Vísir - 12.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 12.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir Miðvikudagur 12, febrúar 1975 vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Ifaukur Helgason ,Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 1X660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjaid 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Gengislækkun ■ ekki uppbæfur Fjármagnstilfærslurnar milli fiskiðnaðar og útgerðar framhjá fiskverðinu eru orðnar að flóknuog rotnu kerfi, sem jafngildir hálfum rikis- rekstri á útgerðinni. Hugmyndir um að magna rikisreksturinn enn með uppbótum á fiskverð eru hættulegar og fráleitar. Þar sem útgerðarmenn greiða nú aðeins þriðjung verðs oliunnar, sem bátar þeirra nota, skortir sparnað i notkun oliu. Menn keyra bátana of hratt, þótt siðasta hraðamilan kosti margfalt meiri oliu en hinar fyrri. Þar sem útgerðarmenn greiða ekki lengur tryggingar skipanna, hefur myndazt grundvöllur fyrir misnotkun i skjóli þess, að mörk viðhalds og tjóns á skipum geta verið óljós. Þetta flókna og rotna kerfi á að leggja niður og alls ekki magna það. Nóg er að hafa landbúnað- inn á herðum rikisins, þótt ekki verði farið að greiða uppbætur á fiskverð. Yfirbygging rikis- kerfisins er þegar orðin of mikil, þótt ekki sé nú lagt út i hrikalegri skattheimtu en nokkru sinni fyrr. Afleitt er, að svona skuli vera komið fyrir lifs- uppsprettu þjóðarinnar, útgerðinni. Við vitum, að islenzkir sjómenn eru þrisvar-tiu sinnum fisknari en sjómenn annarra þjóða, bæði vegna meiri kunnáttu og betri tækjabúnaðar. fslenzki sjávar- útvegurinn er i eðli sinu mjög samkeppnishæfur, þótt röng gengisskráning hafi nú gert hann að bónbjargamanni. Hin ranga og of háa gengisskráning hefur flutt milljarða frá sjávarútveginum til að halda uppi gervilifskjörum i landi, til að halda uppi land- búnaði i landinu og til að halda uppi óhæfilegri yfirbyggingu þjóðfélagsins. í slikum kringum- stæðum er engin furða, þótt sjómenn hafi minni tekjur afgangs fyrir sig en þeir eiga skilið. Nú er kominn timi til að skera á meinsemdina. Við þurfum að losna við hálfgildings rikisrekstur á útgerðinni. Við þurfum að losna við hið rotna millifærslukerfi. Við þurfum að láta útgerðina og fiskvinnsluna geta staðið á eigin fótum. Til þess er aðeins ein fær leið og hún er fólgin i þvi að skrá gengið rétt, það er að segja lækka það. Sjávarútvegurinn er sérgrein íslendinga, sú grein, sem örugglega er samkeppnishæf i alþjóð- legum samanburði. Gengi krónunnar verður að fylgja gengi sjávarútvegsins, annars riðlast allt efnahagskerfið. Við getum ekki eytt meiru en sjávarútvegurinn aflar með nokkrum stuðningi útflutningsiðnaðar, sem einnig mundi eflast, ef gengið væri rétt skráð. Þar við bætist sú staðreynd, að gjaldeyrisvara- sjóðurinn er upp urinn og Seðlabankinn kominn i minus gagnvart útlöndum. Efling útflutningsat- vinnuveganna i kjölfar gengislækkunar mundi fljótlega stöðva þetta hrun og leiða á ný til myndunar gjaldeyrisvarasjóðs og tryggja at- vinnuöryggið fremur en nokkur önnur aðgerð. Gengislækkun er alltaf jafn-sársaukafullur uppskurður. En hún er skárri en að ganga áfram með meinið og leyfa þvi að breiðast út. ört versn- andi viðskiptakjör á undanförnum mánuðum hafa þegar skekkt gengið