Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 24. febrúar 1975. vfemsm: Ertu ánœgð(ur) með starfið? Ólafur Grimsson, altmúlig- maður: — Ég er mjög ánægður með það. Að öðrum kosti hefði ég ekki haldizt i þvi frá þvi ’56. Ég vinn hjá Lyfjabúðinni Iðunni sem altmúligmaður. Ég er bara þannig gerður, að ég hef gaman af að vinna, seðlarnir hafa ekki allt aðsegja. Ég held það sé allt of mikill vinnuleiði hjá ungu fólki I dag. Böðvar Valtýsson, rafvirkja- meistari: — Já, já. bað er fjöl- breytnin, sem það gerir. Það er alltaf eitthvað að gerast. Kristin Einarsdóttir, skrifstofu- stúlka: — Já, reglulega. Ég vinn á endurskoðunarskrifstofu og fæ sæmilegt kaup og hef ágætan vinnutima. Nú vinnan sjálf er eins og önnur vinna. Hún kemst upp i vana. Jón Sigurðsson, ölgerðarmaður: — Já, það er ég. Mér likar ágæt- lega að vinna við ölgerð. Svo eru starfsfélagarnir einnig sérstak- lega skemmtilegir. Jörgen Ólafsson, verkamaður: Já, ég er það. Ég vinn vaktavinnu i Straumsvik og fæ hin ágætustu fri á milli. Jens Hjaltested, nemi: — Ég er alveg ágætlega ánægður. Starfið er nám og námið er starf. Guðmundur Kjœrnested í dönsku pressunni: „TÆKNILEGA BEZTA SKIP FLOTANS" „Ég leyfi mér að segja, að Týr verði besta björgunarskipið á Norður-Atlantshafi”, segir Guðmundur Kjærnested skipherra i viðtali við dagblaðið Aarhus Stiftstidende fyrir nokkrum dögum. Guðmundur er nú staddur i Árósum til að fylgjast með frágangi Týs, nýja varðskipsins, sem þar hefur verið i byggingu. Týr fer væntanlega i reynslu- siglingu fyrsta marz og ef allur búnaður skipsins reynist vel á Guðmundur Kjærnested, Islenzka sjóhetjan, er nú kominn til Árósa til að fylgjast með frágangi „Týs”, stendur undir þessari mynd i danska blaðinu. þeirri för verður stefnan tekin á ísland fyrstu vikuna i marz. „Skipið verður i tæknilegu tilliti bezta skip flotans. Það er búið hliðarskrúfum, sem gera það að verkum, að á hafinu má snúa þvi mjög snögglega ef aðstæður gefa tilefni til. Auk þess er radarbúnaður þess sá hinn bezti, sem við höfum”, segir Guðmundur Kjærnested i viðtalinu. 1 greininni i Arósablaðinu er greint frá þætti Guðmundar i þorskastriðinu og það rifjað upp, er hann tók brezka tog- arann Everton i landhelgi eftir útfærsluna i 50 milur 1973. „Nafn Kjærnesteds birtist á fjarritum fréttastofanna og taka togarans olli sprengingu meðal Bretanna. Þeir sendu breskar freigátur til að vera togurunum sinum til halds og stuðnings”, segir i blaðagrein- inni. „Varðskipið Týr frá Arósum mun hafa mikið gildi fyrir Islendinga, þegar fiskveiðiland- helgin verður færð út i 200 milur eins og ráðgert er á árinu. Við á íslandi höfum raunar heyrt á það minnzt, að ýmsar þjóðir séu ekki sammála þeirri útfærslu”, heldur Guðmundur áfram. Siðan snýr hann aftur talinu að 50 milunum: „Vestur-Þjóðverjarnir virða ekki 50 milna mörkin. Nýja skipið frá Arósum er þvi mjög kærkominn liðsauki. Það er mjög hraðskreitt og kemur þvi i góðar þarfir við að stugga Þjóð- verjunum burt af fiski- miöunum. Vandamál okkar felst i þvi að koma Þjóð- verjunum nægilega á óvart. Vestur-Þjóðverjarnir stunda veiöar