Tíminn - 29.06.1966, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 28. júní 1966
töflu
Kartöflujurtin er næsta
kviltasöm. Hér úti á íslandi
sækir á hana kartöflumygla,
stöngulsýki, kláði, tiglaveiki,
hnúðormar o. fl. fjendur. Víða
erlendis er ennfremur vörtu-
pest og kartöflubjöllu við að
stríða. Norðurlönd reyna að
verjast bjöliunni. Til Danmerk-
ur hefur hún borizt nokkrum
sinnum fná Þýzkalandi, en jafn
an verið útrýmt aftur. Nú í
vor hafa nokkur hundruð kart-
öflubjöllur fundizt á strönd Lá
lands og Langalands og hafa
Danir óðara gert varúðarráð-
stafanir að leita bjöllurn-
ar uppi og eyða þeim. Skal
úða með skordýraeytri alla kart
öflugarða á kílómetra breiðu
belti á ströndinni. Kartöflu-
bjöllur hafa einnig fundizt á
Suður-Jótlandi. Þær leita mjög
á að sunnan og eru orðnar
landlægar víða í Suður- og Mið-
Bvrópu. Bæði fullvaxnar bjöl'l-
gát á kar-
ur og lirfur þeirra naga kart-
öfiugrös og afblaða þau og
valdá uppskerubresti í „bjöllu-
árum“. Kartöflubjal'lan er am-
erísk eins og nafnið Colorado-
bjalla bendir tii. Hún lifði upp-
runalega á vHlijurtum (Solan-
um tegundum) og var mein-
laus þangað til farið var að
rækta kartöflur í heimkynnum
hennar. Þá komst hún fljót-
lega á bragðið og líkar vel hin
meyru kartöflugrös og er orð-
in hinn mesti skaðvaldur víða
um heim.
Þannig getur farið, þegar
nýjar jurtir eru teknar til rækt
unar eða fluttar milli landa.
Kartöflubjallan flýgur vel og
getur borizt talsvert með vindi
og vatni og einnig auðvitað
með margs konar varningi, t.d.
út í skip í höfnum. Til íslands
hefur hún ekki borizt svo kunn
ugt sé, en nauðsynlegt er að
GRÓÐUR OG GARÐAR
aUir þekki hana, ef hún skyldi
slæðast hingað. Fullvaxin kart-
öflubjalla er um 1 cm. á lengd
eða á siærð við kaffibaun og
mjög hvelfd að ofan, langrönd-
ótt, svört og gul og því mjög
auðþekkt. Dökkir blettir eru
framantil. Lirfan er fullt svo
stór, með mjög kúpt bak, fyrst
rauð á lit, en síðar appelsínu-
gul með dökka bletti á hlíðum.
Kartöflubjöllur urðu landlæg-
ar í Frakklandi í fyrri heims-
styrjöldinni og hafa síðan
breiðzt víða um Evrópu. Nauð-
synlegt er að láta Atvinnudeild
ina eða Búnaðarfélag íslands
vita, ef vart skyldi verða við
kartöflubjöllu hér á landi. Far-
menn þurfa að haffa góða gát
á þeim, einkum þegar skip
þeirra taka vaming í erlendum
höfnum. Stormur getur lika
borið hópa af bjöllum út á
skipin, talsverða vegalengd.
Er því margs að gæta. Bjallan
tímgast mest á heitum sumrum
að öðru jöfnu.
Ingólfur Davíðsson.
ÓSKAR JÓNSSON:
BRU A BLAUTUKVBSL
_RNHlNllinMMniHRI
Á MÝRDALSSANDI
Brýn nauðsyn til öryggis vetrarsamgöngum
Þá má segja, að tiltölulega
hljótt hafi verið um vegamál í
Vestur-Skaítafellssýslu, nú um
sinn. Þyí verður heldur ekki neit
að, að brúa- og vegabótum hefur
þokað nokkuð áleiðis, svo sem
með endurbyggingu nokkurra stór
brúa, Skaftár- Hólmsár- og Klíf
andabrúa auk nokkurra smærri,
svo sem í Skatfáreldahrauni, og
víðar sl. ár. Þá heffur verulega
miðað í áttina með að fullgera
veginn yfir Skaftáreldahraun og
má segja, að þar sé ekki nema
snerpuspölur eftir.
