Vísir - 05.03.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 05.03.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Mi&vikudagur 5. marz 1975 7 cTVlenningamiál Bragabót Bragi Ásgeirsson gerir mér þann heiöur aö eyða heilli síðu (hátíðlega upp- settri...) r blaði sínu 26/2 til að deila á lausleg um- mæli mín um menningar- pólitík Morgunblaðsins í grein um sýningu Jakobs Hafstein hér í blaðinu 20/2. Mér þykir fyrir því að þurfa að karpa við hann, því við erum að mestu sammála um Kjarvalsstaðamálið og aðdraganda þess. Samt vil ég taka þá áhættu að skýra afstöðu mina lítil- lega. Bragi skýtur að mér „maður littu þér nær” og nefnir skrif Visis um þetta umdeilda mál og listamenn almennt. Er ég fús að viðurkenna að það hittir i mark, þvi að langt er frá þvi aö ég sé á- nægður með frammistööu Visis á mörgum sviðum. En hvað snertir Kjarvalsstaðamálið sér- staklega þá hefur mér talist til að bréfadálkur Visis hafi birt nokkurn veginn jafnmörg bréf frá með-og-mótmælendum Haf- steins, þótt satt sé að blaðið hafi gert meira úr and-FÍM bréfum. En þar held ég að „æsifrétta- stefna” Visis ráði mestu, fremur en skipuleg herferð, en ekki er þar með sagt að slik stefna sé réttlætanleg. Sem sagt, ég er langt frá þvi að vera ánægður með stefnu Visis i þessu máli og hef eftir megni reynt að jafna á vogarskálinni, öragi Asgeirsson eins og Bragi hefur einarðlega reynt að gera i Morgunblaðinu. Hvorugir ritstýrum við blöðun- um og ættum þvi að geta viður- kennt það sem verr fer. En Bragi hefur ákveðið að snúa blinda auganu algjörlega að sinu eigin blaði, og er það ekki likt svo réttlátum gagnrýnanda sem hann er. Blöðin og Kjarvalsstaðir Ef skrif allra blaða um þetta Kjarvalsstaðamál eru athuguð, þá kemur fram að i raun hefur ekkert þeirra stutt málstað FtM fyllilega. Þjóðviljinn hefur enga tilraun gert til að reifa máliö rökvist og hefur að mestu haldið sig við meinhæðni um borgar- ráð og Jakob. Einhver stuðning- ur er það, en heldur neikvæður þó. Alþýðublaðið og Timinn hafa engan áhuga haft á að reifa þetta mál alvarlega, og skrif þeirra hafa aðallega beinst gegn listamönnum. Morgunblaðið nefndi ég sér- staklega i grein minni, ekki sér- lega vegna afstöðu þess til Kjar- valsstaðamálsins, sem hefur verið óvenju mild, heldur vegna afstöðu þess til menningarmála almennt á þessum mánuðum sem ég hef verið hérlendis. Það er afstaða sem stutt hefur fjölda fólks i hleypidómum sinum um list almennt og einnig um verk Jakobs Hafstein. Og meiri á- byrgð hvilir á Mbl. en öðrum blöðum, þar sem það er út- breiddasta blað landsins og annar ritstjóri þess hefur staðið framarlega i menningarmálum landsins, bæði sem rithöfundur og nefndamaður. Hinn ein- dregni stuðningur Mbl. við mál- stað listamanna, sem Bragi segir blaðið hafa sýnt, hefur i eftir Aðalstein Ingólfsson raun verið fólginn i einni grein þar sem hneykslast var á þvi að Kjarval skyldi látinn vikja fyrir Hafstein, og i annarri grein þar sem borin er fram fróm ósk um að samið veröi i málinu, — auk þess sem einn listamaður hefur verið tekinn tali. Jákvætt að visu, en langt frá þvi að vera eindreginn stuðningur við mál- stað listamanna. Þessi milda og jákvæða afstaða hefur senni- lega mótast af þvi að ritstjóri blaðsins hefur lengi borið hag meistara Kjarvals fyrir brjósti, skrifað um hann greinar og bók og tók einarða afstöðu með nafngift Kjarvalsstaða. Mér hrýs hugur er ég hugsa um hvað hefði skeð, hefði sú maskina sem sigað var á „Fisk undir steini” verið gangsett gegn listamönnum. Menningarmál og Morgunblaðið Skrif Mbl. um þá mynd er gott dæmi um það sem ég nefndi hina „furðulegu