Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 8
Vísir. Fimmtudagur 6. marz 1975 Visir. Fimmtudagur 6. marz 1975 Umsión: Hallur Símonarson 7 Dæmigerö mynd úr landsleiknum. ólafur H. Jónsson i „hengingu” hjá Tékkum á línunni —og l \ fékk að „kæla sig” eftir takið —en ólafur lika hjá dönsku dómurunum!! — enda likaði honum í ferðin. Ljósmynd Bjarnleifur. Leeds-vélin molaði belgísku meistorano — í Evrópubikarkeppninni í gœrkvöldi. Bayern skoraði tvívegis í lokin gegn Ararat Yerevan Ensku meistararnir hjá Leeds tóku þá beigísku I Anderlecht í íV * 1. u,. MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. íbúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. kennslustund i Evrópubikarnum i gærkvöldi — Evrópumeistarar Bayern Munchen sigruðu sovézku meistarana frá Kákasus, Ararat, með tveimur mörkum lokakafla leiksins, en merkilegust var frammistaða franska meistara- liðsins St. Etienne, sem virtist á góðri leið út úr keppninni, þegar Ruch Chorzow, Póllandi, náði þriggja marka forustu. En Frakk arnir gáfust ekki upp og tókst verulega að rétta sinn hlut — skoruðu tvivegis i lokin. Pólska meistaraliðið hafði yfir- burði framan af. Maszczyk skoraði eftir 9 min. Bengier eftir 30 min. og þegar Bula bætti við 3ja markinu á fyrstu min. siðari hálfleiks virtist öllu lokið hjá St. Etienne. En franska liðið kom þá á óvart — barðist af miklum krafti og um miðjan hálfleikinn skoraði Largue. Ekki nóg með það. Þegar sex min. voru til Lougaveg 103 við Hlemm Sími 16930 leiksloka skoraði Briantafielos annað mark og St. Etienne ætti að hafa góða möguleika I siðari leiknum á heimavelli. Áhorfend- ur um 40 þúsund. Leikmenn Leeds voru i ham gegn Anderlecht á Elland Road og Belgarnir áttu enga mögu- leika. Stöðva varð leikinn i 17. min. vegna þoku. Þá voru liðnar 30min. af leiktimanum og staðan 1-0 fyrir Leeds. Joe Jordan skor- aði markið — og tveir aðrir Skot- ar unnu að öðru markinu. Billy Bremner gaf á miðvörðinn Gord- on McQueen, sem skoraði. Enn var Skoti á ferðinni i lokin — Peter Lorimer skoraði 3ja markið tveimur min. fyrir leiks- lok. Belgisku leikmennirnir féllu mjög i rangstöðunet Leeds — alls 16sinnum. Áhorfendur 40þúsund. í 3ja leiknum i Evrópubikarn- um léku Evrópumeistarar Bayem á heimavelli gegn Ararat og þar voru áhorfendur 62 þúsund. Lengi vel var útlitið allt annað en gott fyrir Bayern. Liðið komst litið áleiðis gegn sterkri vörn Kákasus-liðsins (Ararat, örkin hans Nóa) og þegar 12 min. voru til leiksloka hafði ekk- ert mark verið skorað. Þá loks tókst Uli Hoeness að skora — og rétt á eftir bætti Sviinn Conny Thorstensson öðru marki við — 100. mark Bayern á heimavelli i Evrópukeppni. -hsim. Lugi komst ekki í úrslit Jón Hjaltalin og féiagar hans i Lugi náðu ekki að komast i fjög- urra liða úrslitakeppnina i sænsku 1. deildinni i handknatt- leik, sem lauk um heigina. Lugi tapaði — á heimavelii — fyrir Heims 17:20 eftir að hafa verið 2 mörkum yfir i hálfieik 11:9. Liðin, sem komast I úrslit eru: Fröiunda, Kristianstad, Heim og Drott. Tvö siða.stnefndu voru með 19 stig en Lugi og Ystad með 18. Nánar á morgun. Ekki glœta gegn Tékkum og dönskum dómurum Tékkneska landsliðið sigraði í síðari leiknum í gœrkvöldi með fimm marka mun og nokkur marka þeirra voru hrein gjöf hlutdrœgra, danskra dómara islenzka landsliðið i handknatt- leiknum hafði enga von gegn Tékkum i Laugardalshöliinni i gærkvöldi — það var ekki