Tíminn - 10.07.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 10.07.1966, Qupperneq 5
SUNNUDAGUR 10. julí 1966 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Tækniskólinn Miklar vonir eru bundnar við hinn nýja Tækniskóla. Mikill hörgull er á tæknifræðingum, en hlutverk þeirra í þeirri tæknibyltingu, sem ríður á, að verði í íslenzkum atvinnugreinum, er mjög mikilvægt. Of mikið sinnuleysi hefur ríkt um þennan nýja og mikilsverða þátt í íslenzk- um skólamálum. og þarf að hlúa betur að skólanum og tenga hann íslenzku skólakerfi. Skólinn átti því láni að fagna, að valinn var mjög hæfur og atorkusamur maður til að veita honum for- stöðu, Ingvar Ingvarsson, verkfræðingur. Við slit skól- ans nú fyrir skömmu lét skólastórinn þess hins vegar getið, að hann hefði sótt um lausn frá starfi af persónu- legum og fjárhagslegum ástæðum. Ber að harma hvarf Ingvars Ingvarssonar frá skólanum, því að allir ljúka upp einum munni um ágæti starfs hans. Lausnarbeiðni Ingvars er almennt skilin sem mótmæli gegn því sinnu- leysi, sem um málefni skólans hefur ríkt hjá æðstu yf- irvöldum skólamála, og þeim vanefnum, sem skólanum er ætlað að starfa við. Þessi skóli hefur ekki verið settur í tengsl við skólakerfið. Er brýn nauðsyn að koma upp sérstökum deildum í gagnfræðaskólum, er útskrifuðu nemendur með rétti til setu í Tækniskólanum á sama hátt og lands- próf veitir nú réttindi til menntaskólanáms. Að þessu hefur engin gangskör verið gerð enn, en á ríður, að frá þassum málum verði gengið fyrir haustið. íslenzkir gagnfræðingar hafa ekki þá menntun til að bera, sem gerir þeim kleift að hefja nám í tækniskóla og vantar þar nokkuð á. Tækniskólinn verður því að starfrækja undirbúningsdeild fyrir væntanlega nemendur. Er þetta skólanum til trafala auk þess, sem augljóst er, að stytta mætti námstíma tæknifræðinga um eitt ár, ef þeir fengju nægjanlegt undirbúningsnám í 3. og 4. bekk gagnfræða- skóla. Að Tækniskólanum er þannig búið með húsnæði, að hann hefur enga vaxtarmöguleika. Úr því verður að bæta og það þolir enga bið. Nú kennir skólinn aðeins til fyrri hluta prófs í tæknifræðum, en að því þarf að stefna að skólinn geti áður en mörg ár líða útskrifað tæknifræð- inga í helztu sérgreinum. Skólinn hefur nú samninga við nokkra tækniskóla á Norðurlöndum og í Þýzkalandi um að taka við nemendum, sem lokið hafa fyrri hluta prófi frá skólanum, en óvíst er, hve lengi þessir skólar geta tekið við öllum þeim, sem hér ljúka fyrri hluta prófi. Fjöldi nemenda, sem nema við þessa skóla fer ört vax- andi með hverju ári, en þeir eru að sjálfsögðu fyrst og fremst miðaðir við að anna þörf fyrir tæknifræðinga í hverju landi fyrir sig og eftirspum atvinnufyrirtækja á tæknifræðingum fer ört vaxandi. Það er víða pottur brotinn í íslenzkum skólamálum, og mörg þau verkefni, sem bíða úrlausnar. Tækniskól- inn er þó án efa sá þáttur skólamálanna, sem brýnast er að efla og tengja með eðlilegum hætti binu almenna skólakerfi. Það mál má ekki dragast úr hömlu, og er hér með skorað á menntamálaráðherra að taka nú þegar til hendinni. Þegar nýir og brýnir þættir eru teknir inn í