Vísir - 05.03.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 05.03.1975, Blaðsíða 9
Visir. Miövikudagur 5. marz 1975 Visir. Miðvikudagur 5. marz 1975 Þeir kunna ýmislegt fleira fyrir sér.... — segja dönsku dómararnir um tékkneska liðið „Við gátum ekki séð að þessi leikur væri neitt sérlega harður eða grófur,” sögðu dönsku dömararnir Rodil — sem dæmdi úrslitaleikinn I siðustu HM- keppni — og Ohlsen eftir landsleikinn I gærkvöldi. __ „Þetta var ósköp venjulegur lands- leikur, eins og þeir eru leiknir I dag. Tékkarnir léku mun fastar á mótinu I Danmörku um helgina, og þeir eiga ýmislegt I pokahorninu, sem þeir tóku ekki fram I þessum leik. Ér það bæði harka og einnig ieikfléttur. Þeir fengu að skora allt of auöveld mörk I þessum leik, enda varislenzka vörnin ekki góð, og hún lék allt of lengi sama kerfið. Þá var markvarzla Tékkanna mun betri og það gerði stóra muninn”. Vicha, þjálfari tékkneska i liðsins, sagði að hann hefði fengiö allar upplýsingar um islenzka iiðið hjá Jiígóslövunum i Danmörku og þær | reynzt réttar. „tslenzka liðið i,ék eins og við áttum von á og þaö hefur gert I fyrri lands- leikjum. Þaö var hvorki betra né verra en áöur. — Þó hefur liklega siðasta landslið, sem við lékum við, verið með betri vörn en þetta. En við erum ánægðir með þennan sigur, — það er alltaf gott að vinna ts- land á heimavelli, þvi hér er erfitt aö leika”. Ekki vildi hann spá um slðari leikinn, sagðist hafa ýmislegt ósýnt og ógert, en það kæmi I Ijós i kvöld. Ólafur Jónsson, fyrirliði landsliðsins, sagði, að þetta væri hörkulið, sem Tékkarnir væru með. „Það leikur öðruvisi en Júgóslavarnir — miklu grófara og fastara, enda var ægilegt að lenda I klónum á þeim á lín- unni. Það vantaði mikið upp á að við vær- um eins góðir og á móti Júgóslövunum á dögunum — vantaði neistann, sem þá var, og við vorum óheppnir með skotin i þessum leik. Markvarzlan hjá þeim var frábær, en aftur á móti fannst mér dómgæzlan ekki nærri j nógu góö hjá þetta reyndum dómur-| um.” Birgir Björnsson var heldur ekkert j hrifinn af dómurunum. „Þeir leyfðu ■ Tékkunum að leika allt of gróft, en voru svo með sparðatining á okkur þess á miili. Ég veit ekki hvaðan úr ; heiminum þeir hafa lært þessar regl- i ur. Við verðum með óbreytt lið I kvöld, og ég vonast til að þá gangi betur, enda lærðum við mikið á þessarþ- „viður- j eign”. Þegar við ræddum við dómarana og Tékkana, sögðu þeir okkur, að Danir hefðu unnið Júgóslava I keppninni I j Danmörku meö 17 mörkum gegn 16. Aftur á móti höfðum við sagt frá þvl, að Júgóslavarnir hefðu unnið 17:16, og önnur blöð voru með allt aðrar tölur. En það rétta er, danskur sigur 17:16 og þetta danska lið er það næsta, sem viö fáum í heimsókn — um miðjan aprll. klp- Skautaparið heimsfrœga í forustu ó HM í Colorado Heimsmeistarakeppnin I listhlaup- um á skautum hófst I Colorado Springs i Bandarikjunum I gærkvöldi. Skauta- pariö fræga, Irina Itodnina og Alex- ander Zaitsev Sovétrikjunum, tók strax forustu I parakeppninni. I ein- staklingskeppni karla náði Sergei Volkov, Sovétrlkjunum, góðri forustu, en annar er John Curry, 25 ára gamall Lundúnabúi, sem hefur æft I Denver, Colörado, siöasta árið. Hann varö ann- ar á Evrópumeistaramótinu I Kaup- mannahöfn á dögunum — en Vladimir Kovalev, Sovétrlkjunum, sem sigraði á EM, er I þriðja sæti. Volkov, 25 ára gamall Moskvubúi, hlaut