Vísir


Vísir - 13.02.1975, Qupperneq 8

Vísir - 13.02.1975, Qupperneq 8
 Markakóngi mistókst auðveldasta fœrinu i Hörður Sigmarsson gat haldið Haukum á floti, en lét verja fró sér vítakast og þar með sigldi Yíkingur í örugga höfn— Hörður og Einar Magnússon skoruðu bóðir 9 mörk í leiknum FH hafði betur í skot- — Hvað ætlar litli bróðir nú að f ara að gera? mætti ætla að Orn Hallsteins- son, lengst til hægri sé að hugsa í leiknum við Gróttu i gærkveldi. Þeir Hallsteinsbræður stjórn- uðu þá FH-liðinu í fyrsta sinn í vetur og útkoman var sigur gegn nýliðunum i deildinni. Á milli þeirra er Gunnar Einarsson, sem var bezti maður liðs- ins í leiknum. Ljósmynd Bj. Bj. Vonir Hauka um að næla sér i íslands- meistaratitilinn i hand- knattleik karla i ár urðu að engu i leiknum við Viking i Hafnarfirði i gærkveldi. Víkingarnir kafsigldu þá á loka- sprettinum og eru þvi áfram með i slagnum. Hvort þeir ná gullverð- laununum er ekki gott að segja um, en mikið má fara úr skorðum hjá þeim i næstu leikjum, ef þeir ná ekki að minnsta kosti i sflfrið eða brons- ið. A sunnudagskvöldið leika þeir mikilvægan leik i deildinni — mæta Fram i Laugardalshöllinni — og forsmekkinn, eða æfinguna fá þeir á föstudagskvöldið á sama stað, en þá mæta þeir Val i bikar- keppninni. Snúningurinn i leiknum I gær- kveldi kom seint i siðari hálfleik. Þá var staðan 16:15 fyrir Viking. Haukarnir voru með boltann og fengu dæmt vitakast. Um leið var einum leikmanna Vikings visað af leikvelli i 2 minútur. Hörður Sigmarsson stillti sér upp til að taka vitið, og allir bjuggust við hans 9. marki i leikn- um og jafnframt jöfnunarmarki Hauka. En markaskoraranum mikla mistókst i þetta sinn — Sigurgeir varði, og upp brunuðu Vikingarnir á fullri ferð. Þar var brotið á einum þeirra, og þeir fengu viti, sem Stefán Halldórs- son skoraði úr. Þar með voru Vik- ingamir komnir 2 mörkum yfir i stað þess að Haukarnir jöfnuðu. Rétt á eftir fengu þeir annað víti og Einar Magnússon fékk þar tækifæri til að SKora sitt 9. mark i leiknum. En Gunnar Einarsson varði skotiö, og Einar mátti biða þar til i næsta upphlaupi með mark númer nfu. Rétt á eftir skoraöi Skarphéðinn 19. mark Víkings og munurinn þá orðinn 4 mörk. Við þann mun réðu Haukarnir ekki — þeir fóru i gamla horfið — hnöppuðust allir á miðjuna, þar sem hvorki gekk né rak. Allt gekk á afturfótunum og Vikingarnir komust á meðan i 6 marka mun 22:16. Tvö siðustu mörk leiksins skoruðu Haukar — Hilmar Larsen og Hörður Sigmarsson. Mark Harðar kom eftir að leik- timanum var lokið — úr auka- kasti. Gengu Vikingamir úr varn- arveggnum til að auðvelda hon- um að skora þetta mark, og Rós- mundur markvörður lyfti upp fætinum til að hleypa boltanum alla leið i netið. Leikurinn var lengst af jafn og spennandi. Haukarnir höfðu frumkvæöið i fyrri hálfleik — og voru einu til tveim mörkum yfir — og Vikingarnir náðu aldrei meir en að jafna. 