Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1975, Blaðsíða 3
Vlsir Mánudagur 10. febrúar 1975. 3 VERSTA FÖSTU,- DAGSKVÖLD I LANGAN TIMA — almennt fyllirí í ,,Ég man ekki eftir ööru eins föstudagskvöldi og laugar- dagsnótt i langan tlma,” sagði varðstjórinn i aðalstöð Reykjavikurlögreglunnar i gær. ,,Það var mikil og al- menn ölvun og fangageýmsl- urnar fullar. Lögreglumenn á vakt höfðu ekki undan að sinna verkefnunum.” Kollegar hans á hinum stöðvunum tóku I sama streng, en ástæðan fyrir erlin- um er engan veginn augljós. höfuöborginni Þó bentu menn á, að þetta er fyrsta'helgi mánaðarins eftir útborgun, og nú eru þorrablót og árshátiðir i algleymingi með tilheyrandi gleðskap, sem fer misjafnlega vel i menn. Þá vareinmuna veðurbliða i borginni, og það kann að hafa sitt að segja til þess, að menn leita út úr húsum og kunna sér kannski ekki hóf i viðáttunni. —SH Hvers átti glerið að gjalda? Rúður brotnar á þrem stöðum án tilgangs Um helgina voru brotnar 7 rúður i sumarbústað við Lambhaga. Virðist það hafa verið skemmdarverk ein- göngu, þvi ekki var að sjá, að neinu hefði verið stolið eða bú- staðurinn hagnýttur á nokk- urn hátt. Þá var á laugardagskvöldið brotin rúða i Sunnukjöri við Skaftahlið og i Kjötmiðstöð- inni við Laugalæk. Engu var heldur stolið á þessum stöðum né heldur náðust rúðubrjót- arnir, en tveir pjakkar sáust hlaupa frá Sunnukjöri, er rúð- an hafði verið brotin. — SH Með skrúfjárn og vasaljós í Karnabœ, aðrir börðu dyravörðinn í Tónabíói Þeir voru með skrúfjárn og vasaljós, náungarnir, sem gripnir voru i Karnabæ á föstudagskvöldið. Þar höfðu þeir brotizt inn og náð sér i töluvert af peningum, en ekki komust þeir svo langt að geta gert sér mat úr fengnum. Þeir voru vistaðir á upp- tökuheimilinu i Kópavogi. Sama kvöldið réðust tveir unglingar á dyravörðinn i Tónabiói og veittu honum meðal annars áverka á and- liti. Þar voru á ferðinni 15 ára piltur og annar 21 árs. — SH Var að flýta sér á ball — en ók utan í annan bíl A föstudaginn var maður einn aö flýta sér einhver ósköp á bilnum sinum niður i miðbæ og ók utan í bil I Garðastræti. Við það lá honum enn meira á og hvarf af árekstursstað, án þess, að I hann næðist. Bíllinn fannst þó skömmu siðar, þar sem hann stóö kirfi- lega læstur i stæöi bak við hús Silla og Valda við Aðalstræti, en eigandi og ökuþór fannst þar seni hann var aö skemmta sér i Tjarnarbúð, mikið fullur. — SH Vasaþjófar Peningaveski var stoliö af manni, þar scm hann stóð I biðröð fyrir utan Röðul á laugardagskvöldið. t veskinu var mikið af peningum og á- visanahefti. Siðar sama kvöld fundust við Roðul vasaþjófarnir, þar sem þeir voru að kemmta sér I Silfur- tunglinu, og voru þeir með þýfið á sér. Þeir voru þrir saman og allir komnir yfir 16 ára aldur. — SH Þýfið fannst í stolnum bíl Tveir unglingar, 14 ára og 17 ára, stálu bil á laugardags- nóttina, þar sem hann stóð fyrir utan verkstæði við Grensásveg. A honum komust þeir upp fyrir Grafarholt, en lentu þar út af og festu