Vísir - 19.02.1975, Síða 6

Vísir - 19.02.1975, Síða 6
6 Vlsir. Miðvikudagur 19. febrúar 1975. VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannessón ~ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. 1 i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Aftur á uppleið ? Gengislækkunin mun vafalitið rýra lifskjörin i landinu um 8-10% á næstu mánuðum. Þetta er i óskemmtileg tilhugsun, sem veldur þvi, að menn taka gengislækkuninni ekki með neinum fögnuði. En hinu má ekki heldur gleyma, að annars kon- ar ráðstafanir, sem um tima voru taldar koma til greina,hefðu rýrt lifskjörin með sama hætti. Upp- bótaleiðin hefði ekki siður haft slik áhrif. Kjarni málsins er sá, að framhjá versnandi lifskjörum varð ekki komizt. Gengislækkunin hefur það fram yfir aðrar ráð- stafanir, að hún tryggir betur en aðrar leiðir framhald fullrar atvinnu i landinu. Hún gerir is- lenzka atvinnuvegi samkeppnishæfari bæði á er- lendum og innlendum markaði og byggir upp gjaldeyrisvarasjóð, sem skapar þjóðinni láns- traust til atvinnuaukandi framkvæmda. y Þetta gera flestir ábyrgir menn sér ljóst, þótt ) sumir þeirra hafi rekið upp ramakvein, meira af gömlum vana en af innri sannfæringu. Þess vegna er enn von til þess, að sæmilegur friður verði um gengislækkunina, svo að hinum hag- stæðu áhrifum hennar verði ekki eytt. Rikisstjórnin hyggst i samráði við aðila vinnu- markaðsins gera ráðstafanir i þágu hinna verst settu i þjóðfélaginu, láglaunafólks og elli- og ör- orkulifeyrisþega. Þessar ráðstafanir eiga að ) hindra, að gengislækkunin leiði til félagslegs böls i i landinu. I Þeir, sem betur eru settir, verða að taka á sig /( byrðar gengislækkunarinnar og sætta sig við, að ) lifskjör þeirra verði svipuð og þau voru á árinu 1972. í þessum hópi verður uppmælingaraðallinn að vera, ef eitthvert vit á að vera i ráðstöfunun- um. Ábyrgir menn verða að reyna að hafa vit fyrir þeim, sem vilja æsa til verkfalla i kjölfar gengis- lækkunarinnar. Við núverandi aðstæður mundi hækkun launa i krónutölu aðeins leiða til jafn- mikilla verðhækkana, sem jafnóðum mundu eyða launahækkuninni og rýra enn verðgildi krónunn- ar. Þjóðarbúið hefur orðið fyrir slikum áföllum i viðskiptakjörum og sölutregðu útflutningsat- I vinnuveganna, að launahækkanir væru ekkert \ annað en sjálfsblekking. 1 Við þetta bætist, að samdráttur er nú nauðsyn- legur i byggingaframkvæmdum, ekki aðeins hjá hinu opinbera, heldur einnig hjá fyrirtækjum og fjölskýldum. Framleiðsluatvinnuvegirnir verða , að minnsta kosti um sinn að hafa forgang að starfskröftum þjóðarinnar, meðan verið er að safna nýjum gjaldeyrisvarasjóði og nýju láns- / trausti. / Að sjálfsögðu verður að gæta þess, að sam- > drátturinn verði ekki úr hófi og leiði ekki til at- ' vinnuleysis i landinu. 1 þessu efni ætti að vera ( unnt að rata réttan meðalveg félagslegra og ( efnahagslegra sjónarmiða. Fyrstu mánuðir þessa árs verða okkur örlaga- , rikir. Gengislækkunin hefur fært þjóðinni mögu- leika á að rifa sig upp úr stöðnuninni á undan mörgum nágrannaþjóðunum. Það kostar nokkra þolinmæði að nýta þessa möguleika og forðast aðgerðir, sem spilla þeim. Ef þetta lánast, er ' þjóðin aftur komin á uppleið. ( Listaverkaþjófnaðir ,,Hægt en þó örugg- lega hirða þjófar hvert einasta listaverk þessa lands”, segir helzti sporrekjandi italskra listaverka, dr. Rodolfo Siviero. 