Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Fimmtudagur 6. marz 1975 rimsm- Finnst þér að lögleiða ætti notkun bilbelta? Ingvar Sigurösson, nemi: — Mér finnst ekki hægt að skylda neinn til þess. l.ilja (iisladóttir, Inismóöir: — Það finnst mér. bað er mikið öryggi i bilbeltunum. Þorsleinn Þorsteinsson, vél- gæzlumaöur: — Ég hef nú vart skoðun á þvi. En ef talið er, að það skapi aukið öryggi, þá er mikið á sig leggjandi fyrir það. Vilhorg Reynisdóttir, nemi: — Já, mér finnst það. bað eykur öryggi þeirra, sem aka i bilum. bað virðist þurfa að skikka fólk til að nota beltin, jafnvel lög- reglan notar þau ekki i bilum sinum. Magnús Guömundsson, póstur: — baö held ég ekki. Það er mis- jafnt hversu auðvelt er að koma notkun þeirra við. Hvernig er til dæmis með þá sem eru i sendi- ferðum og alltaf að ganga út og inn i bilinn? En það er annað mál á langferðum. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „ Víst er Pétur góður" Gunnar úlfsson, isafirði hringdi: „Mér finnst ómögulegt annað en að svara Morgunsúrum, sem ræðst á Pétur Pétursson morg- unþul útvarpsins i Visi sl. mánudag. Morgunsúr hleypur meira en litið á sig, þegar hann talar um að Pétur sé ekki „Palli einn i heiminum”. f næsta orði óskap- ast hann nefnilega yfir þvi sjálf- ur, að Pétur skuli vera að tala um súldina á Austfjörðum og um mjólkurbflinn, sem situr fastur á Botnsheiði. Birgir Haröarson skrifar: „Morgunsúr skrifar 3. þessa mánaðar um frammistöðu Pét- urs Péturssonar i útvarpinu á morgnana og kvartar undan þvi, að þýzkir marsar og Freddy Breck veki sig á hverj- um morgni. En af hverju er maðurinn þá morgunsúr? Morgunsúr talar um það, að það sé ekki á hvers manns færi að þvæla endalaust um veðrið á landinu og spyr, hvern andsk. okkur Reykvikinga varði um súldina á Austfjörðum eða fast- an mjólkurbil á Botnsheiði. Hefur bréfritari athugað það, að það er útvarpað til fleiri en Reykvikinga? Viða til sjós og lands er þægilegt eða jafnvel nauðsynlegt að fá sem gleggst- ar upplýsingar um veðrið og þá nýjar veðurfregnir, en ekki sól- arhringsgamlar. Þessar veðurfregnir eru ein- mitt það, sem við úti á landi hlustum helzt eftir. Það er aðal- málið okkar, einmitt það, hvort það sé fært á milli staða og hvort við fáum mjólk og aðrar nauðsynjar. Það skiptir okkur jafnvel meira máli en það, hvaða lög eru leikin i morgunút- varpinu. Það er rétt að benda Morgun- súrum á það, að hann er enginn „Palli einn i heiminum”. Það eru fleiri en Reykvikingar einir, sem hlusta á útvarpið”. Nú, Morgunsúr endar pistil sinn á þvi að biðja Pétur Péturs- son um að hætta einhverju bulli og vill benda honum á að hann séekki „Palli einn i heiminum”. Nei, satt er það. Einn morgun- súr er til, sem heldur, að hann sé „Palli einn i heiminum”. Ég vona, að Pétur haldi á- fram að spila þýzku lögin. Þau eru yfirleitt fjörug. Morgunsúr ætti bara að stilla sitt tæki á Kanann eða hreinlega hafa slökkt á útvarpstækinu sinu. bá getur hann hugsað um bullið i sjálfum sér eða hvort einhver á Austfjörðum sé að hlusta á veðurlýsingar útvarpsins. Morgunútvarpið er ágætt þó að eitt og eitt iag sé ekki að smekk hvers einasta útvarps- hlustanda. Það hlusta bara aðr- ir með þeim mun meiri á- nægju”. Lára Guöbrandsdóttir skrifar: „Mig langar til að svara hin- um morgunsúra manni, sem skrifar i Visi á mánudaginn var um Pétur Péturssonútvarpsþul. „Morgunsúr” kallar ailt þýzka marsa sem Freddy Breck syngur á morgnana og vekur það þá spurningu, hvort hann muni ekki þekkja valsa og tangóa frá mörsum. Einn þess- ara „marsa” er til dæmis lagið, sem við miðaldra fólk sungum með islenzkum texta hér áður fyrr. Textinn sá byrjar svona: „Nú andar hinn bliði blær”. Nú og svo spilar Pétur einnig verk gömlu meistaranna i fallegum útsetningum og með dásamleg- um söng. Svo talar „Morgunsúr” um að sig varði alls ekkert um súldina á Austfjörðum. Hann verður að athuga það, að hann er að hlusta á Rikisútvarp, sem allir lands- menn hlusta lika á. Heldur „Morgunsúr” ef til vill, að hann sé einn i heiminum? Nú ef allt er svona óþolandi Pétur Pétursson við hljóðnemann hjá Pétri og „Morgunsúrum” finnst alls ekki hlustandi á hann, þá er liklega jafnauðvelt að slökkva á hans tæki og öðrum. Nei, áfram Pétur með þina fjörugu og fallegu músik og súldina og veðrið yfirleitt. Ég vona að þú verðir morgunþulur i mörg ár enn. bessi morgunsúri á liklega ekki sina