1 hálfleik var staðan 10:10 og hélzt jöfn i 12:12. Þá loks tókst Reykvikingunum að komast yfir — Páll Björgvinsson skoraði þeirra 13.mark, og var það raunar hans eina mark i leiknum. Eftir það voru Vikingarnir með leikinn — það næsta sem Hafnfirðingarnir komust var i 15:16, en þá brást markaskorar- innmikli i vitakastinu mikilvæga. Leikurinn var oft skemmtilega leikinn — Haukarnir góðir i upp- hafi, og voru með afbragðsleik- fléttur inn á milli. Einnig sást margt gott til Vikinganna, og undir lokin þegar mest á reyndi sýndu þeir hvað i þeim býr. Verð- ur áreiðanlega gaman að sjá til þeirra ileikjunum um næstu helgi Þeir Hörður Sigmarsson og Einar Magnússon voru menn leiksins með 9 mörk hvor, og báö- ir skoruðu þeir tvö mörk úr vit- um. Einar var með öllu betri út- komu — 11 skot á móti 14 skotum Harðar, og hans mörk voru einnig meir fyrir augað — hörkuskot sem enginn sá fyrr en boltinn lá i netinu . . . Stefán Halldórsson var einnig skemmtilegur i þessum leik — eins og oftast, og sama má segja um þá Skarphéðin og Pál Björg- vinsson. Hjá Haukunum var Stefán Jónsson friskur að vanda, en gleymdi stundum að fara inn um stórar glufur i vörn Viking- anna — glufur sem hann hafði bú- ið til sjálfur með þvi að „tæta” hana. Einnig sýndi Arnór Guð- mundsson skemmtileg tilþrif á linunni, en fékk ekki boltann þeg- ar allt var opið. Mörkin i þessum leik skoruðu: FyrirHauka: Hörður Sigmarsson 9 (2 viti), ólafur Ólafsson 2 (bæði viti), ArnórGuðmundsson, Stefán Jónsson og Hilmar Larsen 2 mörk hver og Ingimar Haraldsson ] mark. Fyrir Viking: Einar Magnússon 9 (2 víti), Stefán Halldórsson 3 (1 viti), Skarphéð- inn 3, Jón Sigurðsson og Sigfús Guðmundsson 2 mörk hvor og þeir Páll Björgvinsson, Ólafur Friöriksson og Þorbergur Aðal- steinsson 1 mark hver. Leikinn dæmdu Karl Jóhanns- son og Hannes Þ. Sigurðsson og geröuþaðvel. —klp— Liverpool stein- lá í Newcastle! Liverpool missti af tækifæri i gærkvöldi að ná efsta sætinu i 1. deildinni ensku — já, ekki nóg með það. Bikarmeistararnir steinlágu i Newcastle fyrir liðinu, sem þeir unnu i úrslitaieik bikar- keppninnar sl. vor, — beinlinis rotaðir i fyrsta leikkaflanum. Eftir aðeins 23 minútur stóð 3-0 fyrir Newcastle. John Tudor, Malcolm MacDonald og Stewart Barrowclough - skoruðu. Þannig stóð þar til á 68.min., að Brian Hall skoraði fyrir Liverpool. MacDonald svaraði nær strax með marki— eða á 71.mln. og er nú markahæstur leikmanna i 1. deild með átján mörk. í 3. deild nálgaðist Swindon efstu liðin — lék i Aldershot og sigraöi með 1-0, en i 4. deild vann Hartlepool Lincoln City 2-0 og var það slæmt tap fyrir Lincoln i keppninni um að komast upp I 3. deild. — hsim. Vikingarnir skoruðu mörg mörk I leiknum við Hauka i gærkveldi úr hraðaupphlaupum, en á þeim hafa þeir náð góðum tökum. Hér er Jón Sigurðsson kominn i skotfæri i einu sliku, og augnabliki siðar lá boltinn i netinu. Fokið í flest skjól hjá Ármanns stúlkunum Skoruðu ekki mark fyrr en á fimmtu mínútu síðari hálfleiks á móti FH — Staðan í hálfleik var 11:0 Armannsstúlkurnar i hand- knattleik, sem eru I þriðja sæti i 1. deild kvenna. sýna nú hvern leik- inn öðrum ömurlegri í deildinni. Um helgina töpuðu þær fyrir neðsta liðinu, sem þá var — Vik- ing — með 4 mörkum gegn 10, og þar áður mörðu þær jafntefli við hitt botnliðið — KR — 15:15. Það er eins gott aö hafa varnarvegginn háan og breiöan, þegar sá stóri i FH-liðinu — Ólafur Einarsson tekur aukaköstin. Hér er hann búinn aöhleypa af, en I þetta sinn hitti hann stóra netið fyrir aftan mark- ið. Ljósmyndir Bj. B Mótherjarnir öruggir gegn Spörtu án Bomma En i gærkveldi keyrði alveg um þverbak hjá þeim. Þá léku þær við FH i tþróttahúsinu i Hafnar- firði og skoruðu ekki mark fyrr en á fimmtu minútu siðari hálfleiks- ins. FH-stúlkurnar léku þær sundur og saman I fyrri hálfleik, og lok- uðu þar að auki