1 þessu kennir mikillar beizkju og ekki nema að vonum hjá manni, sem i þrjátiu ár hefur unnið þrotlaust við að hafa upp á og endurheimta listmuni, sem horfið höfðu úr landi, en heyra til þjóðarverðmæta ttala. Nú horfir hann upp á, að hver gripurinn á eftir öðrum hverfur af glæsileg- ustu listasöfnum Italiu. A ítaliu eru menn i miklu upp- námi vegna tveggja listaverka- stulda, annar i Milanó og hinn i Urbino. Aðeins ellefu dagar liðu á milli þess að einhver dýrmætasta arfleifð forfeðra þeirra varð þar þjófum að bráð. I fyrradag brutust þjófar inn i safn nútimalistar i Milanó og höfðu þaðan á brott með sér tuttugu og átta dyrmætustu verk safnsins. Var tómlegt um að litast inni i safninu á eftir. Dreifð um gólfin voru rammabrotin, sem áður römmuðu inn meistaraverk impressionista. Veggir, þar sem áður héngu verk eftir meistara á borð við Van Gogh, Cezannes, Renoir og Gauguin, standa auð- ir. 6. febrúar létu þjófar til skarar skriða gegn meisturum Renais- sance-timabilsins og létu greipar sópa um Ducal listasafnið i Ur- bino, sem er skammt austur af Florence. Þeir höfðu með sér tvær myndir eftir Piero Della Francescas og eina eftir sjálfan Raphael. Sá þjófnaður þykir ein- hversá biræfnasti, sem framinn hefur verið i listasöfnum Italiu. Þjófnaðurinn var kallaður „brjálæðislegur, ótrúlegur og óskýranlegur” af sérfræðingum, sem sögðu, að þjófunum væri al- gerlega ómögulegt að koma myndunum i verð. En þrátt fyrir sem stolið var úr HÚÐSTRÝKING KRISTS — eitt listaverkanna, Ducal-höIIinni. Það er eins og annað: Barnauppeldi þarf að laga eftir breyttum aðstœðum Hvernig er uppeldi og uppeldisskilyrðum barna i nútimaþjóðfé- lagi háttað? Þessu verður væntanlega svarað á ráðstefnu sem haldin verður á sunnu- daginn kemur, þar sem fjallað verður um dag- vistun barna og for- skólafræðslu. Það eru Fóstrufélagið og rauðsokkahreyfingin sem halda þessa ráðstefnu sam- eiginlega, og er markmiðið með henni að koma af stað umræð- um um uppeldi og uppeldisskil- yrði ungra barna i nútimaþjóð- félagi og vekja athygli á nauð- syn þess að samfélagið sé ávallt reiðubúið að laga sig að breytt- um aðstæðum og viðhorfum. Fóstrur, kennarar, uppeldis- fræðingar og foreldrar barna I leikskólunum Krógaseli og Ósi flytja stutt framsöguerindi og svara fyrirspurnum. Verður það á dagskrá fyrir hádegi, en eftir hádegi verður unnið i starfshópum. Þeir gera svo grein fyrir niöurstöðum sinum I lokin og verða þá jafnframt frjálsar umræður. Stjórnum félagsmálastofnana Reykjavikurborgar, Kópavogs og Hafnarfjarðar hefur verið boðið á ráðstefnuna svo og barnaverndarnefndum nokk- urra nágrannabyggðarlaga. Þá hefur skólastjóra, kennurum og nemendum Fósturskóla Islands verið boðið að taka þátt i störf- um ráðstefnunnar. Einnig stjórnum Sumargjafar, Félags isl. sérkennara, Sálfræðingafé- lags tslands og Félags isl. fé- lagsráðgjafa. Ráðstefna þessi verður öllum opin, og verður forvitnilegt að sjá hver árangurinn af henni verður. —EA —JK

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.