Vísir - 19.02.1975, Síða 2

Vísir - 19.02.1975, Síða 2
2 Vlsir. Miðvikudagur 19. febriiar 1975. ThaBsm'- Hver hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaróðs í ór? (Finninn Hannu Salama) Sigurður Jónsson, módelsmiður: — Ég hef ekki hugmynd um það. Asiaug Siguröardóttir, húsmóðir: — Það var Finni. Hvað hann heit- ir? Hann heitir.... hm.... nei ég man það ómögulega. Sveinn Rúnarsson, vélskólanemi: — Finnskur var hann en ég man ekki hvað hann heitir. Nafnið á bókinni? Nei, það man ég ekki. Sigríður Sigurðardóttir, af- greiðsiustúlka: — Ja, nú veit ég ekki. Þetta hefur alveg farið fram hjá mér. Dagbjartur Sigurðsson, hús- gagnaframleiðandi: — Finni var hann. En hvernig á maður að geta munað þessi finnsku nöfn? Ég man bara að hann var ákærður um skattsvik. Hermina Sigurbjartsdóttir, hús- móðir: — Var hann ekki Svii? Nei annars, ég veit það ekki. LESENDUR HAFA ORÐIÐ ## í gapostokkinn með þó! ## H.G. skrifar: „Hversu lengi ætla yfirvöld að sjá i gegnum fingur við glæpa- menn okkar? Likamsárásum, já og jafnvel morðtilraunum, fjölgar óðfluga, að ekki sé nú talað um innbrot og aðra þjófnaði, skemmdarverk ýmiss konar og annað stórt og smátt, sem við lesum daglega um i blöðunum. Þessum glæpum hefur f jölgað stórkostlega, en það er eins og það sé ekki einu sinni lengur til umræðu að reyna að sporna við fæti. Á timabili voru slikar um- ræður i tizku, og til aðbyrja með virtust þær umræður ætla að verða til þess að eitthvað yrði gert til úrbóta. En svo komu fram á sjónar- sviðið sálfræðingar og önnur „góðmenni”, sem sögðu, að það væri ljótt að refsa afbrotamönn- um. Það yrði að fara vel að þeim. Hver tekur ekki mark á sérfræðingum? Smátt og smátt lærðist fólki, að það væri tómt mál að tala um það að refsa misindismönnum — og umræður um allt slikt féllu niður. Siðan hefur fjölgað i stétt misindismanna og afbrotum fjölgað gifurlega. En það má ekki tala um það að byggja fleiri fangelsi eða gera aðrar ráðstaf- anir til að taka hina seku úr um- ferð. Nei, það er af og frá. Kannski það sé of dýrt. Ég veit það ekki. Ég veit bara, að þjófnaðir, skemmdarverk og annjjð af þvi taginu er ekki ókeypis fyrir þá er fyrir sliku verða. En hvað um það. Eitthvað verður að gera. Maður er orðinn lifhræddur af að búa við þetta ófremdarástand. Ef það er of dýrt að byggja fangelsi, þá er til annað ráð og jafnvel betra: Reisið röð af gapastokkum meðfram göngugötunni okkar, Austurstrætinu og stillið þar upp þeim misindismönnum, sem hættulegir eru umhverfi sinu. Ómannúðlegt? Mér er alveg sama. Það er jafnómannúðlegt að láta mig lifa i stöðugum ótta við þessa andskota.” — Ef það er ekki pláss inni, þá á bara að geyma misindismennina úti, segir H.G. í bréfi sínu. „OFANIGJOFIN ENDIST FIM- FÉLÖGUM VONANDI UM HRÍÐ" Guðrún Jónsdóttir hringdi- „Til hamingju Jakob Haf- stein. Þú ert væntanlega búinn að gefa hinum sjálfumglöðu listamönnum i FIM og öllum þeirra fylgifiskum þá ærlegustu rassskellingu, sem þeir hafa fengið fyrr og siðar. Nú er bara að vona, að hin duglega ofani- gjöf endist um hrið. Hin geysilega aðsókn að sýn- ingu þinni strax fyrstu