Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 13
Vlsir Mánudagur 10. febrúar 1975. 13 Dagrún Kristjánsdóttir: Orsök eða afleiðing? Margt hefur veriö rætt og ntað um ofdrykkju hér á landi, sem viöar. Eru þaö oftast strangtrúaöir bindindismenn, sem þaö gera, og þar af leiöandi eru strangir dómar felldir yfir þeim, sem veröa vlninu aö bráö annars vegar, en hins vegar er deilt á þá aöila, sem eiga aö rétta þessu fólki hjálparhönd, — oftast riki eöa bæ—. Þá er oftast viökvæöiö aö koma veröiupp einhvers konar stofnun til aö hjúkra þessu fólki, ljá þvl þak yfir höfuðið á meöan af þvl rennur, hjálpa þvi til þess aö yfirvinna þennan löst, veikleika, ræfildóm, eöa hvaö sem þaö er kallað annað. Þaö er gott og blessaö aö þessu fólki sé hjálpað á þennan hátt og þaö er vissulega nauösyn, en það sem virðist á skorta er, aö ég minnist þess ekki aö neinum hafi dottiö I hug, aö ráöast þurfi aö rótum þessa meins til aö nokkur von sé til aö hægt veröi aö uppræta þaö. Oftast er talaö um aö setja þurfi vinbann svo öruggt sé aö enginn nái i þennan umdeilda vökva, I öðru lagi þykir þaö þjóöráö aö sem flestir gangi I stúku og bregöist þetta hvorutveggja þá er alltaf möguleiki aö komast fyrir meinsemdina meö fortölum og predikunum um skaösemi vindrykkju heilsufarslega. Nú hefur þaö sýnt sig i gegnum árin, að ekkert af þessu dugir til aö rétta við forfallinn ofdrykkju- mann til lengdar. Sé vinbann, þá er von bráðar farið að brugga eða smygla áfengi inn i landið — i enn stærri mæli en er — ef nokkur möguleiki er á þvi. Það eru held- ur engin vandkvæði fyrir stúkufólk að súpa á flösku i laumi, ef nógu vel er með það farið. Fortölur koma sjaldan að meira gagni en sé vatni skvett á gæs, ef tilhneiging- in er sterk i vin. Þá er siðasta hálmstráið eftir — að leiða hinum forfallna fyrir sjónir, hve mjög hann skaðar sjálfan sig heilsu- farslega, og hve mikið heimilið liöur fyrir hina hóflausU drykkju- hneigð. Þetta er þó tilgangslaust i flestum tilfellum vegna þess að sá, sem drekkur hóflaust, veit að hann er að fyrigera heilsu sinni og lifi,það er einmitt tilgangurinn. Hann veit lika hvaða böl hann leiöir yfir heimili sitt með þvi að drekka, en honum er sama. En hvers vegna er honum sama og hvers vegna drekkur hann frá sér vit, heilsu og heimili? Það er reyndar ekki hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að hér liggi annað að baki, eitthvað sem hvorki vinbann, skynsamlegar fortölur eða bráðabirgðahjálp getur læknað. Þaðþarf ekki nema meðalgreind til að sjá, að enginn sem er hamingjusamur, leggst i óreglu — það getur engum gæfu- sömum manni dottið i hug að eyðileggja vitandi vits sjálfan sig, heimili sitt og framtið barna sinna. Þess vegna er eðlilegt að llta á ofdrykkju frekar sem af- leiðingu af einhvers konar mót- læti, annað hvort utanað- komandi erfiðleikum eða innri baráttu, — sjaldnar orsök ógæf- unnar, — i byrjun. Það sem flest- um, sem gripa til þess að drekkja sorgum og erfiðleikum i vini, yfirsést, er það, að víndrykkja deyfir aðeins I bili, hún læknar ekki. Þessum staðreyndum er efalaust lika veifað framan i þá er verða ofdrykkju að bráð og þeir, er það gera, eru efalaust hissa á þvi, að það skuli ekki vera tekið til greina, en gæta ekki að þvi, að þeir sjálfir, sem ætla að lækna hina sjúku, nota ekki heldur rétt meðul, þvl það er ekki ráðizt að meininu sjálfu, þ.e orsökinni fyrir ofdrykkjunni, heldur er allri at- hyglinni beint að afleiðingunni þ.e. vlninu. Þætti það góð lækn- ing, ef farið væri með sjúkling með sprunginn botnlanga til læknis og hann bara rimpaði saman botnlangann og saumaði fyrir skurðinn, en léti sökudólginn vera i friði, þar sem hann héldi áfram að kvelja hinn sjúka? Nei, fyrst að botnlanginn er orsök sjúkleikans, þá er hann fjarlægð- ur, það er það eina sem dugar. Eins þarf að fara að með of- drykkjusjúklinga — það dugar ekki að fela flöskuna, hægt er að ná I aðra — álika tilgangslaust er að vera með fortölur og skynsam- legar röksemdafærslur, það eru aðeins orð, sem snerta ekki sjálft meinið eða orsökina. Það hlýtur að vera eitthvað að hjá þeim, sem Suðurlandsbraut 2 Reykjavik. Sími 82200 Hótel Esja, heimiliþeirra er Reykjavik gista Fyrstur meó fréttimar VtSIR vilja helzt ekki sjá veröldina öðruvisi en I þoku — geta ekki horfzt i augu við staðreyndir. Sálarstyrkur