Vísir - 05.03.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 05.03.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Miðvikudagur 5. marz 1975 3 Enn seljast bílar í háum verðflokkum — en bílasala almennt dregizt saman og nokkuð af nýjum 1974 módeíum enn til „Það er litið um að vera og þó. Við eigum enn bila á góðu verði. Þetta frá 652 þús. Að visu á eftir að koma á það verð 1% sölu- skattshækkun, ” sagði Helgi Eyjólfsson hjá Fiat-umboðinu, er við höfðum samband við hann i gær. Hann bætti við, að I janúar i fyrra hefðu selzt 32 bilar hjá umboðinu en f ár 27. Hins vegar hefðu selzt um helmingi færri bllar i febrúar nú en i fyrra. En þá má einnig hafa i huga lokun fyrir gjaldeyri. Helgi sagði, að bilar ættu eftir að hækka á næstunni frá verk- smiðjunum og yrðu næstu sendingar um það bil 100 þús. kr. dýrari. . „Það er þokkaleg sala. Það vantar gúða bila á markaðinn yfir 70 módelið. Það hættu margir við að selja bila sína og salan er i nýjum bilum aðal- lega,” sagði Ólafur Benedikts- son hjá Agli Vilhjálmssyni. Sagði hann, að ekki hefði bor- ið á þvi að menn hefðu hætt við pöntun á bilum þrátt fyrir gengisfellinguna, og ætti það eins við pöntun á stærri bilum. Ólafur sagðist þó halda, að um helmingi færri bflar hefðu selzt þessa mánuði, sem af eru árinu en á sama tima i fyrra. Stefán Sandholt hjá P. Stefánssyni sagði, að salan gengi framar öllum vonum eftir gengisfellinguna. Þeirbiðu eftir yfirfærslu og væri biðlisti eftir bilum. Sala á Land-Rover disil bilum gengi vel og þeir væru búnir að selja 4 bila af Range Rover gerð, sem f dag kosta 2,4 milljónir. Hann sagði, að nýlegir bílar hefðu stigið i verði allt að 100 þúsundum. Hjá Sigurði Sigurðssyni i Heklu fengum við þær upplýs- ingar, að bilasala gengi svona upp og niður. Sérstaklega væri mikið spurt um notaða bíla. Söl- unni væri þó engan veginn sam- an að jafna og i fyrra, og mikið væri spurt um lán i bilum og að borga með skuldabréfum. Þorsteinn Kristjánsson hjá Sveini Egilssyni sagði, að held- ur gengi hægt f bilasölu. Hreyf- ing væri helzt á notuðum bilum. Hjá umboðinu er enn til nokkuð af nýrri Cortinu 1974, en sáralit- ið væri eftir af Bronco sömu ár- gerð. Hann sagði að menn vildu fá 100 þús. kr. meira fyrir nýlega bfla en fengju kannski 60-80 þús. meira en áður var. — F, VI Axel Thorsteinsson 80 ára Fyrir bíl á Hringbraut Sjötiu og fimm ára gamall maður varð fyrir bifreið, þar sem hann var á leið yfir Ilringbrautina á móts við Laufásveg klukkan rúmlega tiu i gærkvöldi. Gamli maðurinn var á leið suður yfir götuna á gatna- mótunum, er hann lenti fyrir bflnum. Hann var fluttur á slysadeild, en mun hafa sloppið við alvarleg meiðsli. —JB Allir með sama sagn- kerfið í ís- landsmóti í bridge lslandsmót i einmennings- keppni hefst á morgun og fer fram dagana 6. 