I gær 78.45 stig — Curry 74.57 stig og Kovalev 72.58 stig. I fjórða sæti er Toller Cranston,- sem fimm sinnum hefur orðið kanadiskur meistari, með 72.04 og i fimmta sæti Gordon McKelI- an, bandariski meistarinn, með 70.57 stig. Volkov, sem nú hefur forustu, varð annar á HM 1974. Rodnina og Zaitsev hlutu 35.34 stig eftir fyrstu keppnina I gær. Romy; Kermer og Rolf österreich, Austur-I Þýzkalandi, voru I öðru sæti meö 34.651 stig. Þriðju Irina Vorobjeva og Alex-Í ander Vlasov, Sovét, með 34.02 stig —| þá Manela Gross og Uwe Kagelman, [ Austur-Þýzkalandi, með 33.77 stig og 11 fimmta sæti Melissa Militano og [ Johnny Johns, USA, meö 33.55 stig.! Keppnin heldur áfram I dag. —hslm. I “ Aðeins 2:0 sigur Barcelona Spánska meistaraliöið, Barcelona, með allar sínar stóru „stjörnur” lenti I hinum mestu erfiðleikum með sænsku meistarana, Atvidaberg, I fyrri leik liðanna i Evrópubikarnum i Barcelona I gærkvöldi. Sigraði þó meö 2-0, sem ætti að nægja til að komast I undanúr- ' ............-.......... Ægir vann KR Fyrsti leikurinn I Reykjavlkur- mótinu I sundknattleik var háöur I gærkvöldi. Þá sigraði Ægir KR I höröum og fjörugum leik með 10-5. Lið Armanns hefur dregið sig til baka I mótinu af einhverjum ástæöum. Það átti að vera búiö að leika bæði við KR og Ægi, en mætti ekki. Síöari leikur Ægis og KR veröur 13. marz — og flest bendir til aö Ægir veröi meistari. - hslm. slitin, þvlsíðari leikurinn verður einn- ig I Barcelona — 11. marz. Rúmlega 40 þúsund áhorfendur hvöttu „slna menn” mjög I Barcelona — og þeir sóttu miklu meira i leiknum. En sænska vörnin var þétt fyrir — þar var leikið „maður á mann”. Barcelona náði forustu á 22. mlnútu, þegar Carlos Rexach, spánski lands- liðsmaðurinn, fékk langsendingu fram völlinn —■ lék á varnarleikmenn og sendi hásendingu inn I vítateiginn. Þar stökk braziliski landsliösmaðurinn Mario Marinho hærra en aðrir og skallaði I mark. Knötturinn lenti I þverslánni að neðanverðu og I markiö. Siðara markið skoraði Manuel Clares á 80 min. eftir að Johan Cruyff haföi tekið hornspyrnu. Barcelona fékk vltaspyrnu, þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Sænski markvörður- inn varði þrumuflcyg Marinho. t ensku deildakeppninni voru nokkr- ir leikir háðir I gærkvöldi. Fulham og Millvall geröu jafntefli 0-0 I 2. deild. 1 3ju deild vann Colchester Swindon 2-0, í Grimsby og Hereford gerðu jafntefli 0- f 0, og Huddersfield vann Southend 4-1.' A mánudag vann Port Vale Charlton 1- J 0. t 4. deild vann Swansea Cambridge i 2-1.1 1. deildinni skozku gerðu Airdrie | og Aberdeen jafntefli 2-2. —hslm. Stórbingó verður I Sigtúni annað kvöld — fimmtudag — á vegum Knatt- spyrnufélagsins Fylkis I Arbæjar- hverfi. Þar verður spilað um marga! góða vinninga. Formaður og þjálfari Spörtu örvæntu.... j— [Viö verðum að fara á morgun og tr-Bommi er ekki kominn enn! ~y [© 'ýing I ealuf** Syndicat IW -i 1973 Woild rlghis rr»eivtd y| En hann kemur f kvöld.....! Ef hann nú kemur ekki! Bommi er æfingarlaus. Hugsa sér, úrslitaleik- Lurinn!! Umsjón: Hallur Símonarson Ólafur Einarsson sendir boltann I átt að tékkneska markinu i landsleiknum I gærkvöldi, og sekúndubroti siðar lá hann I netinu. Lengst til vinstri er ólafi Jónssyni haldið á linunni. Satrapa gerir siðustu tilraun til að verja skotið frá Ólafi. Fyrir framan hann er Björgvin Björgvinsson, þá