Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Mánudagur 10. febrúar 1975 — 34. tbl. Bolludagur — aldargömul hefð, sem fluttist hingað með dönskum bökurum - BAKSÍÐA Lögreglan ó spani um helgina — sjá lögreglu- „annál" á bls. 3 Vargfuglinn ekki eins slœmur og af er látið? — sjá bls. 2 Haukur varð við áskorun þjófanna — og kom upp um þá — baksíða Ekki varð það tvö- faldur Skoti! Iþróttir í miðju blaðsins ALLT um íþróttir helgarinnar Baines stýrimaður var líka pabbi Ashton- anna - bls. 17 Syfjaðir íbúar vöknuðu við gaggandi hœnur „Hœnumaður" á ferð í borginni og lögreglustöðin breyttist í pútnahús Púddugangur á lögreglustöðinni Magnús Ásgeirsson lögregluþjónn heldur hér á einum gæzlufanganna, sem komiö haföi veriö fyrir á kvennadeild Hverfissteinsins. íbúum i kjallaraibúð- um bæði i vestur- og austurbænum varð vit- anlega bilt við i morgun, er þeir sáu gaggandi hænu á rúmstokknum hjá sér. Vissulega er það gamall siður að vakna við hanagal, en að fá gaggandi hænu upp i til sin i morgunsárið, það er nú einum of langt gengið. Ibúunum brá misjafnlega viö aö sjá þennan gest inni i svefn- herbergi og einum brá það mikið við þetta þrusk i morgunsárið, að hann hentist eftir marghleypu, sem var i fórum hans, og var til- búinn til átaka, er honum varð ljóst, að þetta var aðeins hæna er gægöist fyrir hornið. Or fjórum húsum á sitt hverjum staðnum i bænum barst lögregl- unni i morgun tilkynning um ó- velkomnar hænur. Lögreglumenn héldu á alla staðina og i morgun hafði f jórum hænum verið stungið inn á kvennadeild fangageymslu lögreglustöðvarinnar við Hverfis- götu. „Þetta er að breytast i hálfgert pútnahús”, varð einum lögreglu- þjónanna að orði, er hann sá alla gestina, er i heimsókn voru komnir. Fræknir lögreglumenn höfðu i morgun haft hendur i hári hins dularfulla „hænumanns”, og kom þá I ljós, að hænunum hafði verið stolið frá hæsnabúinu á Teigi i Mosfellssveit. Þeir, sem hlotið höfðu heimsókn hænanna, voru allir kunningjar „hænumanns- ins”, og er vonandi, að þeir hafi getað tekið þessu spaugi félaga sins. Ekki er ljóst, hvernig „hænu- manninum” ásamt nokkrum kunningjum hans datt i huga að ræna hænum i nótt, en þess má geta, að i kanaútvarpinu hefur til skamms tima verið þáttur, er nefnist „Chicken man”, og má vel vera, að hann hafi orðiö kveikjan. Það er siðast að frétta af þessu máli, að við yfirheyrslur viður- kenndi „hænumaðurinn” að hafa stungið fimmtu hænunni inn i eina ibúö til viðbótar. ibúð sú reyndist aftur á móti mannlaus i nótt, og var lögreglan að búa sig undir aö brjótast inn i ibúðina og bjarga hænunni úr prisundinni, er blaðiö fór I prentun. —JB FISKVERÐIÐ NÁLGAST „MARGT UÓSARA UM MARKAÐSSTÖDUNA" — segir Ingólfur Ingólfsson, einn nefndarmanna í yfirnefndinni „Það er fundur klukkan 5 i dag,” sagöi Ingólfur Ingólfsson, vélstjóri, einn þeirra fimm, sem skipa yfirnefnd um fiskveröiö, en þess er nú beöiö meö mikilli óþreyju. ,,Það er áformað að þoka þessu áfram, og nú er margt orðiö ljósara um markaðsstöö- una, eftir að samið hefur verið við Rússa, sem kaupa nær þriðjunginn af frystiframleiöslu okkar. Vonandi hefst þetta af, þegar kemur lengra fram i vikuna, en hvort þaö næst fyrir þann frest, sem útgerðarmenn hafa gefið rikisstjórninni, þori ég ekki að spá — tel það þó fremur ólik- legt.” Ingimar Einarsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands islenzkra útvegsmanna, sagði Visi, að útvegsmenn hefðu ákveðið að halda ekki fundi sin- um áfram i dag, eins og ákveðið hafði veriö, heldur framlengja frestinn fram á fimmtudag. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.