skóla- kerfið, ríður mjög á, að rétt og myndarlega sé á málum tekið í upphafi, því að mistök í upphafi eru hættulegri en þau, sem síðar verða. JOSEPH ALSOP: Oanægjan i Kína virðist miklu útbreiddari en menn áttu von á Kínversk íhlutun í styrjöldinni Víetnam enn ósennilegri en áður Vlð BER einstöku sinnum í þrumuveðri að leiftur eldingar rýfur næturmyrkrið og lýsir upp landslagið í kring. Fyrir bregður í svip mönnum, sem berjast upp á líf og dauða, aðr- Lr falla særðir á kné og enn aðrjr eru að standa á fætur til þess að halda áfram að berjast. Svo hylur myrkrið allt þetta aftur í einu vetfangi. Þetta er ekkert sérstaklega lei'kræn eða ýkt lýsing á því, xvemig athugendur Kína-mál- efna sjá ástandið eins og það er í dag í Kína meginlands ins, gegn um sjónauka sína, sem vitaskuld eru alls ófull nœgjandi. f fyrsta lagi eru hin minnstu umbrot í Kína ávallt hanmleikur á heimsmælikvarða í öðru lagi er svo að sjá að Kínaveldi, sem áður stóð ein- Ihuga um Mao Tse-tung logi nú allt í sífelldum og áframhald- andi uppþotum. Sú staðreynd, að uppþotin balda enn áfram, er ef til vill furðulegust í sjálfu sér. Engum þurfti að koma á óvart þó að augljóslega hnignandi heilsa Mao Tse-tungs leiddi til bar- áttu um viðtöku valdanna eftir hans dag, jafnvel áður en að íil jarðarfarar kom á vegum ríkisins. Hitt er heldur ekki að undra, að fyrsta skrefið væri stigið af hálfu þeirra, sem berj- ast fyrir hagkvæmum skynsem- is-kommúnisma. Guð einn veit, hve óþolinmóðir þeir hljóta að hafa verið orðnir. Hitt ætti heldur ekki að vekja neina furðu, þó að „af leitir, „nútíma endurskoðunar sinnar“ yrðu fyrir gagnárás — og það með góðum árangri að því er virðist — hinnar gall- hörðu fyikingar sem þeir veita forystu Teng Hsiao-ping og Lin Piao marskálkur, yfirmaður hersins. En þegar búið var svo ið hrekja „nútíma endurskoð- anarsinnana" úr vigi sínu í itjórn Peking-borgar hefði átök inum átt að vera lokið að öllu vjálfráðu. EN ÞBSSU er síður en svo fjrir að fara, og hinir furðu- legustu menn halda ótrauðir áfram að takast á með dæma- lausum hætti. Taka má sem dæmi Kuang Ya-ming, forstöðu mann herskólans í Nanking. Hann hdf störf í áróðursdeild flokksins og var orðinn for- stöðumaður tveggja háskóla áð ur en hann var hækkaður i tign og fluttur til Nanking. Hann er með öðrum orðum framgjarn maður. Svo átti að víkja nokkrum haskólakennurum í Nanking frá starfi fyrir endurskoðunar stefnu og borgaralegar hneigð- ir. Samkvæmt útvarpi héraðs- ins helt Kuang forstöðumaður háskólans „fjölmennan fund“ flokksforustunnar í háskólan- um og „reyndi að b]inda“ hana með „bellibrögðum". Daginn eftir að þessi fundur var hald- inn, eða 2. júní, lýsti Kuang yfir, að „aðstæður til gagnárás ar væru ágætar.