Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 24. febrúar 1975. 9 Hreinn tvíbœtti íslandsmet sitt — Já, blessaöur vertu. Kúlan á eftir að fara í eða yfir tuttugu metrana hjá Hreini i suraar, sagði Guðmundur Þórarinsson, frjálsiþróttaþjálfarinn góðkunni, þegar Hreinn Halldórsson — Strandamaðurinn sterki — hafði tvibætt íslandsmet sitt I kúlu- varpi á meistaramótinu innan- húss á laugardag. Hreinn átti þrjú köst gild i keppninni — öll lengra en Islands- met hans, sem var 18.23 m. Fyrst varpaði hann 18.31 m — siðan 18.63 m og að lokum 18.58 m og sýnir þetta mikið öryggi. Óskar Jakobsson, 1R, setti drengjamet — varpaði 15.86 m , en eldra metið átti Erlendur Valdi- marsson 15.74 m en á eftir að gera miklu betur i sumar. Þátttaka var mikil á mótinu og árangur allþokkalegur. Sigurður Sigurðsson, A, setti drengjamet i langstökki með 6.64 m , en Stefán Hallgrimsson, KR, sigraði i greininni með 6.69 m. Erna Guð- mundsdóttir (söngvara Guðjóns- sonar, þess snjalla iþróttamanns) jafnaði íslandsmet sitt i 50 m hlaupi 6.6 sek. og keppir nú fyrir KR. Þjálfari hennar, Valbjörn Þorláksson, gerði sér litið fyrir og sigraði i tveimur greinum — já, hafði yfirburði og er þó kominn á fámmtugsaldurinn. Maður verður að biðja Valbjörn afsök- unar að minnast á aldurinn — en Valbjörn er alveg einstakur. Valbjörn stökk 4.20 m á stöng og sigraðii50m grind á 7.3 sek. Enn tvöfaldur Islandsmeistari — Elias Sveinsson, IR, varð annar i báðum greinum, 4.10 m og 7.4 sek. 1 siðustu grein mótsins, lang- stökki kvenna, sigraði Hafdis Ingimarsdóttir, UBK, með 5.32 m og sýndi mest öryggi keppenda — en i sinni siðustu til- raun stökk Ása Halldórsdóttir, A, yfir 5.50 m , en steig aðeins fram- yfir, ógilt. Islandsmetið er 5.49 m. I 800 m. hlaupi sigraði Robert McKee, FH, og varð Islands- meistari á ágætum tima 2:04.0 min. og Gunnar Þ. Sigurðsson, FH, varð annar á 2:11.0 og setti sveinamet. Karl Fredreksen, UBK, sigraði i hástökki, 1.98 m , Guðrún Ingólfsdóttir, UStJ, i kúluvarpi 11.34 m. Anna Haralds- dóttir, FH, i 800 m. á 2:32.4 min. eftir harða keppni Við Svandisi Sigurðardóttur, KR, 2:37.0 min. Vilmundur Vilhjálmsson i 50 m á 5.9 sek. Sigurður Sigurðsson, A, annar á 6,0 og Bjarni Stefánsson 3ji á sama tima. Björn Blöndal fjórði á 6.2 sek, en keppendur voru 23. I 1500 m. hlaupi varð Sigurður Sigmundsson, FH Islands- meistari 4:23:6 min. Lára Sveins- dóttir, A, i hástökki 1,58 m og Sigrún Sveinsdóttir i 50 m grind 8,2 sek. —hsim. Valbjörn Þorláksson — Islandsmeistari i tveimur greinum og það á fimmtugsaldri. Ljósmynd Bjarnleifur. Guðgeir og Atli Þór ó heimleið Skozka knattspyrnusambandið vildi ekki framlengja atvinnuleyfi þeirra — íbúar Greenock mjög óánœgðir að missa íslendingana, sem kvöddu Morton með stórleik og marki tslenzku knattspyrnu- mennirnir, sem hafa verið hjá Morton i Skotlandi undanfarnar vikur — þeir Guðgeir Leifsson og Atli Þór Héðinsson — eru væntanlegir aftur heim til Is- lands í dag eða á morgun. Knattspyrnusamband at- vinnumanna i Skotlandi vildi ekki framlengja atvinnuleyfi þeirra nú um helgina, og er Skotlandsævintýri þeirra þar með lokið — a.m.k. um sinn. Mikið atvinnuleysi er i Skot- landi um þessar mundir, og taldi sambandið sér ekki fært að veita þeim lengra leyfi vegna þess. Einnig hefur það á prjón- unum að fækka útlendingum i skozkri knattspyrnu eins og mögulegt er, þvi þeir taki upp störf frá þeirra mönnum. Mikil óánægja er með þessa ákvörðun i Greenock — þar sem Morton er með heimavöll — en ibúarnir þar hafa mikið dálæti á Islendingunum, sérstaklega þó Guðgeiri, sem hefur verið fastur maður i liðinu i undanförnum leikjum. Hafði hann fengið gott tilboð frá Morton og var að hugsa um að taka þvi, þegar þetta kom upp nú um helgina. Stöðug fundarhöld voru i gær, en ákvörðun sambandsins varð ekki haggað. Guðgeir lék með Morton á móti Dundee um helgina og átti góðan leik, að sögn þjálfara liðsins. Morton átti allan fyrri hálfleikinn, en tókst ekki að nýta tækifærin. 