markinu. Skoruðu þær 11 mörk i hálfleiknum, en fengu ekki á sig eitt einasta. Það var ekki fyrr en fimm minútur voru liðnar af siðari hálfleiknum, að Armannsstúlkurnar komust á blað. Skoraði þá Erla Sverrisdótt- ir út vitakasti. Þegar 10 minútur voru til leiks- loka var staðan 15:4 fyrir FH, en þá kom loks smáglæta i leik Ár- mannsstúlknanna, og þær skor- uðu 6 mörk gegn 2 þaö sem eftir var. Lokatölurnar uröu 17:10 fyrir FH. —klp— Leikmenn Spörtu eru taugaslappir, en .... i----—----------------------- keppninni við Gróttu! ,,Við FH-ingar eigum aðeins eitt takmark um þessar mundir, og það er aö sigra i íslandsmót- inu” sagði hinn nýi þjálfari FH — Geir Hall- steinsson — eftir leikinn við Gróttu i 1. deild i gærkveldi. „Við erum búnir að bæta við einni æfingu i viku og ætlum að vinna þá leiki, sem eftir eru i deildinni. Ef ég fer að leika aftur, mun Örn bróðir sjá um innáskiptingarnar, en við munum sjá um liðið i sameiningu fram á vor.” Ekki var mikið að marka þenn- an fyrsta leik Hallsteinsbræðr- anna i gærkveldi — þeir fengu jú tvö stig út úr honum — en ljóminn yfir liðinu var litið skærari en fyrr i vetur. En kannski hann komi i næstu leikjum? Leikurinn var nánast skot- keppni á milli FH og Gróttu, þar sem FH fór með sigur af hólmi — hitti oftar rammann en leikmenn liðsins af Seltjarnarnesinu. Var skorað hvorki meira né minna en 51 mark i honum.þar af gerði FH 29 en Grótta 22. Þetta var ömurlegur leikur i alla staði — varnarleikurinn alveg á núlli, markvarzlan litið betri, og sumar sóknarloturnar náðu þvi varla að verða tiu sekúndna gamlar áður en einhver skaut. Það, sem kom á Gróttu- markið, var nær undantekningar- laust inni — það var bara að hitta það. Hinum megin var það örlitið skárra, a.m.k. þegar Birgir Finn- bogason stóð i markinu. En það var heldur enginn vandi að skora, ekki voru varnirnar að þvælast fyrir þeim skotóðu. -29 sinnum lá boltinn í Gróttumarkinu f og 22 í marki Islandsmeistaranna FH tók strax afgerandi forustu i leiknum — komst i 7:1 þegar 15 minútur voru búnar — en þá kom loks mark númer 2 hjá Gróttu. Þessi 5 marka munur hélzt þar til undir lok hálfleiksins, en þá skoraði FH 3 mörk i röð og hafði 8 mörk yfir i leikhléi — 15:7. t siðari hálfleik var haldið áfram að skjóta og skora. Boltinn gekk eins og borðtenniskúla end- anna á milli og hafnaði oftast i markinu eða fyrir aftan það, þar sem enn stærra net var til að hitta. Grótta náði aldrei að minnka bilið meir en i 6 mörk. Það var um miðjan hálfleikinn er staðan var 23:17. Mörkin hrúguðust upp, og þegar flauta timavarðarins loks gall — öllum til mikillar ánægju — var hún 29:22 FH-ingum i vil. Geir Hallsteinsson lék ekki með FH og heldur ekki Gils Stefáns- son, sem er á sjúkrahúsi eftir Austur-Þýzkalandsferðina. En flest hin stóru nöfnin voru með — og hafa oft verið betri. Það var helzt Gunnar Einarsson, sem skar sig úr — a.m.k. var hann betri en oft áður i vetur — og spil- ið var einna bezt, þegar Viðar Simonarson var inn á. Þá var Birgir Finnbogason oft góður i markinu i fyrri hálfleik, og Arni Guðjónsson fyrirliði liðsins sló persónulegt met i þessum leik — skoraði alls fimm mörk, og átti það svo sannarlega skilið. Hjá Gróttu var fátt um fina drætti. Sá eini, sem eitthvaðlét að sér kveða i skotkeppninni, var Halldór Kristjánsson — hitti sex sinnum fram hjá markvörðunum og oftast þegar enginn