Jary og Krepindl sem hefur náð góðu taki á lærinu á Ólafi, en lengst til hægri er Sulc við öllu búinn. Ljósmynd Bj. Bj. VINATTUtilXUR VARD AÐ SIAGSMALUM Hann var langt frá þvl að vera falskur tékkinn, sem tékknesku landsliðsmennirnir lögðu inn hjá islenzka landsliðinu i Laugar- dalshöllinni I gærkvöldi. Það var til næg innistæða fyrir honum, enda var hann greiddur út með beinhörðum handknattleik. ts- lendingarnir áttu ekkert inni annað en marbletti og blóðrifinn búk, þegar leiknum lauk, og þó sluppu þeir vel, þvi tapið var ekki nema tvö litil mörk. Upphæðin hefði hæglega getað verið stærri þvi seint i sfðari hálfleik voru þeir sex mörkum undir. Þessi leikur er einhver harðasti og grófast landsleikur sem hér hefur fariðfram i langan tima, og áttu hinir heimsfrægu dönsku dómarar, sem dæmdu hann, ekki minnstan þátt i þvi. Þeir leyfðu Tékkunum að komast upp með mjög grófan varnarleik, og i sókninni fengu þeir að gera ýmis- legt, sem til þessa hefur verið dæmt á af öðrum dómurum, sem hér hafa komið. En tapið var ekki allt dómurun- um að kenna — siður en svo — það má skrifa á reikning islenzka iliðsins, sem var langt frá þvi að vera sannfærandi og mun lakara en það var i leikjunum við Júgóslaviu I siðustu viku. Að sjálfsögðu brá fyrir ágætum köflum — bæði i vörn og sókn — en þeir voru þvi miður fáir. Hinir voru öllu fleiri og afdrifarikari, sem lélegir voru, og áttu þar allir jafna sök — einvaldurinn jafnt sem leikmennirnir. Mestu mistökin voru þau að breyta ekki um varnarleik i siðari hálfleiknum, þegar Tékkarnir voru búnir að læra á kerfið. Ef þaö hefði verið gert — þó ekki hefði verið nema smástund — er ekki gott að segja hvernig farið hefði. í það minnsta hefði það nægt til að rugla þá i riminu. Það- hefði ekkert kostað að gera smá- tilraun með annað skipulag á vöminni, úr þvi sem komið var, en það var aldrei gert. Sóknarleikurinn var einnig gallaður— allt of einhæfur og bragðlaus. Að visu var ekki nema ein opin leið að markinu — i gegn- um miðjuna — þvi úr hornunum var okkar mönnum fyrirmunað að skora. Hinn frábæri mark- vörður Tékkanna — Packa — lokaði markinu, þegar einhver kom inn úr hornunum, enda maðurinn eldfljótur og skanka- stór þar að auki. Hann er nær tveir metrar á hæð og með arma eins og vindmylla. Hans eini veiki blettur var niður við gólf, en þangað vildu okkar menn helzt ekki skjóta, enda varði hann um 15 skot frá þeim i leiknum — sum úr dauðafærum á linu — og auk þess tók hann tvö vitaköst seint I siðari hálfleik. Tékkneska liðið lék mjög skemmtilegan handknattleik — ef maður horfir fram hjá hörkunni og ruddaskapnum. Það er mikill hraði i sókninni hjá þeim, og þar stefna allir að ákveðnu marki. Til þess fengu þeir lika tækifæri, þvi alltaf lék islenzka liðið sama varnarleikinn, sem Tékkarnir þekktu orðið út i gegn. Þeir kunnu lika að berja frá sér I vörninni bæði löglega og ólög- lega — og fengu að haga sér að vild hjá dönsku dómurunum. Það var aðeins tvisvar sem þeim þótti nóg komið og sendu mann frá þeim út af til kælingar — og veitti ekki af. í bæði skiptin var það sami maðurinn — Satrapa — sem fyrstfór útaf I 2mínútur og siðan i 5. En fleiri hefðu mátt fara, og það jafnvel oftar en einu sinni. Eftir margskonar mistök á báða bóga komst islenzka liðið þokkalega i gang um miðjan hálf- leikinn og hafði um tima tvö mörk I plús — 5:3 — Tékkarnir