að nóttu til og þó þeir sjái ekki nema skuggann af okkur, koma þeir sér á brott. Við verðum að ná þeim með veiðar- færi i sjó og þvi kemur það sér // Tjón bcenda af vargfugli — segir Árni G. Pétursson, ráðunautur Búnaðarfélagsins œðar- og sauðf járrœkt i „Ég vil láta lækna og dýra- lækna úrskuröa um það, hvort krampi af völdum sterkra deyfilyfja orsaki eins mikinn sársauka og að étin séu augu, tunga og dregnar út garnir úr ódeyfðum, lifandi dýrum,” segir Arni G. Pétursson, ráðu- nautur i sauðfjár- og æöarrækt, I fréttatilkynningu, sem hann hefur sent. I tilkynningu þessari ræðir hann um skýrslu Arna Heimis Jónssonar, sem sagt var frá fyrir skömmu, þar sem flug- vargur er ekki talinn sá vágestur, sem margir álita að hann sé. „Könnun Arna Heimis leiðir ótvirætt i ljós,” segir i tilkynningu Arna G. Péturs- sonar, „að flugvargi fer mjög fjölgandi um land allt og veldur siauknum búsifjum. Má þar nefna, að 46,8% bænda, sem könnunin náði til og létu ær bera úti, urðu fyrir fjártjóni af völdum flugvargs um vorið. Fyrir 10-20 árum fór sauð- burður fram utanhúss að mestu um land allt, og var þá sjaldgæft að heyra, að flugvargur væri vágestur i lambfénaði. Tveimur hryssum varð að lóga á siðasta vori vegna áverka, sem þær uröu fyrir af völdum flugvargs við köstun, og hafði gagna- safnari ekki heyrt þess dæmi áður. Eins og fram kemur i skýrslu Arna Heimis náði könnun hans til 6,7% bænda. En gagnasöfnun er timafrek og sumarið entist ekki til að ná til allra héraða, og urðu meðal annars útundan héruð, sem mest höfðu kvartað undan ágangi flugvargs, til dæmis Strandasýsla, en þaðan kom erindi til Búnaðarþings 1974, sem leiddi til þess, aö könnunin fór af stað.” Sfðan segir i tilkynningunni, að samkvæmt úrtaki Árna Heimis sé áætlaö tjón bænda af völdum flugvargs á sauðburði 6,5 milljónir króna Arni G. Pét- ursson íeiöir rök að þvi, að meö þvi að telja með tjón aðra árs- tima, sé nærri lagi að áætla að eitt lambsverð á ári á hvern bónda lendi i flugvargi, en þaö eru verðmæti upp á 25 milljónir króna. „1 þessari könnun var ekki metið tjón af völdum flug- vargs, sem verð hjá skreiðar- framleiðendum, á fiskeldi i ám og vötnum, fiskmjölsverksmiöj- og mengunarhættu á fisk- verkunarstöðvum á aðalútflutn- ingsverðmætum þjóðarinnar, að ógleymdu þverrandi mófuglalifi.” Ennfremur segir, að könnunin hafi leitt i ljós, að vargurinn er „ágengari við búfé bænda i næsta nágrenni við sorphauga frá þéttbyli og úrgangshauga sláturhúsa og fiskvinnslu- stöðva. Er þvi ljóst, að hlutaö- eigendum ber skylda til að sjá um, að vargurinn nái ekki til slikra hauga, og gera verður forráöamenn ábyrga um fækkun flugvargs á þessum stööum.” Þá er frá þvi skýrt, að sam- kvæmt könnuninni séu svart- bakur, hrafn og minkur mestu skaðvaldar i æðarvörpum, en dúntekja hefur minnkað um helming frá þvi sem mest hefur orðið. Hjá 67 bændum, sem könnunin náði til, var sam- dráttur i varpi hjá 53,7%, 10,4% höfðu nýhætt vegna þess að varpnytjar svöruðu ekki kostnaði, hjá 16,4% stóð varpið i staö, en vöxtur var i varpi hjá

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.