Vísir


Vísir - 08.02.1975, Qupperneq 20

Vísir - 08.02.1975, Qupperneq 20
VISIR Notaðir bílar rennaút eins og heitar lummur „Núer mjög góð sala á notuðum bilum, miklu meiri en var á sama tima i fyrra. Verðið er farið að stiga, en það hafði verið kyrrt frá þvi i haust. Ltklega er þaö ótti við gengis- lækkun, sem mestu veldur”, Þetta sagöi Guðfinnur Halldórs- son, sölustjóri hjá Kr. Kristjáns- son. Hann taldi þetta eigaviðum bilasöluna yfirleitt um þessar mundir. ,,Við seljum einnig alla nýja bila, sem viö á annað borð getum afgreitt. Salan er sérstaklega góð, þegar um er að ræða nýlega bila, svo sem árgerðirnar 1972, 1973 og 1974”, sagði Guðfinnur. 1 fyrra var mikið metár i bila- sölu, svo að merkilegt er, að nú sé miklu meiri sala en þá á notuðum bilum. Lengi koma peningar fram, þegar ótti skapast við gengisfellingu”. Hvað finnst þér um aðgerðir, sem um er rætt, til að draga úr bllainnflutningi? „Mér finnst,” sagði Guðfinnur, ,,að þaö mætti breyta til. Það hefur verið fariö mikið i vasa bilasala, þegar peninga hefur vantað”. —HH „Bonny & Clyde" í Grindavík... Ung hjón úr Reykjavik ákváðu á fimmtudaginn að bregða sér á Suðurnesin I verzlunarerindum. Til farar- innar tóku þau bilaleigubii, sem hafði verið I fórum þeirra i nokkra daga, og smávegis vínbirgðir. Ekiö var sem leið lá til Keflavikur þar sem frúin skauzt inn i nokkrar verzlanir og haföi með sér ýmsa smá- muni út úr þeim aftur. Minna mun hins vegar hafa orðið um greiöslur en til stóð. Aöur en Keflavik var yfir- gefin var komið við i Áfengis- útsölunni og fengið nesti til fararinnar. Næst fréttist af þeim hjónum i Grindavík, en ekki gekk verzlunarferð þeirra eins vel þar, þvi til frúarinnar sást er hún var að hnupla úr einni verzluninni. Var lögreglan látin vita og var komiö að þeim hjónum á móts viö Alverið. Var billinn tekinn af þeim, enda bilstjór- inn bæði réttindalaus og ölvaður, og hjónin bæöi sett inn. Er af þeim rann játuðu þau á sig verknaðinn. Það skal tekiö fram, að hér er ekki um sömu hjón að ræða og mest hafa komið við sögu vegna hnupls. — JB Efri mynd: Arcksturinn á mót- um Bústaðavegar og Grensás- vegar. Nebri myndin: Þríggja bíla árekstur hjá Fáksheimilinu. Tveir hörkuárekstrar urðu á Bústaðaveginum sfðari hluta dags f gær. Fyrri áreksturinn varð um klukkan 3 á gatnamót- um Grensásvegar og Bústaða- vegar en sá síðari viö Fáks- heimilið um klukkustund sfðar. A gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar rákust tveir bilar mjög harkalega saman þegar biðskylda var ekki virt, og varð að flytja einn á brott i sjúkrabil úr þeim árekstri. Áreksturinn við Fáksheimilið varö enn haröari. Þar stór- skemmdust þrir bilar og flytja endum varð tvo á slysavarðstofu eftir áreksturinn. Litill bill kom eftir Elliðavoginum ofan úr Breið- holti og hugðist bilstjóri hanS sveigja yfir á Bústaðaveginn. Þar með sveigði hann fyrir bil er kom úr gagnstæðri átt og skullu þeir harkalega með framendana saman. Jafnframt hringsnerist sá er kom Elliðavoginn og rak endann i afturhluta hins bilsins um leiðog sá siðarnefndi hentist á kyrrstæöan smábil, sem beið við gatnamótin. Tveir voru fluttir á slysadeild. —JB JAKOB SÝNIR í VESTURSALNUM Jakob Ilafstein sýnir myndir sfnar i vestursal Kjarvalsstaða, en Kjarvalssýningin verður óhreyfð i Kjarvalssal. Þetta var ákveðið á fundi hússtjdrnar Kjarvalsstaða I gær, eins og kunnugt er fer hún nú einnig meö vald sýningarráðs, eftir að fulltrúar Bandalags Islenzkra listamanna ákváðu að taka ekki þátt i störfum þess. Þá lá fyrir fundinum formleg yfirlýsing þriggja listamanna Félags islenzkra listamanna um, að þeir afturkölluðu pant- anir sinar á húsinu til sýninga- halds. Þetta voru þeir Leifur Breiðfjörð, Hringur Jóhannes- son og Einar Hákonarson. Einn- ig var fyrirliggjandi yfirlýsing frá Félagi islenzkra lista- manna, þar sem tilkynnt var um þá