Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Fimmtudagur 6. marz 1975 5 REUTER AP/NTB MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MO UmsjÓn: H.H. GÍSLAR OG SKÆRULIÐAR FÉLLU UNNVÖRPUM, ÞEGAR HERMENN NÁÐU HÓTELINU Ægilegt blóðbað í Tel Aviv Að minnsta kosti 20 gislar féllu eða særðust um leið og arabisku skæruliðarnir, sem höfðu þá á valdi sinu, þegar israelskir her- menn gerðu áhlaup á þá i Savoy-hótelinu í Tel Aviv. Blóðbaðið varð rétt undir dögun i morgun, þegar um 40 ísraelskir hermenn réðust á hótelið og beittu byss- um og sprengiefni til þess að yfirbuga skæruliðana. Talsmaður stjórnar sagði, að bandarlskir, brezkir og þýzkir feröamenn, sem skæruliðarnir höfðu náð á sitt vald i hótelinu hefðu sumir látið lifið. Talsmaður hersins sagði, að liklega fyndust fleiri lik en hinna 20 I rústum hins hálf hrunda hótels. Hluti framhliðar hótelsins eyðilagðist I spreng- ingu, þegar hermennirnir réð- ust til inngöngu. Arabisku skæruliðarnir hleyptu af nokkr- um skotum og fleygðu nokkrum handsprengjum, áður en þeir féllu, i 10 minútna bardaga. lsraelskir ráðamenn sögðu, að sumum gislanna hefði verið bjargað. Óvist var, hversu marga gisla skæruliðarnir heföu haft, en óstaðfestar fréttir i nótt hermdu, að þeir væru milli 10 og 40. Skæruliðarnir voru sagðir hafa verið sex talsins. Þeir lentu tveimur gúmbátum við ströndina, ruddust inn i Tel Aviv I krafti byssa sinna og hertóku hótelið, sem er við veg- inn til Jaffa. Skæruliðarnir munu allir hafa falliö. Róðherra stjórnaði Simon Peres varnarmálaráð- herra stjórnaði sjálfur aðgerð- um hersins gegn skæruliðunum. Skæruliðar beittu vélbyssum og skriðdrekabyssum. Fólk I nágrenni hótelsins var flutt á brott. Ferðafólk og fólk á leið i bió I grenndinni flýði I skelfingu, þegar bardagar brut- ust út. Árás skæruliða var skömmu fyrir minættið. íbúar borgarinnar áttu órólega nótt vegna óttáns við skæruliða. Skothvellir glumdu um borgina. Eftir tveggja klukkustunda skothrið varð hlé, og kröfðust skæruliðar þess þá að þeir fengju flugvél sem mundi flytja þá og gisla þeirra til Damaskus I Sýrlandi. ísraelsmenn höfðu þessar kröfur að engu en sendu I dögun 40 hermenn til árásar. Aðrar hersveitir skutu á hótelið, meðan þessir hermenn réðust inn um dyr þess. Þetta var hroðalegasta árás, semskæruliðar, sem munu vera Palestinu-Arabar, hafa gert inn I mitt Israel. Hún var gerð nokkrum dögum áður en Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, er væntanlegur I nýja „friðarför” til Mið-Aust- urlanda. Palestinu-Arabar hafa verið bitrir vegna orðróms um hugsanlegt samkomulag Isra- elsmanna og Egypta, sem sagt er að gangi út á, að Israelsmenn dragi til baka her sinn á Sinai- skaga en I staðinn heiti Egyptar að ráðast ekki á ísraelsmenn. Gíslarnir sagðir 40 1 morgun var svæðið við hótelið eins og vigvöllur i styrjöld. Brenndir bilar, slitnar raf- og simalinur, skothylki og svartir, brunnir húsveggir. Inngangur hótelsins var i rúst. Blóðslettur vori^, á götum og húsveggjum. Fatabútar og skór voru á við og dreif. Kona, sem býr i grenndinni, kvaðst hafa heyrt Araba kalla, að skæruliðar hefðu 40 gisla og mundu drepa þá, ef þeir fengju