Vísir - 12.02.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 12.02.1975, Blaðsíða 7
Stefán Jónsson: SAGAN AF GUTTA HJÓNIN A HOFI ÞAÐ ER GAMAN AÐ SYNGJA ÞRJ(J ÆVINTÝRI Myndir: Tryggvi Magnússon Einar Bragi sá um útgáfuna. tsafold, Reykjavfk 1974. Þótt flestum unnendum bókmennta á islandi sé nú að verða Ijóst að Stefán Jónsson sé í hópi okkar allrabestu lista- manna, hefur ótrúlega lítið verið f jallað um verk hans bókmennta- og bók- fræðilega. Einnig hefur lítið verið gert til að f inna út hvar beri að skipa hon- um á bekk meðal samtimarithöfunda. Þetta má eflaust rekja til þess/ að vinsældir sínar hefur hann einkum hlotið vegna barna- og ung- lingabóka sinna. En það að kalla Stefán Jóns- son barnabókahöfund segir ekki alla söguna. Stefán hefur skrifað bækur fyrir börn og ung- linga, þær bækur höfða jafnt til fullorðinna og barna. Hann hef- ur lika skrifað bækur, sem hann eingöngu ætlaði fullorðnu fólki. Þær höfða trúlega ekki til barna. Auk þessa liggja eftir Stefán verk i bundnu máli. Isafold hefur sent frá sér f jög- ur lltil kver I bundnu máli eftir Stefán. Þrjú af þessum kverum hafa að geyma ljóð við vinsæl og þekkt lög, beinlinis ætluð til söngs. Hið fjóröa er endursögn á þrem norskum ævintýrum i bundnu máli. Sagan af Gutta kom fyrst út 1939, Hjónin á Hofi 1940, Það er gaman að syngja 1942 og Þrjú ævintýri 1945. Þrjú fyrst nefndu kverin hafa komið út I mörgum endurútgáfum. Auk þessa er mörg kvæðanna að finna I n.k. kvæðaúrvali, Segðu það börnum, segðu það góðum börnum. Nokkuð af þess- um ljóðum hefur komið út á hljómplötum og hefur misjafn- lega verið til þeirra vandað. Söngvakverin komu út og urðu þekkt, áður en hljómflutnings- tæki urðu almenningseign, og jafn-eölilegt á heimili að kaupa plötur og bækur. Mest furðar mig á að islenskir hljómplötuút- gefendur skuli ekki hafa fyrir löngu uppgötvað Stefán og gert vandaða útgáfu með efni þess- ara bóka. Það er alveg áreiðan- legt að ekki þyrfti að óttast slæmar móttökur. Gutti komdu heim Tíminn og tækifærin Kvæðin i þessum bókum eru afar misjöfn að gæðum, og það hefur höfundur þeirra gert sér ljóst strax frá upphafi. I upphafsorðum bókarinnar: Segðu það börnum, segðu það góðum börnum, segir Stefán m.a.: „öll eru þessi kvæði tals- vert komin til ára sinna og þau elstu hafa náð þritugu. Ekki var það sérstök, knýjandi löngun til skáldlegra afreka, sem réð þvi, að þau urðu til, ög mun það á þeim sjást, þvi miður. Söng- stjóra Drengjakórs Reykjavik- ur vantaði texta við lög, sem hann óskaði að láta kórinn syngja. Þá varð Guttakvæðið til, Óli skans og ýmis fleiri. Fyrir atbeina söngstjórans og kórsins náðu þessi litlu kvæði feikna vinsældum. Siðan kom fyrsta kverið með þau innan- borðs og seldist ört. Þetta þótt höfundinum notalegt. Hann umgekkst margt fólk, sem var á þvi aldursskeiði, er kvæðin töl- uðu til, og nú var hvert tækifæri gripið til að auka vinsældirnar og láta ljós sitt skina yfir því fólki. Þannig eru til að mynda tvö kvæði hér I bók, sem fögn- uðu upphafi sinu á töflunni I skólastofunni og voru sungin þaðan um leið og þau urðu til.. Þvi miður var nefndur yrkingamáti ekki heppilegur fyrir vandvirknina og hefur þó allt verið látið óbreytt i undan- farandi útgáfum. Orsakir þess eru langt mál i frásögn