menningar- pólitik” blaðsins. Sú mynd, þótt gallalaus værihún ekki, varpaði fram þeirri grundvallarspurn- ingu hvort menningarstarfsemi gæti þrifist i litlu þorpi (og landi) þar sem fólk vinnur, eða neyðist til að vinna, myrkranna á milli. t stað þess að taka þá spurningu alvarlega og reifa það mál á rökvisan hátt, ræða það á breiðum grundvelli og frá öllum hliðum, þá er sett i gang vél sem starfar mánuðum sam- an við að mistúlka, skamma og svivirða þá tvo listamenn sem myndina gerðu, en þeir höfðu áður gerst sekir um samneyti við Þjóðviljann. Allar gáttir voru opnaðar fyrir þá sem vildu ráðast á tvimenningana. Ég veit persónulega um einn aðila sem sendi bréf til blaðsins, þar sem reynt var að leggja þeim tveim lið, en það var ekki birt. Ef það er „frjálslyndi” að hleypa öll- um inn i blað, þá er „ritstjórn- in” vafasöm, en hér reyndist „frjálslyndið” nokkuð einhliða. Höfuðáherslan i herferðinni gegn þeim,,Fisks-mönnum” var lögð á það að gera þá tortryggi- lega sem túlkendur menningar- mála, þeir væru t.d. ungir „menntamenn” og „listamenn” og vissu ekkert um „lif fólks- ins”. Þeir voru semsagt „átómatiskt” grunsamlegir, vegna þess að þeir höföu nálægt listum og menningarmálum komið. Sú tortryggni i garð menntamanna og „menningar- vita” fékk byr undir báða vængi á 1. des. samkomu stúdenta. Þeir búa i „loftköstulum” og „svivirða fólkið” var viökvæðið, og á þessari þulu var klifaö lengi vel. Hvað sem annars má segja um þá samkomu, þá kom þar fram ýmislegt sem merki- legt var og þess virði að þaö væri reifað af alvöru, t.d. ræða Þorsteins frá Hamri um endur- skoðun ættjarðarljóða og þjóð- sagna, sem eru ein höfuöundir- staða islenskrar menningar. Þeir sem ekkert fengu.... Vafstrið um viðbótarritlaunin var svo næst á dagskrá, en þar er skjöldur Mbl. einna beyglað- astur. t stað þess að taka það Aðalsteinn Ingólfsson viðkvæma mál alvarlegum tök- um, efna til hringborðsum- ræðna eða fá menn sem ekki voru knúðir af eiginhagsmunum til að fjalla um málið, þá halda tveir-þrir menn uppi stöðugum „ad hominem” árásum á út- hlutunarnefnd, og allir áttu menn þessir sameiginlegt að hafa ekki fengið viðbótina. Þessi menningarpólitik Mbl. kemur svo siðast fram i sam- bandi við úthlutun bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Þegar það var ekki tslendingur sem verðlaunin fékk, heldur finnski „kommúnistinn” Sal- ama, spyr blaðið nokkra menn gremjulega „hvers vegna ekki tslendingur” og i framhaldi af þvi, hvort ekki ætti að skipta um fulltrúa tslands i bókmennta- nefndinni. Siðan smjattar blaðið á sögum um „skattsvik” og „ritstuld” Salama. Það er ekki nema von að mik- ill hluti landsmanna liti á lista- menn sem vandræðagemlinga sem stjórna verður með harðri hendi, og á þá sem um menning- armál fjalla sem stórlega gall- aða menn, þegar stærsta blað landsins tekur þessa afstöðu til menningarmála og menntunar. Það að fólk er farið að hafa orð- ið „menningu” i flimtingum og gera gys að orðinu „viti”, eins og Bragi minnist á i lok greinar sinnar, hlýtur að skrifast að ein- hverju leyti á reikning blaðs hans. Er þessu máli svo lokið frá minni hendi, en ég vona að fé- lagsfræðingar taki þetta mál til nánari athugunar. STORBINGÓ í SIGTÚNI fimmtudaginn 6. marz klukkan 20.30 © Vlrdal vinninga: Hrotlin- prjonawl ai'i vt‘rí)mæti47.000,(K> kr. I»r jar SpánarlmV ir og vöruúttrkt lijá Ingvari Á: Gvlla aö vn-ömæti 25.IMNMIO kr.. auk Ijiikia ann- arra stórglæsilegra vinninga. EM.IW VIWINGL’H LNDIH ItMMNMNI KH. VINNINGAR HÁLF MILJÓN KRÓNA. Spilaðar verða 18 umferðir. Ilúsið opnað klukkan 7. Kn.itKpx rnudnld I \ Ikis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.