fólks er misjafn og það, sem einn getur, er ókleift öðrum, þess vegna getum við engan veginn dæmt þann, sem bugast undir þvi oki, sem á hann er lagt. Likamsþrek er einnig mjög mismikið. Sumum er gefið hvort tveggja, öðrum hvorugt, enn aðrir hafa hlotið annaðhvort. Eitt enn verður llka að skilja og það er að enginn GETUR DÆMT ANNAN RÉTTLATLEGA. VEGNA ÞESS AÐ VIÐ ERUM EKKI HANN. Við erum við, með okkar viðhorf, okkar skoðanir, kringumstæður, tækifæri og ef til vill hefur okkur, sem hneyksl- umst á ofdrykkjufólki, verið GEFIÐ meira lán, meiri heppni, meira mótstöðuafl en hinum. Ekki er vist, að það sé allt okkur sjálfum að þakka. En til þess að geta dæmt aðra, sem vininu verða að bráð, sem aumingja, þreklausa ræfla og fleira i þeim tón, verðum við fyrst að hafa reynt það sem þeir hafa reynt, við verðum að hafa staðið NÁKVÆMLEGA í ÞEIRRA SPORUM, — VERIÐ ÞEIR, LIFAÐ ÞEIRRA LIFI, fyrr get- um við ekki dæmt. Hjálpin, sem veita þarf, á þvi að miðast að þvi að uppræta orsök ofdrykkjunnar, en hún hlýtur að vera, sem fyrr segir, einhvers konar erfiðleikar, utanaðkomandi eða innanfrá. — óhamingja sem samfélagið á þátt I að skapa, ekki síður en einstaklingurinn sjálfur. En hvað er hægt að gera? — Það er ýmis- legt ef vilji og góðvild eru fyrir hendi. t fyrsta lagi þarf heimilislifið að vera I lagi, þar þarf að rikja samstaða, heimilisfólk þarf að tala saman um vandamálin, hvers eðlis sem þau eru og ráða sameiginlega fram úr þeim. 011- um er nauðsynleg sú öryggistil- finning sem er I þvl fólgin að aðrir taki þátt i erfiðleikunum, og flest- ir þekkja þann létti, sem i þvi felst, að geta aðeins talað um það sem Iþyngir, þó ekki sé annað. Það eitt getur bjargað mörgum frá örvilnan. Sumum er þó ekki gefinn sá eiginleiki að geta gert opinskátt það sem inni fyrir býr og ef til vill sizt fyrir sinum nán- ustu. Algengara mun vera að reiði og miskllð opni fyrst munn- inn, og þá falla orð, sem betur væru ósögð og auka aðeins á óánægjuna á heimilinu, og þá er farið að slga á ógæfuhlið. Hve oft hafa ekki þannig kringumstæður hrakið fólk i faðm flöskunnar? Ef heimilin eru þess ekki megnug að varðveita sálarfrið einstakling- anna, þá verður að leita út fyrir þau að hjálp, og þá er málið komið á alvarlegra stig, en ekki vonlaust, þvi góður vinur getur oft veitt þann styrk, sem þarf — hafi hann jákvæð lifsviðhorf. Prestar hafa hér einnig mikið til að leggja, þvi ef nokkuð getur hjálpað, þá er það trúin, þvi með trúnni breytast skoðanir og við- horf, vonleysið hverfur, andlegt og líkamlegt þrek eykst með auk- inni trú. Einnig þurfa að vera til þeir aðilar, sem færir eru um að veitá þann styrk sem með þarf, — aörir en prestar, —mætti nefna t.d. að nokkrir vel gerðir einstak- lingar gerðu með sér félag I þessu skyni, vitanlega bundnir þagnar- skyldu, fleira gæti komið til greina. Aðalatriðið er þó, að fólk hafi til einhvers að leita með áhyggjur sinar og erfiðleika, sem gæti haft varanleg áhrif á lífsvið- horf þess og létt þvi lifið á þann hátt. Þjóðfélagið sem slikt gæti ekki hvað minnst hjálpað. Það eru ekki fáir sem hrekjast undan vindi og verðum aðeins vegna þess að of þungar skyldur eru á herðar þeirra lagðar i formi skatta og vinnu. Þeir þræla og þræla þar til þrekið er búið og vonleysi og lifsleiði hertekur þá og ekkert er tiltækt annað en flaskan, til að deyfa þreytuna og sljóvga sársaukann. Varanleg bót verður ekki ráðin á þessu vanda- máli, nema að skorið sé fyrir meinið — hjálpa þeim, sem eru óhamingjusamir, til að finna gæf- una og lifsgleðina á nýjan leik — létt þeim byrðina, sem of mikil vinna leggur þeim á herðar. Heimilin geta þetta, þjóðfélagið að nokkru leyti, vinir og góðviljað fólk getur lika lagt fram stóran skerf. Er það ekki þess vert að reyna það? Dagrún Kristjánsdóttir. WÖTEL mLEIÐIfí VEITINGABÚÐ Gódar veitingar, lipur þjónusta, lágt verd. □ pid frá kl.OB tíl kl.SO HIHIOTEL# Við bjóðum gestum okkar úrval rétta, allt frá heitum samlokum upp í stórar steikur. Einnig eru á boðstólum súpur, forréttir, eftirréttir, kaffi og með því, að ógleymdum rétti dagsins hverju sinni. Allt þetta sem viö bjóðum upp á, hefur eitt sameiginlegt, og það er verðið, það er eins lágt og hægt er að hafa það. Opið frá kl. 08.00 til 22.00 alla daga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.