dagana og hin mikla sala málverka þinna — það seldust 45 verk fyrstu sýningarhelgina — sýnir óumdeilanlega, hvað það er, sem fólk vill sjá og hvað fólk vill hengja upp til að gleðja augað. Það er ekki á ykkar valdi, FIM-félagar, að ákveða, hverju fólk eigi að láta sér geðjast að á myndlistarsviðinu. Þó naturalismi sé úthrópaður úr ykkar félagsskap er ekki þar með sagt, að fólk eigi ekki að fá að skoða þá myndlist. Hroki ykkar vekur andúð alls þorra almennings — og yfir- valda. Hvernig var það annars FIM-félagar: Lýstuð þið nokk- urn tima áliti ykkar, þegar list- sýningunni i Sovét var útrýmt með jarðýtum og djöfulgangi hér fyrr i vetur?” UPP MEÐ HUMORINN! UPP MEÐ ÚTVARPSSTÖÐ MEÐ TÓNLIST! Kátur skrifar: „Tókuð þið eftir þvi núna um daginn, þegar Visir spurði nokkra vegfarendur að þvi, hvað þeim þætti bezt og verst við útvarpið okkar, að fimm hinna sex, sem spurðir voru, svöruðu þvi til, að á þeirra heimili væri mest hlustað á Kanaútvarpið. Ég er sjálfur i þeim stóra hópi, sem viðurkennir, að út- varpið okkar sé gott og sé alltaf að bæta sig. En við vitum, að það sem fólk sækist mest eftir aö heyra er létt tónlist. Þvi er það, að svo margir hlusta á Kanann þegar þeim leiðist það sem rikisútvarpið hefur að flytja. I viðtali við nýskipaðan tón- listarstjóra rikisútvarpsins kemur það fram, að 55 prósent alls útvarpsefnisins sé tónlist. En það er ekki nóg. Megnið af þessari tónlist er þung — að mér finnst. r Hann sagði lika, þessi ágæti tónlistarstjóri, að það gæti verið gaman að geta verið með tón- listarflutning einvörðungu á sérstakri rás. Slikt væri bara ó- mögulegt vegna fjárskorts. Þetta er ekki rétt. Það væri ó- sköp ódýrt og einfalt aö hefja sllkar útsendingar strax á morgun. Það hefur ábur verið útvarpað á tveim rásum sam- timis. Eini kostnaðurinn við rekstur svona útvarpsstöðvar væri STEF-gjöld og launa- greiðslur til plötusnúða. Litill kostnaðarliður, sem vinna mætti fyrir með lestri auglýs- inga á milli laga, Það er pott- þétt, að nægar auglýsingar fengjust. Það er fyrir löngu búið að af- sanna það, að rekstur svona út- varpsstöðvar sé illframkvæm- anlegur. Það hafa smástrákar afsannað með þvi að dunda sér vib slikar útvarpsútsendingar — og það með tækjum, sem þeir geta geymt i skrifboðsskúffum sinum. Ráðamenn okkar ættu að drifa upp svona útvarpsstöð strax i dag. Það er verið að pina fólk svo hræðilega á allan mögulegan hátt, að það er bein- linis orðið lifsnauðsynlegt að drlfa upp svona stöð til að létta skap manna með léttri tónlist. Verum kát. Við höfum eytt stærri peningaupphæðum i meiri óþarfa. Ætli það væri ekki hægt að reka svona stöð fyrir svipaða upphæð og það kostar að reka einn og hálfan ráð- herrabil?!!!” HR/NGÍÐ EF YKKUR LIGGUR EITTHVAÐ Á HJARTA Vil viljum minna les- endur okkar á það, að þeir þurfa ekki endilega að koma orðum sínum bréflega í lesendadálk blaðsins. Notið símann, ef ykkur liggur eitthvað á hjarta, en komið þvi ekki á blað af ein- hverjum ástæðum. Við svörum upphringingum ykkar í síma 86611 á milli klukkan eitt og þrjú daglega.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.