Vísir - 12.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 12.02.1975, Blaðsíða 3
Vísir Miðvikudagur 12. febrúar 1975 3 VELDUR RÆKJAN PÓLITÍSKUM ÞATTA- SKILUM A NORÐUR- LANDI VESTRA? Þingmönnum Norðurlandskjördæmis vestra hlýtur að hafa runnið kalt vatn milli skinns og hörunds i gær, ef þeir hafa flett Morgunblaðinu. Þar er kveðja til þeirra frá Valdimar Guðmunds- syni frá Bakkakoti, með alvarlegri hótun. Valdimar telur, að þingmenn kjördæmisins hafi reynzt endemis slyðrur varðandi rækjubardagann á Húnaflóa og hafi látið viðgangast, að Blönduósingar hafi verið stór- lega hlunnfarnir, meðan Skag- strendingar til dæmis hafa 140 þúsund i mánaðarlaun. En dæmið er auðreiknað, seg- ir greinarhöfundur, þvi kjós- endur eru fleiri samanlagt á Hvammstanga og Skagaströnd heldur en á Blönduósi. Grein Valdimars lýkur með þessum orðum: „Það skulu þessir góðu menn (þ.e. þing- menn Norðurlands vestra) vita, að við, sem höfum unnið fyrir framboði flokkanna, hver fyrir sinn flokk, munum skilja þessa afstöðu þingmanna þannig, að þfeir séu að þakka okkur veittan stuðning og lýsa þvi yfir I verki, að vinsældir þeirra séu orðnar svo miklar, að við okkur þurfi þeir ekki frekar að tala. Enda munu þeir ekki þurfa að hafa fyrir þvi að heimsækja okkur, sjái þeir sig ekki um hönd og taki upp vörn fyrir Blönduós- inga I máli þessu. En geri þeir það ekki, munum við segja skilið við þá flokka, sem við höfum stutt, hvað svo sem þeir hafa heitið.” Nú eru sem sé góð ráð dýr fyrir þingmennina. Ef þeir snúa sér ekki að þvi að bjarga rækju- vinnslunni á Blönduósi, fá þeir ekki lengur kaffi, er þeir berja upp hjá hæstvirtum kjósendum (og smölum) sinum nyrðra. Þar við bætist, að nú veit enginn lengur, hvar hann á fylgismann, þvi allt fer i rugling. Kommi segir skilið við komma og verður stækur ihaldsmaður, framsóknarmaður verður frjálslyndur vinstra megin og sá frjálslyndi sjálfsagt hægri framsóknarmaður — eða guð má vita, hvernig þetta kroppast upp. Nema náttúrlega upp komi nýr flokkur, rækjuflokkurinn, þingmenn gömlu flokkanna fái hvergi kaffisopa hvað þá mór- alskan stuðning né pólitiskan. —SH Ákvörðun saksóknaro nólgast „Skýrsla setudómarans er i rannsókn hjá okkur”, sagði Þórður Björnsson, saksókn- ari, um gang mála i rækju- málinu við Húnaflóa. „Á- kvöröun um framhald verður tekin mjög fljótlega”. Eins og áður hefur verið frá sagt, koma fjórar leiðir til mála I framhaldi málsins: Niðurfelling, frekari rann- sókn, ákæra — eða dómsátt. Slðasti möguleikinn, dómsátt, sagði Þórður að væri raunar aöeins fræðilegur, þar sem sakborningar neita algerlega að hafa brotið lög, og þar aí leiðandi getur ekki orðið um sátt að ræða. —SH Unniö viö rækjuvinnsluvélina á Hvammstanga. Slikar vélar og allt I kringum rækjuna viröist ætla aö veröa hápólitiskt. Bóið að meta en hósið er opið Skóverksmiöjan Agila á Egils- stöðum var lýst gjaldþrota fyrir nokkru, eins og sagt var frá í Vfsi. Bréf þar aö lútandi var nokkurn tima á leiöinni til sýslumanns, sem situr á Eskifirði, en strax og rættist úr ófærðinni, komst þaö i réttar hendur. Sýslumaðurinn lét dómkvadda menn meta lagerinn og eigur verksmiðjunnar, og hefur það mat siðan verið endurskoðað. En það, sem vekur furðu manna, er, aö húsið hefur ekki verið innsiglað, né heldur teknir að þvi lyklarnir eða skipt um skrá.Nokkuðmargirlyklar munu vera I gangi, og yfir daginn standa einar dyrnar þar opnar, svo hver sem er getur valsað þar út og inn. —BA/SH KANNA HVAÐ SAMEIGINLEGT ER MEÐ ÞEIM, SEM SMITAZT HAFA AF BERKLUM — fœrri hafa smitazt en haldið var í fyrstu „Smituppsprettan hefur ekki fundizt ennþá, og grunur leikur á, aö hún sé ekki I menntaskólan- um”, sagöi Ólafur H. Oddsson, skólaiæknir Menntaskólans á Akureyri. „Næst liggur fyrir að kanna, hvað er sameiginlegt með þess- um hópi, sem