En þótt hér sé gott um að segja
eru þó enn ýmis ljón á veginum
í vegamálum Vestur-Skaftfellinga,
svo sem að endurbæta þjóðveginn
í Austur-Mýrdal, sem allur þarf
endurnýjunar við meira og minna
frá Litla-Hvammi til Víkur,
einnig Austur-Síðuvegur og endur
bygging hrúnna á Hverfisfljóti og
Brunná, sem báðar eru fornlegar
nær að faili komnar. Et vissulega
meir en tímabært að endurbyggja
þær eigi sízt með tilliti til þess,
að tengja saman vegakerfið um
Skeiðarársand sem hlýtur að vera
á næsta leiti, efftir að lokið verður
við brúna á Jökulsá á Breiða-
merkursandi, en gert er ráð fyrir,
að smiði þeirrar brúar verði lok
ið á næsta sumri. Brúin á Jök-
ulsá á Sólheimasandi minnti
óþyrmilega á ellihrumleika sinn
s. I. haust og verður eflaust endur-
byggð fljótlega.
Ekk er langt síðan að lokið
var að gera upphleyptan veg yfir
Mýrdalssand. A þeirri vegagerð
eru veigamiklir annmarkar, eins
og raunar mátti sjá fyrir í upp-
hafj og um var talað þótt ekki
væri á það litið þá. Sá annmarki
sem veigamestur er á þessari
vegagerð, er að með veginn er far-
ið alllangt upp á sandinn, um svo
kallaða Háöldu, sm er einhver al
ræmdasta snjókista, sem til er á
allri þjóðleiðinni frá Skeiðarár-
sandi til Hellsheiðar, auk þess,
sm vegurinn frá Vík í Álftaver
er snöggtum lengri, en ef hann
hefði verið lagður beint frá Múla
kvíslarbrú að Hraunbæ í Álftaveri
og þarf ekki annað en renna aug-
unum yfir kort af þessu landsvæði
til að fullvissa sig um það. — En
það er ekkert aðalatriði, þótt það
skipti vi'tanlega máli, heldur hitt,
sem er veigamesta atriðið, að veg
urinn yfir Háöldu er svo snjó-
þungur, að hann hreinlega lokar
leiðinni yfir Mýrdalssand, sé um
nokkra verulega snjóavetur að
ræða, og sýndi þetta sig áþreifan-
lega á sl. vetri. — Hins vegar
ef farin er sjónhending frá norður
horni Hjörleifshöfða beint í Álfta
ver, er um mörgum sinnum snjó
léttari leið að ræða, eða viðlika
og í légsveitunum. Þessa leið
mætti vitanlega fara á vetrum, ef
ekki kæmi til einn slæmur og
reyndar ófær farartálmi, sem er
Blautakvísl, sem kemur upp úr
sandinum, austan við Háöldu,
skammt neðar en vegurinn Iiggur
nú yfir sandinn. — Til þess- að
tryggja þessa vetrarleið, þarf því
að brúa Blautukvísl þarna piður
á Sandinum, og það má svo fast
að orði kveða, að þetta sé
austansandsmönnum lífsnauð*
syn, að verði gert, og það án
tafar. Reynslan frá síðastliðnura
vetri, sannar þetta áþreifanlega.
Brú þessi verður að vera nokkuð
löng, því hafið yfir kvíslina er
allbreitt. Eflaust mætti þó eitt-
hvað þrengja farveginn, en hann
er stöðugur og faerist ekki til, tölu-
vert niðurgrafinn. — Mér er kunn
ugt um að þetta er mikið áhuga-
mál bænda, sem þurfa að koma
daglega mjólk sinni yfir sandinn
og það verður að gera allt, sem
unnt er, til að tryggja þann mögu
leika, svo sem verða má, kostnað
urinn við flutninginn er nógur þó
að ekki bætist við ófærð tímunum
saman, er margfaldar allan kostn
aðinn.