glæta I ieiknum —en hefði það notiðj jafn hagstæðrar dómgæzlu dönsku dómaranna og Tékkar er ekki vafi á þvi, að það hefði haft i fullu tré við Tékka. Þegar dönsku dómararnir voru kynntir i leikbyrjun fengu þeir aðeins baul frá isienzku áhorfendunum. Þessir heiðursmenn létu svo is- lenzka liðið gjaida þess i leiknum — og það var upp á nokkur mörk!! Tékkar sigruðu svo með 16-11. Þrivegis i fyrri hálfleiknum var flautað, þegar Tékkar misstu knöttinn frá sér, án þess að brotið væri á þeim, og þeir fengu knöttinn aftur. t öllum tilfellum var mark svo skorað. Einu sinni i hálfleiknum högnuðust Is- lendingar á dómgæzlu Dananna- og einnig i einu sinni i siðari hálf- leiknum, þegar Tékkar skoruðu, en aukakast dæmt á tsland i staðinn. En dómararnir bættu Tékkum það heldur betur upp — dæmdu furðulega leiktöf á is- lenzka liðið og það kom mönnum svo á óvart, að Tékkar brunuðu upp og skoruðu óhindrað. Þá var prýðismark dæmt af Viðari Simonarsyni — aukakast á Tékka i staðinn. Þessir dönsku dómarar sem þekktir eru i handknattleiks- heiminum — komu með tékkneska liðinu hingað — hafa heldur betur gert islenzkum áhorfendum grarnt í geði i Laugardalshöllinni undanfarin tvö kvöld. Dómgæzla þeirra hefur verið i einu orði sagt — hörmuleg — og annað liðið, það tékkneska, hagnaðist á þeim. 1 þvi ljósi verður nokkuð að lita árangur islenzka landsliðsins i leikjunum gegn Tékkum. En leikur þess var þó engan veginn góður — og á það bættisó lika, að markvarzla Ólafs Benedikts- sonar var ekkert I námunda við það, sem hann afrekaði i leikjun- um gegn Júgóslövum á dögun- um. Þar er nokkur skýring á þvi, að nær sama lið, sem stóð sig svo vel gegn Júgóslövum, var ekki eins gott gegn Tékkum — liði, sem Júgóslavar léku sér að á mótinu i Danmörku um helgina. Óþarft er að fara mörgum orðum um leikinn i gærkvöldi. Hann var slakur — oft grófur — en einstaka fallegar fléttur sáust hjá Tékkum. Ein sérlega glæsi- leg, sem þó gaf ekki mark, þar sem markskotið brást. Leikurinn var afar jafn framan af 1-1, 2-2, 3- 3 og Island komst i 5-3 á 21. min. Þá gripu dönsku heiðurs- mennirnir til sinna ráða — Tékkar jöfnuðu ekki aðeins held- Þekktur dómari lótinn Hinn þekkti danski handknatt- leiksdómari Paul Ovdal lézt i Kaupmannahöfn i gær, liðlega fimmtugur að aldri. Ovdal var mörgum islenzkum handknatt- leiksunnendum að góðu kunnur, enda hafði hann dæmt hér fjölda leikja og átti hér marga kunn- ingja og vini meðal handknatt- leiksmanna. Annar dómari leiksins i gær, Jack Rodil, fékk i gærkvöldi skeyti um að Ovdal væri látinn. Þeir höfðu dæmt saman i sjö ár, þar á meðal úrslitaleikinn i sið- ustu HM-keppninni i Austur- Þýzkalandi. Siðasti landsleikur- inn, sem Ovdal dæmdi var úr- slitaleikurinn i Norðurlandamót- inu á dögunum. t hófi I tékkneska sendiráðinu i gær, minntist Sigurður Jónsson formaður HSt hins látna dómara, og risu leikmenn beggja liðanna úr sætum til að votta hinum látna virðingu sfna. —klp— -1 Páll Björgvinsson með knöttinn á linu — en dæmt var á hann. Ljos- mynd Bjarnleifur. ur komust i 6-5. Staðan i hálfleik var 7-6 fyrir Tékka. .Um miðjan siðari hálfleikinn gerðu Tékkar og Danir út um leikinn — leiktöfin, mark tekið af Viðari, tvö viti dæmd á tsland, Hörður rekinn af velli. Staðan' varð 15-10 fyrir Tékka og úrslit ráðin. Tékkar fengu fimm viti i leikn- um —- skoruðu úr fjórum — ís- lendingar aðeins tvö og var þó tékkneska liðsins en þess