Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 13
Vísir. Mánudagur 24. febrúar 1975. 13 Feröafélags íslands verður haldinn mánudaginn 24. febrúar, kl. 20.30 i TJARNARBÚÐ. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreyting- ar. Reikningarnir og tiilögur um stjórn og lagabreytingar liggja frammi á skrifstof- unni. Æskiiegt er, að félagsskirteini 1974 séu sýnd við innganginn til að flýta störfum fundarins. Stjórnin. Margra áratuga reynsla tryggir góða þjðnustu Allt heimsþekkt merki Utsölustaðir víða um Iand FÁLKINN’ Suðurlandsbraut 8 . Reykjavík . Sími 8 46 70 BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, sími 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Benz sendiferðabil 319 Rússajeppa Austin Gipsy Willys Station Dagrún Kristjónsdóttir: DANSINN í HRUNA Það er ekki fjarri lagi, þegar hafður er i huga hugsunarháttur tsiendinga og gerðir islenzkra stjörnvalda nú síðustu ár — að likja þvi við hugsunarhátt og gerðir prestsins I Hruna og þeirra er þar dönsuðu með hon- um sinn siðasta dans. Prestur- inn dansaði áfram, þrátt fyrir aðvaranir og sagði aðeins: „Einn hring enn, móðir mln”, og þannig gekk það til, þar til kirkjan sökk með öllum, sem I henni voru. Vonandi leika ekki stjórnvöld landsins hlutverk prestsins svo eftirminnilega, að undirdjúpin gleypi land og þjóð i einum bita, en „rið þú með varúð um veraldarál, þvi veikur er isinn og brautin hál”, segir Matthias. Þeim, sem stjórnað hafa landinu að undanförnu, hefur alveg gleymzt að taka viðvaranir og augljós hættu- merki til greina, en dansað áfram i fullkomnu ábyrgðar- leysi með þjóðinni á þeirri hálu og viðsjálu braut, sem mörgum stjórnmálamönnum hættir til að villast inn á, já, lik- lega allflestum. Ég tel, að til þess séu stjórnar völd, að þau STJÓRNI en láti ekki stjórnast af misvitrum þegnum, en það er greinilegt, að þeim, er sitja i rikisstjórn hverju sinni, hættir mjög til þess að kaupa sér vinsældir með þvi að gera ýmsa heimskulega og skaðlega hluti, sem kosta þjóðarbúið meira en það getur risið undir til lengdar. Ég trúi þvi ekki, að þeir menn, sem meta það meira að gera það, sem er vinsælt á meðal þjóðar- innar i bili og tryggja sjálfum sér um leið vinsældir og nokkur atkvæði, en skeyta þvi engu hvort þjóðarbúið ber þær byrðar, sem á það eru lagðar um leið —séu starfi sinu vaxnir. Þeir hljóta annaðhvort að vera samvizkulausir eða hafa kvarnir i heila stað, nema hvorutveggja sé. Það væri þó af tvennu illu bærilegra fyrir þá, ef þeir geta afsakað sig með and- legri fátækt, þvi ekki er hægt að heimta meira af neinum en hann hefur, þess i stað er þá nærtækt og eðlilegt, að þeir, er hlut áttu að þvi að tylla slikum gersemum i valdastól, sitji fyrir svörum. Sönnu nær mun þó vera það, að vitið vanti ekki, heldur mun einhverju vera ábótavant með trúmennskuna og það sem nefnter samvizka. Það er vitan- lega freisting mikil i þvi fólgin að afla sér vinsælda með vinsælum aðferðum. Það vilja flestir vera vinsælir, en það er æði misjafnt hvaða aðferðum fólk vill beita til þess — og það er afar misjafnt HVE MIKLU FÓLK VILL FÓRNA til að öðlast vinsældir. Margir halda, að þeir geri góð kaup, er þeir láta i té fals og óhreinlyndi, en fá bros i smjaður i staðinn, þeir álita að brosið merki vináttu. öðrum finnst þannig vinátta of dýru verði keypt, ekki sizt.vegna þess að hætt er við að litiö þurfu að bjáta á, svo að hún hverfi sem dögg fyrir sólu. En sé það of hátt verð að fórna hreinlyndi sinu til aukinna vin- sælda — hvað þá um það að fóma heill og velferð þjóðar sinnar til þess? En það er engan veginn hægt að skilja gerðir og orð margra stjórnmálamanna, hafi þeir ekki einmitt þetta i huga. Þeir vita, að þeir geta aukið fylgi sitt og vinsældir með ýmsum ráð- stöfunum, sem geta engan veginn staðizt til lengdar, en eru vinsælar i bili, en það gerir ekk- ert til þvi að þessir sömu menn vita, að fjöldinn hugsar ekki i öldum, heldur i klukkustundum og dögum og þó enn frekar i krónum og aurum. Svo þegar ógæfan dynur yfir, þá er bjarg- hringurinn við hend- ina, og ekkert auðveldara en aðkenna „hinum” um og fólk trúir þvi lika. Hinar „vinsælu” aðgerðir i efnahagsmálum og framkvæmdir fyrri rikis- stjórnar ganga nú aftur — i þetta sinn sem skinhoraður vesalingur, sem vart er hugað lif. Megrunin gekk of fljótt fyrir sig, sem stafar af þvi, að fráfarandi stjórn landsins kunni sér ekki magamál frekar en kálfur, sem kemst i fullan mjólkurstamp, hann þambar og þambar þar til sést i botn. Rikisstjórninni sálugu fór eins, hún mokaði og jós ósleiti- lega á meðan einhverjar innan- sleikjur voru i rikiskassanum og jafnhliða þvi að stytta vinnu- vikuna og lofa 20% kaupmáttar- aukningu á stuttum tima, seildist hún i vasa launþeganna, en fór auðvitað bakdyramegin. 