jöfnuðu, en Viðar kom islenzka liðinu yfir 6:5 og var það I þriðja og siðasta sinn i öllum leiknum. Tékkarnir áttu næsta leik — 4 mörk I röð — og komust þar með i 9:6. Tvivegis eftir það átti is- lenzka liðið möguleika á að jafna, en það mistókst, eins og svo margt annað. í hálfleik höfðu Tékkarnir 2 mörk yfir — 11:9 — og komust I 12:9 strax i siðari hálfleik. Þá komu tvö Islenzk mörk — Páll Björgvinsson og Björgvin Björg- vinsson — og staðan var 12:11. En Adam var ekki lengi i Paradis —1 Tékkarnir áttu næstu 4 mörk — T6:ll — og þegar skammt var eftir af leiknum voru þeir komnir 6 mörkum yfir — 19:13. A þeim tima haföi Björgvin átt skot i stöng — tvö hraðaupphlaup höfðu mistekizt og sá langi i markinu hafði varið tvö vitaköst — frá Herði Sigmarssyni og Einari Magnússyni. Tékkamir gerðu einnig mistök á þessum tima — misstu boltann og hittu ekki markið. En þrátt fyrir það voru menn farnir að sjá fyrir sér allt að 10 marka sigri þeirra, þegar loks kom smá glæta i spilið hjá Islenzka liðinu. Leikið var upp á linuna og vlti fengin i slagnum þar. óíafur Einarsson var settur i að taka vitin, og hann skoraði úr þrem þeirra á skömm- um tima. Nafni hans Jónsson bætti einu marki við i millitiðinni, en lokaorðið átti Egilsstaðalög- reglan — Björgvin Björgvinsson — sem lét sig hafa það að sigla inn úr horninu og skora með þvi að fetta sig langt inn i teiginn. Það var 18. rhark tslands i leiknum — Tékkarnir voru þá komnir með 20 — og töldu menn Islenzka liðsins hafa sloppið vel með þennan mun eftir að hafa verið sex mörkum undir skömmu fyrir leikslok Er mikið til i þvi, en þó hefði þessi munur eins getað verið á hinn veginn. Enginn bar af öðrum i islenzka liðinu I þessum leik, og allir hafa þeir leikið betur. Þeir einu, sem aðeins skáru sig úr voru Ólafur Jónsson, Viðar Simonarson og Björgvin Björgvinsson. Þeir, ásamt Einari Magnússyni, Páli Björgvinssyni, Herði Sigmars- . syni og Bjarna Jónssyni, eiga skilið að fá annað tækifæri i leikn- um i kvöld, en aftur á móti mátti skipta á mönnum fyrir Ólaf Einarsson, Pétur Jóhannesson og Stefán Halldórsson. Hefðu t.d. menn eins og Pálmi Pálmason, Fram, Gunnar Einarsson FH, Stefán Gunnarsson Val, eða ein- hverjir aðrir mátt fá að spreyta sig i kvöld.... En úr þvi verður ekki „einvaldurinn” hefur talað — liðið verður óbreytt!! Margir frábærir menn eru i tékkneska liðinu. Fyrir utan markvörðinn Packa, eru það Sulc, Satrapa, Heber og Jary, en þeir siðastnefndu skoruðu öll mörk Tékkanna i siðari hálfleiknum. Annars skoruðu þessir mörkin I leiknum. Fyrir Tékka: Haber (nr. 7) 7 mörk, 4 viti, Jary (nr. 4) 6, Sucl (nr. 2) 2, Liska (nr. 15) 2, Papiernik (nr. 14) 1, Krepindl (nr. 8) 1 og Kavan (nr. 5) 1 mark Fyrir Island: Ólafur Einarsson 4 (3 viti) Ólafur Jónsson 3, Viðar Simonarson 3, Páll Björgvinsson 2, Björgvin Björgvinsson 2, Einar Magnússon 1, Bjarni Jónsson 1, Stefán Halldórsson 1 og Hörður Sigmarsson 1 (úr viti) -klp Það var mikið handapat I gangi, þegar leikmennirnir voru að reyna að ræða málin I landsleiknum I gærkvöldi. Hér hefur soðið upp úr og menn liamast við að útskýra og afsaka þaðsem gerðist en var það stundum all stórbrotið I sniðum. Viðar er þarna að reyna aö róa Tékkana en engu likara er en að Páll og Satrapa ætli að fara að fá sér snúning. Ljósm. Bj. Bj.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.