islenzka. varnarleikur mun grófari Þremur tékkneskum leikmönn- um var visað af leikvelli — fjór- um islenzkum. Og aftur. Leikur tékkneska liðsins var þó grófari en þess islenzka. Niðurstaða. Mikil mismunun i dómgæzlu og vonandi fáum við aldrei aftur þessa dönsku heiðursmenn — hr. Jack Rodil og hr. Kurt Ohlsen — til að dæma hér landsleiki. -hsim. Björgvin er hœttulegostur „Ég hef leikið 12 sinnum á móti isienzka iandsliðinu á undanförn- um árum og alitaf þótt gaman að þvi,” sagði elzti og leikreyndasti leikmaður Tékka — Ivan Satrapa — eftir leikinn I gær. „Liðin hafa verið misjafnlega góð, en liðið, sem ég iék á móti á árunum 1965 tii 1967 tel ég þó hafa verið betra og hættulegra en liðið I dag. Leikmennirnir I þessu iiði eru tekniskir — fara vel með bolta — en eru ekki nægilega vel vel þjálfaðir og taktiskir. Þeir gerðu marga hluti vel, en aðra fyrir neðan meðallag. Hættulegasti maðurinn i is- lenzka liðinu var að minu áliti Björgvin Björgvinsson. Hans varð að gæta alveg sérstaklega vel. Ólaf H. Jónsson þekki ég. Hann er sterkari en hann var áður, en ég hef þó séð hann betri en þetta. Til að ná lengra þarf Islenzka liðið að æfa betur — bæði leik- kerfi og þrek — og einnig að leika fleiri leiki. Við munum t.d. leika 50 landsleiki fyrir næstu Olympiuleika og einnig dvelja I æfingabúðum. Þar fyrir utan munum við æfa með félagsliðun- um og leika með þeim.” — Hvaða þjóðir eru beztar I heiminum I dag? „Rúmenla og Austur-Þýzkaland eru með beztu landsliðin um þess- ar mundir. Landslið Júgóslaviu er mjög svipað og getur unnið þessar þjóðir, þegar mikið liggur við. Island kemur nokkuð langt á eftir, en á að geta komizt I eitt af 10 fyrstu sætunum, ef rétt er á spilunum haldið.” Bjarni Jónsson var snarpur á köflum I landsleiknum I gær — en skot- nýting hans slæm. Hér að ofan flýgur hann inn i teiginn, en Packa varði. Bjarni lék i gær sinn ll.Ieik á 14 dögum, svo ekki er furða, þó ein- hverrar þreytu gæti. Ljósmynd Bjarnleifur. Enginn grundvöllur erlendro heimsókno — og þjálfarinn Mares hefur áhuga á að koma hingað „Það er augljóst eftir þessa tvo landsleiki við Tékkóslóvakiu, að vonlaust er að bjóða hingað heim erlendum liöum, nema þá með þvi aö fara með buliandi tap út úr heimsókninni,” sagði Birgir Lúðviksson, gjaldkeri HSt, i við- tali við Visi I gærkvöldi. „Með þvi að fylla Laugardals- höllina á báða leikina, er mögu- Ctkoman i sóknaraðgerðum islenzka liðsins i leiknumi gærvar þannig: skot mark varið fram hjá stong mistök Viðar Símonarsou 5 3 2 0 0 4 Ólafur Jónsson 6 2 3 1 0 1 Ólafur Einarsson 4 2 1 0 11 BjarniJónsson 61 4 1 0 0 Hörður Sigmarsson 3 2 1 0 0 1 Einar Magnússon 2 10 1 0 1 Páll Björgvinsson 10 0 1 0 1 Björgvin Björgv. l 0 1 0 0 0 Stefán Halldórsson 0 0 0 0 0 0 Pétur Jóhannsson 0 0 0 0 0 0 Fyrir utan þetta átti Ólafur Benediktsson markvörður eina ranga sendingu og boltinn var einu sinni dæmdur af islenzka lið- inu — fyrir leikleysu. Upphlaupin voru samtals 37-28 lauk með skoti og af þeim fóru 11 i netið, en markvörðurinn varði 12 skot. í allt tapaði liðið 10 sinnum boltan- um fyrir rangar sendingar eða annað i þeim dúr. Tékkarnir áttu 28 skot á islenzka markið — af þeim fóru 16 i netið, 5 framhjá markinu en ólafur Benediktsson varði frá þeim 7 skot. Þá töpuðu Tékkarnir 7 sinnum boltanum i leiknum — þar af tvisvar fyrir leikleysu eða töf. —klp— leiki að hafa á milli 100 og 200 þús- und út úr