Vísir


Vísir - 13.02.1975, Qupperneq 6

Vísir - 13.02.1975, Qupperneq 6
6 Vlsir Fimmtudagur 13. febrúar 1975 VISIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiðsla Ritstjórn Askriftargjald 600 t lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúli G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Sfmar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Slmi 86611 : Slðumúla 14. Simi 86611. 7 llnur kr. á mánuði innanlands. eintakið. Biaðaprent hf. Eina leiöin Rikisstjórnin hefur sem betur fer valið leið gengislækkunar úr ógöngum efnahagslifsins og hafnað uppbótaleiðinni, sem margir mæltu með að órannsökuðu máli. Útreikningar sérfræðinga hafa sýnt, að uppbótaleiðin hefði kostað þjóðina gifurlegar skattaálögur og tillitslausan niður- skurð rikisútgjalda. Einnig kom i ljós, að þessar álögur og niður- skurður hefðu ekki nægt, heldur aðeins veitt stundargrið. Enda er það gömul saga, að upp- bótakerfi er aðeins áningarstaður á leið til gengislækkunar. Uppbótakerfi veitir mönnum aðeins um takmarkaðan tima tækifæri til að neita að viðurkenna staðreyndir. Þar við bætist, að uppbótakerfið átti aðeins að lina þjáningar útgerðar og fiskvinnslu, en hefði ekki haft veruleg áhrif á gjaldeyrisstöðuna. Gengislækkunin gerir hins vegar hvort tveggja i senn, kemur sjávarútveginum á heilbrigðan grundvöll og bætir gjaldeyrisstöðuna, svo að þjóðin getur áfram stundað eðlileg viðskipti við umheiminn og þarf ekki að sæta vöruskorti. . Rikisstjórnin hefur ákveðið 20% gengislækkun, sem jafngildir 25% hækkun á verði erlends gjald- eyris. Þessi lækkun er af sérfræðingum talin nægileg til að leysa efnahagskreppuna, ef unnt verður að hindra, að ófriður i atvinnulifinu dragi úr áhrifum hennar. Þjóðin getur verið vongóð um, að ekki verði grafið undan lækningaráhrifum gengislækkunar- innar. Forustumönnum launþegasamtakanna er ljóst, að uppbótaleiðin hefði leitt til samdráttar og atvinnuleysis, en gengislækkunin tryggir hins vegar framhald fullrar atvinnu. Rikisstjórnin stefnir að ýmsum hliðarráðstöf- unum, samhliða gengislækkuninni. Nauðsynlegt er að breyta fiskverðskerfinu á þann hátt, að millifærslur fram og til baka milli útgerðar og fiskvinnslu leggist niður og stefnt að þvi, að út- gerðarmenn og sjómenn greiði sjálfir oliu, trygg- ingar, vexti og afborganir vegna rekstrar bát- anna. Ennfremur er nauðsynlegt, að rikið skeri nið- ur útgjöld sin til að geta staðið við skuld- bindingar sinar vegna náttúruhamfaranna i Vestmannaeyjum og Neskaupstað. Loks hyggst rikisstjórnin gera ráðstafanir til þess að vernda hina verst settu i þjóðfélaginu gegn áhrifum gengislækkunarinnar. Það þýðir, að láglaunabætur, elli- og örorkulifeyrisgreiðslur verða hækkaðar. Þeir, sem betur eru settir, verða hins vegar að bera byrðar gengislækkunar- innar bótalaust. Rikisstjórnin hefur kynnt stjórnarandstöðunni og aðilum vinnumarkaðarins ástandið i efna- hagsmálunum og væntanleg áhrif gengislækkun- arinnar. Hún hefur lýst þvi yfir, að hún muni hafa samráð við þessa aðila um einstakar aðgerðir. Stjórnarandstaðan hafði áður lýst sig fúsa til samráða um björgunaraðgerðir, svo að þjóðinni er óhætt að vona, að samstaða náist á breiðum grundvelli um réttláta skiptingu byrðanna, sem versnandi viðskiptakjör og sölutregða islenzkra afurða hafa i för með sér. Með ákvörðuninni um gengislækkun hefur rikisstjórnin valið einu leiðina, sem kom til greina. —JK Nýir meistararbeita nú peningavopninu Millirikjafésýsla, millilandaverzlun, er- lend lán og lántökur, f járfestingar milli landa, allt er þetta margflókinn vefur, sem á það sameiginlegt með isjakanum, að fyrir al- menningssjónir koma naumast nema brot af heildinni — niu tiundu eru undir yfirborðinu. Annað veifið er um að ræða millifærslur á svo hrikalegum fjárhæðum, að spurnir hljóta að fara af. Eða þá að uppgjör eru lögð fram, svo að átta megi sig á hallanum, sem orðið hefur I við- skiptunum við kaupanautana. Þeir, sem vel eru