“ Búið væri „að bæla niður sex klukku- stunda stjórnarbyltingu,“ sagði hann og skipaði svo fyrir, að endurskoðunarsinnuðu háskóla- kennararnir væru aftur látnir taka við störfum. Þegar hér var komið sögu hlaut hinn ískyggilegi Kuang makleg málagjöld hjá héraðs- nefnd flokksins, sem svipti hann umsvifalaust forstöðu há sikólans í Nanking.Svipuð dæmi um tilraunir til mótþróa og síð- an þvingun til hlýðni hafa gerzt í fjölmörgum öðrum hér- uðum að því er fregnir herma. FJARRI fer því, að endan- leg þröngvun til hlýðni sé hið óvæntasta við þessa umtöluðu atburði. Hitt er í raun og veru miklu furðulegra, að mótþró- anum skuli enn vera haldið áfram á þessu óvænlega stigi viðureignarinnar. Ýmis fleiri atriði benda til að átökunum innbyrðis sé hvergi nærri lokið, enda þótt Teng Hsiao-ping og fylgismenn hans hafi bersýnilega tögl og hagldir eins og sakir standa. Til dæmis var reiknað með því, að búið væri að koma hinu op- inbera málgagni „Dagblaði al- þýðu“ á rétta línu að nýju, eft- ir þrálátar stimpingar (Þegar tilvitnanir í hugleiðingar Mao voru látnar koma í staðinn fyr ir veðurfregnirnar). En svo gerðist hið sama enn einu sinni á þessum síðustu tímum og kínverskir lesendur verða varir við áberandi mun áherzluatriða í flokksblaðinu og blaði hers- ins, “Dagblaði frelsisins," sem er yfirleitt miklu strangara og hvassyrtara. Vegna ótölulegs fjölda dæma á borð við þetta eru níu af hverjum tíu hinna gleggri at- hugenda — bæði innan ríkis- stjórnar og utan — þeirrar skoðunar, að enn sé endanlega útkoman í Kína óviss. TVENNT er það, sem sér- staklega þarf að taka til athug- unar í þessu sambandi. Hið fyrra er, að jafn vitrir og glöggir kannendur og Lucian Pye prófessor við Tæknistofn- unina í Massachusetts hafa ávallt þótzt sjá fyrir tímabil sérstakrar Mao-hollustm, sem eins konar síðustu andvörp ríkj andi skipun-ar, áður en kín- versku þjóðinni tækist að end urmóta kerfi kommúnismans og samræma það venjum sin- um, þörfum og hæfileikum. Vera má að við séum einmitt núna að virða fyrir okkur fálm kenndar upphafsumleitanir þessa tímabils. Hið síðara er að síðan að bætt var að mestu fyrir stærstu áföll „hjns mikla stökks fram á við," hefur enginn glöggur athugandi, sem það nafn ber með nokkrum rétti, nokkurn táma séð fyrir neitt svipað því, sem nú er að gerast áður en faðir Mao fellur frá. Óeirð- imar virðast hafa dunið yfir allt of snemma, löngu áður en að ríkisjarðarförinni kœmi, eða meðan að Mao er enn fær um að gegna störfum að minnsta kosti sem lifandi tákn. Og um- brotin halda enn áfram, þrátt fyrir það, að gagnárás harð- línumannanna hefur í raun og veru tekizt að því er bezt verð- ur sáð. Öllum glöggum athugendum ber saman um, að þessi miklu einkenni erfiðleika og átaka innan Kína geri kínverska íhlut un í styrjöldina í Víetnam enn ólíklegri en hún áður var, og hefur hún þó aldrei verið sennileg. Þetta er auðvitað mik ilvægt atriði. En þýðing þess- arra víðtæku átaka í Kína fyrir komandi tíma er þó jafnvel enn mikilvægari. f bráð getur hvað sem er gerzt, jafnvel eitthvað jafn brjál æðiskennt og endurtekin til- raun til mikils „stökks fram á við.“ En þegar horft er langt fram í tímann virðist svo sem umfang óeirðanna og útbreiðsla á þessu stigi táfcni, að þau öfl, sem krefjast mikílla breytinga I Kínaveldi Maos, séu það sterk, að þau hljóti næstum að reyn- ast ósigrandi að lokum. Og sé þessi ráðning rétt má með sanni segja, að atburðirnír, sem nú eru að gerast, séu örlaga ríkir.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.