heimsókninni, en ef ekki er fullt, eins og á tveim slðustu leikjum, er öruggt, að tap verður á þeim. Ferðirnar og uppihaldið fyrir 20 manna hóp eins og þennan kostar okkur um 1.5 milljónir. Bara flug- fargjöldin kosta okkur nær 1,2 milljónir. Tekjur af þessum leikj- um voru um 1.3 milljónir, svo við reiknum með tapi upp á minnst 200 þúsund. Það, sem gerir þetta er i fyrsta lagi siðasta gengisbreyting, en við hana hækkuðu öll fargjöld. Þegar við fengum Austur-Þjóð- verjana hingað i haust, voru þau um 660 þúsund, en eru nú 1160 þúsund. Þá þykir okkur súrt að þurfa að greiða i leigu fyrir Laugardals- höllina 537 þúsund krónur — fyrir tvo leiki — eða 6 tima — þegar þeir, sem sjá um popphljómleika þar þurfa ekki að greiða nema 500 þúsund fyrir þrjá daga, og enn meiri vinnu og þjónustu en við förum fram á. Leigan á höllinni er allt of dýr. Mér finnst rétt að við greiðum ákveðið gjald fyrir hana i hvert sinn en ekki hluta af innkomnum tekjum einsog nú er. Ef það feng ist i gegn, yrði kannski möguleiki á að fá hingað handboltalið, án þessað þurfa að borga með þeim. Iþróttaforustan, með tSl i fararbroddi, verður að fara að gera eitthvað i þessu fargjalda- máli og einnig með leiguna á mannvirkjum, ef ekki á hreinlega að hætta við öll erlend samskipti á iþróttasviðinu. En eins og útlitið er núna er ekki annað fyrirsjáan- legt.’ „Við bíðum eftir endanlegu svari um, hvort við fáum hinn’ þekkta handknattleiksmann og þjálfara — Mares frá Tékkóslóvakíu — til að koma hingað og taka við þjálfun landsliðsins,” sagði Siguröur Jónsson, formaður HSl eftir leikinn við Tékkóslóvakiu I gær- kvöldi. Sendifulltrúi Tékkóslóvaklu hér á landi, Josef Rajchart, hefur verið okkur mjög hjálplegur Iþessumáli sem öðrum, og hann er nýkominn að utan, þar sem hann ræddi við Mares og fleiri um þessa möguleika. „Mares hefur mikinn áhuga á þvl að koma,” sagði Rajchart, þegar við ræddum við hann. „Hann hefur fengið leyfi Hand- knattleiksambandsins og einnig þjálfarasambandsins tékkneska, og við blðum nú bara eftir að fá að heyra frá Iþróttasambandi Tekkóslóvakfu, sem hefur loka- oröið I þessu máli.” Formaður þjálfarasam- bandsins var hér með tékkneska liðinu, og staðfesti hann þetta. „Við höfum samþykkt þetta fyrir okkar leyti og vonum innilega, að úr þessu geti orðið.” -klp Það kemur I ljós i rann 'A sókninni en hvað er bak við/_____ __þetta? Loiii getur~ekkT'?L ^ |/ Vleikið úrslitaleikinn j Polli ræðir um vandamálið við móður slna ngar áhyggjur, sonur) (" minn.Guð hjálpar þér og,- lið þitt sigrar! Hollenzk stúlko í efsta sœtinu Dianne DeLeeuw, Hollandi, tók forustuna i einstaklingskeppni kvenna á HM I iisthiaup- um á skautum i Colorado Springs I gær- kvöldi. Hún hlaut 73.58 stig, en I öðru sæti var Karin Iten, Sviss, með 70.83 stig. Það vakti niikla athygli, að Christine Errath, marg- faldur HM- og Evrópuineistari, var aðeins I sjötta sæti með 67.65 stig — cn þessi aust- ur-þýzka stúlka sigraði á EM i Kaupmanna- höfn rétt á undan þeirri hollenzku í þriðja sæti i gær var Isabel Denavarre, V-Þýzka- landi, með 70.18 stig — Kath Malmber, Svi- þjóð, fjórða með 69.50 stig og Dorothy ilamill, USA, fimmta nieð 68.63 stig. Heimsmeistararnir i isdansinum og það fimm sinnum, Ljudniiia Pakhomova og AlexanderGroshkov, liafa hætt við þátttöku I keppninni. Þegar dregiö var um keppnisröð I gærkvöldi tilkynnti dómarinn, Lawrence Demmy, Englandi, að Ljudniila væri veik