bilinn, en skemmdu hann þó ekki til muna. Aftur á móti hafði bill- inn staðið við verkstæðið vegna þess, að honum var i ýmsu ábótavant til aksturs. Lögreglan i Arbæ kom á staðinn og tók pjakkana i sina vörzlu. Þeir voru alls ekki við- ræðuhæfir vegna ölvunar og æsings, og var sá yngri fluttur á Kópavogsheimilið, en hinn settur inn. i bilnum fannst talsvert af sigarettum, og er talið liklegt,/ að þær séu úr innbroti, sem framið var sömu nótt i verzl- unina Sunnukjör i Skaftahlið, þótt ekki væri það upplýst til fulls i gær. — SH ttn WV' mrv> mritn mr«n (wun raruo rwuÞ mfio oruo rtjr ERUM I FUJTT! í AÐ LAUGAVEGI 15 ! LITIÐ INN OG SKOÐIÐ OKKAR MIKLA OG VANDAÐA VÖRUÚRVAL. VÖRUR FYRIR ALLA~ VERÐ FYRIR ALLA TEKK'- KRISTIU M V Laugaveg 15 sími 13111 ^ BESSII BALLETT Það er mikið um að vera á sviði Þjóðleik- hússins þessa dagana, en þar æfa nú 50 dansar- Sökudólgurinn var snöggur að rétta ar Coppeliu, sem er afar merkur ballett i þremur þáttum. Æfingar eru á hverjum degi, enda verður verkið frumsýnt núna 28. febrúar. Ballettinn er sagður hinn skemmtilegasti, og meðfylgjandi mynd lofar góðu. Það eru þeir Þórarinn Bald- vinsson, sem kom frá Englandi til þess að dansa i verkinu, og Bessi Bjarnason, sem sýna þarna listir sinar, en þeir fara með tvö af stærstu hlutverkunum. Við sjáum lika úrvalið úr is- lenzka dansflokknum á sviðinu, þegar ballettinn verður sýndur, 20 manns úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur og 25 úr Listdans- skólanum ásamt fleirum. Það er Alan Carter, sem æfir ballettinn. —-EA/ljósm: Bj.Bj. jr-v , HEIMSÞEKKTUR TÉKKNESKUR BTÆ HEIMSKRISTALL Handskorinn, motadur, litaður og ■M með gyllingu dœldaðan bílinn Maður nokkur, sem ók á kyrr- stæðan bil i Logalandi, var heldur betur snöggur að rétta úr skemmdunum á sinum bil. Areksturinn var snemma I gær- morgun, en eigandi kyrrstæða bilsins tilkynnti ekki um árekst- urinn fyrr en klukkan þrjú um daginn. Lögreglan hélt á staðinn og fann lakkskellur utan i kyrrstæða bilnum, sem gáfu visbendingar um, hvernig bil sökudólgurinn hefði ekið á. Eftir skamma eftirgrennslan fann lögreglan bil i næstu götu, sem var með sama lit og lakk- skellurnar, og þegar nánar var að gáð, virtist lakkið á einu brett- anna skemmt. A hinn bóginn hafði veriö rétt úr dældunum. Eigandi bilsins viðurkenndi strax að hafa ekið á hinn kyrr- stæöa og sagðist einmitt hafa ver- ið á leiöinni til að tilkynna það, er hann hitti lögregluna. Hins vegar fékkst engin skýring á þvi, hvers vegna hann hefði verið svona snöggur til að rétta úr dældaða brettinu á sinum eigin bil. —JB Útvarpið fœr tvo nýja stjóra Ráöið hefur verið i stöður tón- listar- og leiklistarstjóra við Rikisútvarpið til næstu fjögurra ára. Tónlistarstjóri verður Þorsteinn Hannesson, sem um áraraðir hefur unnið hjá útvarp-’ inu, en leiklistarstjóri verður Klemens Jónsson, sem lengi hefur starfað viö Þjóöleikhúsiö sem leikari, leikstjóri og blaða- fulltrúi. — SII

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.