verulega. Ný og lægri skráning á gengi krónunnar er aðeins viðurkenn- ing á þegar orðnum hlut. Við skulum þvi taka hana fram yfir rándýrt uppbótakerfi á fiskverð- Grunnt á því góða milli hvítra °9 rauðra Við lok umsátursins um klaustrið, sem Indiánar héldu i 34 daga. Á myndinni sést Marlon Brando og annar prestanna, sem með honum voru hjá Indiánunum. Rauðskinnar berja nú trumbur og syngja sigursöngva i þorpum sinum i Wisconsin. — Karlmenn Menominee- ættkvislarinnar eru þar að fagna einum af örfá- um sigrum Indiána á bleiknefjum, siðan Sioux-striðsmenn Sitj- andi Tudda stráfelldu Custer hershöfðingja og 200 manna lið hans við Litlu-Stóru Hyrnu i Montana 1876. Hópur Indlána hafði klofið sig frá Woodlandættbálkinum, kallað sig Stríðsráð Menominee-rauð- skinna og „unnið” af bleiknefjum yfirgefið klaustur með því að her- nema það og halda þvi siðan I 34 daga. Munkareglan, sem átti klaustr- ið „Alexian-bræður” gekkst inn á það að afsala sér húseigninni I hendur Indiánum til nota fyrir félagsheimili. Kaupverðið var einn dollar. — Áður höfðu um 850 þjóðvarðliðar komið á vettvang til að halda uppi lögum reglu og fyrirbyggja að allt færi i bál og brand. Að visu fylgdi það skilyrði þess- um samningum, að Indiánarnir endurgyldu munkunum siðar meir. En eins og ástandið I þessu héraöi er núna, þarf litið út af að bregða til þess að sigurgleðin breytist I hryggðarmynd. Margir hvitir Ibúar þessa byggðarlags, eru munkareglunni gramir fyrir undanlátssemina. Sumir þeirra lita á eftirgjöfina sem hrein svik við hvita. — Þeir kviða þvi, að Indiánarnir eigi eft- ir að færa sig upp á skaftið. Eins og eiginkona hóteleigandans þarna I Gresham sagði við fréttamann Reuters, þegar hann var á ferð þarna um: „Hver veit, hvað Indiánarnir hertaka næst?” Það er grunnt á kynþáttahatr- inum I þessu annars unaðsfagra héraði. Þjóðvarðliðarnir, sem mynda stóran hring varðkeðju um klausturjörðina, voru eins og varnarveggur, sem hindraði að slægi I brýnu milli hvltra og rauðra. — Indiánarnir sökuðu svonefnda sjálfboðaliða hvítliða um að hafa gert árásir að nætur- þeli á klaustrið. Laumuðust hvítir Ibúar þarna á snjósleðum milli varöstöðva þjóðvarðliða og létu kúlnahriðinni rigna á klaustur- veggina. Þarf naumast að lýsa þeirri spennu, sem rikti meðan þetta ástandi varði, og hefði litlu mátt muna að sú púðurtunna spryngi I loft upp. Það stóð ekki á ásökunum hvitra heldur. Þeir héldu þvi fram, að Indlánar héldu uppi ógnaraðgerðum gegn hvltum á bændabýlunum innan varðkeðju þjóövarðliðanna. Benda þeir á kúlnagötin á vatnsgeymum og hlöðum máli sinu til sönnunar. Er enda svo komið, að lögregl- an I Gresham er eins og á nálum af ótta við, að eitthvert laugar- dagskendiríið verði neistinn, sem kveikt geti bálið. Dæmin eru til fyrir þvl, að kynþáttaóeirðir hafi hlotizt af minna. Margir Indlánar eiga bágt með að skilja, hvl þessir 39 Indiánar, sem gengust inn á aö yfirgefa klaustrið, voru hnepptir I fangelsi strax þegar þeir komu út. Yfir þessum 39 vofa ákærur fyrir lög- brot, allt frá innbroti, upp I vopn- að rán. t þessum hópi er hinn þrítugi „höfðingi”, sem fyrir lið- inu fór, Michael Sturdevant. Hann getur átt yfir höfði sér allt að 92 ára fangelsi, ef hann verður fundinn sekur um það sem honum er gefið að sök. Þessi hópur, sem kallar sig „Strlðsráð Menominee”, vill við- halda fornum siðum og venjum rauðskinna, þrátt fyrir hve sam- ofin byggð hvitra og rauðra er orðin. En nú er farið að brydda á þvl — ekki bara þarna við Gresham, heldur hjá rauðskinn- um um öll Bandarlkin — að það er ekki aðeins mikill skoðanamunur milli rauðskinna og hvltra, heldur einnig milli rauðskinna og rauð- skinna. Atökin við Wounded Knee fyrir tveim árum, voru ekki bara krossferð farin til að leggja áherzlu á réttindakröfur Indlána, heldur einnig tilraun Sioux-ætt- kvlsla til þess að ná yfirráðum i sameiginlegri yfirstjórn Indiána. Á sama hátt var hertaka klaustursins liður I viðleitni ungra Indlána til þess að komast I áhrifaaðstöðu meðal stjórnar þessa 2.500 manna ættbálks. Indíánum á þessum slóðum voru veitt réttindi til jafns við hvlta fyrir 14 árum. Bandarikja- stjórn ákvað þá, að byggð þeirra skyldi verða sérsýsla, og var þeim úthlutað til þess sérstöku landsvæði — að visu því harðbýl- asta I Wisconsin. I stað þess hlut- skiptis, sem þeir bjuggu við, með- an land þeirra var verndað likt og þjóögarðar, „máttu” þeir nú greiða eignaskatt rétt eins og hvltir. — Eða þau voru alla vega fyrstu áhrifin, sem Indlánarnir fundu við þessa breyttu réttar- stöðu. Næsta skrefið var að loka sérstofnunum á borð við Meno- minee-sjúkrahúsið, þvl að þeirra átti ekki að vera nein þörf, þegar rauðskinnum væri tryggður jafn aðgangur hvltum að opinberum sjúkrahúsum. Þriðja áþreifanlega breytingin birtist, þegar hvitir máttu nú reisa sér sumarbústaði umhverf- is vatnið, sem er á þessu áður friðhelgaða svæði. — Segja Indlánar, að hraðbátar bústaða- eigenda hafi mengað svo vatnið, aö nær allur fiskur sé horfinn úr þvl. Þvf vildu margir Indíánar, að stjórnin hyrfi frá þessari nýju stefnu og héldi heldur fast við gömlu venjuna, að friðhelga land Indlána fyrir ásókn hvitra. Þar var framarlega I flokki Aida Eder félagsfræðingur. Hún er núna einmitt formaður stjórnar Menomine-ættkvlslar- innar, eins konar hreppsstjórn, sem er nú I mestu kröggum við að rétta áf efnahag þessarar Indlána-,,nýlendu”. Ef hægt er að kalla heimaslóðir frumbyggja landsins eöa afkomendur þeirra nýlendu. Þessi hreppstjórn Indlána fordæmdi tiltæki ungu mann- anna, sem lögðu undir sig klaustrið. I yfirlýsingu hennar var þetta kallað uppreisn. Ungu mennirnir héldu þvi hins vegar fram, að klausturjörðin til- heyrði Indíánum samkvæmt æva- fornum sáttmála hvltrar land- nemastjómar og rauðskinna. Þar ku vera að finna ákvæði, þar sem rauðskinnar áskilja sér allan rétt til þess lands — sem þeir I sáttmálanum eru að afsala hvlt- um — er hvitir hættir að nytja. Klausturjörðin hafði staðið auð og yfirgefin um nokkra hrið, og vildu ungu mennirnir túlka það svo, að hún væri ekki nytjuð lengur og væri því réttmæt eign rauð- skinna. Ahangendur „Strlðsráðs Menominee” eru fullir haturs I garð hvitra, eftir þvi sem faðir John Garvey segir. Þessi kaþólski prestur fór með kvik- my ndaleikaranum Marlon Brando og öðrum kaþólskum presti inn I klaustrið til Indiána á slðustu dögum umsátursins. Sögðu prestarnir, að Indiánarn- ir bæru haturshug til kristinna manna. Það er tilfinning, sem sýnist vera gagnkvæm þarna við Gresham. Þjóðvarðliðar stöðva Indiána á leið til klaustursins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.