og bezt að sleppa þvi.” Þessi formáli segir talsvert um tilurð kvæðanna, en ekki nóg. Mér þykir liklegt, að mörg þessara ljóða séu ort af ákveðnu tilefni, séu tækifæris- ljóð. Þ.e. að þau eigi sér sögu. Og þá sögu væri gaman að þekkja, ekki bara fyrir fullorðið bókfrótt fólk og grúskara, heldur lika fyrir þá sem Ijóðin eru fyrst og fremst ætluð, börn- in sjálf. Stefán Jónsson var vinsæll höfundur i lifanda lifi, en það er ekki fyrr en fyrst nú að augu fólks eru að opnast fyrir þvi, hversu merkilegur höfund- ur hann var. Og vegur hans á enn trúlega eftir að aukast. Það er eftirsjá að þvi hversu litið STEFÁN JÓNSSON Sagan af GUTTi var skráð um ævi og störf þessa ágæta höfundar og um einstök verk hans meöan hann var sjálfur til frásagnar. En úr þessu má ennþá bæta að nokkru með þvi að safna mark- visst upplýsingum meðal þeirra mörgu sem þekktu hann. Einföidun á sannleika Eins og ég gat um áður eru kvæðin misjöfn að gæðum. Einn kost hafa þau þó öll til að bera. Þau eru afskaplega vel fallin til söngs. Mörg þeirra hafa verið almenningseign um langt skeiö og sýnir það best hversu sigild þau eru. Nægir að nefna kvæðin um Gutta og Ara og Systa min litla. Mörg kvæðanna eru Það er GAMAN að syngja bókmenntalegar perlur. Get ég ekki stillt mig um að tilnefna þrjú dæmi, þótt slikt val orki alltaf tvimælis þegar miklu er að taka. Smalasaga, sagan af þeim Jóni, Dóna og Skjóna, er leikur að orðum og snilldarverk, hvort sem litið er á form eða innihald. Sama er að segja um kvæðið: Stillinn, sem endaði aldrei. Ljóðið um Labbikút er lika snilld. Flest má stærðar iögum lúta, litið þýða mun þvi enn fyrir litla labbakúta að langa til að sýnast menn. Er þessi siöasta visa ekki góð, sama út frá hvaða sjónarmiðum DJ» TT J l'KJ U ævintýri r~~ V s t 1 1 í VF'ji fæP'N' *■' r - li n 1 *-;•**: STEFÁN JÓNSSON hún er skoðuð. Stefán Jónsson hefur sérstæða kimnigáfu, sem bregður hvarvetna fyrir i verk- um hans. Kvæðin hans eru létt og skemmtileg en aldrei yfir- borðsleg eða innantóm. Þau bera vitni um jákvætt lifsvið- horf. Þessi fjögur kver koma út i sem næst upprunalegu formi. Þau eru myndskreytt af Tryggva Magnússyni og er óþarft að fjölyrða um ágæti verka þess alkunna teiknara. Að lokum langar mig til að undirstrika hversu það er BOKMENNTIR eftir Bergþóru Gísladóttur vandasamt og piikið I ráðist að gera heildarútgáfu af verkum Stefáns Jónssonar. Til að sjá um þessa útgáfu hefur verið ráðinn sérstakur maður, svo forráða- menn útgáfunnar virðast hafa skynjað við hvern vanda var að fást. Þessi vandi kemur m.a. til af þvi, hversu fjölbreytileg verk Stefáns eru. Þegar gefa á út verk snillings á borð við Stefán Jónsson hefði mér fundist sjálf- sagt að útgáfan tæki til allra verka hans, fyrir börn og fullorðið fólk. Og að hún væri i timaröð svo unnt væri að sjá þróunina i verkum hans og fá heildaryfirsýn. Það er einfald- lega ekki hægt að flokka verk Stefáns Jónssonar i barna og fullorðinsbækur. Og ef sú flokk- un er gerð þá verður hún aldrei annað en vitleysa. Engu að sið- ur hefur hér verið tekinn sá kostur að gefa út ritsafn með þvi sem kallað hefur verið barna- og unglingabækur. Þeirri einföldun á sannleika fylgja vafalaust einhverjir kostir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.