ekki flugvél. Sumir töldu, að skæruliðarnir hefðu veriö 11. Bátarnir tveir gátu alls borið 12 manns. tJtvarpið i ísrael sagði, að skæruliöar hefðu krafizt þess, að sendiherrar Frakklands og Grikklands kæmu til hótelsins og tækju þátt i samningaviðræð- um við þá. Sjónarvottar sögðu, að skæru- liöamir heföu verið klæddir grænum einkennisbúningum, eins og hermenn ísraels klæð- ast. Hóteliö eftir bardagann. Þannig var útlitið f morgun. Lögreglumenn fyrir utan. Skemmdir á hótelinu sjást greinilega á myndinni. OLÍUVERÐ FRYST BROTTFLUTNINGUR BANDARÍKJAMANNA Leiðtogar helztu oliu- framleiðslurikja heims hafa i Alsir samþykkt yfirlýsingu, sem gert er ráð fyrir að bjóði, að oliuveið verði ,,fryst”. Oliuverði verði haldið óbreyttu, fyrir utan hækkun, sem verði vegna almennrar veröbólgu, samkvæmt Reuter-skeyti i morgun. Yfirlýsingin verður væntanlega samþykkt af þjóðhöfðingum og forsvarsmönnum rikisstjórna þessara landa á hátiðarfundi I dag. Þessi „toppfundur” sam- taka oliurikjanna, OPEC, mun væntanlega hvetja iðnrikin til að leggja I staðinn fyrir frystingu oliuverðsins fram meira en áður til að „tryggja réttlátari skiptingu auðs i heiminum.” „Toppfundurinn” stóð fram á nótt, og unnu leiðtogar þessara 13 rikja að þvi að laga texta yfir- lýsingarinnar eftir sinu höfði, hver fyrir sig, unz algert sam- komulag virðist hafa náðst. Yfir- lýsingin hefur þegar hlotið nafnið „sáttmáli OPEC”. A fundinum i gær sagði oliuráðherra Kuwait, að riki hans Bandarfskar flugvélar hófu i morgun aö nýju flug til hinnar umkringdu höfuöborgar Kambodiu, eftir aö uppreisnar- menn stöövuðu flugiö i gærkvöldi. Flutt var til borgarinnar Phnom Penh matvæli, eldsneyti og vopn frá Saigon i Suöur-Viet- mundi taka oliulindir I landinu al- gerlega I sinar hendur úr höndum oliufélaga. Félögin BP og Gulf Oil eiga nú hvort um sig 20 af hundraði af oliulindum Kuwait. Gengið verður frá þvi, hvaða skaðabætur félögin fá, I næstu viku. nam og Thailandi. Uppreisnarmenn hæfðu i gær- kvöldi flutningaflugvél á flugvelli Phnom Penh, og iagðist þá flugið niður til morguns. Fyrr i gær höfðu 800 tonn verið flutt til borgarinnar um loftbrú Bandarikjamanna. Bandariskt flugvélamóðurskip með þúsund sjóliðum er tilbúiö i Thailandsflóa til aö flytja brott Bandarikjamenn frá Kambódiu. „Við höfum jafnan áætlanir um slik efni, og það er skylda rikis- stjórnarinnar að vernda Banda- rikjamenn,” sagði James Schlesinger varnarmálaráðherra Bandarikjanna i gær. „Við erum reiðubúnir að nota sjóherinn til að flytja burtu bandariska borgara, ef það verður nauðsynlegt.” Oryggisróðið að ná samkomulagi um Kýpur Fulltrúar i öryggis- ráðinu munu hittast á einkafundum i dag til að reyna að koma friðar- viðræðum um Kýpur i gang milli Grikkja og Tyrkja. Þeir munu reyna að komast að samkomulagi um orðalag yfir- lýsingar, sem hvetur til þess, að viðræður hefjist aö' nýju milli deiluaðila. Tveggja vikna al- mennri umræðu öryggisráðsins um Kýpurmálið lauk i gær. Þá sagði utanrikisráðherra Costá Rica, aðhann teldi, aðeining væri nægileg til þess, að semja mætti yfirlýsingu. Loftbrú aftur til Phnom Penh

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.