Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 06.03.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Fimmtudagur 6. marz 1975 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakiö. Klaöaprent hf. Betra en ,,bófahasar" Ránið á leiðtoga kristilegra demókrata i Vest- \ ur-Berlin, Peter Lorenz, hefur borið hæst i heims- ( fréttum vikunnar. Ránið var framið af stjórn- / leysingjum, þeim sem hvergi una sér i viður- ) kenndum stjórnmálaflokki, ekki einu sinni hjá \ kommúnistum. Með þvi fengu þeir nokkra félaga ( sina leysta úr fangelsi. Mannrán eru oft i fréttum. / í Argentinu myrtu mannræningjar i siðustu viku ) gisl sinn, ræðismann Bandarikjanna i bæ einum. \ Þar i landi vaða uppi bófaflokkar yzt til vinstri og ( yzt til hægri. Viðar að berast fréttir af mannrán- / um, og oft láta stjórnvöld undan kröfum þeirra. ) Mannránið i Vestur-Þýzkalandi minnir hins ) vegar á, að dregið hefur úr mætti öfgafyllstu ( hreyfingar ungs fólks viða um heim. Flokkur / stjórnleysingja i Vestur-Þýzkalandi hefur oft ) verið kenndur við þau Ulrike Meinhof og Andreas \ Baader, en þau sitja i fangelsi. Þessi flokkur var ( um skeið mjög fyrirferðarmikill, og hann olli / skelfingu ibúa Vestur-Þýzkalands, þar sem eng- ) inn vissi, hvar næsta sprengja mundi springa eða \ skoti yrði hleypt úr byssu. Hópar stjórnleysingja i ( Vestur-Þýzkalandi hafa að visu verið fleiri, og / einn angi þessarar hreyfingar ber ábyrgð á \ mannráninu i Berlin. ( Miklu athyglisverðari en afdrif einstakra slikra ( bófaflokka en þó skyld eru afdrif ,,æskulýðsupp- / reisnarinnar”, sem fyrir nokkrum árum var nær ) daglegt fréttaefni. Þá höfðu stjórnleysingjar og \ flokksbrot yzt til vinstri verulegt fylgi meðal ungs ( fólks, einkum stúdenta. Slik hreyfing fór sem eld- / ur i sinu um bandariska háskóla, og hún var ) atkvæðamikil um alla Vestur-Evrópu og viðar. \ Þá voru frásagniraf þvi, að stúdentar hefðu ( lagt undir sig skólabyggingar og verðu þær jafn- / vel með vopnum fyrir lögreglu eða her, stöðugt ) fréttaefni. Þetta er liðin tið. Af hinum ,,heitu \ sumrum”, eins og þau voru kölluð, er litið eftir ( nema askan. / Hvað hefur gerzt? / Það er ekki merkilegt, þótt margir af foringj- ) um upphlaupanna fyrir nokkrum árum hafi nú \ séð að sér og komizt að raun um, að aðrar aðferð- ( ir eru bæði manneskjulegri og árangursrikari, ef / þeir vilja einhverju breyta i þjóðfélaginu. ) Hér eins og erlendis dregur yfirleitt úr róttækni ) manna, þegar þeir eldast, stofna heimili og verða ( það, sem kallað er ráðsettari. Sumir hinna rót- ( tæku stúdentaforingja erlendis græddu fé á bóka- ) útgáfu og fyrirlestrahaldi. Þeir urðu nokkrir \ kapitalistar fyrir það, að andstöðuna við kapital- ( ið mátti selja. En fyrst og fremst hlaut æskulýðs- / uppreisn með þeim hætti, sem mest bar á i frétt- ) unum, að hjaðna, af þvi að hún var tizkufyrir- \ bæri. Hún barst frá landi til lands, með þvi að (i framagjörnum ungmennum þótti það fint að gera / eins og hinir höfðu gert, þótt ekki væri nema að ) hrækja framan i lögregluþjón. Hún var lifsflótti, ( þvi að hún stefndi ekki beint að settu marki, en /i var þvert á móti fyrst og fremst ,,uppákoma” ) vegna „uppákomunnar” sj^lfrar, útrás fyrir lifs- ) leiða. Hversu tilgangslaust er ekki að vera ( stjórnleysingi, ef menn vilja einhverju breyta i ( þjóðfélagskerfinu? „Heitu sumrin” gætu komið ) aftur eins og flest önnur tizkufyrirbæri. En vitr- \ ari æskumenn munu ávallt finna betri leiðir en ( ,‘bófahasar”, ef þeir vilja láta eitthvað varanlegt / eftir sig liggja. ) — HH llllllllllll m mm UMSJÓN' G. P. Einn af djörfustu her- mönnum Breta stóö fyrir dómara á dögunum og fór ekki fram hjá neinum aö hann skalf á beinunum, þótt málareksturinn væri ekki út af öðru en ógreidd- um reikningum. Þegar dómarinn hafði litið afrekaskrá Michael Gilmore-Kerrs, majórs, sleppti hann honum með vægan dóm. Majórinn hafði