Öllum kunnugum ber saman um
það, að brú yffir Blautukvísl á um
töluðum stað mundi ryðja úr vegi
verstu torfærunum í snjóalög-
um á Mýrdalssandi, aúk þess sem
hún yrði til mikils öryggis, ef
vatn brytist yfir veginn þar sem
hann nú er og auðveldlega getur
skeð.
Þess er að vænta, að forráða
menn vega- og brúarmálanna gefi
þessu fullan gaum, og bæti hér
úr hið bráðasta, áður en meiri
vanda ber hér að höndum.
GÍG lagði horn-
stein í Grimsby
Borgarstjórn Grimsbygorgar ósk
aði þess á sínum tíma, að sendi-
herra íslands í London, Guðmund-
ur í. Guðmundsson, legði horn-
stein að nýrri St. Andrewskirkju
í Grimsby. Fór athöfnin fram
fimmtudaginn 2. júní. Gamla St.
Andrewskirkjan, sem var aldar-
gömul, var rifin vegna nýrra fram
kvæmda, og verður nýja kirkjan
reist skaimmt frá. Gamla kirkjan
var talin fisikimannakirkja borgar
innar.
Reykjavík, 20. júní 1966.
UtanrMsráðuneytið.
Samgöngur viö Vestmannaeyjar
Löngum hafa samgöngumál-
in verið ofarlega á baugi i
umræðum manna, og það nefir
þótt höfuðkostur bæja og hér
aða að þau lægju vel við sam
göngum. Miklu er fórnað ár
hvert til að bæta um og gera
samgöngur sem beztar og greið
astar, enda er það í vaxandi
mæli lífsskilyrði fyrir búsetu
manna á þessum stað eða hin-
um.
Þar sem þetta er aiviður-
kennd staðreynd, lætur það
undarlega í eyrum þegar rætt
er um, að fækka strandi'erða
sikipum og þar með a'ð sjálf
sögðu færri ferðir milli hafna
og færri viðkomustaðir.
Eltt atriði þessa máls er pað
að m. s. Herjólfur sem er aðal
Iífæð samgöngumála Vest-
mannaeyja, skuli nú fara að
gegna öðru og víðara verkefni
en verið hefur t. d. taka Vest-
fjarðaferðir. Þessj uppástunga
er svo fráleit að undra má, að
fram skuli koma. Vestmanna
eyjabær er svo í sveit settur-
sem alkunnugt er, að þjóðleið
in þangað er og verður alltaf
sjórinn og þessi þjóðleið er
örugg, þarf ekki viðhalds né
endurbætur, aðeins farkost oa
endastöðvar — hafnir.
Herjólfur var byggður í þvi
skyni að gegna þessu hlutverki.
og það hefir hann gert, svo að
segja má að stórbætt sé im
samgönguöryggi Eyjanna síð-
hann kom, þó ferðir hans til
Hornafjarðar trufli mjög reglu
legar ferðir. Herjólfur á heima
í Vestmannaeyjum, enda frá
upphafi hugsaður og talinn
Vestmannaeyjasikip, og hefir
nóg verkefni fyrír þær únar.
Flugsamgöngur við Eyjar eru
ótryggar og stundum er ófært
dögum saman. En sívaxandi
þörf er greiðari ferða milli
lands og Eyja og vissulega er
það sanngjörn krafa að stjórn
vegamála geri þær umbætur á
samgöngum á þessari leið sem
nauðsynlegar eru.
Nú eru síbatnandi hafnarskil
yrði í Þorlákshöfn og þangað
er efeki löng leið, frá Eyjum.
Og þá fyrst er samgöngumálum
Vestmannaeyja komið í sœmi-
legt horf, þegar Vestmannaeyja
skipið Herjólfur eða helzt ann
að betra og hentugra hefur
heimili þar og fer á hverjum
degi til Þorlákshafnar og í sam
Framhald á bls. 15.
BRÉF TIL BLAÐSINS
.1