Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Mánudagur 24. febrúar 1975 — 46. tbl. IMvr «f Grunur leikur á, að eUur hafi kvikn- að i húsinu að Koiviðarhóli af manna- völdum, viljandi eða óviljandi. Tal- stöðvarbill gerði Gufunesi viðvart um brunann klukkan hálffjögur I gær og fóru fimm slökkviliðsbllar á vettvang. Tókst að ráða niðurlögum eldsins, sem hafði breiðzt hægt út vegna raka I hús- inu. Þessi gamli áningarstaður hefur verið I niðurniöslu undanfarin ár og var ekki lengur heil rúða I öllu húsinu. Það er steinsteypt, en viðarklæðningar og mikiö timburverk er að innan. Hús- ið stendur enn uppi eftir brunann. — Ljósm.: Bragi. STÓRHÖFÐAVEÐUR I REYKJAVIK — timbur fauk á bíla í Breiðholti — erfitt að hemja bíla Það er ekki á hverjum höfða, en svo var i 10 vindstig mældust á degi, sem jafnhvasst er i morgun. 11 vindstig flugvellinum i Reykja- Reykjavik og á Stór- mældust á Stórhöfða og vik. Hvassara var þó i efra Breiðholti, en þar má gera ráð fyrir að hafi verið allt að 11-12 vind- stig. Fróbœrt met í kúlu ★ Jóhannes og pólska timbrið ★ Guðgeir og Atli verða að snúa heim að nýju! ★ Blóðug hand- boltakeppni ★ ÍÞRÓTTIR í MIÐJU BLAÐSINS Skýrsla — lesin með tvenns konar gleraugum Llf fræðingurinn Arni Heimir Jónsson gerði ítar- lega skýrslu um starf sitt við að kanna það tjón, sem varg- fugl vinnur hér á landi. Nú virðist sem menntamáia- ráðuneytið iesi eitt út úr skýrslunni, Búnaðarfélagið annað. Skýrsla lesin með tvenns konar gleraugum, eöa hvað? — Sjá álit Búnað- arfélagsins á þessu máli. — Bls. 2—3. Olympíumeistarar mörðu jafntefli — œsispennandi landsleikur ° í gcerkvöldi _ % . Menn áttu lika erfitt með að hemja bila sína i Breiðholtinu i morg'un og lögreglan varaöi fólk við aö senda börn sín ein út. „Hér er fámennt”, var okkur sagt i Fellaskóla. ,,t sumum bekkjum mætti ekki nema helmingur og ekkert var kennt i 6 ára bekknum hér I morgun.” Þegar við ræddum við lög- regluna, var okkur tjáð, að fokiö heföi eitthvað af lausu timbri úr húsum, sem eru i byggingu. Timbur fauk á þrjá bila viö Vesturberg og skemmdi þá eitt- hvað. Þá gerði rokið usla i Tungu- bakka. Þar vaknaöi kona við mikinn hávaða, og hafði þá brotnaö rúða i svalahurö og fauk huröin upp. Lögreglan negldi fyrir hurðina. Ofsarok var i Vestmanna- eyjum, en ekki var vitað til, að neitt hefði fokið eða tjón orðið af. Mestum vandræðum veldur þó vikurinn, sem fýkur mikið, þegar hvessir. Þar var barnaskólanum ekki lokað. ,,Við sitjum hérna og biðum bara eftir nýrri höfn”, sögðu þeir ihöfninni i Þorlákshöfn, þegar viö ræddum við þá i morgun. Þar var mikill sjógangur og 8 bátar inni.8 vindstig voru þar i morgun. Margir loðnubátar fóru til Vest- mannaeyja út af veðrinu, en eitt- hvaö er þó af bátum á sjó alveg frá Vestmannaeyjum og austur á firöi. Betra veður var fyrir austan i morgun, og frá Horna- firði fóru bátar á sjó i morgun. Þegar við höfðum samband við Veöurstofuna, var búizt við, að