tilheyrt „Felix”, eins og almennt er köll- vm - f V. Æm V uð sú sveit brezka hersins, sem vinnur að þvi að gera óvirkar sprengjur á Norður-Irlandi, eða öllu heldur hefur unnið, þvi að verkefnum hennar fækkaði mikið, þegar IRA gerði vopnahléð á dögunum. — Mikið orð fer af „Felix”. Þegar Gilmore-Kerr, majór, hætti i „Felix” og hernum, gekk honum erfiðlega að fá vinnu. Hann gerir sér helzt vonir um að geta myndað ásamt þrem öörum fyrrverandi félögum sinum úr hernum fyrirtæki, sem mundi verða rikisstjórnum og iðnfyrir- tækjum til ráðuneytis gegn aðgerðum hryðjuverkamanna. Þessir menn eru John Gaff, höfuðsmaður og fyrrverandi yfir- maður „Felix”, og tveir foringjar, sem báðir hlutu George-krossinn fyrir djarf- mannlega framgöngu við að fjarlægja sprengjur á N-Irlandi. Vel kann svo að fara, að Scotland Yard noti sér reynslu þessara manna. Leynilögreglan hefur myndað sér sina eigin sprengjusveit, sem vinnur að þvi að fjarlægja og gera óvirkar sprengjur, sem hryðju- verkamenn hafa komið fyrir. I þeirrisveit eru einvörðungu fyrr- verandi hermenn, sem nutu sér- stakrar þjálfunar hjá hernum i þessu skyni. Mikil leynd rikir um þessa sveit, sem á þó nána sam- vinnu viö herinn. Fyrir nokkrum árum hafði þessi deild lögreglunnar naumast öðrum verkefnum að sinna en gera óvirkar sprengjur, sem bankaræningjar skildu eftir sig, þegar þeim hafði mistekizt að láta þær springa. Þetta breyttist þó fyrir fjórum árum, þegar hóp- ur stjórnleysingja tók til við að láta sprengjur springa á heimilum erlendra sendifulltrúa og stjórnarerindreka. Þá var mynduð sérstök sprengjuvarnar- sveit, skipuð aðeins fjórum mönnum til að byrja með. Þegar irski lýðveldisherinn færði kvi- arnar út til Englands varð að fjölga i sprengjusveitinni, sem telur nú'orðið á annað hundrað manns. 50 sinnum varð að kalla sveitina út i fyrra, en i 35 tilvikum urðu sprengingar. Heppnin hefur verið með þeim, og aðeins einn þeirra, yfirmaðurinn sjálfur, hefur orðið fyrir óhappi. Það sviðnuðu á honum augabrúnirnar i einni sprengingunni. Siðan sprengjualdan á Englandi hófst með sprengjunni utan við „Old Bailey”-dómshúsiö i London (i marz 1973), hafa 43 látið lifið i sprengingum á vegum IRA á Englandi eftir þvi sem lög- reglan álitur, og 600 hafa særzt. Nú. minnkar þörfin fyrir mannskapinn, eftir að IRA gerði vopnahléð, en lögreglusveitin verður þó ekki alveg lögð niður, þótt eitthvað verði ef til vill fækkað i henni. Engum dylst, að menn þessir lifa i stöðugu nábýli við dauðann. Það kom glöggt fram hjá einmitt Gilmore-Kerr majór, þegar hann var látinn bera vitni i réttar- höldum yfir hryðjuverkamönnum IRA i fyrra. Hann sagði frá at- viki, þar sem hann slapp naumlega lifandi. „Ég gat heyrt dauft tifið i gang- verki sprengjunnar,” sagði hann. „Ég var einn, þvi að þetta er ekki nema eins manns verk.” — Þegar hann hafði tekið sundur 15 kg sprengjuna, sá hann, að hún hafði verið stillt til að springa örfáum sekúndum eftir að hann hafði tekið kveikjuútbúnaðinn úr sambandi. Siðan 1972 hafa tiu verið dæmdir fyrir sprengjutilræði, en 30biða dómsniðurstöðu og réttar- halds. Átta IRA-sprengjumenn hafa verið dæmdir til lifstiðar- fangelsis. Þar á meðal eru systurnar Marion og Doloures Price, sem vöktu á sér athygli þegar þær fóru i hungurverkfall i fyrra til þess að fá sig fluttar á milli fangelsa (án árangurs). Sprengjusveit lögreglunnar i London ér orðin þaulvön að fást við alls konar vitisvélar: bréfasprengjur, siga- rettusprengjur, timasprengjur i bilum og póstkössum o.s.frv. — Störfum sveitarinnar er litið haldið á loft, til þess að sprengju- tilræðismönnunum verði ekki gert léttara um vik. Hún hefur notið góðra ráða og reynslu sprengjudeildar hersins á Norður-trlandi og fékk sér nýlega vélmenni, sem fyrir tilstilli fjar- stýrisútbúnaðar getur tekið vafasamar sprengjur og flutt þær á óhultan stað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.