ákvörðun að koma ekki nærri Kjarvalsstöðum til starfs eða sýninga, fyrr en samkomu- lag hefði náðst um lágmarks- gæðakröfur til sýninga i húsinu og aðild listamanna þar að. Þær sýningar, sem framund- an eru á Kjarvalsstöðum, eru sem hér segir, ef engin þeirra verður afturkölluð: Jakob Hafstein, Jón H. Baldvinsson, minningarsýning um Guðmund Einarsson frá Miðdal, kinversk grafik, sem Kinverska alþýðu- lýöveldið sýnir, Sveinn Björns- son, Gunnar J. Guðjónsson, Halla Haraldsdóttir, prent- listarsýning i tilefni af afmæli Gutenberg, sem Germania ann- ast, ljósmyndasýning Johns Chang McCurdy, Kóreumanns, búsetts I Bandarikjunum, og loks sýning Baltasars. Tvær siðastnefndu sýningarnar eru fyrirhugaðar á næsta ári. Rétt er að taka það fram, að ekkert af þessu fólki á aðild að Félagi Islenzkra myndlistar- manna eða aðildarfélögum Bandalags Islenzkra lista- manna. > Bandalag islenzkra lista- manna hefur sent frá sér álykt- un, þar sem það lýsir fullum stuöningi við FIM og „væntir þess, aö aðildarfélög banda- lagsins og einstakir félagsmenn þeirra eigi ekki aðild að neinni listrænni starfsemi að Kjarvals- stöðum fyrr en samningar hafa tekizt um menningarlegan rekstur hússins.” „Þegar borgarráð samþykkti samhljóða á fundi sinum 4. febrúar að fela hússtjórninni störf sýningarráðs, meðan þetta ástand varir, flutti Sigurjón Pétursson tillögu um að ganga nú þegar til samninga við lista- menn,” sagði ólafur B. Thors, formaður hússtjórnar Kjarvals- staða. „Meirihluti borgarráðs sam- þykkti hins vegar að fresta af- greiöslu málsins, þar sem nauð- synlegt væri að fá ráðrúm til að taka afstöðu til grundvallar- atriða málsins. Sama endurtók sig svo á fundi borgarstjórnar I fyrradag, borgarstjórn taldi sem sagt nauðsynlegt, að borgarráð tæki afstöðu til máls- ins. Ég vona að sjálfsögðu, að far- sæl lausn finnist á þessu máli, — Þrír listamenn hafa afpantað sýningarpláss á Kjarvalsstöðum — Einn hússtjórn- armanna sat hjá við „listrœnt mat" á umsœkjendum sem allir geti unað við, þvi það er náttúrlega til háborinnar skammar, ef listamenn þjóðar- innar treysta sér ekki til að sýna I þessu glæsilega húsi. En það er rétt að fram komi, að á fundi þessa bráðabirgða- sýningarráðs lét Ellsabet Gunnarsdóttir bóka, að hún teldi rétt að hússtjórnin tæki að sér listrænt mat gagnvart um- sækjendum um sýningar á Kjarvalsstöðum og sat þvi hjá við afgreiðslu þeirra mála, sem fyrir lágu,” sagði Ólafur B. Thors að lokum. _gH sama bílinn framan og aftan með báðum Rakst á Loðna verður fryst á vertíðinni Frystingunni bjargað við með verðlœkkun um 63% Loöna v'eröur fryst á þessari vertiö. Múlinu var „við bjargað” með tæplega 63% verðlækkun frá þvi sem var i fyrra. Með aðeins tveimur atkvæðum en þó án mót- atkvæða var þetta samþykkt I yfirnefnd verölagsráðs sjávarút- vegsins I gær. Lágmarksverö á ferskri loðnu til frystingar verður 5,10 krónur á kilóið. Verðið er miðað við þá loðnu, sem nýtist i frystingu. 1 janúarbyrjun i fyrra var verðið 13,60 kr. SIS hefur á þessum grundvelli heimilað sinum húsum að frysta allt að tvö þúsund tonn. 1 fyrra voru það tæp fjögur þúsund, sem fryst voru hjá SIS. Stjórn SH mun koma til fundar á mánudaginn og er liklegt, að eitthvert magn verði fryst á vegum SH. Verðið samþykktu Jón Sigurðs- son forstjóri þjóðhagsstofnunar, oddamaður i nefndinni, og annar fulltrúi kaupenda, Arni Bene- diktsson. Þrir nefndarmenn sátu hjá, fulltrúar seljenda, það er sjó- manna og útgerðarmanna, Jón Sigurðsson og Ingimar Einars- son, svo og annar fulltrúi kaup- enda, Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson. Þá var ákveðið lágmarksverð á ferskri loðnu til beitu og til fryst- ingar sem beita, svo og á ferskri loðnu til skepnufóðurs, og er verðið 4,10 krónur á kilóið. Með þvi greiddu allir atkvæði nema Eyjólfur. —HH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.