Vísir - 13.02.1975, Síða 2

Vísir - 13.02.1975, Síða 2
2 Vlsir Fimmtudagur 13. febrúar 1975 risi&sm: Hengir þú öskupoka? Birgir Tómasson, 9 ára. Nei, ég hengi enga öskupoka i fólk. Ég á nú samt einhverja heima, en ég er bara orðinn það gamall, að ég er hættur þessu. Borgþór Magnússon, 12 ára.Nei, þaö geri ég ekki. Ég gerði það, en ég er alveg hættur þvi. Ég nenni þessu ekki lengur. Magnús Magnússon, 9 ára. Nei, ég gerði það á öskudaginn i fyrra en ekki núna. Ég nenni þvi ekki núna. Jóhann Sigurðsson, 11 ára. Ég hengi ekki ofsalega mikiö, en ég hengi á hverjum öskudegi. Núna er ég búinn að hengja nokkra. Nei, nei, fólk verður ekkert vont þó ég hengi i það. Sigribur Þórisdóttir, 11 ára. Já, já. Ég er búin að hengja soldið marga i dag. Ég held að fólki sé bara alveg sama þó það fái í sig öskupoka. Elisabet Þórisdóttir, 9 ára.Já, ég hengi öskupoka á hverjum einasta öskudegi. Ég veit ekki hvað ég er búin aö hengja marga i dag. Jú, ég er að hugsa um aö hengja áfram i fólk. IBUÐIN STENDUR OPIN VEÐRIOGVINDUM Kona i Hiiðunum hringdi: „Alveg er það furðulegt, hvað maöur getur staðið uppi varnar- laus gagnvart fólki, sem traðk- ar á manni. Lög ná oft á tiðum svo ósköp skammt i þeim efn- um. Þannig er, að ég bý á jarðhæð þriggja hæða húss hér i Hliðun- um. Það býr ágætis fólk á hæð- inni fyrir ofan mig, en á þriðju hæðinni er aldeilis stórbiluð kona. Má ég segja geggjuð? Fyrir löngu brotnaði rúða i einum glugga þriðju hæðarinn- ar. Var látið nægja að setja spjald i gatið og er það notað ennþá þrátt fyrir að það þjóni engan veginn sinum tilgangi. Það rignir og snjóar inn um gluggann hindrunarlitið. Áður en langt um leið fóru taumarnir að leka frá þriðju hæðinni og niður með veggjum á annarri hæð. Ljótir taumar, sem loks náðu lika niður á svefnherbergisvegginn i minni Ibúð. Við á neðri hæðunum fórum þess strax á leit við konuna á þriðju hæðinni, að hún léti laga hjá sér gluggann til að fyrir- byggja áframhaldandi vatns- flaum. En þá hló sambýliskona okkar bara og hún hlær enn að mála- leitan okkar án þess að gera nokkuð til að verða við óskum okkar. Við höfum reynt að leita rétt- ar okkar með aðstoð lög- fræðinga, en allt kemur fyrir — og við því fá íbúðaeigendurnir á hœðunum fyrir neðan ekkert gert ekki. Það virðist ekki mega ónáða blessaða konuna: Hún verður að ráða þvi sjálf, hvort hún vill láta ibúð sina standa opna fyrir veðri og vindum. Það er litið hægt að gera fyrir okkur sem þurfum að súpa af þvi seyð- iö. Er þetta ekki furðulegt?” Skrifum Viggós Oddssonar mótmœlt: ## NOTIÐ ÖRYGGISBELTIN ## Jim skrifar: „Mér brá i brún þegar ég las i VIsi, laugardaginn 8. febrúar, bréf frá Viggó Oddssyni um öryggisbelti. Mér finnast full- yrðingar bréfritara vera út i hött. Til að byrja með er ekki hægt að bera slys á kappaksturs- brautum saman við slys i al- mennri umferð. Kappaksturs- bifreiðar eru yfirleitt þrengri og minni og erfiðara að losa sig úr þeim en úr venjulegri fólksbif- reið. Bensingeymirinn er lika venjulega rétt undir sæti öku- mannsins og þvi engin furða — þvi miður — að ökumenn kapp- akstursbifreiða verði oft eldin- um að bráð. Viöurkennd öryggisbelti i fólksbifreiðum eru þannig úr garöi gerð, að fljótlegt á að vera að losna úr þeim. Það er eins og Viggó Oddssyni sé það ekki fyllilega ljóst. Ég vil fá að nefna hér eitt dæmi um ágæti öryggisbelta: Mágur minn lenti eitt sinn i mjög hörðum árekstri I Eng- landi. Hann var akandi á mikl- um hraða þegar annarri bifreið var skyndilega ekið I