Tíminn - 29.06.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.06.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 39. júní 1966 Kópavogsbúar - skemmtiferð Framsóknarfélögin í Kópavogi efna til skemmtiferðar austur í Skaftafellssýslu um næstu helgi. Lagt verður af stað frá Framsókn arhúsinu við Neðstutröð kl. 6 á föstudagskvöldi og ekið aust.ur að Kirkjubæjarklaustri. Á laugardag verða skoðaðir margir fagrir stað- ir þar eystra og komið heim á sunnudagskvöld. Farmiðapantanir í síma 41228 og 40576. — Fjölmenn ið, þetta verður afbragðsferð. LEIÐTOGAR Framhald af bls. 1. í október í fyrra mótmælti her málaráðherrann, Avalos, ákvörð un Onganias um að fjarlægja ýmsa herforingja úti um landið. Avalos krafðist þess, að Ongania yrði settur af, en Ongania reynd ist steríkari, og var Avalos að lokum að segja af sér. Eftirmað ur hans varð aftur á móti aðsfoð arhermálaráðherrann, Castco Sanchez, sem ekki hafði eins háa tign í hernum og Onganias, sem neitaði að gegna starfi sínu við svo búið og sagði af sér. Eftir maður hans var náinn vinur hans, Pistarini hershöfðingi, og tók hann við embættinu 24. nóvem- ber í fyrra. Pistrini er 51 árs og kominn af ættum hermanna og sfjórnmála- manna. Arturo Umberto Illia, hinn fallni forseti, er af allt öðrum ættum kominn en Pastarini. Illia, sem er 66 ára, er sonur ítalskra Innflytjenda og átti 10 systkini. Hann er mjög hæverskur og ró- legur maður, sem aldrei hefur leifað eftir völdum valdsins vegna, og sem hefur hafið sig yfir flokkspólitík. Heiðarleiki hans er þegar orðinn að þjóðsögu í Argentínu. En Illia hefur átt við mikil vandamál að stríða. Stuðnings- menn Peróns eru enn sterkir í Argentínu, og yfirmenn herafla landsins hafa mjög kvartað yfir auknu fylgi Perónista og komm únista, jafnframt því, sem þeir hafa gagnrýnt Illia vegna efna- hagsvandræða og vinnudeilna. Andstæðingar Illia hafa gagnrýnf stjóm hans fyrir að vera óstarf hæfa og spillta þótt stuðnings- menn forsetans hafi getað bent á þá staðreynd, að Argentína hef ur — undir stjórn Illia — í fyrsta sinn í sögunni náð hagsfæðum viðskiptajöfnuði. Við forsetakosningarnar árið 1963 fékk Illia nægan stuðning til þess að stjórna landinu. Illia sleppti pólitískum föngum laus- um, reyndi að bæta lífskjör í landshlutum, sem áður höfðu verið látnir afskiptalausir með öllu, og vann að því að fá auðlind ir landsins aftur í argentískar hendur. Alla sína valdatíð sýndi Illia pólifískum andstæðingum mikið umburðarlyndi. BYLTING Framhald af bls 1 varpsstöðvar, þinghúsið og ráðhús ið í Buenos Aires. Enginn gerði neitt til þess að verja forsetann, og var ástandið mjög rólegt í landinu í dag, en nokkuð spennt. Síðasti þáttur byltingarinnar var, að hermenn siettust um höll Illias forseta rétt fyrir dögun í morgun. Hermennirnir voru vopnaðir byssu stingjum, og skriðdrekar beindu byssum sínum að höllinni. Illia kallaði á hjálp hermanna úr líf- verði sínum, en Pistarini hafði gef ið hermönnum sínum fyrirskipun um að lenda ekki í bardaga við iifverðina. Að lökum yfirgaf for setinn höllina í fylgd með her- mönnum. Virtist hann mj'ög þreytu legur. Sjónarvottar segja, að lsann hafi ekki yfirgefið bústaðinn fvrr en sex lögreglumenn, vopnaðir táragassprengjum, hafi farið inn í skrifstofu forsetans. Illia steig inn í bifreið, sem beið hans, og var honum síðan ekið til íbúðar bróður síns, Ricardo, í norðurhluta borgarinnar. Menntamálaráðherra í stjórn Iilia, Alcondra Aramburu, sagði, að Illia væri valdalaus, en þó frjáls maður. Herforingjaráðið, sem nú stjórn ar landinu, er skipað þeinn Pistar ini, Benigno