Vísir - 10.02.1975, Síða 2

Vísir - 10.02.1975, Síða 2
2 Vlsir Mánudagur 10. febrúar 1975. rismsm-- Ætlarðu að sleppa utanlandsferð I ár vegna gjaldeyrisskorts þjóðar- innar? Helgi Eliasson, útibússtjóri: — Ég veit það satt að segja ekki. Ég hef ekki ákveðið endanlega hvort ég fer utan i sumar. Það væri þá frekar dýrtiðin heldur en gjald- eyrisskorturinn, sem héldi aftur af mér. Valgeir Backman, verkstjóri: — Ja, það er spurningin. Eiga þeir, sem aldrei hafa farið utan áður að sleppa tækifærinu ef það býðst i ár vegna hinna, sem búnir eru að eyða öllum gjaldeyrinum. Anna Þorsteinsdóttir, húsmóðir: — Mér hefur nú ekki dottið i hug að fara utan i ár. Ég fór i fyrra og það er óþarfi að fara á hverju ári. Hrefna Túlinlus, kennari: — Nei, það held ég ekki. Ég hef ekkert voöalega slæmt samvizkubit vegna gjaldeyris, sem slik ferð útheimtir. Brynhildur Andersen, húsmóöir: — Alveg örugglega verður tekið tillit til þess. Það er lika alveg nóg að sjá hér innanlands. Arnbjörg örnólfsdóttir, húsmóð- ir:— Ég reikna fastlega með þvi. Maöur hefði ef til vill ihugaö utanlandsferð, ef ekki hefði verið mikill gjaldeyrisskortur. VARGFUGLINN — ekki eins skœður og af var látið —Menntamálaráðuneytið hefur látið gera rannsókn á tjónum vegna svartbaks og hrafns „Margt virðist mótsagna- kennt, þegar rætt er um áhrif hrafns og svartbaks á æðar- varp, og má I þvi sambandi benda á aukningu æðarvarps á Suðvesturlandi, þar sem mikið er af „vargfugli”, en hnignun æðarvarps viða á Vestfjöröum, þar sem menn hafa náð hvað mestum árangri viö fækkun of- angreindra fuglategunda”, seg- ir i frétt frá menntamálaráðu- neytinu. Þaö ráðuneyti fær, ótrúlegt en satt, þær kvartanir, sem bændur hafa fram að færa vegna vargfuglsins svonefnda, — sem virðist reyndar ekki eins mikill vargur og af er látið, eftir að Arni Heimir Jónsson lif- fræðingur fór um landið og safn- aði gögnum um spjöll unnin af fuglum þessum. Ferðaðist Árni um 20 sýslur s.l. sumar og ræddi við 337 bændur um tjón af völdum hrafns og máva á sauðfé, ný- bornum lömbum og lömbum i fæðingu. Af þeim, sem spurðir voru,höfðu76 bændur eöa 22.5% orðið fyrir sliku tjóni s.l. vor. Reyndi Árni Heimir að heimsækja sem flesta bæi, þar sem fregnir voru af tjóni sem þessu. Bændur þeir, sem spurð- ir voru, teljast eiga 11—12% af þvi fé, sem var á fóðrum s.l. vetur. Telur Arni Heimir, að mesta hugsanlegt tjón, sem fuglarnir valda sé 0.08% af fjölda lamba, sem fæðast. Telur hann meðaltjón á hvern bónda með 250 ær nálægt 1300 til 1400 krónum og er þá um efri mörk tjónsins að ræða Mávarnir geta unnið mikið tjón, ekki sizt með þvi að gleypa smáseiði úr ám og vötnum. Almennt er talið, að hrafninn sé áræðnari við fé, og flestir töldu aðkomuna eftir krumma mun verri. Alls var vitað um 19 kindur, sem fuglar höfðu drepið þar sem þær voru afvelta af doöa eða fastar i gaddavir. í æðarvarpi virtust svefnlyf ekki hafa náð tilætluðum árangri við eflingu æðarvarps, og margt mótsagnakennt kom þar fram, eins og fyrr er greint. Hjá bændum, sem stunda æðar- varp, var varpið i samdrætti hjá 6 af hverjum tiu bændum, en sviðað eða meira hjá 4 af hverj- um tiu. Ekki var vargfuglinn talin einhlit skýring á sam- drættinum, heldur koma þar til minkurog verri umhirða. Einn- ig það, að mikið af æðarfugli getur hafa drepizt i hrognkelsa- netum, sem hefur stórlega fjölgað i sjó. —JBP— KRUMMI — hann er illskeyttur, ef hann kemst I bráð. NÝ VÉL TIL FLUGFÉLAGS AUSTURLANDS Flugfélag Austurlands hefur nú keypt nýja vél, og er það flugvél af gerðinni Cessna 185. Vélin er 6 sæta og