og gæti ckki kcppt. Sovézka parið — þau cru gift — kom til Coiorado á mánudag og frúin veikt- ist skömmu síðar. — hsím. Netzer var í ham Real Madrid vann sannfærandi sigur á Rauðu stjörnunni, Belgrad, I Evrópukeppni bikarhafa I gær. Ahorfendur voru rúmlega sjötiu þúsund — eða fleiri en á nokkrum öðrum Evrópuleik. Réal vann 2-0 og skoraði mark i hvorum hálfleik. Santillana skoraði í fyrri hálfleiknum eftir undirbúning Gunther Netzer — stjörnu leiksins — og síðara markið skoraði Netzer sjálfur úr vitaspyrnu. Poul Breitner lék einnig snilldarlega i liði Real. Benfica lagði alla áherzlu á vörnina gegn Eindhoven I HoIIandi — og þaö tókst. Ekkert mark var skoraö í leiknum og portúgalska liðiö ætti nú að hafa góða möguleika á heima- velli. Ahorfendur 21 þúsund. Maimö hafði enga möguleika gegn Ferencvaros, þó svo leikiö væri I Malmö. Ungverjarnir komust 13- 0 — Nyilasi, Magyar og Mate — áður en Sjöberg skoraði eina mark Malmö á loka- minútu leiksins. I fjórða leiknum í þessari keppni vann Dynamo Kiev — það er sovézka landsliðið — Bursaspor, Tyrklandi, 1-0, og þaö þó leikurinn færi fram I Tyrklandi. -hsím. Stœrsti sigur- inn í Köln Köln vann stærsta sigurinn I átta-liða úr- slitum UEFA-keppninnar i gær — sigraöi þá Amsterdam 5-1 á leikveli sinum I Köln. Þar fékk hollenzki landsliðsmarkvörðurinn Jan Jongbloed nóg að gera i sfðari hálfleiknum — en réö ekki við neitt. Fékk á sig fjögur mörk. Staðan I hálfleik var 1-1. Flohe skoraði fyrir Köln, en Visser fyrir holienzka liðið. 1 síðari hálfleiknum var Dieter Muller óstöðvandi — skoraði þrisvar á 15 mfn. og Flohe skoraði aftur. Áhorfendur 23. þúsund. Köln hefur skorað 103 mörk I Evrópukeppni. Van der Ban, Amsterdam, var rekinn af leikvelli þegar 15 min'. voru af síðari hálfleik. Borussia Mönchengladbach vann einnig góðan sigur I sömu keppni — sigraöi Banik Ostrava 1-0 og þaö i Tékkóslóvaklu. Ahorfendur voru 33 þúsund og eina mark leiksins skoraöi Heynckes i slöari hálfleik. Júgóslavneska liðið Velez Mostar sigraði Twente llollandi 1-0 á heimavelli að viðstödd- um 25 þúsund áhorfendum, og I fjórða leikn- um I UEFA-keppninni vann Juventus Ham- borg í Torinó með 2-0. Þeir Capello og Viola skoruðu fyrir Torinó-liðið, sem varla gefur þessa forustu frá sér I Hamborg. Ahorfendur 50 þúsund. -hsim Aston Villa tap- stigi heima Ensku deildarbikarmeistararnir, Aston Villa, töpuðu stigi á heiinavelli I gærkvöldi I 2. deild. Léku þá viö Bolton og varð jafntefli án þess að mark væri skorað. Skiljanlegt eft- ir hina miklu liátið vegna bikarssigursins. t fjórðu deild vann Crewe Rotherham 1-0 og á Skotlandi vann Dundee Utd. Ayr i 1. deild 3-1 i gærkvöldi. England og Vestur-Þýzkaland leika lands- leik nk. niiðvikudag á Wcmbley-leikvangin- uin i Lundúnum. Enski landsliðseinvaldur- inn, Don Revie, hefur valið 20 leikmenn og kom tnjög á óvart, að fyrirliði Englands i sið- ustu leikjum, Einlyn llughes, Liverpool, var ekki valinu. Talið liklegt að annað hvort Alan Ball, Arsenal, eða Colin Bell, Manch. City, taki við fyrirliðastööunni. Þá vakti einnig at- hygli, aö Trevor Brooking, VVest Ham, Dave Thomas, QPR, David Nish, Derby, Tony Currie, Slieff. Utd. og Terry Cooper, Lccds eru ekki i landsliðshópnum — en hins vegar ungir leikmenn eins og Johnson, lpswich, Towcrs, Sunderland, Tueart, Mancli. City, Kenyon, Everton og Withworth, Leicester.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.