Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Fimmtudagur 6. marz 1975 — 55. tbl. Hœttuleg efni á boðstólum, — illa merkt - BAKSIÐA „Horft fram á 200 mílur" — baksfða Evrópubik- arinn í gœrkvöldi - íþróttir í OPNU OLÍUVERÐ FRYST ^ — sjá bls. 5 Þórarinn tekur við útvarpsráði Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Timans, mun verða hinn nýi formaður útvarpsráðs skv. góðum heimildum, sem Visir fékk um hádegið. Nokk- ur átök munu hafa orðið um embætti þetta I liði fram- sóknarmanna. örlygur Hálf- dánarson mun verða annar út- varpsráðsmanna framsóknar- manna. Ekki er vitað, hverjir munu tilnefndir frá öðrum flokkum, en gengið verður frá kjörinu I útvarpsráð á Alþingi i dag, að þvi talið var. —JBP— „Vorum úrvinda er við komumst í Höfðann" sagði skipstjórinn á ísleifi í morgun í viðtali við Vísi „Þrátt fyrir alveg brjálað veð- ur var dvölin I gúmbátnum I sex og hálfan tima ekki svo ýkja slæm”, sagöi Gunnar Jónsson, skipstjóri á tsleifi VE-63, I viðtali við Visi i morgun. „Okkur tókst nokkuð vel að halda á okkur hita þrátt fyrir kuldann úti fyrir. Gangan yfir i Ingólfshöföa i gærdag reyndi öllu meira á okkur. Þangað eru um fjórar og hálf mila og allan tim- ann urðum við að ganga á móti sterkum vindi og i lausum sandi,” sagði Gunnar. „Auk þess vorum við dúöaðir i klæðum, þannig að erfiðara var að hreyfa sig. Er við náðum loks I höfðann og eftir um þriggja stunda göngu vorum við gjörsamlega úrvinda”, sagði Gunnar. ísleifur strandaði um eittleytið aðfaranótt miðvikudagsins. Skip- verjar tóku til ráðs að láta fyrir- berast i bátnum um nóttina, en héldu þá i land með gúmbát, sem þeir höfðust við i fram til hálfþrjú i gærdag, er björgunarmenn úr öræfum komust til þeirra. Af slysstað var gengið út að Ingólfshöfða og dvöldust skip- brotsmennirnir þar ásamt einum öræfinganna á meðan hinir los- uðu jeppa þeirra björgunar- manna, er festst höfðu i sandin- um. „I vitanum var nægur hiti og matur, svo að við gátum hvflt okkur vel þar,” sagði Gunnar. Skipverjar höfðust við i vitanum til klukkan hálfsjö, er björgunar- mennirnir komu til baka eftir að hafa losað jeppana. Um kvöldið hafði veðrið lægt til muna og gekk þvi ferðin til byggða vel. Skipverjar og björgunarmenn komu til Fagur- hólsmýrarum miðnætti og dvöldu skipverjar á bæjum i nótt. „Við fórum þrettán saman af bæjunum i öræfasveitinni til að freista þess að komast á strand- staðinn”, sagði Páll Björnsson á Fagurhólsmýri, er Visir ræddi við hann. Páll var fyrirliði þeirra björgunarmanna. „Við reyndum að komast strax um nóttina, en þá var snjó og sandfokið það mikið niðri á sandinum, að við töldum það ráð- legast að biða til morguns”, sagði Páll. „Um sexleytið i gærmorgun héldum við til atlögu við sandinn á ný, þótt veðrið væri litt skárra en um nóttina. Ég tel aö vindur- inn hafi komizt upp i 12 vindstig er verst lét,” sagði Páll. „Leiöin niður á þennan gamla strandstað er stikuð, en við sáum vart út úr augunum vegna sand- foks og snjókomu og töpuðum þvi slóöinni. Það var ekki að þvi að spyrja, að þegar út af slóðinni kom festust bilarnir allir með tölu, enda sáum við ekki hvor til annars”, sagði Páll Björnsson. Björgunarmenn urðu þvi að ganga að strandstaönum og komu þeir þangað eftir átta og hálfs tima ferð. „Jú, bilarnir eru mikið skemmdir. Þeir eru allir meira og minna sandblásnir og rúður eru brotnar i tveim”, sagði Páll. Gunnar Jónsson, skipstjóri á Isleifi, sagði að þeir hefðu verið aö lóna vestur um er bátinn rak á land. Þeir voru nýkomnir frá þvi að landa á Seyðisfirði og á leið á miðin. Varðskip var enn við strand- stað i morgun, en ráðgert var að það héldi þaðan seinna i dag. Björgunarskipið Goðinn var þá komið á staðinn, en vegna veðurs hafði ekki verið hægt að hefja björgunaraðgerðir. —JB Ægilegt blóðbað íTel A viv Aö minnsta kosti tuttugu gíslar biðu bana eöa særðust, ásamt um 10 skæruliðum, þegar her- menn brutust inn í hótel í Tel Aviv í nótt, þar sem arabískir skæruliðar höfðu hreiðrað um sig, samkvæmt Reutersfrétt- um í morgun. Skæru- liðarnir lentu gúmbátum við borgina í gærkvöldi og lögðu undir sig hótel, þar sem þeir tóku fjölda gísla, sem sumir munu hafa verið útlendir ferða- menn. Þegar hermenn gerðu árás á hótelið, varð mikil sprenging, sem mun hafa valdið mestu manntjóninu. Al I ir skæruliðarnir eru sagðir hafa fallið. Sjá frétt á bls. 5 Komið með einn hinna særðu til sjúkrahúss I ins, scm er hálf hrunið eftir bardagann I nótt. Tel Aviv I morgun. Ekki eru öll kurl komin til grafar um mannfallið. Leitað er i rústum hótels-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.