10. og 12. marz i Læknahúsinu við Egilsgötu. Keppt er um þrenn verðlaun og er öllu bridgefólki (félagsbundið eða ekki) heimil þátttaka. Sú nýjung verður tekin upp, að spilamennirnir spila sama undir- stöðu-kerfið. Er það einföld útgáfa af Vinarkerfi og Reykja- vfkurkerfi. Með þvi er vonazt til þess að dragi til muna úr mis- skilningi, sem oft hefur annars fylgt einmenningskeppni. Fyrstu tvö spilakvöldin eru undankeppni en siðasta kvöldið spila 64 efstu spilararnir til úr- slita I tveim riðlum. tslandsmótið er jafnframt firmakeppni, og hafa fleiri fyrir- tæki en nokkru sinni fyrr sýnt hug sinn til iþróttarinnar með þvi að taka þátt I keppninni. Axel viö fjarritarann á Visi. Axel Thorsteinsson, gamall Vísismaður og rit- höfundur með meiru, er 80 ára i dag. Axel starfaði á Visi i mörg ár og hafði lengi með erlendar fréttir útvarpsins að gera. Fyrir fimm árum lét hann af störfum fréttamanns við Visi. Þá hefur hann látið fara frá sér margar bækur, bæði frum- samdar og þýddar, og má þar til dæmis nefna bókina Óx viður af Visi, þar sem hann rekur sögu blaðsins. Visismenn senda félaga sinum beztu árnaðarósk- ir. Axel er að heiman i dag. — EA Bílslys við slökkvistöðina Ellefu ára piltur varð fyrir bil á Hafnarfjarðarveginum rétt við slökkvistöðina um hádegið i gær. Pilturinn var á leið vestur yfir götuna, er hann varð fyrir bilnum. Pilturinn kastaðist upp á vélarhlif bilsins og féll þaðan aftur yfir sig i götuna. Sjúkra- bifreið var fljótlega mætt á staðnum og flutti hún piltinn á slysadeild. Ekki er kunnugt um meiðsli hans. — JB „KUNNINGINN" KOM í LEITIRNAR „Kunninginn”, sem lögreglan hafði ekki haft spurnir af i fjórtán daga og var orðin ugg- andi um, kom i leitirn- ar i gærdag. Eins og skýrt var frá i blaðinu i gær, var þetta maður, sem enga á að nema lögregluna og hefur oft þegið húsaskjól i fangageymslum hennar. t ljós kom, að maðurinn hafði verið lokaður inni i Slðumúlan- um þennan tima, en fangelsið i Siðumúla er undir umsjá saka- dóms og þvi hefur lögreglan ekki ætið spurnir af þvi, hverjir fá gistingu þar. —JB ,,Ég er annaðhvort I loftinu eða I kafi,” sagði Andri Heiðberg, en hann losaði netadræsu þessa sem hafði farið I skrúfuna á Hrönn RE. Bragi tók myndina niðri við höfn. Annaðhvort í háalofti eða bólakafi farið i skrúfuna á Hrönn RE. Hrönn komst að visu inn, en Andri brá sér i kafarabúninginn og losaði netið frá. „Æ'tli ég hafi ekki verið eitthvað á annan tima að þvi,” sagði hann. „Það var vel fast i skrúfunni, en hún komst nú samt inn. Eri þetta getur oft valdið hinum mestu erfiðleikum hjá bátun- um.” Það er heldur ekki ósjaldan sem þetta skeður, og menn myndu þvi sjálfsagt þiggja það að fá kafarann til sin á miðin. Andri hyggst nú hefjast handa við æfingar á þvi að kasta sér beint úr þyrlu f sjóinn, og siðan ætti ekkert að vera þvi til fyrir- stöðu að fara á móts við báta. Enda hefur hann i hyggju að hafa aðra þyrlu sina alltaf til- búna til þess. „Jú.égerannaðhvort i loftinu eða f kafi. Það er ekkert þar á milli,” sagði Andri að lókum. —EA — Andri Heiðberg getur flogið að bátum sem fá net í skrúfuna og kafað beint úr þyrlunni „Við getum farið á annarri þyrlunni að skipi, sem fengið hefur netadræsu I skrúfuna. Ég get slðan stokkið úr henni i kafarabúningi og losað hana. Þetta mundi að sjálfsögðu koma sér mjög vel fyrir bátana, i staö þess að láta draga sig inn.” Þetta sagði Andri Heiðberg, flugmaður og kafari, þegar við ræddum við hann, en siðast i gær losaði Andri net, sem hafði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.