veðriö næði hámarki i dag. Full ástæða er til að vara fólk við, til dæmis þá, sem búa i skjólinu og gera sér kannski ekki alveg grein fyrir hvassviðrinu. En enginn hefur fokið enn sem komið er. „Ef það vantar ein- hvem I ýsuna i dag, þá hefur hann kannski fokið”, varð einum að orði I morgun, sem viö ræddum við. —EA isroel í NATO? Sjá bls. 4 ★ Hneyksli út af fjármálum Breta- drottningar Sjá bls. 5 „SÁ SVONA FURÐUHLUT VIÐ GRÓTTU" „Mér brá I brún þegar ég sá I blöðunum I gærmorgun ljós- myfidir af furðuhlutunum, sem rak á land á Stokksnesi og á Landey jasandi. Þetta voru nákvæmlega eins gripir og ég hafði séð fljóta fram hjá Seltjarnarnesi viku áður.” Það er Lúðvlk Geirsson húsasmiður, sem sagði þannig frá I viðtali viö VIsi I morgun. „Þaö var um klukkan tiu að morgni sunnudagsins 16. þessa mánaðar, að ég var á minni venjubundnu göngu um Nesið”, sagði Lúðvik. „Þegar ég var kominn á móts við Gróttu, veitti ég athygli vængbrotnum fugli, sem var svo illa á sig kominn, að ég ákvað að stytta honum aldur, greyinu. Fuglinn flaug upp og út á sjó, áður en ég náði til hans, og ég stóð I fjörunni og horfði á eftir honum. Þá var það, sem ég sá hinn torkennilega hlut fljótandi áfram. I fyrstu kom þessi hlutur mér fyrir sjónir eins og trjá- bolur með anga út úr sér. Það gat llka verið bátur á hvolfi. Ég sá þetta ekki svo vel i fyrstu, þvi það var talsvert brim og hluturinn vaggaði f öldunni. Forvitni min var vakin og ég ákvaö aö biða eftir, að þennan hlut ræki á land, en hann virtist ætla að reka upp að Bygg- görðum”, hélt Lúðvik áfram frásögn sinni. „Ég fór þangað og fylgdist með þessum „fljót- andi furðuhlut”. Hann færöist stöðugt nær landi og var lengi ekki nema 60 til 70 metra undan. Ég fékk þvi gott tækifæri til að virða hann fyrir mér. Það var athyglisvert, að það fór alltaf sami endinn á undan. Það var einhver slóöi, sem virtist stýra þessum sivalning. Og nú sá ég, aö þetta var málm- hlutur. Þegar það vaggaði sér i öldunum, sá ég, að það voru á þessu einhverjir uggar, ” sagði Lúðvik. „Það er skemmst frá þvi að segja, aö þennan málmhlut rak ekki upp i fjöruna viö Bygg- garöa”, sagði hann loks. „Þá færði ég mig i klettana við Bollagarða og sat þar i klukku- tima I viöbót i þeirri von, að hlutinn mundi reka þar upp að lokum. En á endanum stöðv- aöist hann.eins og slóöinn hefði flækzt i þara. Ég gafst upp á að segir íbúi á Seltjarnarnesi um hlustunartœkin, sem rak á land á Stokksnesi og á Landeyjasandi biða og fór heim. Ætlaði mér að huga að gripnum siöar, en einhvem veginn fór það nú svo af ýmsum ástæðum, aö ég gerði það ekki. Það var svo ekki fyrr en i gærmorgun, að ég var minntur á hlutinn, þegar ég opnaði dagblöðin. Þaö er klárt mál, að þetta var hlutur sömu tegundar og blöðin birtu myndir af”, fullyrti Lúðvik. Hann gerði lögreglunni viðvart. En ennþá hefur þessi hlutur, sem Lúðvik sá, ekki fundizt. ÞJM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.