Varela, aðmírál, yfir manni flotans, og Adolfo Alvarez, hershöfðingja, yfirmanni flughers ins. Herforingjaráðið tilkynnti í dag víðtækar breytingar á stjórn iandsins. Þingið, og löggjafa- samkundur í héruðum landsins, hafa verið leystar upp, og allir stjórnmálaflokkar bannaðir. Hæsta réttardómarar voru sviptir embæft um sínum, og nýr hæstiréttur skip aður. Þá var varaforseti landsins, ríkisstjórar og vararíkisstjórar sviptir embættum sínum. GISTIHÚS Frarnhald aí bls 1 vissan herbergjafjölda, þjónustu o. fl. Hins vegar eru til nöfn, sem ná yfir aðra staði en hótel, sem veita þjónustu, gistiheimili, gisti- staðir, greiðasölustaðir o. fl. — Edvard fer út á land í sum- ar til þess að fylgjast með gisti- húsunum og hvað sé ábótavant í rekstri þeirra. Það er ekki ljóst á þessu stigi málsins í hversu marga flokka hótelunum verður skipað en að líkindum verða þeir þrír eða fjórir. Við vonumst til að skila álitinu um flokkunina í haust. Hjartans þakkir til ykkar alira nær og fjær, sem á margvíslegan hátt auðsýnduð okkur vinarhug, samúð og hjálp við fráfall Sigrúnar Sigurðardóttur, Alviðru, Ölfusi, og heiðruðu minningu hennar. Árni Jónsson, Margrét Árnadóttir, Magnús Jóhannesson. Útför Kristínar Þorsteinsdóttur Vorsabæ, Skeiðum, fer fram laugardaginn 2. júlí og hefst með húskveðju að heimili hinnar látnu kl. 1 eftir hádegi. Klrkjuathöfn verður í Skálholtskirkju, en jarðsett verður að Ólafs- völlum. — Bílferð verð.ur frá Umferðamiðstöðinni kl. 9 f. h. Börn og tengdabörn. SAMNINGAR Framhald af bls. 1. Friðriksson, skrifstofustjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, og fara ummæli þeirra hér á eftir; Hjörtur Hjartar, sem annað- ist nú. eins og oft áður, samn ingagerð fyrr hönd Vinnumála sambands Samvinnufélaganna, kvaðst helzt vilja nefna eftir- farandi í sambandi við ný- gerða samninga: , „Vinnubrögð við samnings- gerð hafa verið með nýjum hætti. í fyrsta sinn kom Verka mannasamband fslands að samningaborði með þann til- gang að marka höfuðlínu, sem effir skyldi unnið. Samkomu- lag náðist um rammasamning. Nú hafa verið gerðir samn ingar hér og á Norðurlandi á þeim grundvelli, sem þar var markaður. Höfuðatriðin eru almenningi kunn. Kaup hækk ar um 3V2%, orlofssjóðir fá 14%, tilfærslur milli launa- floklca eru fáar, og ekki veru legar nema í hafnarvinnu. Þegar upp er staðið frá þess um samningum verðum við þess varir, sem að þeim höf- um unnið, að flestum, ef ekki ölíum, finst gott að ekki kom til stöðvunar eða stórátaka. Þó er sjálfsagt enginn ánægður. Verkamenn sýna okkur með rökum við samningaborðið, að þeirra hlutur er ekki góður, og aðsfæður erfiðar í vaxandi verðbólgu, enda þótt vísitala greiðist nú á laun. Atvinnurek endur hafa mjög slæma að- stöðu til að mæta launahækk unum. Til viðbótar óhagstæðri þróun innanlands, sem þreng ir hag flestra atvinnurekenda, kemur nú, að söluhorfur helztu framleiðsluvara eru slæmar, og útflufningsverð lækkandi. Enda þótt það sé rétt, að verka menn, atvinnurekendur og allir þeir sem ábyrgð bera á málefn um þjóðfélagsins, geti andað létt ara, er rétt að muna, að samning ar þessir gilda aðeins í þrjá mán uði. Þetta verður einnig að hafa hugfast, þegar mefið er hvort kauphækkunin sé mikil eða lítil. Grunnkaupið, með orlofssjóða- gjaldi, hækkar um 114% á mán- uði. Árið 1961 var gerður tveggja ára samningur. Síðan hafa samn ingar yfirleitt gilt um eitt ár. ' Þriggja mánaða samningar er óæskilegur, en þó betri en ekki. Áríðandi er, að þessi stutti tími verði notaður fil undirbúnings nýrri samningsgerð til lengri tíma,“ — sagði Hjörtur að l.ok- um. Björn