Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 24.02.1975, Blaðsíða 4
Vísir. Mánudagur 24. febrúar 1975. ap/un'tebr^R(^un útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í Mesta járnbrautarslys í Noregi Fimm fjölskyldur sjá á bak fimm eða fleiri Tuttugu og sjö biðu bana og fimmtán eru slasaðir í sjúkrahúsi, eftir að tvær hraðlestir rákust á i grennd við Tretten, skammt frá bænum Lillehammer, i Noregi á laugardag. Sagt er, að einn járnbrautar- starfsmaður hafi á elleftu stundu tekið eftir, að lestirnar stefndu hvor á aðra. Hann hafi reynt að taka rafmagn af teinum og draga úr ferð þeirra, en það var of seint, Lestarstjórarnir fleygðu sér út á §iðustu stundu eftir að þeir höfðu beitt neyðarhemlum. Allt kom fyrir ekki. Þrýstingurinn var slik- ur við árekstur þessara ferlikja, sem mun hafa verið um 1000 tonn samtals, að vagnar köstuðust upp á aðra. Margar stundir tók að ná fólki úr brakinu. Fólkið var ró- legt, en þó báru margir merki taugaáfalls. Fimm fjölskyldur misstu þrjá eða fleiri. Mikill hluti farþega voru skólabörn, flest á leið heim úr skólafrii. Þeir sem fórust voru Norðmenn S.Þ. RAÐÞROTA YFIR KÝPUR Eftir tveggja daga umræður og einkaviöræður um helgina hefur öryggisrað Sameinuðu þjóðanna enn ekki fundið neina leið út úr sjálfheldu Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja. Umræðum um, hvaða formúlu megi nota til að ýta af stað að nýju samningaviðræðum milli þjóðarbrotanna verður haldið áfram i dag. Enginn af hinum fimm fulltrú- um stórvelda, sem hafa fasta setu i ráðinu. er á mælendaskrá. Javits þingmaður. ísrael í NATO? að frátöldum einum Bandarikja- manni, sem býr i Vestur-Þýzka- landi. Norski þingmaðurinn Tönnes Madsson Andenæs, 51s árs, beið bana i slysinu. Hann var á heimleið af þingi Norðurlanda- ráðs i Reykjavik. Hann var ls- landsvinur og hafði verið formað- ur i samtökunum Norsk-Islandsk Samband. Orsakir slyssins voru enn ókunnar i mórgun, en málið var i gaumgæfilegri rannsókn. Þetta var mesta járnbrautarslys, sem orðið hefur i Noregi. Yfirmaður rikisjárnbrautanna segir, að ekki sé unnt að gera annað en að harma þennan atburð og vitna til þess, hve litið hafi verið um slys á járnbrautunum. Bjarga hirðingjum Flóð hafa myndað stöðuvötn á norðurhluta Sinaiskaga og grandað að minnsta kosti tugum Bedúina. Hirðingjar, sem her ísraels bjargaði i gær, sögðust telja, að meira en tvö hundruð hefðu drukknað af sinu fólki. Mörg hundruð kameldýr og kindur hefðu farizt. Tólf lik hafa fundizt. Fulltrúi Rauða krossins segist telja manntjónið milli 50 og 60. Fá aftur vopn frá Bandaríkjunum Vopnasala bönnuð til Kína Bandarikin munu bráðlega af- létta banni á vopnasölu til Pakist- an. Indverjar óttast afléttingu bannsins, og þeir eiga nú viðræð- ur við Sovétmenn um hugsanleg- an stuðning þaðan. Indverjar og Pakistanir hafa oft barizt siðan i striðinu um Austur-Pakistan, sem lauk með sigri Indverja og stofnun sjálfstæðs rikis, Bangla- dess, á svæðinu, sem verið hafði austurhluti Pakistan. Brezka blaðið Daily Express segir, að vera kunni, að Harold Wilson forsætisráðherra hafi lofað að leggja bann á vopna- sölu frá Bretlandi til Kina. Þetta hafi verið þáttur i sam- komulagi Wilsons og Bresnjevs, þegar þeir áttu fund i Moskvu fyrir skömmu. Sagt er, að fulltrúar brezkra flugvélaverksmiðja hafi kvart- að yfir þvi, að Kina sé komið á bannlista. Meðal annars hafði verið í ráði að selja Kinverjum 200 þotur, áður en kom til þessa. Daily Express telur, að Sovét- menn hafi knúið þetta bann fram i skiptum fyrir aukningu á viðskiptum Sovétrikjanna við Bretland. Bandariski öldungadeildar- þingmaðurinn Jacob Javits stakk upp á i gær, að israel skyldi ganga I Atlantshafs- bandalagið. Það skyldi gert, eftir að búið væri að ganga frá friðarsamn- ingum við Arabarikin. Þingmaðurinn sagði, að hag- kvæmt yrði, að NATO bæri ábyrgð á Israel. Með þvi yrði friður tryggður á betri hátt en með samningum Bandarikjamanna og Sovétrikj- anna. ÚTSALA - ÚTSALA n ☆ Tökum fram í dag og nœstu daga mikið úrval af ☆ FLAUELSBUXUM ☆ VINNUSKYRTUM ☆ GALLABUXUM ☆ FLAUELSSKYRTUM ☆ ÚLPUM ☆ NYLONBLÚSSUM r FLAUELSJÖKKUM ☆ BARNAÚLPUM ☆ DENIMBUXUM ☆ OG MARGT FLEIRA ☆ M1KIL VERÐLÆKKUN o VINNUFATABUÐIN LAUGAVEGI 76 - HVERFISGÖTU 26

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.