1 siðari hálf- leiknum skoraði Dundee tvisv- ar, en Morton einu sinni. Atli Þór lék með varaliði Morton á móti Dundee og skoraði eina mark liðsins. Dundee sigraði með 4 mörkum gegn 1. —klp- Pólska timbrið þvœldist fyrir Jóhannesi Átti tvö stangarskot í leiknum við 1. deildarliðið Pogun í Póllandi ó laugardag og Holbœk tapaði „Við bíðum eftir þvi að fá að vita, hvort Jóhannes Eðvaldsson fær að ieika með okkur I sumar eða ekki. Það verður gengið endaniega frá þvi nú I vikunni, og við reiknum fastlega með þvi, að hann fái að vera”, sagði Bosse Hakonsson þjáifari danska liðsins Holbæk, þegar við hringdum I hann I gærkveldi. ,,Ef ekki, missum við góðan mann — einn þann bezta, sem ég hef haft i langan tima. Hann er stórkostlegur knattspyrnumaður, og honum fer fram með hverri vikunni hér hjá okkur. Við vorum að koma frá Pól- landi i gær, þar sem við lékum við 1. deildarliðið Pogun i Stettin. Það var góður leikur, en við töp- uðum honum 1:0. Eg tel það gott hjá okkur, þvi þeir eru nú i 5. sæti i deildinni og i toppæfingu, en við rétt að byrja. Jóhannes átti mjög góðan leik, en var óheppinn með skotin. Atti tvö stangarskot, og bjargað var á linu hörkuskalla frá honum. Voru Pólverjarnir mjög hrifnir af hon- um, og hinir rúmlega 10.000 áhorfendur gáfu honum oft gott klapp. Við leikum á þriðjudagskvöldið Allt ó ððrum endanum! — í 2. deild. KR tapaði fyrir Fylki — Þór fyrir Þrótti og ÍBK og Stjarnan að hrapa aftur niður í 3. deild við sænsku meistarana Malmö FF, sem eru að fara i Evrópu- keppnina, en koma hingað til að vigja ný ljós, sem viðhöfum sett upp. Þeir eru mjög góðir um þessar mundir — voru t.d. að vinna Fram Amager 6:0 hér i gær — en svo vel sleppa þeir ekki á móti okkur — a.m.k. ekki, ef Jó- hannes verður með. Forráðamenn Vals fengu hringingu frá Sviþjóð i gær — i simanum var formaður sænska 1. deildarliðsins Halmstad, sem Jó- hannes skoraði 3 mörk á móti um fyrri helgi. Vildi hann fá að vita um samning Jóhannesar við Hol- bæk — hvar hann gæti náð i hann — og loks hvort fleiri svona góðir knattspyrnumenn væru til á íslandi. —klp— VÍSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu dOgUm. Degi fvrrenönnur dagblöó. * (ceri>l áskrifendur) Fyrstunneó iþróttafi'éttir helg'arimiar VISIR KR-ingar misstu af tækifærinu til að komast aftur upp I 1. deild- ina i handknattleik karla i gær, er þeir töpuðu fyrir Fylki I ægilegum skotbardaga og slagsmálaleik i Laugardalshöllinni. Slagsmálin urðu ekki blóðug fyrr en i lokin, en þá blæddi öðr- um dómaranum. Fékk hann hnefahögg i andlitiö frá einum leikmanni KR — sem einnig er dómari — eftir að hann hafði flautað leikinn af, og siðan var flautan rifin af honúm og kastað langt út á völl. Dómararnir voru báðir úr Þrótti — liðinu, sem barðist við KR um sigurinn i deildinni — og þótti KR-ingunum þeir vera held- ur „litaðir” i sumum dómum sin- um, og þvi sauð upp úr i lokin. Litill handbolti var sýndur i þessum leik, en aftur á móti mik- ið af þvi, hvernig ætti að skjóta og skora. Var sama hvar og hvern- ig skotið var — allt lak inn — enda urðu mörkin 59 talsins. Fylkir skoraði 30 þeirra, en KR 29. Dómaratragedia var einnig i leiknum á milli Breiðabliks og Stjörnunnar I gær — fallleiknum i deildinni. Staðan var jöfn 18:18, er rúm minúta var eftir, en þá var tveim Garðhreppingum visað út af. Það var sök sér, en verra þótti þeim, þegar Kópavogsbúarnir fengu að skora sigurmarkið átölulaust á siðustu sekúndu — beint úr aukakasti, sem tekið var á allt öðrum stað en brotið var á!! En Stjörnumenn létu ekki tapið bitna á dómurunum eins og KR- ingarnir, og þó var það ekki siður sárt fyrir þá að tapa, þar sem þeir verða að sigra i báðum leikj- unum, sem eftir eru — gegn Breiðablik og Þór — til að hafa möguleika á að halda sér i deild- inni. Helgin var aftur á móti góð fyrir Þrótt, sem nú stefnir hröð- um skrefum að sigri i deildinni eftir tap KR og sigur yfir Þór. Þróttur lék við Þór á laugardag- inn og sigraði 30:17 eftir að hafa verið 3 mörkum yfir i hálfleik — 12;9. Þróttararnir tóku Þorbjörn Jensson úr umferð i siðari hálf- leiknum, og við það hrundi Akur- eyrarliðið gjörsamlega. Þórsararnir urðu svo fyrir öðru áfalli i gær, er þeir mættu Kefl- vikingum suður i Njarðvik. Þeir voru 2 mörkum yfir i hálfleik — 8:6 — en réðu siðan ekkert við Keflvikingana i þeim siðari. Skoruðu þeir þá ekki nema 4 mörk, en fengu á sig 7, og það nægði Kefivikingunum til að sigra ileiknum 13:12 og hljóta þar með bæði stigin — óvænt eins og mörg önnur úrslit i deildinni um helg- ina. -KLP-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.