Jónsson, formaður Ein- ingar á Akureyri, og varaformað ur Verkamannasambandsins, hafði eftirfarandi að segja um kj arasamningana: „Það er líklega það fyrsta, sem athygli vekur í sambandi við þessa samninga, hversu samnings tíminn er stuttur, og því verður ag meta samningana með tilliti til þess. Ég tel að þar sem hér er einungis um að ræða samninga til mjög skamms tíma. þá verði þeir að teljast viðunanlegir eftir ástæðum. Um samninga okkar fyrir norð an er það að segja, að þeir voru að öllu leyti byggðir á ramma- samningnum, en hins vegar er þetta annar bráðabirgðasamning- urinn, sem við gerum- á þessu vori, og við höfum samanlagt í þessum tvennum samningum fengið mjög mikilvægar leiðrétt ingar á okkar fyrri samningum, og tilfærslur milli faxta, sem þýða verulega kjarabót fyrir okk ar fólk. Ég tel einnig m.iög þýðingar- mikið, að hafa fengið inn í samn ingana ákvæðið um orlofssjóðina, og álít, að með því sé skapaður alveg nýr grundvöllur fyrir mjög mikilvægan þátt í starfi verka lýðshreyfingarinnar. Ég vil benda á það, að þeim við ræðum, sem hafa farið fram um kjaramálin almennt, er alls ekki lokið, og gert ráð fyrir að þeim verði haldið áfram í sumar, þ.e. á þessum samningstíma, og ég tel, að framhaldið hljóti að velta töluverf á því hvernig þær við- ræður ganga, og hvernig þróunin verður í verðlagsmálunum og efnahagsmálunum almennt", — sagði Bjöm að loikum. Barði Friðriksson, skrifstofustj. Vinnuveitendasambands fslands, sagði eftirfarandi um samning- ana: ,,Við héldum því fram við þessa samningsgerð, að nú væri ekki góður tími til að hækka grunnkaupið, og það væri því ekki rétta leiðin að þessu sinni. Þýðingarmiklar sjávarafurðir hafa læikkað í verði, og útflutnings framleiðslan stendur hallari fæfi núna heldur en oft áður, og svo bætist við sú mikla vísitöluhækk un, sem hefur átt sér stað síðan um áramót. Hætt er við að þess- ari grunnkaupshækkun slái út í verðlagið, og að ekki verði við því spornað, þótf reynt sé. Það, sem við í Vinnuveitenda sambandinu töldum aftur á móti að gæti orðið raunhæf kjarabót til framtíðar, var, að verkalýðs- hreyfingin og vinnuveitendasam- tökin hefðu gert virkilegt áfak til þess að koma fleiri starfssviðum á einhvers konar bónus- eða akkorðs- grundvöll, og reyna þannig að fá aukin afiköst fólksins með slíku hvetjandi launakerfi. Athuganir hér á landi sýna, að afköst fólksins í mörgum þýðing armiklum atvinnugreinum eru ekki jafn mikil og í öðrum lönd um, hver svo sem ástæðan er. Staðreyndin er sú, að þarna er mikill óplægður akur hjá okkur, og við erum langt á eftir sumum nágrannaþjóðum okkar, þar sem um 90% af vinnu almenns verka fólks og iðnverkafólks er grund völluð á einhvers konar hvefjandi launakerfi. Nú er áreiðanlega meiri áhugi en lengi vel var hjá verkalýðsfélögunum og atvinnu- rekendum um að athuga þessa hlið málsins, og reyna að fá auk in afköst fólksins, en fyrir aukin afköst er auðvitað hægt að greiða hærra kaup, og kjarabætur, sem byggðust á þessum grundvelli, þyrftu alls ekki að lenda úti i verðlaginu. En sú kauphækun, sem um var samið í þessum samningum, var gerð vegna þess, að talið var, að ef ekkert væri gert í þessa áft, þá myndu hefjast hér alls herj ar vandræði og upplausnar- ástand. Einnig hafa þau yfirboð, sem einkum eiga sér stað í byggingar iðnaðinum. sín áhrif. En eitt teljum við í Vinnuveit endasambandinu til mikilla bóta, og það er, að Verkamannasam- bandið skyldi hafa gengizt fyrir því að koma á þessum ramma- samningi og með því reynt að skapa grundvöll fyrir hliðsfæðri lausn um allt land. Hvort það tekst a'lveg veit