bjóst við skoti. Björn Pétursson skoraði að visu 8 mörk, en 4 þeirra voru úr vitaköstum. Mörkin i þessum leik skoruðu: Fyrir FH: Gunnar Einarsson 7, Ólafur Einarsson 5, Árni Guð- jónsson 5, Þórarinn Ragnarsson 4, Viðar Simonarson 3, Guðmund- ur 2 og þeir Jón Gestur, Sæmund- ur Stefánsson og örn Guðmunds- son 1 mark hver: Fyrir Gróttu: Björn Pétursson 8, Halldór Kristjánsson 6, Arni Indriðason 3, Georg Magnússon 2 og þeir Kristmundur, Magnús og Þór Ottesen 1 mark hver. Dómarar voru þeir Óli Ólsen og Björn Kristjánsson. Fengu þeir ágæta hlaupaæfingu út úr leikn- um, þvi þeir þurftu að þenjast fram og aftur með nokkurra sekúndna millibili. En þeir höfðu þó tima og þrek til að flauta, og gerðu það yfirleitt á réttum stað og réttri stundu. —klp— Toppbaráttan í algleymingi Tveir leikir voru háðir i 1. deild tslands- motsins I handknattleik karla i iþróttahúsinu i Hafnarfirði i gærkvöldi. Úrslit urðu þessi. Ilaukar — Vikingur 18-22 FH—Grótta ' 29-22 Staðan er nú þannig: Valur 10 7 0 3 202-169 14 Vfkingur 9 6 1 2 180-161 13 FH 9 6 0 3 192-179 12 Fram 10 5 2 3 191-188 12 Haukar 10 5 0 5 188-182 10 Armann 10 5 0 5 168-179 10 Grótta 10 1 2 7 205-233 4 IR 10 1 1 8 181-216 3 Markahæslu leikmenn eru: Hörður Sigmarsson, Haukum, 89/28 Björn Pétursson, Gróttu, 69/24 Ólafur H. Jónsson, Val, 50 Einar Magnússon, Vikíng, 46/11 Pálmi Pálmason, Fram, 46/15 Stefán Halldórsson, Viking, 42/15 llalldór Kristjánss. Gróttu, 38/3 AgústSvavarsson, ÍR. 37/4 Björn Jóhannesson, Ármanni, 32/4 Brynjólfur Markússon, ÍR, 32 Viðar Simonarson, FH, 32/7 Geir Hallsteinsson, FH, 31/2 Þórarinn Ragnarsson, FH, 31/10 Hannes Leifsson, Frain, 30/5 Jón Ástvaldssson, Armanni, 30 Jón Karlsson, Val, 30/8 Næstu leikir verða á sunnudagskvöld i Laugardalshöllinni. Þá leika kl. 8.15 Ar- mann-Valur, siöan Fram-Vikingur. —hsirn. Staðon í !. deild hjá konum Staðan i 1. deild kvenna eftir leikinn i gær- kveldi: FH—Armann 17: 10 (11:0) Valur 9 9 0 0 186: 88 18 Frain 8 7 0 1 139: 94 14 Ármann 9 4 1 4 130:109 9 Breiðablik 8 4 0 4 77:105 8 FH 9 4 0 5 132:139 8 Vfkingur 9 2 0 7 83:118 4 Þór 9 2 0 7 85:159 4 KR 7 1 1 5 85:105 3 Næstu leikir i deildinni veröa um helgina. Þó fara fjórir leikir fram. KR—Þór, Víkir.g- ur—Valur, Fram—Brciöablik og Ar- mann—Þór. Austanátt í Evrópu- keppni í körfunni Split, Júgóslaviu, tryggöi sér i gærkvöldi sæti i undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa i körfubolta, þegar liðið vann Virtus Sinud.vne, Bolonga, 87-74 I Split. Samanlagt 165-155. Spartak, Leningrad, varð efst I þessum B- riðli — vann Moderne, Le Mans, Frakklandi, i gærkvöldi meö 119-79. t undanúrslitunuin leikur Spartak við CSKA, Búlgariu, en Split við Rauðu stjörnuna, Bclgrad. — hsim. Borg sigraði Björn Borg, tennissnillingurinn sænski, sigraöi I riðli heimsmeistarakeppninnar, sem lauk i Bolognu ó ttaliu i gærkvöldi. t úrslitum lék Björn, 19 ára, við banda- riska svertingjann Arthur Ash, 31 árs, og sigraði i mjög höröum leik 7-6, 4-6 og 7-6. t siðustu hrinunni virtist Ash ætla að tryggja sér sigur — komst I 3-0 — cn þá fór Sviinn heldur betur i gang. i undanúrslitum lék Björn við Tom Okker, Hollandi, og vann 6-4, 6-2, en Ash sigraöi Bob Hewitt S-Afrlku, 6-2, 6- 3. Verðlaun námu 60 þúsund dollurum og i úr- siitum var áhorfendasaiurinn þéttskipaöur, 6000 áhorfendur. — hsim.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.