heima I þess- um málum, kunna að lesa mikil- vægi slíks úr fréttum af þessum vettvangi. Þorri manna lætur það fram hjá sér fara, nema þegar verður viðskiptahalli þeirra manna við kaupanautana I út- löndum. Mest er það þó aðeins óljóst hugboð um að óhagstæður viðskiptajöfnuður sé eitthvað, sem sé óæskilegt. Hinir, sem heyra, að Frakkland hafi fengið 100 milljarða dollara lán frá Aröbum og samning um að frönsk fyrirtæki taki að sér verkefni i einhverju rlkja Araba, verkefni upp á milljarða dollara, verða ekkert undrandi þótt Frakkar sýni mikla samstöðu með þessum viðskiptaaðila slnum á alþjóöavettvangi. Ef tekið væri einfalt dæmi, okk- ur Islendingum nærtækt, þá mætti gera þetta enn ljósara. Ef Bretar, sem eiga við mikil efna- hagsleg bágindi að strlða ættu kostá hundraða milljarða dollara láni, sem við Islendingar værum umkomnir að veita þeim, þá mundum við hafa þá I vasanum I landhelgismálinu. Ef þeir skuld- uðu okkur fúlgur fjár, ættu þeir ekki hægt með að vera okkur fjandsamlegir I okkar áhugamál- um. Sá, sem hefur verið öðrum háð- ur I fjármálum, þekkir vel, hvaða vald hann beygir sig undir — þótt ekki hafi beinllnis verið settir neinir skilmálar um þýlyndi á öðrum sviðum. Það má vel skilja, þótt ekki skelli I tönnum. Þetta er vopn, sem vissulega bftur vel, ef því er fimlega beitt I skylmingum. Og það eru einmitt fréttir af sllkum skylmingum sem öðru hverju hafa verið að berast á slð- ustu mánuðum. Þær hafa sjálf- sagt alltaf átt sér stað I einhverj- um mæli I langri sögu mannkyns- ins, en fréttir af þeim fara hærra orðið en áður var. óljóst má heyra sverðaglamrið I bakgrunninum, þegar fréttist, að olfufurstar Araba hafi keypt hlutabréf I Kruppverksmiðjunum fyrir svo og svo marga tugi milljóna marka. Yfir biteggjarn- ar er breitt klæði, fagurlega út- saumað I rósaflúri þess að veita beri peningastraumnum I hring, Sadat Egyptalandsforseti og kona hans nýlega I heimsókn hjá forseta- hjónum Frakklands. Sadat falaðist eftir vopnakaupum hjá Frökkum og Frakklandsforseti hefur breytt fyrri stefnu stjórnarinnar um bann við vopnasölu til Austurlanda nær. frá olluneytendum til ollufram- leiðslurlkjanna, og frá oliufram- leiðendunum aftur til fyrirtækja olluneytenda, sem ramba á barmi glötunarinnar vegna orku- kreppúnnar. öllu má drekkja I orðavaðlin- um. 1 gegnum skvaldrið heyrist ekki þetta vopnabrak, þegar rætt er um að olíufurstar veiti bila- framleiðendum efnahagsaðstoð, eöa kaupi jafnvel með húð og hári þær bllaverksmiðjur sem orðnar eru gjaldþrota. — Svo og svo mörg hundruð milljónir dollara á borðið, gerið svo vel, og þið eruð lausir úr skuldabaslinu I bili. Okkur sé þökk! Ef ekki væri vegna bergmáls- ins, gætu ekki aðrir en skylmingamennirnir sjálfir glöggvað sig á gangi orustunnar. En með því að hlusta vel má skilja á bergmálinu, hvorum vegnar betur. Það bergmálast t.d. i orðum Geralds Fords Bandarikjafor- seta, þegar hann varar þingið og þjóðina við þvi, að ekki megi lengur dragast að gripa til sér- stakra ráðstafana, ef Bandarikin „eigi ekki að verða öðrum háð, nefnilega olluseljendum”! Þegar forseti voldugasta auð- rlkis jarðar, sem verið hefur I áratugi, óttast, að riki hans sé að verða öðrum háð, þá má ljóst vera, að það er enginn auli sem skylmingavopninu beitir á móti. — Bandaríkin, sem likt hefur ver- ið við Fróðakvörn, er allir aðrir hafa sótt sinn krepping gulls til! — Þetta auðvald! Mundi nokkur goðgá, þótt ein- hverjum hryti hér af vörum: Hvað er eiginlega á seyði? Það svarar sér þó sjálft, þegar hér er komið veraldarsögunni. Það hefur nefnilega æ fleirum lærzt, að efnahagsaðgerðir eru áhrifarlkara vopn en nokkurt hernaðartæki, sem beitt hefur verið I stríði — þótt kjarnorku- sprengja sé kannski ívið fljótvirk- ari og óhugnanlegri. Og hinir nýju meistarar þessa vopnaburðar beita þvi af harð- ýðgi, sem sumir kveinka sér und- an en öðrum stendur stuggur af. MD Wff/DCT Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.