veg fyrir hans bifreið. Mágur minn slapp lltiö meiddur. Aðeins smábrot á hendi, taugaáfall og höfuðverk- ur. Ef hann hefði ekki veriö I öryggisbelti hefði hann án efa flogið I gegnum framrúðuna og hlotið mikil meiösli — jafnvel bana. Að lokum vil ég láta I ljós þær vonir mínar, að Islendingar haldi áfram að nota öryggis- belti. Og þeir sem nota þau ekki nú þegar byrji strax. öryggis- beltin geta bjargað, og hafa bjargað, fjölda mannslifa.” ,,.... það er ekki hægt að bera slys á kappakstursbrautum saman við slys i almennri umferð,” segir bréfritari. „Hvað verður um ógóðann af myntsðlu Seðlabankans? ff J.E.I. hringdi: „Þeir eru sjálfsagt fáir á þessu landi, sem standa meö nokkrar milljónir I höndunum án þess að vita, I hvað verja skuli upphæðinni. Seðlabankinn er þó I þeirri aðstööu að þvi er ég bezt veit. Eða hvað hefur bankinn gert við milljónirnar, sem fengust af sölu þjóðhátiðarpeninganna? Nú spyr ég: Seldust allir peningarnir og I hvað verður ágóðanum af sölunni varið? Og að lokum tillaga frá mér: Þvi ekki aö láta allan ágóðann renna til þeirra, sem eiga um sárt að binda eftir siðustu náttúruhamfarir, snjóflóðin á Neskaupstaö?” Visir sneri sér til Seðla- bankans og fékk þær upplýsingar, að myntin, sem siegin var á sfðasta ári i tilefni þjóðhátiðar væri uppseld að undanskildum fáeinum silfur- peningum. Um ágóðann af sölunni var þvi svarað til, að hann færi ekki til liknarmála.. Það tiðkaðist ekki, að Seðlabankinn úthlutaði þannig ágóðanum af mynt- sláttu. Ágóðinn af sölu þessarar myntar er ekki eins mikill og margur heldur, sögðu þeir okkur I Seðlabankanum. Og sem dæmi var tekinn gullpeningur- inn, sem seldur var I öskju á kr. 10.200. Aðeins gullið I hann kost- aði eitthvað á milli sjö og átta þúsund krónur. Siðan bættist við smiðakostnaðurinn að sjálf- sögöu. Hún leitar að tösku — Hann að konsertgítar „Ég veit ekki hvað strákurinn heitir né heldur hvar hann er að finna aftur, og hann veit ekki nein deili á mér. Þess vegna leita ég á náðir lesendadálka VIsis, þvl ég verö að finna aftur strákinn, sem keyrði mig spottakprn um daginn.” Og fimmtán ára stúlka úr Reykjavik heldur áfram sögu sinni: „Þessi strákur var á blárri Cortinu og reddaði mér um far án þess að þekkja mig eða ég hann. Ég fór út úr bílnum viö Suðurgötu 8. Þakkaði fyrir aksturinn og kvaddi og hann fór. Þegar hann var horfinn uppgötvaði ég, að ég haföi gleymt veskinu mlnu i bilnum hjá honum. Það var brúnt leður- veski I langri axlaról. Það voru engir peningar I veskinu, en ýmislegt smávegis, sem ég sakna. Mikið væri strákurinn vinsamlegur ef hann hringdi til min. Ég heiti Ólöf og er I slma 23090.” Ólafur Sigurðsson hringdi: „Má ég biðja um aðstoð Vísis I leit minni að forláta gitar, sem frá mér var stoliö I siðasta mánuði? Það var gítar, sem kostar I kringum 30 þúsund krónur. Honum var stoliö úr Ibúö vinkonu minnar I Geitlandi 39 rétt á meðan við fórum I bló. Þjófarnir höfðu einnig á brott með sér plötuspilara og plötur, sem þessi vinkona min átti. Þetta er konsertgítar af geröinni Yamaha. Hann er ljós að framan en með dökkt bak. Nýlegur gitar I svartri tösku. Hann er auðkenndur með stöfunum G-50-A. Ég hef stundað gitarnám I vetur, en án gitarsins næ ég ekki langt I þvi námi. Ég skora á þjófinn að skila gltarnum aftur. Nú, eða finnandann að hafa samband við rannsóknarlög- regluna. Ég er tilbúinn til aö gefa góð fundarlaun þeim, sem getur fært mér gltarinn minn aftur.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.