'Og nú er búið að slátra kálfinum og verið er að naga beinin. Þannig hljóta endalokin að veröa oftast þegar óforsjálni er beitt við stjórnun þjóðarbúsins. Sjálfsagðasta krafa, sem gera á til leiðtoga þjóðarinnar, er að þeir láti heill þjóðarbúsins ganga fyrir eigin vinsældum. Það var vitanlega afar glæsilegt skref, I augum þeirra, sem áður þurftu að strita tiu til fjórtán klst. I sólarhring fyrir daglegu brauöi, er vinnuvikan var stytt i fjörutiu stundir, innifaldir mat- ar- og kaffitimar, en hvaða afleiðingar hafði þetta? Það er óhætt að segja, að stytting vinnuvikunnar var sú stærsta skyssa, sem gerð hefur verið. 1 fyrsta lagi lagði þessi lögskylda svo þungar byrðar á herðar atvinuvegunum og launagreiðendum að þeir risu ekki undir þeim til lengdar og er eðlilegt að álita, að þessi laga- setning eigi ekki litinn þátt i þvi hvernig nú er komið hag einstaklinga og þjóðarbús. í öðru lagi, þá lengdist sá timi til muna, sem margur var áður i vandræðum með að láta liða, þ.e. fritiminn. Það þarf ekki annað en að lita á, hvernig skinting vikunnar er — i vinnu, svefn og fritima — til að sjá hve óeðlilegt þetta er og getur engan veginn borið sig i okkar þjóðfélagi. Sjö sólarhringar vikunnar, breytt i klst verða þá sem hér segir samkvæmt 40 stunda vinnulöggjöf: Samtals 168 klst þar af 7x8 nætursvefn, eða 56 klst. Eftir eru þá 112 klst Af þeim á að vinna 40 st. Að þeim frádregnum verða eftir sjötiu og tvær klukkustundir TIL HVILDAR, UMFRAM SVEFN 1 FIMMTIU OG SEX TIMA. Sem sagt af 168 timum er 128 tlmum eytt i svefn og hvild. Er nokkur furða þó að það þurfi fjármuni til að standa straum af „hvildinni”. Það þarf enginn að láta sér detta i hug að fólk sitji heima og hafi það rólegt allan þennan tima, til þess hefur enginn eirð i sér á þessum æðis- legu timum. Nei, auðvitað þarf að hafa eitthvað fyrir stafni, og ef ekki er verið að vinna, þá hlýtur fólk að taka annað til bragðs, og það eru skemmtanir og ferðalög, sem þá er um að velja, drykkjuskapur, innbrot, misþyrmingar og morð, bílþjófnaðir, smygl eiturlyf og eyðileggingaræði. Það þarf mikla peninga til að geta stundað hið svokallaða „menningarlif” og svo virðist sem peningana þrjóti æði oft, fyrst svo margir gripa til þjófnaða, innbrota og smygls, til aö standa straum af útgjöld- unum. Það eru nefnilega ekki margir, sem eru sjálfum sér svo nógir, að þeir þoli allan þennan iðjuleysistima i viku hverri árið um kring, án einhverrar tilbreytingar. Það er lika sannarlega til of mikils mælzt, þvi að það þarf sterk bein til þess lika. En of mikið má af öllu gera og þó að hæfileg vinna (þ.e. vinnutimi) sé æskileg, þá eru hundrað og tólf klukkustundir til hvildar öllum um megn. Þjóðarbúið þolir ekki svo léleg vinnubrögð og einstaklingurinn þolir heldur ekki allan þennan iðjuleysis- tima, nema með þvi að tortima sjálfum sér og þjóðfélaginu i heild. Ahrif þessarar heimskuleg- ustu lagasetningar um langa tima, þó margar séu slæmar — eru þvi margþætt. 1 fyrsta lagi lamað fjárhagslegt öryggi og greiðslugeta margra fyrirtækja og vinnuveitenda, svo að við stöðvun liggur, ef svo er ekki þegar komið. 1 öðru lagi er um leið atvinnuöryggi launþega i hættu. 1 þriðja lagi stóðst ekki sú áætlun að launþegar gætu lifað á 40 stunda vinnuviku, nema með stórhækkuðum laun- um, sem gerðu launagreiðend- um ókleift með öllu að halda rekstrinum gangandi. 1 fjórða lagi hlaut almenn neyzla og eyðsla að aukast með auknum fritima. 1 fimmta lagi leiðir slæpingsháttur til leti og kæru- leysis, sem gjarnan breytist til þess sem enn verra er, alls- konar afbrota, og með auknum afbrotum þarf aukna löggæzlu og hún leiðir aftur af sér auknar greiðslur úr rikissjóði, sem aftur þarf að taka þær úr vasa hins almenna borgara. Það má þvi með sanni segja, þó hér hafi aðeins verið drepið á litið eitt, aö þessi þáttur stjórnvalda var ein hringavitleysa frá upphafi til enda, en fleira en þetta eitt mætti og þyrfti að taka til nánari ihugunar. Dagrún Kristjánsdóttir. BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ MESTA ÚR VAL LANDSINS af reiðhjólum og þríhjólum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.