eins hreyfils. Vélin er tiltölulega nýkomin til landsins og var að leggja af stað til Egilsstaða, þegar við hittum flugmennina Kolbein Arason og Sigurð Björgvinsson á flugvellinum á föstudaginn. Þeir sögðu, að hún væri keypt frá Bandarikjunum og önnur vélin, sem félagiö á núna. Eng- ar sérstakar áætlanir eru á prjónunum hvað varðar þessa nýju vél, en hún verður að sjálf- sögðu notuð fyrir farþegaflutn- inga, póst og annað. Auk tveggja flugvéla, sem fé- lagið á núna, hefur það eina Cessnu 150 á leigu. Flugfélag Austurlands heldur nú uppi áætlunarferðum á sjö staði á svæðinu frá Höfn til Raufarhafnar. Það hefur nú farið fram á það við flugmála- stjórn, að hún merki brautir á melum, sem litið þyrfti að vinna viö, á Jökuldal efra og I Jökuls- árhlið og ef til vill viðar á Hér- aöi. Félagið segir fjárhaginn vera erfiðan og varð verulegur halli á rekstri þess á sl. ári. Meginor- sökin er hátt benzfnverð, en fé- lagið verður að greiða tæplega 6 krónum hærra fyrir hvern litra af flugvélabenzini en greitt er i Reykjavik. —EA „Byggingariðnaðarmenn fyrr atvinnulausir Gll arkitektar,# se9'r *orma^ur a|akitektafélags íslands „Ég hcf ekki orðiö var við at- vinnuleysi hjá islenzkum arki- tektum og á bágt með aö trúa, að það hefði farið fram hjá mér, ef svo væri”, sagði Guðmundur Kr. Kristinsson, arkitekt, formaður Arkitektafélags tslands, er hann var aö þvi spurður, hvort arki- tektar væru farnir aö þreifa fyrir sér um aðra vinnu. Flogið hefur fyrir, að vegna vaxandi fjárhagsörðugleika gætu menn ekki byggt i sama mæli og verið hefur, og sumir arkitekt- anna væru jafnvel farnir að leita eftir öðrum störfum. „Þessi verkefni eru þannig, að þau taka yfir nokkuð langan tima. I öðru lagi læ'tur fólk gjarnan teikna fyrir sig, þótt það hafi ekki bolmagn til að hefja byggingu nú þegar”, sagði Guðmundur. „Ég hygg, að atvinnuleysis komi fyrr til með að gæta meðal bygginga- iðnaðarmanna en arkiteicta. Hins vegar er atvinnuleysis farið aö gæta i nágrannalöndum okkar meöal arkitekta. Einkum er það þó hjá Dönum og Svium. Finnar voru lika smeykir um at- vinnuleysi, en þeir hafa svo mikil verkefni i Rússlandi, að til þessa hefur allt bjargazt hjá þeim. Norðmenn hafa ekki kvartað und- an samdrætti ennþá”. —SH „PÁSKALILJUR FARNAR AÐ STINGA SÉR UPP" „Hér er blíðuveöur dag eftir dag og það er kom- inn vorhugur í menn. Páskaliljur eru meira að segja farnar að koma upp". Þetta sagði Sigurður Nikulásson sparisjóðs- stjóri í Vik í Mýrdal, þeg- ar við höföum samband við hann til að forvitnast svolitið um snjóinn þar. Sigurður sagði, að nú væri þar litill snjór, nema þar sem þykk- ast hefur verið i sköflum. Snjór- inn hverfur smátt og smátt, og rigningar hafa engan usla gert. Sömu sögu er að segja á Egilsstöðum. Við ræddum við Jóhann Jónsson hjá Flugfélagi Islands. Hann sagði, að þar væri enn mikill snjór, en hann hefur minnkað mikið. Hlýindakaflinn gerði engan óskunda, en snjórinn hverfur hægfara. Ferðir flug- og land- leiðis ganga mjög vel, og Jó- hann sagði, að það væri ekki snjórinn minnkar vandrœðalaust laust viö að kominn væri vor- hugur i menn. „Þetta viröist ætla að fara eins og menn hafa vonað, það hlánar án allra stórvandræða”, sagði Arnar Einarsson á Akur- eyri, þegar við höfðum sam- band við hann. „Það er litill snjór núna miðað við það, sem var, en enn er þó viða illfært á götum. Allar aðalæðar eru þó næstum auðar. Ég veit ekki til þess, að til nokk- urra vandræða hafi komið, en það hefur þó aðeins þurft að fylgjast með”. — EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.