hefur tekið berkl- ana — hvaða staði hann hefur sótt og hvaða fólk hann hefur um- gengizt. Sömuleiðis verða þeir kannaðir sem voru i skólanum fyrir áramót, en eru þar ekki lengur.” ólafur taldi ekki, að farið yrði út i það að sinni að gera heildar- könnun á Akureyringum. Þessir berklar eru mjög hægfara, og hefur aðeins einn verið sendur á Kristneshæli. í hinum er þetta ekki meira en svo, að það kemur fram við húðprófun, og enginn smitberi er i þessum hópi. Þeir, sem reynast jákvæðir við berkla- prófunina núna, voru neikvæöir er prófun var gerð i október. „Það var liklega of hátt áætlað hjá mér að segja, að 30 hefðu reynzt með berkla,” sagði Ólafur. „Við aðra prófun kom I ljós, að talan er ekki nema eitthvað um- 20. Annars er oft erfitt að skera úr um þetta,og segja má, að nokkrir sem prófaðir voru, séu vafa- samir, og þeir verða prófaðir aftur eftir mánuð.” Ólafur sagði ennfremur, að ekki væri ástæða til að kenna útlendingum um að hafa borið til okkar berklana að nýju, né utan- ferðum tslendinga. Berklaveiki gæti tekið sig upp aftur I þeim, sem eitt sinn hefðu haft hana. Ennfremur staðfesti hann, að það væri viss hætta að hafa flesta neikvæða, eins og nú er orðið með yngri kynslóðir, en þar á móti kæmi, að þá er auðveldara að rekja slóð smits, þegar upp kem- ur. —SH w w TVEIR BILSTJORAR SLÖSUÐUST Tveir fólksbilar rákust mjög keyrslu og mun bill hans hafa harkalega saman á Laugarás- fariðinn ihinn vegarhelminginn veginum á niunda timanum I með þeim afleiöingum, að hann gærkvöldi. ökumenn, sem voru rakst mjög harkalega framan á einir í bilunum, slösuöust báöir. bil er kom úr gagnstæðri átt. Annar bilstjóranna skarst nokk- Slysið varð á móts við Sunnu- uö i andliti, en hinn hlaut bein- veg. ökumaður annars bilsins brot við áreksturinn. var aö svipast um eftir inn- _jg Litla stólkan enn í lífshœttu Líðansjöára stúlkunnar, sem ók um Vesturberg I Breiöholti. slasaðist hættulega á mánu- Stúlkan mun hafa hlaupiö I veg dagskvöldiö, var óbreytt i fyrir bilinn. Stúlkan var flutt á morgun. Hún var enn I lifs- Borgarsjúkrahúsið til aðgeröar hættu. Stúlkan hlaut alvarleg 0g liggur nú á gjörgæzludeild innvortismeiösli og lærbrot, sjúkrahússins. —JB þegar hún varð fyrir bifreiö, er Opinn fundur með fulltrúum Islands á Allsherjarþinginu: Tœkifœri til að kynnast starfsháttum og samkomulagi í íslenzku nefndinni Fulltrúar stjórnmálaflokkanna ræöa þaö, sem fram kom á siö- asta allsherjarþingi Sameinuöu þjóöanna, veröa fyrir svörum og taka þátt I umræðum um þau efni, á fundi félags Sameinuöu þjóö- anna á islandi annaö kvöld. Þetta verður almennur og opinn fundur, haldinn i Lögbergi, húsi lagadeildar háskólans annað kvöld klukkan 20.30. Fulltrúar flokkanna verða Björgvin Guðmundsson frá Alþýðuflokknum, Garðar Sigurðsson frá Alþýðubandalag- inu, Jón Skaftason frá Framsókn- arflokknum, Lárus Jónsson frá Sjálfstæðisflokknum og Magnús Torfi ólafsson frá Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Eiður Guðnason, fréttamaður, verður umræðustjóri. Þessir fulltrúar flokkanna voru allir i sendinefnd íslands á 29. allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Fundurinn hefst með inn- gangsorðum þeirra, en siðan gefst fundargestum tækifæri til að taka þátt i umræðunum eða leggja spurningar fyrir fulltrú- ana. Þar með gefst tækifæri til þess að fræðast um verkefni og niöurstöður allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, afstöðu íslands til hinna ýmsu mála og um starfs- háttu og samkomulag i nefndinni frá Islandi. Af athyglisverðum málaflokkum þingsins má nefna kvenréttindi og aögerðir i tilefni kvennaársins, deilur Araba og Israelsmanna, sem voru i mjög i brennidepli meö heimsókn Ara- fats, efnahagsmál, orkumál og margt fleira. —SH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.