maður ekki enn — það eru til á einstöku stöðum hálfgerðir anarkistar, sem að ekki vilja sætta sig við neitt nema þáð, sem þeir finna upp sjálfir, og gefa ekki haft sam- starf við félaga sína í verkalýðs- hreyfingunni. Slíkt er að sjálf- sögðu ákaflega erfitt fyrir alla aðila“. — sagði Barði að lokum. ferðafólk. Áætlað hefði verið að láta fólkið fá gistingu á gistihús- um hér í bæ, en það hefði reynzt of dýrt, svo að það ráð hefði ver- ið tekið að fá hópnum gistingu í skíðaskálanum í Hveradölum. Að- allega er hér um ungt fólk að ræða, m. a. eru þarna hljómsveit- arstjóri, píanóleikari, verkfræðing ar, svo og mennirnir frá sjónvarp inu, sem getið er um. Annar er kvikmyndatökumaður, en hinn senumaður. Hópurinn hefur ferð- azt talsvert um landið, hefur til að mynda komið til Akureyrar, Mývatns og víðar og mun enn gera viðreist þar til dvölin er á enda. MJÓLKURKER Framhald af bls. 16. ið hefur verið við að setja kerin upp á bæjunum í hreppunum þreim. Talsverð vinna er við að setja kerin upp oig þurfa bændur að lag færa ýmislegt hjá sér áður en ker in eru tekin í notíkun. Kælingu mjólkurinnar er stjóm að með sjálfvirkum rafimagns út- búnaði, og er talið hættulaust að geyma mjólkina í tvo sólarhringa. Ekki liggur enn ljóst fyrir hver kostnaður verður við að setja upp venjulega stærð af kerjum ásamt útbúnaði. SKURÐLÆKNAR Framhald af bls. 16. verður það haldið í Bretlandi. Flestir þátttakendurnir á mótinu eru frá Bandaríkjunum, en einn- ig eru félagar frá Bretlandi, Uan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð. SJÓNVARPSMYND Framhald af bls. 16. urinn á, að verðlag hér á landi væri alltof hátt fyrir venjulegt OPNUNARTIMI Framhald af bls. 16. sama hátt og kjöt. í sambandi við opnunar- og lok unartíma verzlana bendir Brynjóif ur á þá athyglisverðu niðurstöðu af rannsióknum bókhalds níu kjör- búða, að 48,7% af heildarsölu vik unnar skiptist á föstudaga og laug ardaga. Samkvæmt þessu þarf að afkasta helmingi meiru á föstudög um en öðrum dögum og á laugar dögum þurfa afköstin að vera fjór föld. Allir kjörbúðareigendur eru sammála um að hægt væri að af- greiða miklu fleiri á skömmum tíma í kjörbúð en í verzlun með afgreiðsluborði. Höfundur telur æskilegt að opnunartími kjörbúða breytist starfandi fólki í hag, og sérstaklega þurfi að skapa skil- yrði fyrir því að öll fjölskyldan geti gert innkaupin saman. Það mundi örugglega stuðla að þeirri þróun að gera kaup til vik unnar í einu, sem mundi þar með spara tíma bæði hjá viðskiptavin- inum og hjá afgreiðslufólld og dreifing matvælanna yrði ódýrari. Höfundur kannaði sérstaklega rýmun í kjörbúðum, vegna þeirra fullyrðinga sumra að svo rammt kvæði að hnupli í kjörbúðum hér á landi, að kjörbúðarfyrirkomu- lagið væri ónothiæft. Allir kjör- búðareigendur í Reykjavxk voru spurðir álits um þetta atriði. 55% svöruðu að hnupl væri óverulegt og of mikið úr því gert, 8% sögðu að hnupl væri talsvert, en 37% svöruðu ekki spurningunni. Allir nema einn töldu þó, að söluafköst in, sem kjörbúðin hefði umfram verzlun með afgreiðsluborði, og meiri sala kjörbúðanna vægju upp þessa rýrnun. f lokin deilir höfundur réttilega á hve vitneskja um ýmsar greinar íslenzks atvlnhuilfs sé bágborln, og hve mikið Skilningsleysi rfki á gildi uppiýsinga. Hin ýmsu félaga samtök einkaaðila gera of líti'ð af því, að sáfrta upplýsingum um fé lagsmeðlimi sína og vinna úr þeim í þágu þeirra. í stað þess að vinna á vísindalegum grundvelli að hag og heill félagsmeðlimanna og horfa til langs tíma er kröftunuia eytt í dægurþras.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.