvipt- ingarinnar eða ekki. —SH SKA TTUR Á FARMIÐA? Sérstakur skattur á farmiða Viö þaö mundi draga úr feröa- var meöal þess, sem stjórnvöld áhuga islandinga og sparast tetja koma tilgreina sem úrræöi gjaldeyrir, auk tekna, sem hiö I efnahagsvandanum. opinbera fengi viö þaö. —HH Eimskip vill stór- hœkka farmgjöld Eimskipafélagiö hefur sótt til verölagsyfirvalda um heimild til að hækka farmgjöld verulega. Fundur var ekki i verðlags- nefnd I þessari viku en verður væntanlega á miðvikudaginn. titflytjandi rækju tjáði blaðinu, að Eimskip vildi fá 45% hærri farmgjöld nú þegar vegna væntanlegrar hækkunar, og virð- ist þvi vera, að félagið fari fram á þá hækkun. Staðfesting á þessu fékkst ekki í gær. Verðlagsyfir- völd hafa ekki fallizt á hækkunina enn sem komið er. — HH Hvass er hann og kaldur „Nú er enn cin óveöurslægðin aö nálgast landiö”, sagöi Knútur Knudsen veöurfræöingur i sjónvarpinu i gærkvöldi. Lægöin á aö fara austur meö landinu og valda norölægri átt hér sunnanlands meö vaxandi frosti, en noröan, austan og á Vestfjörðum á aö snjóa. Það verður varla meira en él hér á suðvesturhorninu, en búast má við, að vindurinn veröi sumum til trafala eins og fólkinu á þessari mynd. Hvað segja þeir sem við okkur verzla? íslendmgarnir kröfuharðastir ó gœði en tregastir á greiðslu w a ,/í s I e nd i n g a r eru heiðarlegir og góðir við- skiptamenn. Þeir eiga bara stundum dálítið erfitt með að skilja, að við Japanir erum alltaf að flýta okkur." Þaö er Japaninn Kozo Yamaoka, sem þetta sagði. Hann ætti að vita, hvað hann talar um, þvi hann hefur komið til Islands i verzlunarerindum að minnsta kosti einu sinni á ári undanfarin ár. „Japanskir viðskiptamenn hugsa hratt, en tslendingar vilja stundum vera dálitið ró- legir,” sagði Yamaoka. Yamaoka er starfandi for- stjóri hjá japanskrj fiskineta- verksmiðju, sem selur Islend- ingum net og troll fyrir um 60 milljónir á ári. „Viðskipin við Islendinga hafa gengið vel, en nú virðast útgerðarmenn að visu eiga i meiri erfiðleikum en áður með að opna bankaábyrgð fyrir kaupunum.” ' Að undanförnu hafa borizt þær fréttir, að Kinverjar væru að bjóða Islendingum net á hag- stæðara verði en Japanirnir. Óttast Japanir þessa sam- keppni? „Hingað til hafa Kinverjar ekki náð frá okkur markaði, nema þá helzt i Suðaustur-Asiu. Þar höfum við orðið nokkuð varir við samkeppnina. Kinverjar geta boðið um 20%—30% lægra verð en við vegna ódýrara vinnuafls, en japanskir netaframleiðendur geta aftur á móti boðið mun meiri gæði á sinni framleiðslu. Islendingar krefjast fyrst og fremst gæða og eru það kröfu- harðir, að við verðum að hafa strangara eftirlit með þeim vör- um, sem við sendum hingað, en til annarra landa,” sagði Yamaoka. „Aftur á móti gengur erfið- legar að fá greiðslur frá tslend- ingum en öðrum þjóðum. Viö teljum að úr þvi útgerðarmenn- irnir eru i þetta miklum vanda. væri eðlilegt, að stjórnin hjálp- aði til. Flotinn er jú landinu mikilvægastur,” sagði Yama- oka um islenzka markaðinn. Yamaoka sagði, að að hans áliti væri stærsti kosturinn við hans starf að geta komið til Islands á hverju ári til að fá ferskt loft. „Loftið hér er númer eitt. Svona djúpt getum við i Japan ekki andað nema þvi aðeins að klifa hæstu fjöll. Ég hlakka ætiö til að koma hingað og vildi helzt að fleiri frá fyrirtækinu hefðu tækifæri til þess sama. Að visu er dálitið kalt,en við getum trútt um talað. Þvi i Japan er nú kaldasti vetur, sem komið hefur i 20—30 ár,” sagði Kozo Yamaoka. —JB Kozo Yamaoka. Fyrirtækl hans selur tslendingum net og troll fyrir 60 milljónir ár hvert. Ljósm. BG. § (i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.