nánustu á ferðalögum um landið eða á sjó, þvi þeir sem þannig er ástatt um, vilja gjarnan heyra um veður og færð. Svo mætti gjarnan minna „Morgunsúran” á það, að heldur þykir litilmannlegt að ráðast á náungann skriflega án þess að þora að birta nafnið sitt. Skiptir þar engu máli, hversu vel dulnefnið lýsir viðkom- andi”. „Ég á píið með 150 bókstöfum' Björgvin Hólm: Svar til Gunnars Vagnssonar vegna athugasemda hans viö greinina : AÐ LEGGJA SAMAN TÖLUR MED TEIKNINGU (Vísir 21/2 1975), en I þeirri grein er sýnt, hvernig slíkt er hægt meö því að gefa tölunum ákveðna stefnu I mynd, sem fengið hefur nafnið Björ. „Kæri Gunnar, þú segist ekki vilja kveða upp neinn sleggju- frá rei ef- er \ aö- hef 6ií> :ki. „Útkoman varð röng" Gunnar Vagnsson skrlfar: ,,Þa6 má vel vera, aö einhver æ&ri vfsindi búi a& baki og til grundvallar fræ&um þeim, sem Vfsir hefur varift þó nokkru rUmi til a& birta almenningi, me& Björgvin Hólm a& höfundi. Engan sleggjudóm skal ég ver&a til a&kve&a uppyfir þeim. Nylega birtir bla&ift grein, þar sem kennt er „að leggja saman meö teikningu". Látum þaö vera, þótt samlagningara&ferö- in sé stirft nokkuft i framkvæmd og fyrirhafnarsöm. Hitt er verra a& Utkoman var& röng I augum þeirra, sem töldu sig kunna a& finna „þversummu" af tölu Eg gat ekki betur sé& en þversumma tölu meö 10-12 tölu- stöfum yr&i ymist 1 e&a 6 eöa citthvaö þess háttar. Hin eigin- lega þversumma skv hef&- bundnum skilningi á þvi hugtaki var allt upp i 60-70. Um hva&a þversummu var veriö a& tala? Þa& er ekki heppilegt a& nota .vi&urkennd stæröfræ&ihugtök skyndilega f allt annarri merk- ingu en alvanalegt er, án þess a& gera grein fyrir þvi, og alveg ótækt, þar sem verifi er aö „kenna" eitthvafi. 1 annan sta& mætti benda höf- undi greinarinnar á, aö hvlli einhver dulUB yfir brotinu 22/7. þá er ástæ&ulaust aö tileinka hana þvi margfræga stæröar- tákni Pi. Brotiö 22/7 er alls ekki Pi. en er notaö i staöinn fyrir þaö. eins og allir væntanlega þekkja SU mynd sem heföi al- menna brotiö 22/7 a& hlutfalli milli ummáls og þvermáls væri ekki hringur. Vill nU ekki Björg- vin Hólm skira, hvaöa „þver summur" hann er aö kenna mönnum a& finna me& þvi a& „leggja saman meö teikn- ingu"?" dóm yfir Visi fyrir það að hafa birt greinar eftir mig, hins veg- ar hikar þú ekkert við það að nota sleggjuna á hausinn á mér. Þú setur þekkingu mina niður á bamaskólastigið, þegar þú full- yrðir, að ég þekki ekki hlutfallið pf. Auk þess fullyrðir þú, að út- komur i þeim dæmum, sem ég hef sýnt, séu rangar. Og svo heldur þú þvi fram, að ég breyti merkingum á „viðurkenndum” stærðfræðihugtökum. Ég legg nú til, að þú útskýrir fyrir lesendum, hvað þú álitir vera hina „viðurkenndu” stærð- fræðilegu merkingu á hugtak- inu: Þversumma. Hvað pi-ið snertir, þá get ég frætt þig um þaö, að það eru fleiri stærðir heldur en 22/7, sem notaðar hafa verið fyrir pi. Egyptar not- uðu, til dæmis, hið undarlega hlutfall 16x16/9x9, sem við breytingu i almennt brot gefur stærðina 3,16. Ef þú, Gunnar, teiknar nú upp töluna 3,16 sam- kvæmt stefnum Björsins, munt þú fá mynd af þvi tákni, sem i gegnum aldirnar hefur verið notað fyrir pi. Þar á ég við tákn- iö:TT.Efþú óskar hins vegar eftir þvi að fá piið. nákvæmt, þá á ég það með 150 aukastöfum. Ég get nú ekki stillt mig um það að leggja fyrir þig litla stærðfræðiþraut, sem einmitt snýst um stærðina 22/7 og þver- summur. Hún er svona: Hlut- falliö og stærðin 22/7 hefur þversummuna 7.Getur þú fund- ið hana? Þvi er ég feginn, að þú skulir ekki álasa blöðunum fyrir það að birta greinar eftir mig. Þar er ég að koma með ný viöhorf á vissum hlutum, og ef blöðin tækju ekki á móti nýjum hug- myndum — svona öðru hvoru — þá værum við illa staddir. En til þess aö þú, Gunnar, getir áttað þig betur á þvi, sem ég er að skrifa, vil ég benda á nokkrar greinar eftir mig i eftirfarandi blöðum: Lesb. Morgunbl. 24/3 1974: Tölur og táknmál. Alþýðubl. 19/5 1974: Myndir i orðum. Visir 29/1 1975: Myndir i orðum.” HRINGIÐ CF YKKUR LIGGUR EITTHVAÐ Á HJARTA Vil viljum minna les- endur okkar á það, að þeir þurfa ekki endilega að koma orðum sínum bréflega í lesendadálk blaðsins. Notið símann, ef ykkur liggur eitfhvað á hjarta, en komið því ekki á blað af ein- hverjum ástæðum. Við svörum upphringingum ykkar í síma 86611 á milli klukkan eitt og þrjú daglega.'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.